Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 21
<M TBMH Kf .3 TllííBh'IBUUGJ Laugardagur fí. janúar 1973 KMfWÍT ___ ________ _ _________M TÍMINN 21 - Guðjón Guðmundsson hlaut flest atkvæði í skoðanakönnun íþróttafréttamanna i gær voru kunngerö úrslit í hinni árlegu skoöanakönnun ís- lenzkra íþróttafrétta- manna um ,,iþrótta- mann ársins." Voru úr- slitin kunngerð í hófi, sem íþróttafréttamenn héldu á Loftleiöa- hótelinu. Tvítugur Akurnesingur, Guöjón Guðmundsson, sund- maöur, hlaut flest atkvæði og þar með titilinn ,, íþróttamaöur ársins 1972". Þeir tiu efstu sem hlutu flest stig i kosningu um Iþrótta- mann ársins, voru þessir: Guðjón Guðmundsson, 1A 59 Bjarni Stefánsson, KR 53 Lára Sveinsdóttir, Árm. 35 Gústaf Agnarsson, Arm. 33 Geir Hallsteinsson, FH 23 Gunnsteinn Skúlason Val 19 Hreinn Halldórsson, HSS 16 Guðmundur Sigurðsson, Árm. 15 Kristinn Jörundsson, tR 14 Hjalti Einarsson, FH 12 Aðrir sem hlutu stig i kosningunni voru þessir: Ólafur Jónsson, Eyleifur Hafsteinsson, Elias Sveinsson, Erlendur Valdimarsson, Einar Guðnason, Haraldur Korneliusson, Björg Guð- mundsdóttir, Axel Axelsson, Sigurbergur Sigsteinsson, Saltvatnsborgin varð fyrir valinu Alþjóðaólympiunefndin ákvað i gær, að næstu vetrar Olympiu- leikar, scm háðir verða 1976, fari fram i Saltvatnsborg en áður liafði verið ákveðið, að leikarnir færu fram i Denver. ibúar Den- ver höfðu fellt það i atkvæða- greiðslu, að leikarnir færu fram þar. Óskar Sigurpálsson, Marteinn Geirsson, Asgeir Eliasson, Þorsteinn Þorsteinsson og Friðrik Guðmundsson. Jón Asgeirsson formaður Samtaka lþróttafréttamanna, kunngerði úrslitin i gær og sagði m. a. þegar hann afhenti Guðjóni Guðmundssyni hina forkunnarfögru styttu, sem ,,lþróttamaður ársins” varð- veitir: Guðjón er löngu orðinn lands- þekktur sundmaður, og hann hef- ur einnig gert garðinn frægan vfð- ar. 1 ár hafa framfarir hans orðið æði miklar, hann byrjaði snemma árs að bæta verulega árangur sinn, bæði i 100 og 200 metra bringusundi, og hann náði tilsett- um timum i báðum greinum til að öðlast rétt til þátttöku á Ólympiu- leikunum. Þar keppti hann bæði i 100 og 200 metra bringusundi, og hæst ber árangur hans i 200 metra bringusundinu. Þá varð hann fjórði i sinum riðli eftir harða og skemmtilega keppni. — Þá þótti þeim Islendingum, sem á horfðu, vel hafa tekizt, og fögnuðu Guðjóni innilega. Og ekki varð ánægjan minni, þegar timi hans birtist á ljósatöflunni, 2:32,4 sekúndur, nýtt Norðurlandamet. Þá voru menn hvort tveggja i senn ánægðir og stoltir, enda ekki á hverjum degi, að Islendingar setja Norðurlandamet.- Þar með hafði Guðjón skipað sér á bekk meðal fremstu sund- manna Norðurlanda. En hann hefur lika vakið á sér athygli fyr- ir annað. Þeir, sem gerst þekkja, eru á einu máli um, að þar sem Guðjón er, þar fari prúðmenni og ljúfmenni. Annað er og það, sem vert er aðminnast á, og það er, að hann er reglumaður, og hefur þvi til að bera flest það, sem prýða má góðan iþróttamann. — Guð- jón er aðeins tvitugur að aldri, fæddur árið 1952 á Akranesi. Hann stundar nú nám i rafvirkjun hér i Reykjavik. Þá er komið að öðru sætinu að þessu sinni. Sá, sem það hlýtur nú, er Bjarni Stefánsson, frjáls- iþróttamaður. Hann fékk 53 stig. Bjarni er, og hefur um alllangt skeið verið, einn af fremstu frjálsiþróttamönnum landsins. Hann hefur keppt bæði heima og erlendis og var meðal keppenda á siðustu Ólympiuleikum. Þar náði hann mjög góðum árangri i 400 metra hlaupi og setti nýtt Is- landsmet, er hann hljóp á 46.8 sek. og varð þá fimmti i riðla- keppninni. Með þeim árangri tókst honum að komast i milliriðil keppninnar, sem var að vonum mjög hörð, og þá hljóp hann á 46.9 sekúndum. Bjarni er duglegur iþróttamaður og stundar æfingar sinar af kappi, og má þvi búast við, að enn eigi hann eftir að bæta árangur sinn verulega, og verður vissulega skemmtilegt að fylgjast með honum i framtiðinni. 1 þriðja sæti er kvenmaður. Það er Lára Sveinsdóttir, fyrsta kon- an sem tekur þátt i frjálsiþrótta- keppni á Ólympiuleikum. — Hún fékk nú 35 stig. — Lára náði at- hyglisverðum árangri i frjálsum iþróttum á árinu, og setti Islands- met i fimm greinum. 1 hástökki margbætti hún Islandsmetið, sem nú er 1.69 metrar. Mikils má af Láru vænta, ef hún heldur áfram að iðka iþróttir, og mættu aðrar iþróttakonur taka hana sér til fyr- irmyndar. 