Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 1
 ALÞÝÐU- BANKINN HF. j WQTEL miMIR V EITINGABÚD ,,Hótel Loftleiðir" er nýjung I hótel- rekstri hérlendis, sem hefur náð skjót-' um vinsældum. Góðar veitingar, lipur þjónusta, lágt verð —og opið fyrirallar aldiri BÝDUR NOKKUR BETUR! - VESTURTIL VIÐRÆÐNA Tk-Reykjavik Einar Agústsson utanrikisráö- herra, mun fara vestur til Banda- rikjanna um mánaðamótin ásamt nokkrum embættismönnum utan- rikisráðuneytisins til viðræöu við Bandarikjastjórn um endur- skoðun varnarsamningsins frá 1951. Enn er ekki afráðið hvaða dag viðræður þessar hefjast. Þaö verður þó ekki fyrr en eftir embættistöku Nixons forseta, sem verður 20. jan. ÍÞRÓTTA- MAÐUR ÁRSINS Akurnesingurinn Guðjón Guðmundsson hefur verið kjörinn iþróttamaður ársins fyrir sundafrek sin. Guðjón er sonur Guðmundar Guðjónssonar og konu hans, Ragnhildar, á Sunnubraut 17 á Akranesi, og verður tuttugu og eins árs i dag. Hann byrjaði aö iðka sund i Bjarnalaug fyrir tólf árum, og hefur þjálfaö sig þar alla stund siðan, nema siöast liöið ár, er hann hefur verið við rafvirkjanám i Reykjavik. Sjá iþróttasiður blaðsins i dag. LOFTSBRYGGJA ÚR LEIK Það lætur enginn bátur framar úr höfn frá Loftsbryggju. Kynstr- um af sandi hefur verið dælt i uppfyllingu, þar sem hún var, og i gær voru menn að baksa við að draga hluta af bryggjunni upp úr sanddyngjunni með öflugum vél- um og miklum tilfæringum. Það var alls ‘ ekki leikur. Auk þess spá sumir þvi, að það kunni að hafa eftirköst, að bryggjustólpar urðu eftir niðri i sandinum, þvi að þegar þeir fúna með tið og tima, er ekki óliklegt að uppfyllingin sigi sem nemur fyrirferð þeirra. En hvað um það: Loftsbryggja hefur lokið hlutverki sinu og fer á sorphaugana eins og annað, sem er gamalt og úr sér gengiö og ekki lengur til þess nýtt, er þaö var upphaflega ætlað. Þess má að lokum geta, ef einhverjum kynni að vera forvitni á þvi, að hún var kennd við Loft Loftsson útgerðar- mann, sem seinna varö þjóðkunn- ur af útgerð sinni i Sandgerði. — Timamaynd: Gunnar. EINAR FER HUNGRIÐ í HEIMIN- UM ÚR SÖGUNNI? — blanda af sojabaunum og mjólk inniheldur öll bætiefni SB-Reykjavik Allt útlit er nú fyrir aö óhætt sé að hætta að óttast hungursneyð i heiminum um langa framtið. Austur i Malaysiu hefur verið fundinn upp drykkur einn, sem hefur inni að haida öll þau bæti- efni, sem mannslikaminn þarfnast og það i rikum mæli. t drykk þessum eru aðeins soja- baunir og nýmjólk. Kári Guðmundsson, heil- brigðisráöunautur rikisins, skýrði Timanum frá þvi i gær, að hann hefði fengið skeyti frá vini sinum, sem starfar i Malaysiu. Er þar sagt frá þessari stórkost- legu uppgötvun. Drykkurinn hefur verið rannsakaður lengi og vandlega á rannsóknarstofum og reynzt vera frábær fæða i öllu til- liti. Framleiðsla drykkjarins er nú hafin þar eystra i stórum stii, þvi nóg er til á þessum slóðum af sojabaunum og mjólk. Helzti vandinn i þessu sambandi er að koma þessari kostafæðu til þeirra, sem þurfa mest á henni að halda. Þar sem samsetning þessa drykkjar er svo ákaflega einföld, má virðast undarlegt, að engum skuli fyrr hafa dottið i hug að blanda saman mjólk og soja- baunum, en kannske er það ein- mitt þess vegna. En eftir itar- legar rannsóknir er ekki um að villast: Blandan reynist einn holl- asti drykkur, sem til er. Þar sem gifurlegt magn er ræktað af sojabaunum i Austur- löndum, ætti mannfólkið ekki aö þurfa að kviða hungri i heiminum á næstunni, svo framarlega, sem baunirnar fá að vaxa og þeir sveltandi fá að njóta uppfinningarinnar. Stærra blað — fleiri nýjungar Timinn mun stækka til muna á þessu ári, sem er nú nýbyrjað, og verður jafnframt fitjað upp á ýmsum nýjungum, er koma til sögunnar smátt og smátt. A morgun hefst kynning Timans á islenzkum fyrirtækjum. Er- lendur Einarsson forstjóri riður á vaðið og kynnir Sam- band islenzkra samvinnu- ■félaga i viötali, er Valgeir Sigurösson átti við hann einn af fyrstu dögum ársins. Siðan munu kynningar af þessu tagi reka hver aðra næstu sunnu- daga. Að þvi er stefnt að blaðið verði um tiundrað og sextiu siður á viku, þar af fjörutiu siðna blöð á laugardögum og sunnudögum. Sunnudagsblað Timans mun verða hluti af laugardagsblaðinu eins og verið hefur, og Islendinga- þættir munu koma út áfram, þó með þeirri breytingu, að þeir veröa færri siður i hvert skipti. Munu þeir fylgja blaðinu þeim mun oftar, og eiga afmælisgreinar og minningargreinar þvi ekki að þurfa að koma eins eftir sig á og verið hefur. Aður hefur verið tekin upp regluleg birting brúðhjóna- mynda með verðlaunum, sem veitt verða mánaðarlega. Nú um helgina verður dregið um þau i fyrsta skipti, og siðan að mánuöi liðnum úr brúðhjóna- myndum, birtum i janúar- mánuði, þó meö þeim fyrir- vara, að hjónavigslan hafi annað tveggja farið fram i desember siöast liðnum eða janúar. Verður þannig haldið áfram koll af kolli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.