Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 14. desember 1972 Skáld ársins—Bók ársins Guðsgjafaþula Skemmtilegasta skemmtilegasta íslendingsins. bók Guðsgjafaþula bók ársins eftir skáld ársins, Halldór Laxness. 37 Laxnessverk handa ýður að velja úr til jólagjafa. „Skeggræður gegnum tiðina." Samtalsbók Halldórs Laxness og Matthíasar Johannessen Ljóöasafn Tómasar Guðmundssonar, ný útgáfa allra Ijóða skáldsins í útgáfu Kristjáns Karlssonar. Ritsöfn Steins Steinarr, Stefáns frá Hvítadal, Hannesar Hafstein, Jónasar Hall- grimssonar í útg. Tómasar, Jóns frá Kaldaðarnesi í útg. Kristjáns Albertssonar, Arnar Arnarssonar. Ritsafn Jóns Sigurðs- sonar frá Kaldaðar- nesi. Ljóð sögur, greinar, þýðingar í útgáfu Kristjáns Albertssonar. Ritsafn Daviðs Stefánssonar frá Fagraskógi, öll verk skáldsins í sjö bindum. „Kópamaros" nútíma þjóð- félagsskáldsaga um unglingavandamál eftirÞráin Bertelsson. ,, Langferðir", Ijóðabók eftir Heiðrek Guðmundsson frá Sandi, rammíslenzk og listilega fögur Ijóð. ,,Að Laufferjum", fágætlega falleg Ijóð Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar. Meistaraverk Siguröar Nordals um Stephan G., Einar Benediktsson og Hallgrím Pétursson. HELGAFELL Unuhúsi Veghúsastig 7 Simi 1-68-37 Björn S. Stefánsson: Úrbætur í skrifstofu byggingamálum Reykjavíkur í grein þessari verður rætt um stöðu byggðastefn- unnar, markmið hennar, viðfangsefni og árangur, og síðan eru ráðagerðir (en ekki ákvarðanir) um nýja skrifstofubyggingu í Reykjavík á kostnað ríkis- ins skoðaðar í því ijósi. Otlagt fé ríkisins til þess- arar skrifstofubyggingar má ætla.að geti orðið af sömu stærðargráðu og það kostaöi að byggja nýtt ibúðarhúsá öllum jörðum i Suöur-Þingeyjarsýslu eða tvöfalda allt húsrými á Patreksfirði eða greiða árs- laun héraðslæknis með hjúkrunarkonu á hvern hrepp á öllu landinu. Byggðastefnan, sú stefna . að opinberar ráðstafanir skuli miða að þvi að efla byggð utan Innnesja, svæðisins milli Straumsvikur og Gufuness, þykir nú almennt þjóð- holl stefna, og eru engin átök um hana. Það er auðvitað misjafnt hvaða byggðir og hvers konar byggðir menn hugsa sór að njóti ávaxta stefnunnar beint og óbeint. Byggðastefnan er fyrst og fremst borin upp af sjálfs- bjargarviðleitni þeirra.sem eiga heima utan Innnesja og vilja með henni tryggja atvinnu sina, eignir sinar, bæta lifsskilyrði sin að öðru leyti og fjölga þeim kostum.sem bjóðast i atvinnu, skólagöngu og þjónustu. Innnesjamenn, og þar fer auð- vitað mest fyrir Reykvikingum, gera yfirleitt ekki ágreining um þessi mál. Sú samstaða staðfestir það.að tslendingar skoða sig sem eina þjóð. Það fer hins vegar litið fyrir þvi. að Reykvikingar skoði það sem beint hagsmunamál sitt að takmarka fólksfjölgun á Innnesjum. Þeir taka þvi eins og örlögum sinum að stöðugt þrengist um gróið og ógróið land, að umhverfi þeirra verði ein- hæfara og að svigrúm barna og unglinga þrengist stöðugt, vegna bygginga og vaxandi umferðar.og leggi þannig aukna byrði á þá, sem ala upp börn, svo og skóla og heimili. Þó má sjá dæmi um ábendingar i þessa átt svo ætla má,að það geti orðið lögmætt við- horf i Reykjavik og yfirleitt á Inn- nesjum aðvilja ýta frá sér auknum byggingum og aukinni umferð. Siðast kom slikt fram i vel at- huguðu máli Odds Benedikts- sonar i Morgunblaðinu vegna þeirrar tilkynningar, að byggja ætti mikil stórhýsi i útjaðri Vesturbæjarins. Þessi tilkynning kom raunar áður en ráðagerðin hafði verið lögð fyrir borgarráð. Ef varnarviðhorf Reykvikinga eða hluta þeirra fara að þykja lögmæt . eignast byggðastefnan enn betri bandamenn i Reykja- vik. Byggðastefnan er sem sagt viðurkennd, hún á marga tals- menn og starfsmenn.sem ég ætla, að séu traustir og trúverðugir, tali eins og þeir hugsa, en samt þykir árangurinn furðu rýr. Ég ætla með nokkrum dæmum að skýra hversu veikt byggða- stefnan stendur, þegar á herðir. 