Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. desembcr 1972 TÍMINN 3 Sendinefndin hjá S.þ. ræddi við útgerðar- og sjómenn á austurströnd Bandaríkjanna TK—Reykjavik. Samtök sjómanna og útgerðar- manna á austurströnd Bandarikj- anna gengust fyrir fundi sl. sunnudag til að ræða landhelgis- og fiskveiðimál. Buðu þeir sendi- nefnd islands hjá Sameinuðu þjóðunum á fundinn. Skýrði hún fundarmönnum frá baráttu islendinga i landhelgismálum og allsherjarþingstillöguna um varanlcg yfirráð rikja yfir auð- æfum i ogyfir hafnbotninum und- an ströndum þeirra. Lýstu forystumenn sjómanna og út- gerðarmanna i Nýja Englandi yfir stuðningi við island i land- helgismálinu á þessum fundi. Hér fer á eftir fréttatilkynning utanrikisráðuneytisins frá þessum fundi: Forystumenn samtaka sjd- manna og útgerðarmanna i Nýja- Englands — fylkjum Bandarikj- anna lýstu yfir stuðningi við Island i landhelgismálinu á fundi, sem haldinn var i útgerðarfiski- bænum Point Judith á Rhode Island sunnudaginn 10. desember s.l. að fulltrúum íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna viðstöddum. Einnig fögnuðu þeir tillögu þeirri, sem Island á frumkvæði að og flutt hefir verið á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um rétt rikja til náttúruauðæfa innan landamæra sinna og einkanlega um rétt strandrikja til auðæfa i landgrunnshafinu. Fundurinn var haldinn að til- hlutan samtaka sjómanna og út- gerðarmanna á austurströnd Bandarikjanna, en hann sátu einnig fulltrúar frá fiskirann- sóknastofnun Rhode Island háskólans, Sam vinnufélagi fiskimanna og Félagi fiskkaup- manna. Höfðu þessir aðilar farið þess á leit, að sendinefnd Islands skýrði fyrir þeim allsherjar- þingstillöguna, sem þeir hafa mikinn áhuga á, og að þeim yrði um leið gefinn kostur á að kynna sér landhelgismálið almennt, en sjómenn og útgerðarmenn á suðurströnd Bandarikjanna vilja færa landhelgi sina út um 200 milur. Er ágengni erlendra fiski- skipa á mið þeirra mikil, og hefir það meðal annars valdið þvi, að hin auðugu ýsumið þeirra eru nú svo að segja til þprrðar gengin. Fulltrúar sendinefndar Islands voru þeir Ellert Schram, Hannes Pálsson, Jónas Arnason og Sigurður E. Guðmundsson, Gunnar G. Schram og Ivar Guðmundsson. Gunnar Schram flutti framsöguræðu á fundinum og f jallaði um landhelgismálið og skýrði allsherjarþingstillöguna og tilgang hennar og afleiðingar, Úr ferðinni til Nýja-Englands. F.v. Gunnar G. Schram, útgerðarmaður I Nýja Englandi, Hannes Páls- son og Sigurður Guðmundsson. verði hún samþykkt. Jónas Arnason talaði einnig um land- helgismálið almennt. Allir nefndarmenn svöruðu fyrir- spurnum, sem voru margar og itarlegar, og ræddu einnig við blaðamenn frá Boston, New Bedford og aðra blaðamenn sem voru viðstaddir á fundinum. Margir fundarmenn tóku til máls og skýrðu sumir frá þvi, að þeir hefðu skrifað þingmönnum sinum, ráðuneytum og rlkisstjórn til að spyrjast fyrir um ástæðuna fyrir þvi, að Bandarfkjastjórn veitti ekki Islandi lið i landhelgis- málinu og til að hvetja ráðamenn til að styðja málstað Islands. Islenzku nefndarmennirnir leiðréttu ýmsar rangfærslur og misskilning um