Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur B. janúar 1973 TÍMINN n ' V V gAfu hjartatæki Þann 1. nóvember sl. afhenti Jón Karlsson formaður Lions- klúbbs Sauðárkróks, Sjúkrahúsi Skagfirðinga vandað hjarta- gæzlutæki að gjöf. Tækið er keypt frá Bandaríkjunum og kostaði um 250 þús. krónur. Tollar og aðflutn- ingsgjöld fengust eftirgefin. Friðrik J. Friðriksson héraðs- læknir, varaformaður Sjúkrahús- stjórnar þakkaði klúbbnum gjöf- ina og stuðning hans við efl- ingu heilbrigðismála og heilsu- gæzlu i héraði. Sjúkrahúslæknir- inn sýndi tækið og útskýrði notk- un þess fyrir gestum og fundar- mönnum. Lionsklúbbur Sauðárkróks hef- ir á undanfarandi árum gefið Sjúkrahúsi Skagfirðinga góðar gjafir. Hefir klúbburinn gefið Sjúkrahúsinu ýmis rannsókna-. tæki, svo sem efnaskiptatæki, sjónprófunartæki. Hann gaf einn- ig nýverið tæki til endurhæfingar. Rauðsokkur um frumvarp um byggingu og rekstur dagvistunarheimila Markar algera stefnubreyt- ingu í dagvistunarmálum MÁLFLUTNINGUR í ALÞJÓÐADÓMI TK-Reykjavik Fulltrúi brezku stjórnarinnar hóf munnlegan málflutning fyrir Alþjóðadómstólnum i Haag i gær um það deiluefni, hvort dóm- stóllinn hefur lögsögu i máli þvi, sem Bretland hefur höfðað gegn íslandi fyrir dómnum um brot á alþjóðalögum með útfærslu fisk- veiðilögsögunnar við Island i 50 sjómilur. Málflutningi Breta mun verða haldið áfram á mánudag, en eins og kunnugt er, hafa fs- lendingar algerlega neitað þvi, að dómstóllinn hafi lögsögu i þessu máli og visað á bug að hlita úrskurði hans og munu þvi ekki hafa neinn fulltrúa við málflutninginn. Er málflutningi um þetta atriði málsins er lokið, verður málið tekið til dóms, og er talið liklegt, að dómstóllinn muni ekki draga það mjög á langinn að taka ákvörðun um það, hvort hann hafi lögsögu i málinu eða ekki. Þótt dómstóllinn úrskurði sér lögsögu i málinu, segir það auðvitað ekkert um það, hver lokaniðurstaða hans kynni að verða. Dómstóllinn samþykkti i sumar að gefa út leiðbeiningar til deilu- aðila til bráðabirgða, þótt hann hefði þá ekki tekið neina afstöðu til þess, hvort hann hefði rétt til lögsögu og afskipta af málinu eða ekki. Sækjandi Breta i máli þessu, Sir Peter Rawlinson, hélt þvi fram er hann flutti ræðu sina i Haag i gær, að Islendingar stofnuðu lifi brezkra sjómanna i hættu með aðgerðum sinum og mesta mildi væri að brezkir sjó- menn hefðu ekki beðið bana i átökum sinum við Islendinga á hinu alþjóðlega hafsvæði kring- um fsland. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um hlutdeild rikisins i byggingu og rekstri dag- vistunarheimila. Hér er um at- hyglisvert nýmæli að ræða, þvi að hingað til hefur þáttur rikisins i stofnun og rekstri þessara heim- ila verið nánast enginn (5 millj. kr. á sl. ári fyrir allt landið). Samkvæmt frumvarpinu skulu eftirtalin dagvistunarheimili njóta styrks úr rikissjóði: 1. Dagheimili fyrir börn frá 3ja mán. til skólaskyldualdurs, þar sem börnin geta dvalizt a.m.k. 5 st. á dag. 2. Skóladagheimili fyrir börn á skólaskyldualdri. 3. Leikskólar fyrir börn frá 2ja ára til skólaskyldualdurs, þar sem börnin geta dvalizt a.m.k. 3 st. á dag. Aætlað er, að tií dagheimila og skóladagheimila leggi rikið fram 50% stofnkostnaðar, en til leik- skóla 25%, og greiðist það á 4 ár- um. Sveitarfélög og áhugafélög ýmiss konar, svo sem húsfélög fjölbýlishúsa og starfsmannafé- lög, hafa rétt til þessa framlags og sækja þá um byggingarleyfi til menntamálaráðuneytisins. ALrekstrarkostnaði greiðir rik- ið til dagheimila og skóladag- heimila 30%, en til leikskóla 20%. Rikisframlag til stofn- og rekstrarkostnaðar er bundið þvi skilyrði, að aðstandendum barna sé ekki gert að greiða meira en 30% af heildarrekstrarkostnaði dagheimila