Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Laugardagur (>. janúar 1973
Laugardagur 6. janúar 1973
TÍMINN
15
GUNNLAUGSSKOGUR
í NORÐUR-DAKÓTA
lifi i þvi, vatnajurtunum og eigin-
leikum þeirra. A sama hátt er
leidd athygli að árbökkunum,
jarðveginum og lifinu i honum,
viðinum, járnviðnum og elrinu.
Þarna hefur verið komið fyrir
skýli, þar sem ikornar hafast oft
við og gægjast út um göt og rauf-
ar til þess að virða fyrir sér gest-
ina. Þá er lýst þörungum og bobb-
um i vatninu, froskunum og hátt
um þeirra og þar fram eftir göt-
unum.
Sérstakur hvildarstaður hefur
verið merktur i rjóðri i skóginum.
Trén eru hljóðeinangrun náttúr-
unnar, og i þessu rjóðri heyrist
ekki umferðargnýrinn frá vegun-
um i grennd við skóginn. Þar
gefst gott tækifæri til þess að
hlusta á flugnasuð og tist skor-
dýra og hyggja að skógarfuglum,
sem flögra á milli greina.
Brú er yfir ána, og þar er fólki
ráðlagt að hlusta á vatnsniðinn og
leita uppi villivinviðinn, sem vex
skammt frá brúarsporðinum.
Næst er leidd athygli að geysi-
■stórum álmtrjám, sem fallið hafa
i stormi vegna uppblásturs og
bent á nið mikla rótar-
kerfi þeirra. Þar getur fólk fengið
hugmynd um, hve miklar rætur
slik tré mynda til þess að afla sér
viðurværis.
Enn skiptir um svið. Nú er
komið á slóðir, þar sem burkna-
gróður er mjög vöxtulegur, lækir
streyma fram og bjórar hafa gert
sér uppistöðulón og mýrlendi og
mosaflæmi taka við.
Loks er svo farið yfir mjóa brú,
þar sem angan mýrgresis fyllir
vitin. Þar eru birkiteigar, sem
gefa tilefni til þess að skýra,
hversu margir litrar vatns gufa
út úr laufi birkitrjáa og annað,
sem varðar eðli þeirra. Þetta er
siðasti viðkomustaðurinn, áður
en haldið er á graslendi, þar sem
áður var bithagi.
Hér er aðeins stiklað á stóru.
Hér og þar inni i skóginum og i
mýrlendi er berjalyng af ýmsu
tagi og alls konar runnar, sem
fólk getur spreytt sig á að þekkja,
serh og fugla, blóm og margs kon-
ar jurtir. Það sýnir, hve merki-
legur Gunnlaugsskógur þykir, að
einn náttúrufræðiprófessoranna i
háskólanum i Grand Forks hefur
birt i handbók um jurtagróður i
Norður-Dakóta skrá um allar
jurtir og trjátegundir, sem þar
vaxa.
Þetta hefur allt verið rakið hér
af tveim ástæðum. í fyrsta lagi
koma við sögu menn af islenzkum
ættum, og i öðru lagi gæti þetta ef
til vill glætt hugmyndir um, hvers
konar leiðarvisa ætti að hafa til-
tæka handa fólki, sem vill njóta
friðlanda þeirra og fólkvanga,
sem við erum að eignast þessi
misseri og eignumst sennilega
fleiri á næstu árum. Með þeim
ætti að vera unnt að glæða skiln-
ing almennings á mörgu, sem áð-
ur hefur verið að miklu leyti lokuð
bók — fræða það um jarðsögu og
jarðmyndanir, andspænis sjálf-
um fyrirbærunum, gróðurfar og
fuglalif, og skordýralif, jafnvægið
i búskap náttúrunnar og margs
konar lögmál hennar, sem ekki
verða brotin að ósekju.
þó að þvi slysi árið 1884, að falla ofan af
heyæki á frosna jörð og hljóta þau
meiðsli, er aldrei bættust til fulln-
ustu.
Það eru niðjar þessara hjóna,
sem eiga heiðurinn af Gunnlaugs-
skógi, er við nefnum svo hér, þótt
hann sé raunar á ensku kenndur
við Gunnlaugsson. Og nú er að
segja ofurlitið af þessum hálf-is-
lenzka fólkvangi þarna á miðju
meginlandi Vesturheims.
Gunnlaugsskógur hefur vakið
aðdáun margra. Hann vex á is-
aldarruðningi, á að gizka niu þús-
und og fimm hundruð ára göml-
um. Endur fyrir löngu hafa verið
þar miklir furu- og greniskógar,
en með breyttri veðráttu hafa
þessir barrskógar vikið fyrir öðr-
um tegundum trjáa. Þegar þurr-
viðrasamara gerðist og hlýrra,
náðu eikiskógar að leggja landið
undir sig, en siðustu árþúsundin
hafa ýmist verið þar eikarskógar
eða sléttugróður.
Seint á átjándu öld útrýmdu
veiðimenn bjórum, sem þarna
höfðust við, og við það hefur
gróðurfarið breytzt til muna. Á
árunum 1870 til 1880 byrjuðu is-
lenzku landnemarnir að ryðja
landið til ræktunar og sá korni i
akra.
