Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 6. janúar 1973 GENCUR AÐ ÖLLUM STÖRFUM Á BÚI SÍNU en er algerlega blindur marga kilómetra. Ég nýt kyrrðarinnar og hlusta á fuglana eða ég klappa dýrunum þar sem þau standa á beit. En það er reyndar ekki siður töfrandi að ganga um á veturna; þeir hafa vissulega sina fegurð i rikum mæli”. Marius Petersen hefur öðlazt mikla færni i að þekkja raddir fugla. Þótt hann hafi aldrei séð fuglana, þá getur hann með vissu þekkt um 10 tegundir, og sé um önd að ræða, þá getur hann ákvarðað, hvort þar er á ferðinni stokkönd, húsönd, duggönd, eða hvort um er að ræða unga eða lullorðinn fugl. Fóörar og mjólkar sjálfur Petersen varð ekki bóndi vegna ættaróðalsins, heldur vegna þess, að hann hefur áhuga á dýrum. Hann byrjar vinnu- daginn kl. 6. Skepnurnar eru fóðraðar á gamlan og góðan máta; með rófum,heyi og hálmi og til þess er notað næstum sjálf- virkt áhald, sem danska blindra- félagið hefur gefið. Þetta er nokkurs konar vagn, sem er dreginn frá bás til báss.og hinn blindi þarf aðeins að opna með einu handfangi.þá falla rófurnar i jötuna. Morgunmjaltirnar eru flókið verk fyrir blindan mann, en Petersen nýtur margra ára þjálf- unar og vinnur verkið létt. Hann l'innur það á viðbrögðum skepn- unnar, hvort eitthvað er að. Það tekur 3-4 minútur að vélmjalta hverja kú,og Petersen er ekki i neinum vandræðum með að linna, hvenær búið er úr þeim. Eftir mjaltirnar tekur við eitt hið vandasamasta, sem hann tekur sér l'yrir hendur, en það er að hreinsa mjaltavélarnar. Þar þarí að nota saltpéturssýru, klór og sérstakt sótthreinsunarefni. Til að komast hjá mistökum i meðferð efnanna er hvert þeirra geymt i iláti með sinni sérstöku lögun, sem Petersen þekkir i sundur. Það kom þó einu sinni fyrir hann að blanda saman röngum efnum, en lyktin gaf honum til kynna, hvers kyns var, og hann gat afstýrt slysi. ,,Fyrst skepnurnar og siðan ég," eru einkunnarorð Petersens. Það er fyrst eftir að vera búinn að sinna dýrunum sem hann gengur sjálfur inn og borðar morgun- verð. Næsta verk hans er að mala nokkrar tunnur af korni. Fyrir hádegi þarf að brynna skepn- unum, siðan fær Petersen sér matarbita og miðdegisblund. Stundum notar hann hvildar- limann til að lesa góðar bók- menntir eða hlusta á segulbands- spólur, sem hann fær léðar frá blindrabókasafninu i Höfn. Oft fær hann lánaðar spólur, sem hafa að geyma ýmislegt bú- visindalegt efni. Þegar degi hallar, kemur annar mjalta- og fóðrunartimi og að honum loknum er starfs- uiaS Marius Petersen er jarðeigandi og gætir daglega dýra sinna, sextán mjólkurkúa, tveggja hesta, fimmtiu grisa og 10 gylta. En það, sem geri-þetta frásagnar vert,er, að maðurinn hefur verið blindur frá fæðingu. Marius Petersen er gjarna nefndur sem dæmi um það, að það er hægt að yfirvinna jafnvel svo stóran lik- amlegan ágalla sem blindu og hasla sér völl sem vinnandi maður. Petersen, sem nú er 48 ára gamall, rekur ásaml bróður sinum og systur i Vester Velling hjá Randers gamlan búgarð, sem hefur verið i ætt þeirra i l'imm ættliði, og hann heíur næstum allt sitt lií ferðast um ná- grennið eins og alsjáandi væri,og það er orðið eins og tréskórnir hans séu farnir að rata sjálfir yfir akrana. Þekkir dýrin á háralaginu Petersen þekkir byggingar staðarins