Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur (i. janúar 1S73 IHSS . imiit ■■ -'■■'■■ : - I> Olurást á demöntum Zsa Zsa Gabor hefur löngum verið sögð hafa ofurást á de- möntum. Hefur hún safnað að sér miklum skartgripum, og þar sem henni þykir sárt til þess að hugsa. að kynsystur hennar margar hverjar hafa ekki ráð á þvi að eiga dýra demanta,hefur hún sett á fót verksmiðju, sem framleiðir fallegar eftirliking- ar, sem enginn þarf að skamm- ast sin fyrir að bera. Zsa Zsa fékk næstum taugaáfall nú ný- verið, þegar hún opnaði pakka, sem komið hafði til hennar i pósti, og út úr honum skoppuðu i'egurstu demantar. Hvergi var hægt að sjá nafn sendandans á pakkanum. Siðan þetta gerðist hefur leikkonan gert allt, sem i hennar valdi stendur, til þess að komast að þvi, hver sendi henni demantana, en árangurslaust. Hún hefur reynt að leika leyni- lögregluþjón, og lagt sig alla fram um að finna eitthvað i bréfum og orðsendingum frá vinum sinum, sem bent gæti til þess,hver sendi henni þessa dýr- mætu sendingu, en allt hefur komið fyrir ekki. En þegar öllu er á botninn hvolft.er kannski bezt að vita ekki, hver hefur gefið henni þessa stórgjöf. <U, * Alice Timander vareittsinn dáð söngkona i Sviþjóð. Nú er hún löngu hætt að skemmta öðrum, en farin að skemmta sjálfri sér. Söngkonan fyrrverandi er nú 57 ára gömul. Um daginn opin- beraði hún trúlofun sina með 31 árs gömlum manni, sem heitir Jonsson, og er ekki meira um hann að segja. Þau kynntust s.l.sumar,er Jonsson leigði sér herbergi i sumarhúsi Timander á Gotlandi. Húseigandi og leigj- andi felldu hugi saman og ætla brátt að giftast og verður þá mikið kirkjubruðkaup. ☆ Humperdinck horfallinn Engilbert Humperdinck hefur verið á hljómleikaferðalagi um Bandarikin að undanförnu og þekkir sjálfan sig ekki lengur i spegli. — Hann hefur nefnilega misst 10 kiló. — En enski matur- inn getur gert kraftaverk, segir söngvarinn, sem er alls ekki viðbúinn þvi að láta svo grimmilega á sjá. Óvæntur arfur Arið 1917 fór Mike Padula að heiman frá sér og sá ekki eftir það fjölskyldu sina, en hún bjó i bænum Marlboro i Mass. i Bandarikjunum. Mike átti átta bræður og þrjár systur, og ekk- ert systkinanna heyrði frá hon- um eftir að hann hvarf að heim- an. Hann hafði meira að segja aldrei augum litið yngstu systur sina, frú Wesley Gray, þar sem hún var ekki fædd árið 1917. En svo gerðist það nú fyrir fáum vikum, að frúin fékk tilkynningu um,að hún væri orðin marg- milljóner . Bróðir hennar hafði látizt i smábænum Costella i norðanverðri Kaliforniu, og þar hafði hann látið eftir sig milljónir dollara. Alla þessa peninga ánafnaði hann yngstu systur sinni og dætrum hennar. Enginn veit, hvers vegna hann gerði þetta, en árið 1949 sendi frúin honum mynd af sér og dætrum sinu, og er það i eina skiptið, sem hún hafði eitthvert samband við þennan löngu gleymda bróður. Tiu árum eftir að hann fékk myndirnar, samdi hann erfðaskrá sina, eða i september 1959, og þá ánafnaði hann þeim allar eigur sinar, eins og fyrr segir. Systirin hefur lengi starfað utan heimilis, og segist ætla að halda þvi áfram, þótt hún þurfi þess ekki eftir þetta, en nú þarf hún ekki lengur að hafa áhyggjur af lið- andistundeða morgundeginum. Hún getur farið út og keypt sér það,sem hana langar i. Enginn veit nákvæmlega, hvernig bróð- irinn komst yfir allan þennan auð,en hann mun m.a. hafa rek- ið veitingastofu i bænumi sem hann bjó i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.