landhelgismálið sem birzt hafa i bandariskum blöðum frá brezkum fréttarit- urum og spurt var um á fund- inum. Forseti Samvinnufélags fiski- manna i Rhode Island, Jacob J. Dykstra, lýsti yfir stuðningi félags sins við baráttu Islendinga og ræddi um leið mismunandi viðhorf bandariskra fiskimanna, sem stunda veiðar á heima- miðum og úthafsmiðum. Forseti fiskkaupmanna i New Bedford, Howard Nickerson, skýrði frá viðræðum sinum við ráðamenn i Washington um stuðning við Islendinga i landhelgismálinu. Fleiri fundarmenn lýstu yfir stuðningi sinum og félagssam- taka sinna við málstað tslands og óskuðu tslendingum sigurs i land- helgismálinu. Lokunartími Framhald af bls. 1 Við áttum tal við nokkra i gær, og komu sumir þeirra nánast af fjöllum, þegar við fórum að leita álits þeirra. Höfðu þeir ekki hugmynd um þetta, og voru jafn- vel sumir þeirra búnir að gera ráðstafanir til að fá aðstoðarfólk i búðirnar. Þrir þeirra sem við töluðum við vissu þó allt um málið, og höfðu þetta um það að segja: SIGURÐUR SIGURÐSSON 1 VERZL. HAMBORG: „Þetta er eintóm vitleysa og ekki neinum til góðs. Þetta var orðin hefð að hafa opið þennan laugardag fólkið hefur verið ánægt með það i öll þessi ár og ég sé enga ástæðu til að fara að breyta þvi núna”. GUÐMUNDUR S. GUÐMUNDSSON FRAMKVST. VOGUE: „Mér lýst mjög illa á þetta jafnt verzlunarinnar starfsfólks- ins og kaupandans vegna. I fyrsta lagi hefur þessi laugardagur jafnan verið góður fyrir verzl- unina og einnig almenning, sem þennan dag hefur gefið sér góöan tima til að fara i búðir og verzla. Fyrir starfsfólið kemur sér þetta illa, þvi nú fær það ekki fridag daginn eftir. Ef það vinnur til tiu á mánudaginn, verður það að koma i vinnu strax morguninn eftir, og þá jafnvel vinna aftur til tiu, svo aftur að föstudeginum og til klukkan tólf að laugar- deginum, sem er Þorláksmessa. Það verður þvi svo sannarlega ekki öfundsvert af jólunum eftir þessar vökur og vinnu” LOGI HELGASON, VERZLSTJ. SILI.A & VALDA í AUSTURSTRÆTI: „Ég er hræddur um, að þetta komi sér illa fyrir alla aðila. Þetta hefur verið einn af stóru dögunum hjá verzluninni og einnig hentugur fyrir viðskipta- vininn, sem ég hef grun um, að verði ekkert ánægður frekar en aðrir. Einnig gerir þetta rugling á lokunartimann, en hann er nógu ruglingslegur fyrir. Fyrir okkur þýðir þetta meiri vinnu, þvi að nú verður opið i næstu viku á mánu- dag, þriðjudag og föstudag til tiu og laugardag til tólf og ekkert fri á milli”. Fyrsta málverka- sýningin á Stokkseyri — Heimamaður sýnir Klp—Reykjavik. 1 kvöld opnar Steingrimur Sigurðsson listmálari málverka- sýningu i samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri. Verður þetta i fyrsta sinn, sem málverkasýning er haldin á Stokkseyri, og á það vel við að það skuli verða heima- maður, sem heldur fyrstu sýning- una þar, en Steingrimur er bú- settur á Stokkseyri, þar sem hann er með eins konar Bjarts i Sum- arhúsum-búskap i húsinu Roðgúl. Þetta er 14. sýning Steingrims frá þvi 1966 að hann sýndi fyrst i Bogasalnum. Á þessari sýningu eru 38 myndir, allar nýjar, og eru mjög margar frá Stokkseyri. Geir vann orrustu, en Gunnar stríðið