Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 13
TÍMINN 13 Kimmtudagur 14. desember 1972 Augljóst dæmi um þreytu i málmi, segja þeir, sérfræðingarnir. — Þannig, að menn geti að mestu sjálfir ráðið tæringunni á húsþaki sinu, með þvi hvernig þeir mála það? —Já, það er hafið yfir allan efa. —Hvaða verkefni eru á döfinni hjá ykkur núna, þessa stundina? —Aðalvandamálið, sem við er að glima núna, eru rannsóknir á hitaveitum úti um landið. Rann- sóknarstofnun iðnaðarins og Hitaveita Reykjav. hafa tekið höndum saman við það verkefni, en tæringarrannsóknir hafa lengi verið stundaðar á vegum Hita- veitu Reykjavikur, það hafa þegar verið sett inn reynslustykki i ýmsar hitaveitur, og fleiri stykki verða látin i sama skyni á næstu mánuðum. Þarna er um að ræða þriggja til fjögurra ára samfellt rannsóknarverkefni, en til- gangurinn er að komast að raun um, hvernig mismunandi málmar standa sig i mismunandi hitaveitu eða jarðvatni. —Berast ykkur ekki oft fyrir- spurnir frá atvinnuvegunum i landinu? —Við höfum unnið dálitið fyrir skipasmiðastöðvar, til dæmis i sambandi við sjólagnir i skipum, ogvið höfum nýlega skrifað grein um málningu. 1 iðnaðinum höfum við reynt að ráðleggja mönnum i sambandi við efnisval, og einnig er stór þáttur i starfsemi Rannsóknarstofnunar iðnaðarins prófanir á rafsuðu og málmum, og náttúrulega fléttast tæringar- rannsóknirnar saman við það að ýmsu leyti. Hirðusemi? —En hafið þið aldrei rannsakað tæringuna i blessuðum land- búnaðartækjunum? Það er nú sitt af hverju búið að segja um hirð- inguna á þeim, ef ég man rétt. —Jú, við rannsökuðum einu sinni tæringu i gömlum traktor. —Var það ekki fróðlegt? —Það var að minnsta kosti at- hyglisvert. —Heldurðu,að fslendingar séu mikið verr á vegi staddir með hirðingu á hlutum sinum, en aðrar þjóðir? —Þó að ástandið sé ekki gott hérna heima, þá er viða pottur brotinn. Við erum sjálfsagt ekki mikið verr á vegi stödd en nágrannaþjóðir okkar, hvað tær- ingarvarnir snertir. Uppgötvun For-Grikkja. Annars langar mig að vikja ofurlitið að þvi, sem þú sagðir i upphafi. Spurningin var á þá leið, hvar á Norðurlöndum fyrst hafi verið unnið að rannsóknum á tær- ingu i málmum. f samb. við þetta er freistandi að geta þess, að aðrir höfðu löngu fyrr veitt þessu fyrirbæri athygli. Forn- Grikkir tóku eftir þvi, að málmar tærðust, einkum þó vopn og bryn- klæði, en þau voru auðvitað úr járni og stáli. Svo var það einn spekingur þeirra, Plinius að nafni, sem fann það út eftir langar og flóknar rannsóknir, að tæringin væri aðferð guðanna til þess að lýsa vanþóknun á styrjöldum. Eyðing málma var refsingin sem guðirnir lögðu á mennina fyrir að eigaiófriði. Að svo mæltu kveðjum við Keldnaholt og þökkum veittar upplýsingar. -VS. Ásbjörn Einarsson verkfræðingur (t.v.) og Gunnlaugur Elíasson, efna- H Ræktarsemi við fortíðina Guðmundur Böðvarsson: KONAN SEM LÁ OTI. 146 bls. Hörpuútgáfan, Akranesi. f fyrra sendi Guðmundur Böðvarsson frá sér bók, sem nefndist Atreifur og aðrir fuglar. Þess var getið.að hér væri um að ræða fyrsta eða fyrra bindi af rit- safni, sem bæri heitið Linur upp og niður.Nú hefur komið út annað bindi i þessu safni. Sú bók heitir Konan sem lá úti, og dregur nafn af sinum fyrsta frásöguþætti. Þessi þáttur f jallar um þann at- burð, þegar Kristin Kjartansdótt- ir frá Sigmundarstöðum i Hálsa- sveit lá úti nær fimm dægur sam- fleytl ,,án skjóls og afdreps og að öllu vanbúin og stundum i blind- bvl og versta veðri”. Hún hafði dottið á launhálku og lá nú þarna, sem hún var komin, lærbrotin og mjaðmargrindarbrotin. Þetta gerðistá þorranum veturinn 1949, og vantaði þá Kristinu eitt ár i áttrætt. Sjálfsagt minnast sumir