Tíminn - 31.12.1972, Qupperneq 21

Tíminn - 31.12.1972, Qupperneq 21
Sumiudagur :il. desember 1!)72 TÍMINN 21 Hvernig mætum við dauðanum? Hvernig skyldi það vera að deyja skyndilegum dauðdaga og vera sér þess meðvitandi, að næsta augnablik er það siöasta. Fólki, sem hefur verið mjög nálægt þvi að upplifa slikt, ber saman um að augnabliks skelfingin, sem fyrst gripur manninn viki fljótt fyrir rósemi uppgjafarinnar. Sá sem fellur út af fjóðru hæð i húsi, svo eitt dæmi sé tekið, snertir götuna i hugar- ástandi, sem einna helst er hægt að nefna sjálfssefjun. Hann hefur sætt sig við örlög sin og er ákveð- inn að njóta velliðunar framar öllu öðru. Bandariskur sálkönnuður dr. Robert Noyes við háskólann i Iowas hefur rannsakað fjölda skýrslna, frá fólki, sem hafði upp- lifað það, sem það hélt vera sitt siðasta. Þar á meðal eru 30 skýrslur eftir jafnmarga fjall- göngumenn, sem höfðu hrapað i Olpunum. Hugarástandi þess, sem telur sig vera deyjandi virð- ist mega skipta i þrjú stig. A fyrsta stiginu ber mest á örvænt- ingu vegna hinnar aösteðjandi hættu, og samtimis gerist áleitin freistingin að gefa sig dauöanum á vald. Jafnskjótt og viðkomandi gerir sér ljóst, aö nú er stundin komin hverfur óttinn. Þetta tekur vitaskuld lengri tima hjá drukkn- andi manni, en þeim, sem er að hrapa. A næsta stigi telur maðurinn sig vera að deyja og öll hugsun hans snýst um það sem honum þótti mest vert i lifinu. Jarðfræðingur nokkur, sem var að hrapa, fannst hann vera mitt á meðal systra sinna og aldraðrar móður og sá sjálfan sig sjö ára gamlan á leið i skólann. Nitján ára gamall fall- hlifarstökkvari, sem var á leið til jarðar með lokaða fallhlif, sá fyrir hugskotsjónum sinum i fall- inu, móður sina, alla staðina, þar sem hann hafði búið, herskólann, sem hann stundaði nám i, og and- lit vina sinna. Þessi þyrping skýrra og ánægjulegra endur- minninga á slikum augnablikum er gjarna skýrð sem andsvar hugans við hinni áleitnu hugsun: ,,Nú er það búið”. Þetta andsvar birtist stundum i öðru og óvæntu formi, t.d. hafði stúdent nokkur, sem kastaðist út úr bil mestar áhyggjur af þvi, að nýi frakkinn hans kynni að eyðileggjast. Hið dularfulla vitundarástand, sem er einkennandi fyrir þriðja stigið verður e.t.v. bezt útskýrt meö þvi að taka dæmi af hjúkrunakonu nokkurri, sem var að dauða komin af ofnæmi. Hún var altekin af sefjunarástandi, sem lýsti sér á þann veg, að henni þótti hún vera að grandskoða gamla indverska styttu, sem hún haföi einhvern tima séð. Og jarð- fræðingurinn, sem áður var minnzt á, fylltist djúpum og göf- ugum hugsunum og heyrði himneska tónlist. Þaö er nærtækt að likja þessu við hin dularfullu áhrif ofskynjanalyfsins LSD. Sálkönnuðir segja, sumir hverjir, að ef menn vilja kynnast þvi hvernig það er að standa andspænis dauðanum, þá skuli menn reyna að athuga eiturlyfja- neytendur á „ferð”. JGK Flugeldamarkaður Op/ð kl. 10-4 í dag Toyota-umboðið óskar öllum landsmönnum gleðilegs árs og þakkar viðskiptavinum góð viðskipti á liðnu ári Toyota-umboðið h.f. Höfðatúni 2 ORÐSENDING FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Ef straumlaust verður eru notendur beðnir að slökkva ó eldavélum og öðrum tœkjum í eldhúsi, til þess að flýta fyrir þvi oð straumur komist ó að nýju. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstaerðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: '240 sm 210 - x - 270sm Adrar slærðir smítJaðar eítir beiðnL GLUGGASMIÐJAN S'ðufnúla 12 - Símí 38220 Skýrsluvélastörf Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikur- borgar þurfa að mæta auknum þörfum opinberra aðila fyrir skýrsluvélaþjónustu. Þvi auglýsir stofnunin nú eftir umsóknum um störf i kerfisfræðum frá ungu og vel menntuðu fólki. Æskileg menntun er próf i viðskiptafræði eða annað há- skólapróf. Til álita kemur þó að ráöa fólk með stúdents- próf úr stærðfræðideild eða sambærilega menntun. Æskilegt er, að umsækjendur hafi starfsreynslu á við- skiptasviðinu eða i störfum hjá opinberum stofnunum. Nám og þjálfun i kerfisfræðum fer framá vegum stofnun- arinnar eftir ráðningu. Upplýsingar um starfið verða veittar á skrifstofu vorri, Háaleitisbraut 9. Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikurborgar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.