Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 14. desember 1972 Vatnskassi úr bil. Svona hefur nú timans tönn leikiö hann. 1 M ' Ilér cr bútur af einni járnplötunni, sem látin var liggja flöt i stað þess að risa upp á endann : V Við erum stödd að Keldnaholti. Ekki væri þó rétt að segja, að við værum komin upp i Mosfellssveit, þvi að Reykjavik nær alla leið 'hingað og lengra þó. t Keldnaholti er að risa byggð. Þar eru nú þegar til húsa rann- sóknarstofnanir, þar á meðal Rannsóknarstofnun iðnaðarins. Þangað fórum við. Það, sem okkur lék hugur á að forvitnast um, var tæring i málmum, þvi ekki getur hjá þvi farið, að þekking á þvi sviði gæti hindrað margan skaðann, ef rétt er á haldið, svo dýr sem verkmenning nútimans er, allt frá vatnsleiðslu- pipum og dráttarvélum til skipa og flugvéla. Reynsla Svía Fyrir svörum urðu tveir ungir visindamenn, þeir Ásbjörn Einarsson, verkfræðingur, og Gunnlaugur Eliasson, efna- fræðingur. Það er sagt, að enginn hlutur sé nýr undir sólinni, og þess vegna þótti hlýða að hafa fyrstu spurninguna svona: Vitið þið, hvar á Norðurlöndum var fyrst unnið skipulega að rannsóknum á þessum vettvangi? — Það munu hafa verið Sviar, sem byrjuðu á þessu, en nú er mikið unnið að slikum rann- sóknum viðar, til dæmis lika i Danmörku. 1 báðum þessum löndum, Sviþjóð og Danmörku eru stórar stofnanir, sem vinna eingöngu að tæringarrann- sóknum. — Byggja þeir sinar rannsóknir á veðurfari eða öðrum orsökum, til dæmis mengun i stórborgum? — Hvort tveggja. Sviar hafa mikið rannsakað áhrif veðurfars á tæringu og sömuleiðis áhrif mengunar. Það eru mismunandi skilyrði til dæmis i Norður-Svi- þjóð annars vegar og Suður- Sviþjóö hins vegar, og enn fremur i borgum annars vegar og sveit- um hins vegar. — Liggja fyrir einhverjar niður- stöður úr þessum rannsóknum þeirra? — Það hafa birzt um þetta greinar, en fullkomnar niður- stöður eru ekki fyrir hendi. Hins vegar hefur það sýnt sig, að stór- borgarloftslag er ákaflega tær- andi. Til dæmis hefur það lika reynzt miklu meiri tæringar- valdur en loftslag við sjávarsið- una, i likingu við það, sem við þekkjum, hérna á Islandi. — Það er auðvitað mengunin, sem þar er á ferðinni? — Já að sjálfsögðu. Þetta stafar mest af brennisteinssýringi i loftinu, en hann stafar aftur af út- blæstri frá bilum, verksmiðjum og öðru sliku. — Nú hafa margir mæðzt yfir saltinu, sem ausið er á götur á vetrum. Eru tslendingar ekki einir um þann sið? — Nei, hreint ekki. Þetta hefur verið gert annars staðar á Norðurlöndum, meðal annars i Sviþjóð og Finnlandi — og meira að segja lika i Bandarikjum Norður-Ameriku. Það hafa að visu staðið um það miklar deilur, hve mikil skaðleg áhrif þessi salt- mokstur hafi á bila. Flestir virð- ast hafa gert ráð fyrir þvi, að sá skaði sé mikill, og það hafa verið gerðar ýmsar tilraunir með að bæta ýmsum tæringarvarnarefn- um i saltiö, til þess að minnka hin slæmu áhrif þess. Gautaborg, sem liggur alveg við sjávarsiðuna, reyndist ekki neinn munur á þeim farartækjum, sem óku um saltlaus hverfi og hinum, sem óku um saltbornar götur frá morgni til kvölds, alla daga.Þetta þótti mörgun undarlegt, og það að vonum, en hins ber lika að gæta, að þessar rannsóknir eru ekki komnará neittlokastig ennþá. Og auðvitað hefur loftslag og sitt- hvað annað mikið að segja. -- um norðan og austan lands en hér við Faxaflóann? —Vist höfum við heyrt þessar sögusagnir. En þetta hefur ekki neitt verið rannsakað, og á meðan svo er, er hvorki hægt að játa þvi eða neita. Auðvitað kemur ekki til mála að neita þvi, enda er það regla okkar að neita aldrei neinu, á meðan við sjálfir höfum ekki neitt betra fram að færa. það sagt, að hitaveituvatn færi miklu verr með vatnspipur en „hreint vatn”, eins og sumir kalla það. Er þetta rétt? —Það er alveg eðlilegt að svo sé spurt, fyrst tal okkar hefur borizt að vatni annars vegar, en gal- vaniseruðu stáli hins vegar. Eru bilskúrar til bóta? Nú á siðari timum hafa Sviar gert nákvæmar rannsóknir á áhrifum saltsins á farartæki. Þeir báru salt á götur i sumum borgarhverfum, en ekki öðrum, og rannsökuðu siðan annars vegar þá strætisvagna, sem alla daga óku um salthverfin, en hins vegar þá vagna, sem alltaf héldu sig i saltlausum hverfum. — Hvers urðu þeir áskynja með þeirrari einföldu, en snjöllu aðferð? — Það er nú saga að segja frá þvi: A stööum eins og