Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. desember 1972 TÍMINN Þættir af sævíkingum /s- lands í samfelldri útgáfu MENNIRNIR í BRUNNI Þættir af starfandi skip- stjórum Ægisútgáfan. Ægisútgáfan hefur sent frá sér þrjú væn bindi með þessu efni, og hafa skráð þættina Árni Johnson, Ásgeir Jakobsson, Guðmundur Jakobsson, Jón Kr. Gunnarsson, Bárður Jakobsson og Gunnar M. Magnúss. Þáttunum f ylgja margar myndir af skipstjórun- um, sem við er rætt eða frá sagt, skipum þeirra og verstöðvum og jafnvel veiðum á miðum úti. I hópi þessara skipstjóra eru margir þekktustu, dugmestu og aflasælustu skipstjórar landsins, en valið annars ekki gert eftir neinni sérstakri reglu. I fyrsta bindi eru til að mynda þættir af þeim Ásgeiri Guðbjartssyni, Eggerti Gislasyni, Markúsi Guðmundssyni, Hilmari Rós- mundssyni, Haraldi Ágústssyni, Hansi Sigurjónssyni og Þórarni Ölafssyni. i öðru bindi eru þeir Arinbjörn Sigurðsson, Björgvin Gunnars- son.FinnbogiMagnúss. Halldór Halldórsson, Sigurður Kristjóns- son, Þórður Guðjónsson og Þorvaldur Arnáson, i þriðja bindi eru Gisli Jóhannesson, Gunnar Hermanns- son, Hrólfur Gunnarsson, Jóhann Simonarson. Sigurjón Stefáns- son, Þorsteinn Gislason. Þetta eru allt saman nafn- kunnir skipst'jórar og sumir all- frægir. Þeir hafa margan fiskinn fært að landi og i mörgum svaðil- förum lent. Þæltirnir eru ýmist beinar frásagnir eða viðtöl, og fylgir sumum aflaskýrslur skip- stjóranna og ýmiss annar fróð- leikur um skip, mið og ver- stöðvar. Margar „sjórnannabækur" eru gefnar út árlega, og þjóðin hefur mikinn áhuga á sævikingum sinum. Með þessari útgáfu er augsýnilega reyni að safna þessu efni með skipulegum hætti og gefa út i samræmdri heild, og virðist auðsætt, að Ægisútgáfan ætli að halda áfram með þennan bókaflokk. Færi vel á þvi, að svo sem eitt bindi kæmi á ári og fengist þá hið fallegasta og aðgengilegasta. heimilisbókasafn um þennan gilda þátt þjóðlifsins, og á einum stað saman komið gott safn heimilda af fiskiskipstiórum landsins. Bækur þessar eru hið skemmti- legasta lesefni öllum þeim mörgu, sem eru með hui>ann bundinn við sjó og sæfarir, og á íslandsmiðum gerast ætið næg sðguefríL Bækur þessar eru vandaðar i ytri búningi. —AK HEILSULINDHEIMILISINS VIBROSAN nuddtækiö nuddar einnig með örbylgjum, en án hita. Gerir yfir- leitt sama gagn og nuddpúðinn. Regluleg notkun hindrar hrukku- myndun. Á tækinu er styrk- leikastillir. Fimm mismunandi munnstykki fylgja. Sex önnur fást aukalega, þ.á.m. brjóstklukka, sem sett er í sam- band við tækið. — Einnig fæst loftpúði, sém hægt er að setja i samband við tækið. Nýi nuddpúðinn frá Vibrosan Vibramed Therm hefur 3 styrkleika á nuddinu með eða án hita, alls SJÖ stillingar. Á sex mínútum getið þér lokiö nuddi með VIBRAMED Th 'RM, sem eykur velliðan og hressir dásamlega. Hvílík sæla Gangöryggi, margs konar notkun og vönduð framleiðsla gerir VIBRAMED THERM nudd- púðann að gjöf, sem öllum er kærkomin, kon- um sem körlum, ungum sem gömlum. í VIBRAMED THERM er örbylgjusegull, sem ekki slitnar og þarf þvi ekkert viðhald. Púðinn er léttur og vel lagaður og þvi hægt að nota hann margvislega, jafnvel við andlitsnudd. Svissnesk dvergsmið. FIMM ÁRA ÁBYRGÐ. ÞAÐ BEZTA ER ALDREI OF GOTT. <# r SWB32 ^PFIDIA^ Fyrir strákana: FÓTBOLTAR, þrjár gerðir, vönduð handavinna. FÓTBOLTASKÓR, stærðir 31-45, úr ekta leðri með plastsólum. ótrúlega ódýrir eða aðeins 600.00 krónur parið. BADMINTONSETT OG BORÐ- TENNISSPAÐAR. Allt kinversk gæðavara i algerum sérflokki. L BORGARFELL HF. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 23, sími 11372 Opið til kl. 10 föstudagskvöld Útsöiustaöur í Keflavjk; Sportvík, HafnargötUr^fe-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.