Tíminn - 31.12.1972, Side 11
Sunnudagur :il. desember 1972
TtMINN
11
oour
grasfrœ
girðingarefm
MJOLKURFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Sími: 11125
Timinner
peningar
Auglýsid
iTÍmamun
Það gerðist fyrir 185 árum:
M.R. ekur fóðrinu á eigin bílum frá verksmiðj-
unni og afgreiðir beint i korngeymslur bændanna.
Vélar Fóðurblöndunarstöðvarinnar eru frá
“BUHLER” verksmiðjunum í Sviss, sem eru st'ærstu
framleiðendur í heiminum á slíkum vélum. Þær eru
mjög nákvæmar, og þær fullkomnustu hérlendis.
Við óskum landsmönnum góðs og gleðilegs
árs og vonumst til að geta veitt enn betri þjónustu
en áður.
í Sundahöfn hefur M.R. nú náð því takmarki
sínu að byggja Fóðurblöndunarstöð við hliðina á
Kornhlöðunni, sem M.R. er hluthafi í.
Nú getur M.R. keypt kornið beint á kornökrun-
om úti í heimi, þar sem verðið er hagstæðast hverju
sinni og flutt hingað til lands óunnið. Hér er því svo
dælt inn í korngeymana og þaðan aftur í geyma til
daglegrar notkunar í hinni nýju verksmiðju, þar sem
kornið er malað og blandað þeim efnum, sem með
þarf. Þá er unnið úr því kögglað fóður eða mjöl, sem
selt er laust og sekkjað.
Uppreisnin á Bounty
Uppreisnin á Bounty getur ekki
talizt til stóratburða i sögu sjóorr-
usta, en þó er þetta eitt þeirra
mála, sem alltaf getur haldið
áfram að höfða til hugmynda-
flugs manna. Það nýjasta um
þetta er. að maður nokkur, sem
rannsakað hefur málið i áraraðir,
þykist hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að Bligh skipstjóri og
fyrsti stýrimaður hans hafi staðið
i óeðlilegu ástarsambandi og þess
vegna hafi uppreisnin eiginlega
orðið.
En hvort sem svo var eða ekki,
er uppreisnin á Bounty vel þess
virði.að hún sé rifjuð upp einu
sinni enn, ekki kannske sizt vegna
þess, að nú á Þorláksmessu voru
liðin nákvæmlega 185 ár, siðan
Bounty lagði upp i þessa sögulegu
ferð sina.
Tilgangur ferðarinnar var að
sækja brauðaldin til Félagseyja
og flytja þau til Vestur-Indiu, þar
sem ávöxturinn var mikilvæg
fæða handa þrælunum á plantekr-
unum.
Áhöfn skipsins var 40 manns.
Auk Blighs skipstjóra voru fimm
yfirmenn, en hinir 34 voru ó-
breyttir. Meðal þeirra var maður
að nafni Christian Fletcher, skap-
mikill náungi og greindur. Eftir
þvi sem á ferðina leið, versnaði
samkomulagið milli hans og
Blighs.
Skipstjórinn var úrvals sjó-
maður og harður húsbóndi, en
Fletcher var hins vegar skiln-
ingsrikur og réttlátur, svo ekki er
kannski furða, þótt þeim sinnað-
ist oft og mörgum sinnum. Fyrir
gat komið, að Bligh sýndi um-
burðarlyndi og drengskap, en
yfirleitt var hann óvinsæll hjá
skipshöfninni.
Þann 26. október 1788
kom Bounty til Tahiti og var
þar til 4. april 1789. Brauð-
aldinstrén, sem sækja átti, voru
flutt um borð.og samkomulagið
við hina innfæddu var mjög gott,
og var vistin framlengd svo mjög
einkum vegna vináttunnar við
innfæddu stúlkurnar.
Eftir að Bounty fór frá Tahiti,
versnaði samkomulag Blighs og
Fletchers að miklum mun. Það
varð svo i dagrenningu 28. april
1789 að uppreisnin brauzt út.
Undir stjórn Christians Fletc-
her brutust mennirnir inn i
vopnageymslurnar, tóku yfir-
mennina höndum og bundu Bligh
skipstjóra. Siðan var Bligh og 18
menn aðrir neyddir til að fara um
borð i einn björgunarbátanna,
sem siðan var settur út. Báts-
maðurinn og timburmaðurinn
höfðu tryggt sér áttavita og
sextant.og auk þess fékk báturinn
28 gallon af vatni, 150 pund af
brauði, 30 pund af kjöti og 6
vinflöskur. Engin vopn fengu
bátsverjar, nema fjórar axir,
sem kastað var niður á siðustu
stundu.
Báturinn var svo hlaðinn, að
tvisýnt þótti, að hann kæmist til
næstu eyjar, sem var Tofua. Þó
náði hann þangað samdægurs, en
ómögulegt reyndist að lenda við
klettaströndina. Tveimur dögum
siðar tókst þó bátsverjum að
komast á land, en óvinveittir
eyjarskeggjar hröktu þá burt. Þá
hófst hin ævintýralega ferð Blighs
til Timor — 6000 sjómilur á opn-
um báti.
Til «imor var komið 14. júni eft-
ir stórkostlega sjóferð. Af hinum
19 upprunalegu bátsverjum voru
aðeins 12 eftir, þegar komið var
til Englands. Fimm létust á leið-
inni, einn var grýttur á Tofua-
eyju,og læknirinn var skilinn eftir
i Indlandi.
Uppreisnarmennirnir, alls 25
manns, sigldu hins vegar Bounty
aftur til Tahiti eftir matvælum,og
28. júni var haldið til Tubuai, þar
sem þeir tóku að byggja virki.
Innfæddir reyndust hins vegar
svo erfiðir, að hætta varð við
bygginguna.
Þá var haldið enn til Tahiti og
dvalið i nokkra mánuði, þar til
mennirnir ákváðu að skilja —
sennilega vegna innbyrðis ósam-
komulags.
Niu þeirra, ásamt 12 konum og
nokkrum karlmönnum frá Tahiti,
héldu til Pitcairn-eyju og komu
þar á fót nýlendu árið 1790. Þessi
nýlenda er enn við lýði.
Það var ekki fyrr en 1808, að
nýlendan á Pitcairn var uppgötv-
uð, þegar Folger skipstjóri á
bandarisku skipi lagði þar að
landi. Af uppreisnarmönnunum
var aðeins John nokkur Adams á
lifi, en hann hét upphaflega
Alexander Smith. Hann sagði
Folger sögu um deilur og morð,
og hafði það endað með,að hann
varð einn eftir á eynni. Adams
hélt þvi fram, að Fletcher hefði
verið myrtur mörgum árum áð-
ur, en aðrar sögur segja, að hann
hafi á einhvern hátt komizt aftur
til Englands.
Sex árum siðar fóru tvö brezk
skip i heimsókn til Pitcairn og
heimsóttu Adams, sem þá var
orðinn þjóðsagnapersóna heima
fyrir. Hann lézt ekki fyrr en 1829.
(endursagt SB)
Þessi mynd er frá strönd Pitcairn-eyjar, þar sem afkomendur
uppreisnarmanna á Bounty hafa búið fram á þennan dag. Kletturinn
hcitir St. Pauis klettur.
t'j/j
Til
tœkifœris
gjafa
Demantshringar
Steinhringar
GULL OG SILFUR
fyrir dömur og herra
Gullarmbönd ^
Hnappar ^
Hálsmen o. fl.
Sent í póstkröfu
GUÐMUNDUR Y]
ÞORSTEINSSON <%
gullsmiöur
Bankastræti 12
Sími 14007 T*