Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 14. desember 1972 Bréf frá lesendum I"llll l"Bi '111 ifl li Rowenta Straujárn, gufustraujárn, brauðristar, brauðgrill, djúpsteikingarpottar, fondue-pottar, hárþurrkur, hárliðunarjárn og kaffivélar. Heildsölubirgðir: cliallclór So. Ármúla 1 A, simi 86-114 BEItNHÖFTSHÖLLIN Hann Heinrich Schliemann gróf upp gömlu Troju og fann þar gullið hans Priamoss. Siðan brá hannsér til Mykence og gróf þar upp gullið hans Agamemnons. Þar með var fornleifaáhuginn vaknaður. Það var kyndill sem kveikti frá sér á ótal kertum og kolum, vitt um lönd, allt norður i Dumbshafseyjar. Schliemann var kaupmaður, enda fyrirmynd reykviskra kaup- manna. Það eru til fleiri forn- leifar en gull og borgarrústir, enda ekki á hverju strái. Okkar kaupmenn eru svo elskulegir að hafa fornleifafundi sina i búðar- gluggum almenningi til fróðleiks Heimadrangi 4. bindi komið út Út er komið 4. bindi safnritsins Ileimdragi, sem flytur islenzkan fróðleik, gamlan og nýjan, viðs vegar af landinu eftir ýmsa höfunda. Efni þessa bindis er af ýmsum toga spunnið, eins og fyrri bindanna þriggja. Er þar fyrst að telja ýtarlegan frásögu- þátt Torfa Þorsteinssonar um fjölgáfaðan hagleiksmann, Vesturheimsfarann Eymund Jónsson i Dilksnesi. Hannes Pétursson skrifar stuttan þátt, Sútar kvörn, um átakanlegt slys i Skajafirði á öldinni sem leið og Hólmfriður Jónasdóttir segir frá bernskudögum sinum i Blöndu- hlið. Þorsteinn frá Hamri rifjar upp heimildir um hina nafn- toguðu Jörvagleði. Snorri Sigfús- son greinir frá einkennilegum förumanni i Svarfaðardal, Jón frá Pálmholti segir frá undarlegu atviki og Kristmundur Bjarnason skrifar um prestshjónin á Rip, séra Jónas Björnsson og Ingi- björgu Eggertsdóttur. Hólmgeir Þorsteinsson segir frá selförum i Eyjafirði fyrir og um siðustu aldamót, Sveinbjörn Beinteinsson kynnir og birtir Hróbjartsrimu Þorsteins Bárðarsonar, Jón Marteinsson frá Fossi skrifar þáttinn Heiðabúar um búskap á rýrum f jallabýlum i Húnaþingi og loks minnist Þóröur Jónsson á Látrum frostavetrarins 1918. Efninu söfnuðu Kristmundur Bjarnason, Valdimar Jóhannsson og Þorsteinn frá Hamri. — Útgef- andi er Iðunn. og yndis. Þar gefur að lita ryð- gaða járnmuni, gömul simatól, sjórekin fúasprek, gamla mjólkurbrúsa og þannig mætti lengi telja. En áður en þessi marglofaði áhugi á forneifum og varðveizlu þeirra vaknaði, fór margur góður gripur forgörðum. Sem dæmi vil ég nefna opnu göturæsin Þau eru löngu horfin, en áttu þó merkan þátt i sögu höfuð- staðarins. Á gatnamótum lágu borð yfir ræsin — prýðilegt skjól fyrir rottur, svo ekki voru hér „dauðar götur”. Þá voru hér ekki heldur neinir arkitektar, en nú hafa þeir tekið lofsamlega, at- kvæðamikla forustu i vernd fornra verðmæta hér i borg. Það má lika mikils vænta af slikum snillingum. Hvað vitsmum' og menntun viðvikur hef ég heyrt þeim jafnað við hagfræðinga. Mikið hefur verið rætt um þá lofsamlegu athygli, sem arki- tektarnir hafa vakið á bakariinu gamla, sem Bakarabrekkan ber nafn af. Að svipta borg þeirri sögufrægu prýði væri fásinna. Ber ég þó sizt vantraust til arki- tektanna að reisa annað sam- bærilegt að snilli á samam stað. „Dynfaravísur” - fyrsta bók Hjartar Pálssonar Setberg hefur sent frá sér ljóða- bók eftir nýtt skáld Hjört Pálsson, da^^^áy^órajityarpsins. Bókin Ijg heitir „Dynfaravisur”, og skiptist hún i fimm kafla: „Enn