þess. að hafa heyrt um þetta i útvarpi og lesið um það i blöðum, þeir sem á annað borð muna fréttir tuttugu ár aftur i timann, eða rösklega það. Engu að siður er það hafið yfirallanefa, að sagan hefur verið farin að fyrnast i hug- um margra, sem hana heyrðu i upphafi, og þvi á Guðmundur Böðvarsson mikið þakkiæti skilið fyrir að forða henni frá gleymsku. Aö nær áttræð manneskja lifi slikt af, og ekki aðeins lifi það, heldur haldi sálarró sinni og jafnvægi allan timann, það er slikt afrek, að annars eins má lengi leita. Frá þessu segir Guðmundur Böðvars- son með þeim hætti, sem honum er laginn. — Mér finnst still og orðalag þessa kafla samboðinn rólegri yfirvegun og æðruleysi Kristinar, konunnar, sem lá úti. Næsti kafii bókarinnar fjallar um föður Guðmundar Böðvars- sonar, Böðvar Jónsson, sem lengi bjó á Kirkjubóli i Hvitársiðu. Þessi frásöguþáttur birtist i Timariti Máls og menningar árið 1956, en kemur nú til okkar i bðk, örlitið breyttur frá fyrstu gerð. Þaö er mikill vandi að skrifa um þá, sem mönnum eru ná- komnir. Þetta tekst Guðmundi þó með ágætum. Honum er vandinn ljós, og þess vegna fellur hann ekki i þá gröf að slæva áhrif frá- sagnar sinnar með of sterkum orðum. Hann segir: „Renni maður huganum til horf-' ins ástvinar og leyfi honum að dvelja þar við um sinn, þá hópast þar að minningar, fleiri en tölu verður á komið, og fleiri en maður kærir sig um að gefa öðrum hlutdeild i.” Og siðar þetta: ,,Hann var maður fljót- lyndur, eins og ég hef áður getið, og funaði upp ef réttlætiskennd hans var misboðið. Vægði hann þá hvergi til og var misvel þolað kapp hans, enda fráleitt að halda, að hann hafi verið óskeikull öðr- um fremur. En að erfa hnýfling- ar við nokkurn mann,kom honum aldrei til hugar. Hann skildi ekki langrækni og kallaði hana fýlu”. (Bls. 43). Þessi örlyndi tilfinn- ingamaður átti lika til ,,þá dreymni, sem gat látið hann gleyma sér yfir góðri visu” og ,,hann var barnavinur og dýra.” Þetta er góös manns lýsing. Þannig eru göfugmenni. Og það er óhætt að slá þvi föstu, að þessir tveir fyrstu frásöguþættir i bók Guðmundar Böðvarssonar eru báðir svo ágætir, að þeir einir myndu nægja henni til langlifis, þótt ekki kæmi fleira til. Næsti þáttur heitir Ferð fram og til baka. Þar segir frá eftir- minnilegri sendiför með áriðandi bréf. Höfundurinn fór ferðina sjálfur, þá tólf ára að aldri. Þetta var um vetur, og lýsing Guð- mundar á myrkfælni og geig hins GiiöniiiiHliir Böðvarsson. unga sendimanns er afburðagóð. En erindi hans er bezt að rekja ekki hér, það geta þeir lesið, sem bókina eignast (og ég trúi, að þeir verði margir.) Næst segir frá kynlegum gesti, er að garði bar á æskuheimili Guðmundar. Þessi þáltur er vel skrifaður, en þó tæpast sérlega minnisstæður. Siðan kemur langur þáttur, sem ber heitið Heiman ég fór. Vafalitið er hann „sannur”, enda hefur svo sem annað eins gerzt — jafnvel á okkar dögum. Engu að siður hlýtur manni að blöskra sú illmennska, sem þar er sýnd um- komulitlum dreng, jafnframt þvi sem maður undrasl og dáir karl- mennsku hans og úrræði að drifa sig að heiman og koma aldrei framar á æskustöðvar sina^r. Þá fer nú senn að saxast á bók Guðmundar Böðvarssonar. Næsti þáttur heitir Inflúensa. Hann er léttur og skemmtilegur aflestrar, en heldur þykir mér hann veiga- litill — að minnsta kosti til þess að vera skrifaður af snillingnum i Hvitársiðunni. Engu að siður lifgar hann heilmikið upp á heildarsvip bókarinnar. Að lokum er svo þáttur, sem heitir Jön og ég, Sigriður og Hinrik. Þetta er ferðasaga, frem- ur stutt, undur sakleysisleg á yfirborðinu, en ðskaplega háösk undir niðri. ,,Hún Sigriður hélt á tveim töskum, sinni i hvorri