Gunnlaugsskógurinn er nú vin á
byggðu svæði, að nokkru leyti
áþekkt þvi landi, er þarna var
fyrir daga landnemanna, og hafa
verulegar breytingar orðið á
náðu að vaxa á meðan búfé var
beitt á landið. Litlir lækir liðast á
milli hæðanna, og á flatlendi er
tjörn og mýrlendi.
Þegar ár og aldir liða mun áin
grafa sig dýpra niður i isaldar-
ruðninginn, og við það mun staða
grunnvatnsins lækka á sumum
svæðum. Þar verður þurrlendara
en áður, og þau tré, sem una bezt
þurrum jarðvegi munu breið
ast út, en önnur láta undan siga.
Þetta mun allt gerast á afarlöng-
um tima, hægt og hægt, alvarlega
eftir lögmálum náttúrunnar
sjálfrar, þar sem maðurinn mun
ekki framar hafa þar hönd i
bagga nema með þeirri vernd og
friðun, sem staðurinn nýtur.
Verði hins vegar verulegar breyt-
ingar á veðurfari, til dæmis næstu
þúsund árin, getur svæðið tekið
miklum stakkaskiptum, og þá
getur enginn spáð, á hvern veg
þær verða.
Gunnlaugsskógur er áttatiu
hektarar að flatarmáli, og er
meginhlutinn hið forna heimilis-
land fjölskyldunnar, sem þarna
hefur verið að verki. Gamlar
byggingar frá búskaparárunum
standa þarna enn. Árið 1970 var
tekið að gera vegi og stiga um
skóginn, og þá var saminn leiðar-
visir. Ætlazt er til, að skýringarn-
ar i leiðarvisinum séu lesnar á
merktum viðkomustöðum. Við
upphaf ferðar um skóginn eiga
þe s s i o r ð :
Eitt el/.ta ljóð heimsins, sem
varðveitzt hefur, cr á kinversku.
Það er um hinn hamingjusama
mann, sem á hcima i skógivöxnu
dalverpi: „Náttúran syngur
honum ijóð sin, og hann dansar
oflir hljómfalli vindhörpunnar i
krónum grenitrjánna”.
Mörg þúsund ár eru liðin siðan
þetta var ort, og enn halda ótald-
ar milljónir manna áfram að leita
yndis og hvildar i skógi og á
lækjarbakka. Svo mikil gerist nú
ásóknin i þjóðgarða margra
landa, að svipmóti þeirra og yfir-
bragði, gróðurfari og náttúruein-
kennum stendur jafnvel háski af
mannfjöldanum og bifreiða-
straumnum. Þvilikum stöðum
verður sjáanlega að stórfjölga,
svo að fólksstraumurinn dreifist
og ekki mæði um of á hverjum
einum.
Þetta á ekki sizt við i Banda-
rikjunum. Elzti þjóðgarðurinn,
Gulsteinagarður, er orðinn aldar-
gamall, en auk hans eru þar nú
þrjátiu og sex aðrir þjóðgarðar
og fjöldamörg friðlönd af öðru
tagi, skógar og sjávarstrendur.
Svæði, sem fylki og héruð hafa
friðað á einn eða annan hátt,
skipta þúsundum, en samt
streymir á flesta þessa staði
fleira fólk en heppilegt er. Það er
ekki nóg friðað til þess að full-
nægja þörfum fólksins og þrá
eftir slikum stöðum.
Hneigð mannsins til þess að
leita hvildar og afþreyingar á
kyrrlátum stöðum er vafalaust
jafngömul sögu hans. Frá þvi
maðurinn steig fyrstu spor sin
hefur hann sótt allan þroska sinn i
þá reynslu.sem hann hefur öðlazt
á mörk og sléttu, við fljót og vog.
Hann er sjálfur hluti náttúrunnar,
og i samskiptum sinum við um-
hverfi sitt hefur honum hlotnazt
sá þróttur þau lifshyggingi og
þær gáfur, sem honum eru veitt-
ar.
Nú á siðustu árum hefur mikill
fjöldi fólks stórum betri tækifæri
en áður til að njóta þess heims,
sem það lifir i. Samtimis vofir
yfir, að það spilli og tortimi um-
hverfi sinu með græðgi og drekki
sér i ofnægtum. En jafnframt hef-
ur ræktazt skilningur á þvi, hvers
virði umhverfi er. Þetta tvennt:
hagsmunakapphlaupið og hin
upprunalega lifsnautn við brjóst
frjálsrar náttúru, togast nú
harkalega á.
Undur þeirrar veraldar, sem
við lifum i, blasa hvarvetna við
augum. Vorsólin og milt regnið
vekur allt af dvala. Grösin teygja
græna sprota upp úr moldinni,
blómin breiða út krónur sinar, og
söngfuglar hefja óð sinn. A
sumardögum heyrum við raddir
náttúrunnar allt i kringum okkur,
ef við gefum okkar tima til þess
að hlusta, þvi að allt iðar af lifi,
þar sem maðurinn sjálfur hefur
ekki tortimt samþegnum sinum,
hvort sem við köllum þá hluta af
dýrarikinu eða jurtarikinu. Á
þennan margradda söng geta
menn hlustað, hvort heldur er i
sólskinsbrekku eða i forsælu
undir tré, allt eftir þvi hvar á
jarðkringlunni þeirra blettur er.