1. Menn hafa séð það, að sú at- vinna eykst mest.sem kennd er við þjónustu, en siður vörufram- leiðsla og úrvinnsla. Byggða- stefnumenn hafa viljað ganga til móts við þá þróun með þvi meðal annars að koma fyrir utan Inn- nesja ýmsum þjónustustofn- unum. Nefnd starfar á vegum rikisins við að athuga hvaða rikisstarfsemi kemur þar til greina. Ég spái ekki miklum ár- angri af þeirri athugun. Þegar athuguð er hver einstök stofnun, vill niðurstaðan veröa sú,að hún sé ekki aðeins háð ýmissi starf- semi i Reykjavik, heldur sé það oft einnig til óhagræðis fyrir landsmenn utan Innnesja að geta ekki rekið erindi sin við hverja rikisstofnun i Reykjavik, þar eö menn eiga hvort sem er svo mörg önnur erindi þangað. Ég á von á þvi.að lausnin verði sú að koma upp deildum rikisstofnana i ýmsum landshlutum. Nú eru reyndar dreifðar um landið deildir rikisins, en það eru sýslu- manns- og bæjarfógetaembættin i hverju héraði. Ef ég þekki hug- vitssemi þeirra.sem hafa atvinnu af þvi að stokka upp spilin á landsbyggðinni, þá munu koma fram tillögur um rikisdeildir um landið.sem verða fólgnar i þvi að fjarlægja núverandi skrifstofur rikisins frá til dæmis Stykkis- hólmi og Blönduósi i stærri staði, en fundvisin verði minni á fram kvæmdir og hugmyndir um verk- efni og þjónustu ,sem verður flutt úr Reykjavik, ekki af þvi að þeir; sem verkið vinna,séu svo ófund- visir og litið hugvitssamir, heldur af þvi að „timarnir” eru á móti verkefninu. Ég á hins vegar von á þvi,að meira muni muna um hvers konar ráðstafanir rikisins i nafni hagræðingar, sem færa verkefni, sem unnin hafa verið dreift um landið, til Reykjavikur. Það fer ekki mikið fyrir slikum ráðstöf- unum h.verri um sig, og þær bitna sjaldnastsvo illa á þeim.sem hafa haft verkin á hendi utan Innnesja, að nokkur sjái ástæðu til að hreyfa sig. Ég nefni dæmi.sem ég hef af tilviljun fyrir framan mig á borðinu. í stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um almanna- tryggingar segir,að rikið skuli nú endurskoða reikninga sjúkra- samlaga ( Rikisendurskoðunin er i Reykjavik ). 2. Segja má það til varnar þvi hvað illa gengur að láta þjónustu- greinarnar vinna með byggða- stefnunni.að viða um land vantar það fólk.sem kann til þeirra verka eða hefur að minnsta kosti tilsk. próf til þeirra. Það verður þó ekki sagt um eina atvinnugreia sem er að visu ekki mikil að vöxtum i Reykjavik, en hún veitir þó atvinnu þar margfalt fleira fólki en nokkru sinni má vænta að megi færa landsbyggðinni með tilflutn. ríkisstofnana. Þetta er útgerð og fiskvinnsla, en við það vinna nú beint um það bil 1500 manns fyrir utan allt það lið.sem er utan um þann rekstur, en telst til annarra atvinnugreina. All- mikið af þvi fólkþsem stundar sjó úr Reykjavik og gerir að fiski þar, er komið úr þeim byggðar- lögum,sem byggðastefnan á að þjóna, og þar kunna menn til þeirra verka nokkurn veginn eins vel og i Iteykjavik. Það virðist þvi liggja næst, ef hafa á áhrif á byggðina i landinu með opin- berum ráðstöfunum. að athuga hvort sá vöxtur þjónustugreina i Reykjavik, sem verður stöðugt, geti ekki frekar en áður orðið á kostnað útgerðar og fiskvinnslu þar. Þá gætu aðrir útgerðarstaðir, og þá væntanlega helzt hinir stærri. fengið stærri hlut af afl- anum við ísland. Svona lausnar virðist þó ekki mega leita, heldur liggur bæjarstjórn Reykjavikur oft undir grun um að vilja láta stærsta útgerðarfyrirtæki bæj- arins drabbast niður. og jafn- harðan er hert á henni að ráðast i atvinnufreka endurnýjun á fyrirtækinu (BÚR). 