hendi, og leit við mér og þekkti mig ekki um leið og ég gekk þar hjá. En hann Jón leit ekki upp, heldur studdi sig við bilinn með annarri hendi, en hinni hélt hann fyrir brjóst sér og stóö f þeim mesta keng,sem myndaður verður af löngum og mjóum manni. Nú þurfti hann ekki lengur að hafa áhyggjur af henni Sigriði undir seglinu og það hafði sjóveikin notað sér. Hann kúgaðist ákaf- lega.” Það væri mikill skortur á hátt- visi við væntanlega lesendur bókarinnar að fara nú að lýsa sjó- ferðinni, sem þarna er á undan gengin. Það má mikið vera, ef ekki eiga margir eftir að skemmta sér yfir henni. Þannig er þá i mjög stórum dráttum efni þessarar bókar. Málfar Guðmundar Böðvarsson- er er slikt, að sizt situr á skussum og meðalmönnum að vera að burðast við að gagnrýna það. Þó get ég ekki látið^eraað minnast á, að mér er ami að hinu gamal- kunna orðalagi ,,af og til”, sem löngum hefur veriðáhvers manns vörum á Islandi. Að ég nú ekki tali um drauginn ,,til að byrja með”, sem þó er á hröðu undan- haldi, góðu heilli. En þetta tvennt kemur fyrir, sinu sinni hvort, i bók Guðmundar. Annað er á bls. 118, en hitt á bls. 119, hvort tveggja neðstá siðu. Og neðarlega á bls 51 gefur þetta að lita og minningum sem vöktu manni beig i brjósti þegar birtu brá”. Heldur er nú þetta mikið örlæti á b-in, og vissuiega myndi Guð- mundur Böðvarsson aídrei leyfa sér slika,, ofstuðlun” i bundnu máli. Það kemur vist engum á óvart lengur, þótt Guðmundur Böðvarsson sendi frá sér þjóðleg- an fróðleik. Þótt flestir hafi fram að þessu fyrst og fremst litið á hann sem Ijóðskáld, og þótt hann eigi sinar miklu vinsældir fyrst og l'remsl ljóðum sinum að þakka, þá er hitt þó engu siður stað- reynd, að hugur hans hefur lengi hneigztað margvislegum fróðleik um það lif, sem lifað hefur veriö i þessu landi. Hver maður, sem les Saltkorn i mold með sæmilegri athygli, hlýtur að sannfærast um, að þar er verið að setja á svið þjóðlifslýsingu, og hana ekki af lakara laginu, þótt yíir hana sé brugðið skraulklæðum gaman- semi og markvissrar fyndni. Meira að segja Næpan - smá- sagan, sem bæði ég og margir aðrir hafa gert rangt til - hún er ekki skáldsaga i venjulegri merk ingu þess orðs, heldur beinhörð sagnlræði. Gamla konan sagði sögu sina eins og þar er rakið, og sá, sem á hlýddi, var enginn annar en höfundurinn sjálfur, Guðmundur Böðvarsson. Þessi saga birtist fyrst á prenti i des- embermánuði árið 1949, fyrir rétt um 23 árum, svo að auðséð er, að sagnfræðilegur áhugi Guðmund- ar er ekki nýr. Þessi nýja bók er enn ein sönnunin um ræktarsemi hans við liðinn tima. Um það skal engu sp&ð, hvort framhald verður á hinu nýja rit- safni Guðmundar Böðvarssonar, Linur upp og niöur. Spádómar eiga það til að koma höfundum sinum óþyrmilega i koll. Samt leggst það einhvern veginn i mig, að gamlir og nýir aðdáendur Guð- mundar myndu engu siður þiggja eitt beini enn af Saltkornum i mold. — En það er nú kannski aðeins persónulegur smekkur. —VS. Litli Rauður og fleiri sögur Litli Rauður og fleiri sögur, heitir falleg barnabók eftir Ólöfu Jónsdóttur. í bókinni eru tiu barnasögur og eitt ljóð með nót- um, „Sérhvert framtiðarspor”. Lagið er eftir Ingibjörgu Þor- bergs. Bókin er i stóru broti, óbundin og i útliti eins og barna- bækur gerðust beztar i gamla daga, með fallegri teiknimynd á kápu. Inni i bókinni eru einnig margar fallegar myndir eftir Gisla Sigurðsson. Þetta er fimmta barnabók ólafar Jónsdóttur, sem mun vera kunnust fyrir Gumma og Palla i Texas, sem lesin var i útvarpið. Ekki sést á bókinni, hver út- gefandinn er, en hún er prentuð i Prentverki og er 52 blaðsiður að stærð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.