Nú stóð ekki á fréttaflutn- ingi Mbl. af flokksstarfi Sjálf- stæðisflokksins. Myndskreytt frásögn kom með fyrstu skip- um frá Aðalfundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik. Astæðan: Gcir llallgrimsson og stuðnings- menn hans urðu þar ofan á. Þegar nánar er þó skoðað með tilliti til átakanna, sem framundan eru á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins i vetur, var þessi sigur Gcirs, i höfuð- vigi sinu i flokknum, Ileykja- vik, Phyrrusarsigur. Við stjórnarkjör i Fulltrúa- ráðinu náði Gunnar Thorodd- sen kosningu með 309 atkvæðum, en Geir var nokkru hærri og hlaut 389 atkvæði. Þessar tölursýna glöggt,hve litill inuiuir er á fylgi þeirra Geirs og Gunnars i innsta kjarna flokksins i Reykjavik og gefa visbendingu um, hvernig atkvæði fulltrúa frá Reykjavik á Landsfundinum muni skiptast i glímunni á Landsfundinum. En þessar tölur sýna lika, að Gunnar Thoroddsen er að ná algerum yfirburðum yfir Geir i flokknum. Fróðustu menn innan Sjálfstæðisflokksins fullyrða, að Gunnar liafi miklu meira fylgi flokksmanna úti iim land en Geir. Beri Gunnar þar hvervetna höfuð og herðar yl'ir Gcir og telja jafnvel, að hlutföllin séu þrir fjórðu á móti einum Ijóðra, þ.e. að Geir geti ekki talið sér tryggan nema fjórðung Landsfundarfulltrúa utan af landi. i rauninni cru þvi úrslitin i Fulltrúaráðinu mikill sigur Gunnars Thoroddsen og hans inanna, þegar i réttu Ijósi er skoöaö, en það er staöan á Landsfundinum. scm öllu skiplir. Þar kom það Nú þarf ekki lcngur að deila um það, livcrt er álit Sjálf- stæðisflokksins á órsökum crfnahagsvandans, sem við er að glima: Kjör hins almenna launamanns hafa batnaö of inikið og of ört siðan núver- andi rikisstjórn kom til valda. Þetta kcmur eins glöggt og frekast má i Ijós i frásögn Mbl. al' ræðu þeirri, scm Magnús Jónsson, viðreisnarf jármála- ráðherra, l'lutti á aöalfundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna i Reykjavik. Frásögn Mbl. er svohljóðandi: „Sagði Magnús, að kjara- skerðing væri forsenda allra valkostanna, cnda hefði hlotiö svo að íara, þvi að nær 50% kaupmáttaraukning á þremur áruin er óhugsandi, þrátt fyrir góðan vilja". Af þcssum orðum fyrr- verandi fjármálaráðherra geta launamenn i landinu vel gert sér i hugarlund, hve miklu lakari kjör þeirra væru uú, ef „viðreisnarstjórnin” hefði lialdiö velli i siðustu kosningum og sæti enn að völdum. Þeir þurfa heldur ekki að fara i grafgötur um það, hvernig sú stjórn hefði mætt efnahagsvanda á borð við þann, scm nú cr að striða. Það liefði vcrið gert mcð stór- l'elldri kjaraskerðingu, er hitnað liefði haröast á þeim, sem láglaun eða miðlungslaun liafa, eins og rcynsla 12 ára „viðreisnarstjórnar” sannar. Sá grundvallarmunur er nefnilega á núverandi rikis- stjórn og hinni fyrri, að núver- andi rikisstjórn beinir stefnu sinni og störfuin fyrst og fremst að þvi að gera hlut al- mennings eins góðan og frekast er kostur og teflir jafn- vel á fremstu uöf, ef þvi er aö skipta, til að ná þeim árangri. Hin fyrri lcysti öll vandamál, sem upp komu á kostnað meðallaunafólks og láglauna- fólks. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.