3. Iðnaðinum er ætlaður myndarlegur skerfur af þeirri at- vinnuaukningu, sem er fram- undan, þó minni en þjónustu- greinunum. f Bretlandi er iðn- fyrirtækjum fjarri mestu iðnaðarhéruðunum veitt nokkur friðindi umfram annan iðnað. 1 Noregi er það sett á dagskrá af áhrifamiklum stjórnmálaflokk- um, að hafa skuli eftirlit með stofnun iðnrekstrar i mesta þétt- býlinu til að iðnfyrirtæki leiti annað um útfærslu. Hvorug að- ferðin hefur komizt á dagskrá hér á landi, og tek ég það til marks um það hvað byggðastefnan stendur veikt þegar hún gripur inn i það,sem forráðamenn fyrir- tækja og forstöðumenn stofnana telja hagkvæmastan rekstur. 4. Þar sem viðast hefur verið full atvinna, getur það ráðið miklu um byggðaþróunina hvar húsnæði býðst. Húsnæðismála- stefna rikisins hefur að litlu leyti verið tengd byggðastefnunni. Þó hafa ibúðir byggðar á sveita- bæjum og nokkur hluti ibúðanna i Breiðholti notið sérstakrar fjár- hagslegrar fyrirgreiðslu rikisins. Hins vegar hafa engir málsmet- andi aðilar gert tillögu um, að beita húsnæðismálunum i byggðastefnu, til dæmis með þvi að veita ekki jafnhá lán á ibúð, heldur segja sem svo, að lands- hlutarnir fái húsnæðismálalán i hlutfalli við ibúafjölda, en þannig yrðu lán á ibúð lægri á Innnesjum en utan þeirra meðan fólks- fjölgunin er mest þar. 5. Læknisþjónusta á lands- byggðinni sýnir ef til vill framar öðru hversu illa byggðastefnu- menn standa að vigi, þvi að þar þykirsvomikið vera ihúfi að ætla mætti.að yfirvöld hlifðust ekki við að beita sér. Þó sýnist mörg- um einmitt horfa verst þar. Auð- vitað má finna úrbætur á þessu sviði, en þær hljóta að rekast á aðrar óskir. Ég útskýri þetta með lausnartillögu.Verkefnið er það að dreifa þeirri heilbrigðisþjónustu, sem til er i landinu,um landið á sanngjarnan hátt. Enginn læknir má nú starfa á sérstaks leyfis (lækningaleyfis). Sanngjörn dreifing lækna fengist með þvi að ákveða að ekki mætti veita nýtt leyfi til lækninga i ein- um landshluta, fyrr en notuð væri ákveðin lágmarkstala leyfa til lækninga i öllum landshlutum. Um leið þyrfti að gera samning við vinveittar nágrannaþjóðir um, að islenzkmenntaðir læknar fengju ekki lækningaleyfi sin endurnýjuð erlendis nema litið umfram það, sem íslendingar þyrftu að halda úti af læknum til framhaldsmenntunar. Slik vinnu- brögð þættu liklega harðir kostir, en ekki er að sjá að aðrar leiðir hafi dugað, og vist þykir læknis- leysi lika harður kostur. Þegar gera á upp á milli slikra kosta, sem hvorir tveggja þykja harðir, býst ég við , að byggðastefnan verði undir. 6. Má ég svo áður en ég lýk þessari athugun á leikstöðu byggðastefnunnar drepa á verzlunina. Þar vill svo til.að all- stór hluti atvinnugreinarinnar er i höndum félagsskapar, sem er i forystu manna, sem vilja vinna byggðastefnunni heilt, en það eru kaupfélögin og samband þeirra. SIS og kaupfélögin hafa vissulega verið mjög fljót að taka i notkun tækni og hagræða vinnubrögðum, og það hefur ekki farið hjá þvi.að hentast hefur þótt að vinna slikt i Reykjavik. Þar hefur ráðið meira hvað talið var gera þjónustuna ódýrasta og bezta en hollusta við byggðastefnuna, enda mundu for- ráðamenn Sambandsins vera fljótir að benda á það vinnubrögð- um sinum til varnar, að mesta hollustan við byggðastefnuna sé að bjóða byggðunum góða og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.