i smáatriðum, og hann ruglast heldur ekki á skepnunum. Hann heyrir það á kúnum hvort þær baula al' þvi, að þær vilji komast inn i fjós, eða af sulti eða einhverju öðru. Hvert einstakt dýr þekkir hann á háralagi þess, eða stundum með þvi að þreifa á hornum þess. Hinn blindi ,bóndi álitur, að hundurinn sé eina skepnan, sem gerir sér grein fyrir.blindu hans. „Þegar hundurinn liggur á jörð- inni dregur hann alltaf til sin lappirnar, þegar ég nálgast, eða hann gerir á einhvern annan máta grein fyrir nærveru sinni.” Á kvöldin gengur Petersen oft langtimum saman með hundinum um nágrennið. ,,Ef veðrið er gott, erum við oft á tiðum 2-3 tima’,' segir hann, ,,og við göngum þá Marius Petersen lætur sér nægja að hirða skepnurnar, hann tekur þátt i uppskerustörfunum af fullum krafti. m Við íslendingar þekkjum dæmi um það að blint fólk, býður ^örlögum sínum byrgin og haslar sér völl í atvinnulífinu og þjóðlífinu yfirleitt og afrekar meira í lífinu en margur alheilbrigður maður. Hér segjum við frá dönskum bónda, sem sinnir öllum venjulegum bústörfum á ættarróðali sínu og veitist það ekki erfiðara en hverjum öðrum. Af öllum dýrum á bænum er veiðihundurinn tryggasti vinur Petersens dagurinn á enda. Þá er klukkan venjulega orðin hálfsjö og það er fyrr heldur en áður var, þegar tækin voru ekki til staðar til að létta störfin. Gengur 15 kílómetra fremur en að bíða eftir bíl Marius Petersen þarf að sjá um rekstur búsins og er þvi tiður gestur i Vester Velling, hann þarf að hitta kaupmennina og fylgjast með verðlagi o.þ.u.l. En ef hann er staddur i kaup- staðnum og hefur lokið erindum sinum, þá leggur hann af stað gangandi heim heldur en að þurfa að biða lengi eftir bil. Hann hefur með sér göngustaf og notar hann til að finna skil á milli gangstigs- ins og asfaltsins. "Slikur göngutúr er ekkert mikið fyrir mig”, segir hann sjálfur, „fólk er mjög hjálpsamt, einkanlega ungt fólk. Maður snýr sér aldrei árangurslaust til þess. Menn geta litið niður á siðhært fólk eins og þeim sýnist, en við, þeir blindu, þurfum ekki að kvarta undan þvi”. Petersen er reyndar sjálfur mjög hjálpsamur, einkum við blinda félaga sina, sem ekki bera örlög sin eins vel og hann. Sjálfur segir hann, að það sé sin gæfa að vera fæddur blindur, en hafa ekki misst sjónina sem fulltiða maður, en það telur hann mun erfiðara að bera. Hann þakkar foreldrum sinum, að hann skuli vera fær um að bjarga sér eins og raun ber vitni. Þau meðhöndluðu hann alltaf eins og sjáandi systkin hans og létu hann finna sem minnst fyrir sérstöðu sinni. „Ég heyrði foreldra mina aldrei segja „þetta getur þú ekki”, heldur var viðkvæðið, „þetta skalt þú gera”. „Það versta.sem getur komið fyrii; er að missa móðinn, eins og sumir gera þegar þeir missa sjónina. Maður má ekki falla saman og telja sjálfum sér trú um, að maður sé til einskis nýtur-, þá fyrst verður lifið óbærilegt. Maður verður að vinna nógu mikið til að hafa ekki tima til að láta sér leiðast.”. Þýtt og endursagt J.G.K. Til sölu Benz vörubfll ’Gl,frambyggður, ekinn cirka 130 þús. km.i góðu standi, 8 tonna sturtur og góður pallur. Talstöð getur fylgt. Billinn er með hjólmæli. Til greina kæmi að taka góðan jeppa uppí. Upplýsingar i sima 95-4694.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.