1 fjórða sæti á listanum að þessu sinni er ungur lyftingamað- ur, Gústaf Agnarsson 33 stig. Hann hefur látið verulega að sér kveða á árinu, enda þótt nafn hans hafi ekki verið mjög i sviðs- ljósinu fyrr en nú. Hann er lika enn ungur að árum, og þvi má mikils af honum vænta i framtið- inni með sama áframhaldi. — Hann vann það afrek á árinu, aö sigra á Norðurlandamóti ung- linga i sinum þyngdarflokki, og lyfti 307,5 kg. i Ólympiskri þri- þraut. 1 fimmta sæti er handknatt- leiksmaður, Geir Hallsteinsson, og hann fckk 23 stig. Geir hefur verið einn af máttar- stólpum islenzka landsliðsins i handknattleik mörg undanfarin ár, auk þess, sem hann hefur ver- iðeinn af sterkustu hlekkjum FH- liðsins. Geir hefur einu sinni verið kjörinn Iþróttamaður ársins, það var árið 1968. — Hann hefur keppt i islenzka landsliðsbúningnum heima og erlendis oftar en nokkur annar, eða alls 69 sinnum. Og enginn hefur komizt nálægt þvi að tþröttafólkið, sem var i tiu efstu sætunum i skoöanakönnun iþrótta fréttamanna. Standandi frá vinstri: Hjalti Einarsson, Hreinn Halldórs- son, Guðmundur Sigurðsson, Kristinn Jörundsson, Gunnsteinn Skúlason. Fremri röð frá vinstri: Gústaf Agnarsson, Lára Sveinsdóttir, Guð- jón Guðmundsson „iþróttamaður ársins 1972”, Bjarni Stefánsson og Geir Hallsteinsson. (Timamynd Róbert) Karfa um helgina - þrír leikir í 1. deild og einn í 2. deild Islandsmótið i körfuknattleik heldur áfram um helgina og verða leiknir þrir leikir i 1. deild og einn leikur i 2. deild. Allir leikirnir fara fram i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. 1 dag verða leiknir tveir leikir i 1. deild og þá mætast kl. 16.00: Ármann—Njarðvik KR—1S Ámorgun fara fram einn leikur i 1. deild og einn leikur i 2. deild og hefjast þeir kl. 19.00. IR-Valur Haukar—1K Það má búast við spennandi leik, þegar 1R og Valur mætast, en eins og menn muna, þá kom Valur á óvart i Reykjavikurmót- inu, þegar liðið sigraöi 1R. Guðjón Guðinundsson „iþróttamaöur ársins 1972” (Tlmamynd Róbert). skora eins mikið af mörkum og Geir, — i landsleikjum hefur hann gert hvorki meira né minna en 342 mörk. — Hann er nú mark- hæstur i fyrstudeildarkeppninni. 1 sjötta sæti er Gunnsteinn Skúlason, handknattleiksmaður. Gunnsteinn fékk 19 stig,— Hann hefur verið fyrirliði islenzka handknattleikslandsliðsins lengi og leitt það i keppni bæöi heima og erlendis. — Undir hans stjórn hefur liðið náð athyglisverðum árangri, og Gunnsteinn hefur sýnt að hann er þeim vanda fyllilega vaxinn, sem þvi fylgir að vera fyrirliði i flokkaiþrótt, sem þessari, bæði utan valiar og inn- an. Sjálfur hefur hann keppt 31 sinni með islenzka landsliðinu,- í sjöunda sæti varð Hreinn Halldórsson, frjálsiþróttamaður. — Hann fékk 16 stig. — Hreinn vakti á sér athygli snemma á ár- inu, og var oft nefndur sterki Strandamaðurinn, sem reyndar má kalla orð að sönnu, þvi hann náði mjög athyglisverðum árahgri bæði i kúluvarpi og kringlukasti. Einkum er athyglis- vert hve mjög hann bætir árangur sinn á árinu, og er sjaldgæft, að iþróttamenn nái svo miklum framförum, eins og að bæta árangur sinn um 1,5 metra i kúlu- varpi. Bezti árangur Hreins i kúluvarpi er 17.99 metrar og hann hefur lika kastað kringlu yfir 50 metra,- 1 áttunda sæti að þessu sinni er Guðmundur Sigurðsson, lyftinga- maður. Guðmundur hefur á undanförnum árum sýnt veruleg- ar framfarir i grein sinni, og á siðasta ári var hann meðal þátt- takenda á Ólympiuleikunum. Þar setti hann nú tslandsmet, og lyfti 465 kilógrömmum i þriþraut. Guðmundur er einn af braut- ryðjendunum i þessari grein hér á landi. 1 niunda sæti er ungur maður, Kristinn Jörundsson, og fékk hann 11 stig. Kristinn hefur vakið á sér athygli fyrir harðfylgi og dugnað, og hann hefur, þótt ungur sé, haslað sér völl, bæði sem knattspyrnumaður og einnig sem körfuknattleiksmaður, og sýnt hæfni i báðum þessum greinum, sem orð er á gerandi. 1 tiunda sæti á listanum er nú Hjalti Einarsson, handknattleiks- maður, en hann var einmitt kjör- inn tþróttamaður ársins 1971. Hjalti er einn af elztu og reynd- ustu iþróttakeppendum Islands, eins og allir vita. Hann hlaut nú 12. stig.- NORÐURLANDAMETHAFIN N FRÁ AKRANESI ÍÞRÓTTA- MAÐUR ÁRSINS 1972 é #•

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.