blossar ástar itinna...”, Milli nándar og fjarska, úr heimshornasyrpu, Ég veit eitt land og Arstiðasöngva. Hjörtur Pálsson er Norð- lendingur að ætt og uppruna, fæddur að Sörlastöðum i Fnjóska- dal 1941, en ólst upp á Akureyri. Hann varð stúdent frá MA 1961. Þá varð hann blaðamaður við Timann, en dvaldist i Kanada 1963, þar sem hann var bókavörð- ur. Siðan var Hjörtur blaðamaður við Alþýðublaðið, en hóf störf hjá Rikisútvarpinu 1964, og hefur stundað nám jafnframt. Fyrr á þessu ári lauk hann kandidats- prófi i isl. fræðum. Hann hefur lagt stund á ljóðagerð og ritstörf frá æskuárum og einnig fengizt við þýðingar. Dynfaravisur, sem er fyrsta bók Hjartar, er 78 blaðsiður, prentuð hjá Setbergi. JÓNSKAGAN JÓN SKAQAN AxLAskipd AUJNQLÍNU MÍNNÍNQAROQ MyNPÍR AXLASKIPTI Á TUNGLINU Ævi manna er samslunginn vefur atvika, orsaka og afleiðinga. Ráðgáta lífsins verður því oftast torskilin og yfir henni hvílir hula óræðis og óskiljanleika. Oft verður manni Ijóst hvernig lítil atvik verða aflgjafi stórra atburða í lífi einstaklinga og stórra hópa manna. Við lestur þessarar bókar séra Jóns Skagans verður manni þetta ljósara en áður. Frásögnin er ölHifandi og skemmtileg í einfaldleik hins frásagnarglaða söguinanns. Þessi bók er skemmtileg myndasýning úr hinu daglega lífi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SÍMAR 13510, 26155 OG 17059 Þeirra virðulegu glerhallir tróna nú og teygja sig vit’umvorn stóra stað, og ekki má gleyma guðshúsi Bústaðahverfis. Það mætti nú bera nafnið: Kattedrale. Það væru ekki fáarfúaspýtur og rottuskjól, serh færu forgörðum, ef bakariið væri rifið. Þarna yrði steindauður borgarhluti. Gömlu timburhúsin eru nauðsyn- leg vegna okkar filefldu branda- manna. Til hvers væri það friða lið,ef ekkert hús gæti brunnið? Að visu hafa arkitektarnir af hug- kvæmni sinni og framsýni bjarga við þeim vanda með þvi að taka i notkun svo nefndar spónaplötur. Minnisstætt er hve Lækjargötu- bankinn logaði með sóma. Asgeir Bjarnþórsson. Krummarnir — nýr barnabókafíokkur bókaflokki um Krumborgar- fjölskylduna, þar sem Mads, tiu ára drengur, kallaður Krummi, er aðalsöguhetjan. Einnig kemur við sögu stóra systir hans, fimm- tán ára, og litli bróðir á öðru ári. Þessi bók er skreytt mörgum myndum eftir kunnan dráttlist- armann, Kirsten Hoffmann. Thöger Birkeland er talinn hafa sérstaklega góðan skilning á þeim vandamálum, sem um- hverfið færir barninu að höndum. Hann hefur notið sivaxandi vin- sælda i heimalandi slnu. Bókaútgáfan Steinholt gefur út barnabókina Krummarnir, og er höfundur hennar danskur barnabókahöfundur, Thöger Birkeland, yfirkennari að atvinnu. Hann hefur skrifað margar barnabækur, sem Gyldendalsfor- lag hefur géfið út, og árið 1962 hlaut hann verðlaun fyrir barna- og unglingabækur sinar. Þetta er i fyrsta skipti, að bók eftir Birke- land er þýdd á islenzku. Jafn- framt verður þetta fyrsta bókin i NÝJAR ÚTGÁFUR Á RITUM HÖFUÐSKÁLDA - r't Þórbergur Þórðarson FRÁSAGNIR Hinar styttri frásagnir meistarans. Verð ib. kr. 850.-, skb. kr. 1.050.-, ób.kr. 650. + sölusk. Jóhannes úr Kötlum LJÓÐASAFN Tvöfyrstu bindin komin út. Verð hvors bindis ib. kr. 650.-, ób. kr. 480,- + sölusk. Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) BREF TIL TVEGGJA VINA Verð ib. kr. 580.- ób. kr. 420.-, + sölusk. MAL OG MENNING HEIMSKRINGLA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.