Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. desember 1972 TÍMINN 11 Frestur er verstur Samkvæmt áliti valkostanefndar er nú við talsverðan vanda að fást i efnahagsmálum þjóðarinnar, en þó minni en oft áður, þegar sérstakar efnahagsráðstafanir voru gerðar. Þessi vandi er eigi að siður þannig vaxinn, að nauðsynlegt er að ráðast gegn honum strax, en láta lausnina ekki dragast á langinn. Allur dráttur mun gera lausnina erfiðari. Ljóst dæmi um, hve háskalegur frestur er, eru viðbrögð ,,viðreisnarstjórnarinnar” haust- ið 1970. Þá var ljóst, að nauðsyn var sér- stakra efnahagsaðgerða. Margir forustumenn Sjálfstæðisflokksins gerðu sér þetta ljóst, en töldu hins vegar, að samstaða gæti ekki náðst um lausn vandans fyrir kosningar. Þessvegna var það tillaga þeirra, að þá þegar yrði efnt til þingkosninga. Alþýðuflokkurinn reis hins veg- ar gegn þessu undir forustu Gylfa Þ. Gisla- sonar. Tillaga hans var sú, að enn skyldi gripið til sama ráðs og rikisstjórn Alþýðuflokksins greip til fyrir þingkosningarnar haustið 1959 og „viðreisnarstjórnin” fyrir þingkosningarnar 1967. Þetta ráð var i þvi fólgið að fyrirskipa verðstöðvun til bráðabirgða og fresta svo lausn allra efnahagslegra vandamála fram yfir kosningar. Niðurstaðan varð sú, að farið var að þessum ráðum Alþýðuflokksins. Afleiðingin varð sú, að engin islenzk rikis- stjórn hefur látið eftir sig óleyst eins mörg og erfið efnahagsleg vandamál og „viðreisnar- stjórnin.” Með verðstöðvuninni hafði mörgum stórfelldum verðhækkunum verið frestað um stundarsakir, en óhjákvæmilegt var, að þær kæmu fyrr en siðar til framkvæmda. Samið hafði verið við opinbera starfsmenn um veru- legar kauphækkanir, sem kæmu til fram- kvæmda eftir kosningarnar. Rétt eftir kosn- ingarnar féllu einnig úr gildi allir kaupsamn- ingar milli atvinnurekenda og verkalýðsfélag- anna,og hlutu mjög verulegar kauphækkanir að koma þá'til sögunnar. Loks höfðu verið sett lög um hækkanir á bótum almannatrygginga og mörgu öðru, en sett i þau það bráðabirgða- ákvæði, að lögin skyldu ekki koma til fram- kvæmda fyrr en nokkrum mánuðum eftir kosn- ingar. Þá hafði verið gengið þannig frá framlagi til niðurborgana i fjárlögum fyrir 1971, að það var miðað við fyrstu 10 mánuði ársins, en ekki allt árið! Þannig biðu óleyst efnahagsvandamál i öll um áttum, þegar „viðreisnarstjórnin” lét af völdum og núv. rikisstjórn tók við. Það rættist fullkomlega, sem færasti hagfræðingur fyrrv. stjórnarflokka, Ólafur Björnsson prófessor, hafði spáð, að við myndi blasa hrein hroll- vekja, þegar verðstöðvuninni lyki. Sá vandi, sem nú er glimt við i efnahagsmál- um, rekur að verulegu leyti rætur til þessa óhugnanlega viðskilnaðar fyrrv. rikisstjórnar. Ef „viðreisnarstjórnin” hefði brugðizt djarflega við þeim vanda, sem var haustið 1970, i stað þess að fresta lausn hans, myndi ástand- ið vera allt annað og betra i dag. Til þess eru vitin að varast þau. Og það, sem núv. rikisstjórn þarf ekki sizt að varast, er for- dæmi „viðreisnarstjórnarinnar” frá haustinu 1970. Vanskilavixlarnir, sem hún lét eftir, ættu að vera næg viðvörun um það. A.M. Rendel, The Times: Ceausescu styrkir tengslin við stjórn Sovétríkjanna Afstaða Rúmena til Kfnverja hefur breytzt Ceausescu og frú RÚMENIA hefir verið á eðlilegum krossgötum árásar- herja siðustu tvær aldirnar. bessi erfiða hnattstaða lands- ins veldur þvi, að tviskinnungs gætir ævinlega i stefnu lands- manna. Nú eru tvær megin- stefnur uppi og stangast á. Nú.eins og ávallt áður.gætir eindregins og djúpstæðs vilja til sjálfstæðis gagnvart drottnandi veldi i umhverfinu, sem nú er Rússland. Eins og stendur kemur viljinn til sjálf- stæðis gagnvart Rússlandi óbeint fram i þvi, hve Rúmen- ar eru áfjáðir i sérstök tengsl við Efnahagsbanda1ag Evrópu að fyrirmynd Júgó- slava. Rússar eiga ekki auð- velt með að beita sér gégn þessu, þar sem þeir eru sjálfir að berjast fyrir auknum við- skiptum við Vestur-Evrópu. Annar vottur sjálfstæðisvið- leitninnar kom fram i mál- flutningi Ceausescu forseta á ferð hans um Afriku fyrir skömmu. bar talaði hann yfir- leitt miklu likara eins konar Titó, sem væri að leiða þriðja heiminn, en ánægðum kommúnistaforingja frá Austurveldunum. briðja einkennið er mikil- vægast og kann að fela i sér nokkurn háska, en það er for- usta Rúmena i baráttunni fyr- ir ráðstefnu um öryggi og samvinnu i Evrópu. Rúmenar gera sér vonir um, að ráð- stefnan og afleiðingar hennar leiði til stóraukinna samskipta austrænna og vestrænna rikja og torveldi