til dæmis — En nú er fleira, sem áhrif getur haft, en salt á götum. Er eitthvað til i þvi,að bilskiirar séu bilum misjafnlega hollir? — Finnar gerðu miklar athuganir á mismunandi gæðum bilskúra og áhrifum þeirra á endingu bilanna. Þar kom i ijós, að vel upphitaðir bilskúrar með litilli loftræstingu, voru verri en ekki neitt. Það er að segja, það var betra að láta bilana standa úti undir beru lofti, og það við misjöfn veðurskilyrði, heldur en að geyma þá inni i illa loftræstum bilskúrum. Ég man, að við lásum einu sinni grein um þetta efni, þar sem mælt var með vel loft- ræstum, köldum bilskúrum, þannig að billinn ætti við svipað hitastig að búa, hvort sem hann væri úti éða inni. Hefur nokkur slik athugun farið fram hér á landi, þótl nóg sé af bilunum? —Nei. En það má alveg búast við þvi, að á þeim stöðum, þar sem hitaveita er góð, séu bil- skúrar yfirleitt vel hitaðir upp — og trúlega ekki neitt alltof vel loltræstir heldur. Auðvitað þarf ekki að taka fram, að hér er eingöngu átt viö endingu bilanna með tilliti til ryðs. Þaö er aðeins sá þátturinn i endingu þeirra, sem bilskúrarnir geta stjórnað að verulegu leyti. —Er eitthvað til i þvi, sem oft hefur heyrzt, að bilar endist miklu betur á þurrviðrissvæðun- Alþýöutrú og vísindi —Sumt i alþýðutrú — jafnvel svokallaðar „kerlingabækur” - hefur nú reynzt hafa við rök að styðjast, þegar að þvi var beint ljósi visindanna. —Það er alveg rétt, slik dæmi eru mörg. Og það má til gamans segja hér frá einu sliku, fyrst við erum að ræða þá hluti. Við vorum einu sinni beðnir að rannsaka galvaniseraðar stálplötur, sem komið höfðu til landsins, en voru nú illa farnar. Er við fórum að athuga þetta, kom i Ijós, að sú trú var til á landi hér, að aldrei mætti geyma báru- járn i búntum með þvi að láta þau liggja flöt, heldur skyldu plötur- nar alltaf látnar risa upp á endann. En þetta hafði einmitt ekki verið gert við þessar plötur, sem við fengum til rannsóknar. Við fórum nú að leita i okkar visindaritum, og þá kom i ljós, að gamla sagan var öldungis rétt. Það má aldrei láta plötur af bárujárni liggja flatt i pakk- húsum. —Er vitað, hvernig á þessu stendur? —Plöturnar blotna oft við geymslu, annað hvort af þvi að það lekur vatn á þær, eða þá vegna hins, sem reyndar er mjög algengt, að það þéttist vatn á milli þeirra vegna hitamismunar i geymslum. Þetta vatn nær ekki að renna af, ef plöturnar liggja láréttar. Einnig kemur það til greina, að dreifing á lofti verður mjög misjöfn inni i búntinu. Sums staðar á það mjög erfitt að komast á milli platanna, þar sem þær liggja mjög þétt saman, en slikt flýtir mjög fyrir tæringunni. —Það eru til margar hitaveitur á tslandi og vandamálin eru álika mörg og þær. En ég þykist vita, að með þessari spurningu hafir þú átt við Hitaveitu Reykjavikur. Nú er vatnið þar orðið mjög gott, samkvæmt þvi, sem verkfræð- ingar Hitaveitunnar segja. Við teljum þvi, að þegar tæringar- hætta er höfð i huga, sé það orðið mikill kostur að búa á svæði Hita- veitunnar. —Hvað var þetta i heita vatn- inu i Reykjavik, sem talið var pipunum svo óhollt? —Fyrir um það bil tuttugu árum var nokkuð af súrefni i vatni Hitaveitunnar, og súrefni i heitu vatni er ákaflega hættulegt i sambandi við tæringu á stáli og galvaniseruðum rörum. En nú er loku fyrir það skotið, að súrefni sé i vatninu. —Nú vita það allir, að hér á landi er ákaflega mikill munur á veðurfari eftir landshlutum. Hefur ekki verið athugað skipu- lega, hver áhrif þessi munur hefur á mannvirki? —Við höfum nú litið fengizt við beinar rannsóknir á þvi, en al- mennt má kannski segja, að tær- ingi sé meiri, þar sem særok er mikið. En svo fer þetta að sjálf- sögðu mjög mikið eftir viðhaldi mannvirkjanna, málningu og öðru sliku. Það er þessi þróun, sem koma má i veg fyrir með þvi að láta plöturnar standa upp á endann. Fyrst og fremst lekur þá vatnið af þeim jafnóðum og það kemur, og svo er hitt lika auðsætt, að i flestum tilvikum liggja plöturnar ekki eins þétt saman, þegar þær risa upp á endann, eins og þegar þær liggja flatar, og ef til vill mikill þungi ofan á þeim. og eyðing Miðstöðvarofninn sá arna má muna sinn fifil fegri, það er auðséð. Hitaveitur málma. —Einhvern tima heyrði maður ■MBSaBanMBKBRBHaHHBBBKaBBaMaSKaaHBBHnaMH Hér sitja þeir saman við borö, J fræðingur <t.h.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.