og skóladagheimila og eigi meira en 50% af rekstrar- kostnaði leikskóla. Er þessu ákvæði ætlað að koma i veg fyrip að rekstraraðili dagvistunar- heimilis geti látið vistgjöld bera uppi kostnað þann, sem rikið greiðir ekki, og tryggja þannig,að allur þorri barna geti notið heim- ilanna án tillits til efnahags for- eldra. Komið hefur fram i umræðum og blaðaskrifum ýmiss konar misskilningur á efni frumvarps- ins. Frumvarpið var rætt i borgarstjórn Reykjavikur 16. nóv. sl. Fréttir af þeim umræðum birtust i Morgunblaðinu 25. nóv., en þar gagnrýna Sigurlaug Bjarnadóttir og Kristján J. Gunnarsson ýmsa þætti þess. Sigurlaug og Kristján telja, að með frumvarpinu verði frum- kvæði i þessum málum tekið úr höndum sveitarfélaga. Okkur virðistþetta á misskilningi byggt. Greinilega kemur i ljós i frum- varpinu, að sveitarfélög og ýmis áhugafélög taka sjálf ákvörðun um að reisa dagvistunarheimili og sækja um rikisframlag til þess. Upphæð sú, 5 millj. króna, sem Kristján Gunnarsson nefnir, er ekki samkvæmt þessu frumvarpi, heldur framlag rikisins til dag- heimila á sl. ári. Kristján gagnrýnir hversu litill hlutur foreldra i rekstrarkostnaði er áætlaður, og stingur upp á, að foreldrar greiði eftir efnum og ástæðum, a.m.k. á meðan á upp- byggingu stendur. Við ákvörðun gjalda yrði þá að fara eftir skattaskýrslum, og allir vita hversu áreiðanlegar heimildir þær eru. Aðalhættan felst þó i þvi, að með þessu gætu skapazt tvenns konar dagvistunarheimili (forskólar) fátækra og rikra. Væri ekki réttast,að forskólar fyr- ir öll aldursstig yrðu án skola- gjalda? Engum dettur i hug. að foreldrar borgi fyrir kennslu 6 ára barna i núverandi forskóla- deildum barnaskólanna. Við áytum, að góð dagvistunar- heimili, þ.e. forskólar fyrir börn frá 3ja mán. aldri til skólaskyldu- aldurs, eigi að vera sjálfsagður liður i uppeldi og menntun barna, sem öllum börnum standi jafnt til boða. Flestar grannþjóðir okkar, þeirra á meðal Norðurlandaþjóð- ir, hafa gert sér þetta ljóst. Þar heita dagvistunarheimili forskól- ar, og menntun starfsfólks er við- ast hvar i tengslum við aðra kennaramenntun. Kristján og Sigurlaug gagnrýna og það atriði frumvarpsins, að rikisframlag til byggingar dag- vistunar heimila er ei verðtryggt eins og framlag rikisins til skóla- bygginga. Við erum þeirri gagn- rýni sammála. Þó teljum við þetta ekki svo mikilsvert atriði,að það réttlæti frestun á afgreiðslu frumvarpsins, enda má siðar gera hér á lagabreytingu. Við teljum þetta frumvarp marka algera stefnubreytingu i málum, er snerta dagvistun barna, og umfram allt viljum við leggja áherzlu á, að eitthvað sé gert i þessum málum strax, en ekki einhvern tima i fjarlægri framtið. Einnig þykir okkur mjög miklu varða. að fólk skoði dag- vistunarmál barna ekki sem flokkspólitisk, heldur sem mann- réttindamál og þannig verði með þau farið. f.h. Desemberstarfshóps Rauðsokka um dagvistunarmál barna. Helga Einarsdóttir. OPIÐ LAUGARDAGA KLUKKAN 9-12 HÖGGDEYFAR sern hægt er að stilla og gera við ef þeir bila. TF ARMULA 7 - SIMI 84450 Námsflokkarnir Kópavogi Innritun í síma 42404 alla daga kl. 2-10. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. HJÓLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR LJÓSASTILLINGAR Skrifstofustúlka óskast. Skrifstofa rikisspitalanna óskar að ráða mann eða konu til léttra skrifstofustarfa nú þegar. Umsóknir sendist Skrifstofu rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, á þar til gerðum eyðublöðum. Reykjavik. 4. janúar 1973 Sknfstofa rikisspitalanna. Látið stilla i tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 Tímlnner peningar **Í | Auglýsicf : i Tímanum i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.