Og þó að borgir séu orðnar
Uppistöðulón hjúra i Gunnlaugsskúgi
Þetta er eiginlega aðeins inn-
gangur að dálitilli sögu um is-
lenzkt fólk i fjarlægri heimsálfu,
sem gengið hefur i lið með lifi og
náttúrinni og lagt hönd á plóginn
til varðveizlu staðar, sem sannar-
lega er til þess fallinn að miðla
unaði. Sá staður er Gunnlaugs-
skógur i Pembina, skammt vest-
an við bæinn Cavalier. Hann er
fast við svonefndan Islendinga-
garð og er hluti af friðlandi Norð-
ur-Dakóta-fylkis.
Hér verður að skjóta inn dálit-
illi kynningu á þessu fólki, sem
fyrir löngu er komið undir græna
torfu.
Maður hét Eggert Gunnlaugss.
Hann fæddist i Baugaseli á fyrri
hluta nitjándu aldar og ólst upp i
Nýjabæ i Hörgárdal. Hann festi
sér konu ungur að árum, Rann-
veigu Rögnvaldsdóttur frá Skiða-
stöðum iTungusveit. Fluttust þau
brátt austur i Hróarstungu að
Gamalt og snúið trc við skúgarstiginn. Þarna eru oft skúgarhænsn
Vatnajurt ir meðstúrvaxin biöð, sem fljúta á vatninu
„Reynið að gera ykkur i hugar-
lund löngu liðinn tima, þegar jök-
ull lá hér yfir öllu, sennilega
1000—2000 metra þykkur. Þegar
hann hörfaði, myndaðist vatn.
Það er jökullinn og vatnið, sem
mótað hafa þaö landslag, sem nú
er hér. Norðurhluti skógarins er
sléttlendur. Þar mynduðu lækir
og lindir mýrar, fen og tjarnir.
Annars staðar voru urðarhólar,
og þar urðu til sandflesjur, er áð-
ur voru bakkar vatnsins. ímynd
ið ykkur allar þær breytingar,
sem þessi blettur hefur tekið i
aldanna rás, og virðið svo fyrir
ykkur allan þann gróður, sem
hefur fest hér rætur, og fuglana,
sem hafa tekið sér hér bólfestu”.
Siðan er vakin athygli á öndun-
um, sefinu á tjarnarbakkanum og
svæðinu siðan það var friðað. Þar
er mikill fjöldi jurta, og þangað
flykkjast fuglar á sumrin. Þar
eru einnig skógardýr. Með öðrum
orðum: Þetta friðland, sem mað-
ur af islenzkum ættum hefur
stofnað þarna á miðju meginlandi
Vesturheims, er þokkafullur
griðastaður, þar sem jafnvægi
náttúrunnar fær að njóta sin og
margt er að sjá og læra.
Tunguá rennur i gegnum skóg-
inn, og margar tegundir trjáa
vaxa þar — ösp, álmur, elri, birki,
viðir, hesliviður, selja og eik.
Bjórarnir hafa þar nú frið og gera
sér uþpistöðulón. Þar eru grasi-
vaxnir vellir, er eitt sinn voru bit-
hagi nautgripa, og þar vex nú
mesti aragrúi villtra blóma, og
sums staðar eru runnar, sem ekki
Húsey, þar sem þau bjuggu i fjög-
ur ár. Arið 1876 hreif Vestur-
heimsfárið og útflytjendastraum-
urinn þau. Þau tóku sig upp og
fluttust til Nýja-lslands i Kanada,
er þó var satt að segja ekki
björgulegur staður á þeim árum,
enda sú Islendingabyggð i veröld-
inni, þar sem fólk beinlinis féll
siðast úr vesöld.
Þau Eggert Gunnlaugsson og
Rannveig héldust ekki heldur við
á bæ sinum á Nýja-lslandi,
Miklabæ, nema fjögur ár. Þá
fluttust þau suður i Norður-
Dakóta, þar sem þau námu land i
annað sinn við Tunguá, er þau
nefndu svo. Þar komu þau upp
snotru heimili, þar sem þau
bjuggu siðan með börnum sinum,
enda þótt húsbóndinn yrði fyrir
i birkiskúginum. Hér hafa ekki verið á ferð neinir þeirra skemmdar
varga, scm rista börk, af trjám.
Tveir drcngir hafa unmið staðar f skúginum til þess aö njúta kyrrðarinnar
Gunnlaugsskógur grær í amerískum jarðvegi. Eigi að síður
á hann með nokkrum hætti rætur í dalabyggðum Eyja-
fjarðar og Skagafjarðar. Niðjar gamals bónda úr Hörgórdal
og konu hans úr Tungusveit lögðu landnómsjörð feðra sinna
undir þennan fólkvang í Norður-Dakóta, er þykir einstak-
lega fagur og girnilegur til skilnings d nóttúrunni.
mm: síKfjj