Rússum að breiða sinn valdavæng eins þétt yfir Austur-Evrópu og áður. ANNARRAR stefnu gætir einnig i Rúmeniu, en hún á sér ekki jafn djúpar rætur og frelsisviljinn, en er þess meira áberandi. betta er stefna um aukin tengsl við Rússland. Rúmenar nutu i rikum mæli þess sjálfstæðisauka, sem fól- st i eindreginni og afar vin- sælli andstöðu Ceausescu for- seta gegn innrásinni i Tékkó- slóvakiu árið 1968. Nú er helzt svo að sjá sem rikisstjórn landsins hafi komizt að þeirri hversdagslegu niðurstöðu, að drottnun Sovétrikjanna sé ó- umflýjanleg staðreynd dag- legs lifs á þessari öld. Til þessa bendir, að Rúmen- ar hafa nú tekið allt aðra af- stöðu til valdhafanna i Peking en áður. Rússum hlýtur raun- ar að hafa verið nokkur þyrnir i augum, hve Rúmenar gerðu sér dátt við Kinverja um sinn, eða allt þar til að Ceausescu forseti fór til Peking i júni árið 1971. Sú breyting hefir nú orðið hér á, að efnahagssamvinnan við Sovétrikin hefir á liðnu ári verið mun nánari en áður og Hin sameiginlega efna- hagsnefnd Rúmena og Sovét- manna hefir stuðlað að veru- lega auknum viðskiptum. Rúmenar hafa einnig verið eftirlátari en áður i efnahags- samvinnu Austurveldanna og fallizt á að taka þátt i áætlun um hráefnanám og vinnslu i Sovétrikjunum. 1 ágúst 1971 neitaði Ceausescu forseti að taka þátt i fundi Varsjár- bandalagsins á Krim. 1 ár brást hann við á annan veg og sat fund bandalagsins i Prag i janúar i vetur. SAMBÚÐ Sovétmanna og Rúmena hefir af og til verið allstirð undangenginn áratug, en við og við hafa þeir jafnað ágreininginn og komið sér vel saman um skeið. bessara um- hleypinga var farið að gæta i sambúðinni nokkru áður en Rússar réðust inn i Tékkó- slóvakiu. Nú er svo að sjá sem Rúmenum virðist enn torveld- ara að varðveita sjálfstæði sitt en áður. Rikin, sem standa ut- an Varsjárbandalagsins, veita hvergi nærri það traust, sem þeir höfðu gert sér vonir um. Júgóslavar — nánustu sam- herjar Rúmena — eiga eins og sakir standa i miklum erfið- leikum heima fyrir og eru auk jiess að reyna að laga sambúð- ina við Sovétrikin. Rúmenar gerðu sér miklar og bjartar vonir i sambandi við komu Nixons forseta til landsins i september. Nú eru þeir hins vegar orðnir þeirrar skoðunar, að Bandarikjamenn viðurkenni drottnun Sovét- manna yfir Austur-Evrópu.og stuðnings sé þvi ekki að vænta úr þeirri átt i viðleitninni til að vera með annan fótinn utan samtaka Austurveldanna. Fyrr meir var stundum talað um væntanlegan stuðning þri- velda á Balkanskaga við Kin- verja, eða Júgóslaviu, Rúmeniu og Albaniu, en nú er hætt að hafa þetta á orði. RÚMENAR þóttust geta vænzt vinsamlegri afstöðu Vestur-býzkalands en aðrar Austur-E vrópu-þjóðir, þar sem Rúmenia hafði viður- kennt Vestur-býzkaland i janúar 1967, fyrst allra Aust- ur-Evrópurikja að undan- teknu Rússlandi. Sú varð hins vegar raunin, að viðskipta- jöfnuðurinn varð Vestur-bjóð- verjum fljótt svo hagstæður, að viðskipti landanna hættu að aukast, og ný stefna Vestur- bjóðverja gagnvart Austur- veldunum olli miklum breytingum. Rúmenar eru nú komnir á þá skoðun, að Vest- ur-bjóðverjar hafi mikinn hug á Austur-Evrópu sem heild, en sér i lagi þó á Austur-býzka- landi. Viðskiptasamböndin við rik- in i V-Evrópu hafa litlum breytingum tekið þar sem Rú- menar hafa gert sér litið far um að breyta miðstjórnar- valdi sinu á efnahagsmálun- um i þá átt að greiða fyrir framleiðslusamvinnu. Ceaus- escu forseti lýsir yfir sjálf- stæði lands sins i heyranda hljóði, en hefir jafnframt reynt að draga úr óánægju Sovétmanna með þvi að halda kommúnismanum heima fyrir sem allra hreinustum. RÚMENAR eru nú teknir að efast um, að þessi stefna hafi fært þeim ávinning. Ceaus- escu forseti eggjar menn lög- eggjan að standa við fimm- ára-áætlunina, en breytir hinni ströngu miðstjórn afar litið. Hann virðist hins vegar gera sér far um að treysta vald sitt með þeirri óvinsælu aðferð að „skipta um flokks- fulltrúa” sem oftast og viðast. Með þessu tekst honum að koma i veg fyrir, að væntan- legir keppinautar festi sig i sessi, en honum verður litið ágengt i þvi að auka afköstin. Fulltrúar þeirrar kynslóðar flokksforustu, sem bráðum tekur við i Rúmeniu, eru sennilega farnir að velta þvi fyrir sér, eins og samherjar þeirra i öðrum rikjum Austur- Evrópu, hvernig þeir eigi að samræma óskorað vald flokksins og hagstæða fram- vindu og virkni efnahagsmál- anna. Enn er gersamlega óráðin gáta til hvaða úrræða þeir kunna að gripa. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.