Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.01.1973, Blaðsíða 23
Laugardagur 6. janúar 1973 TÍMINN 23 Volkswagen hefur aftur sótt sig í veðrið, eftir að hafa dalað um nokkurra ára skeið. Volvomestseldur á Norðurlöndunum ÞÓ-Reykjavik Komið er út yfirlit yfir mest seldu fólksbila á Norður- löndunum fyrstu niu mánuði ársins 1972 og er Island þar með- talið. Yfirlit þetta nær yfir mánuðina janúar-september. Mest selda bifreiðin á þessum tima er sænski Volvoinn;af Volvo seldust á þessu niu mánaða tima- bili 51,043 bilar eða 14,3% af seldum bifreiðum á Norður- löndum. 1 öðru sæti er GM ( allar tegundir); af þessari gerð seldust 42.500 eintök eða 12,0%. 1 þriðja sæti er hinn gamalkunni Volks- wagen með 41,850 eintök eða 11.8%. Siðan kemur Ford með 36.564 eintök eða 10.3%., Saab, 33,293 bifreiðar eða 9.4% og Fiat með 27.032 eða 7.6%. Á sama tima i fyrra hafði Volvo 14% af heildarsölunni og GM 12,8%, þannig að Volvo hefur komizt verulega fram úr harðasta keppinaut sinum á Norðurlöndunum. V’olkswagen hefur sótt sig i veðrið siðan i fyrra, er hann hafði aðeins ,9.6% af heildarsölunni, en það var i fyrsta skipti, semValkswagen var ekki i fyrsta sæti sölulistans á Norðurlöndunum i mörg ár. Fyrstu niu mánuði ársins 1972 seldust 355.851 fólksbifreið á Norðurlöndum, en fyrstu niu mánuði ársins 1971 seldust 344.000 bifreiðar. Volvoinn heldur öruggri forystu sem. vinsælasti bill á Norður- löndunum. Skaðbrenndist er benzín- geymir sprakk Ungur maður skaðbrenndist er bensingeymir i bil, sem hann var að vinna við sprakk. Kviknaði i fötum hans og eru brunasárin viðaum likamann. Maðurinn var fluttur á slysavarðstofuna og siðan á Landspitalann þar þungt haldinn. Móðir piltsins brenndist á höndum er hún reyndi að slökkva i fötum sonar sins, en slysið varð fyrir utan heimili þeirra Sogaveg 106. Pilturinn, sem brenndist heitir Þór Guðjónsson Friðriksson. Er hann 19 ára gamall. Hann var að losa bensintank úr gömlum jeppa og notaði til þess logsuðutæki, og sprakk geymirinn. Varð þetta um kl. 9 á fimmtudagskvöld. Föt Þórs urðu alelda. Móðir hans heyrði • sprenginguna og hljóp út og reyndi að slökkva i fötum Þórs, en brenndist þá sjálf. Fleiri komu þarna að og var pilturinn borinn inn i vaskahús og sprautað þar á hann köldu vatni. O.O. BYLTING I EPLARÆKT Uppskeruvélar munu e.t.v. bráðlega halda innreið sina i, danska ávaxtarækt. Ekki munu þær þó plokka ávextina af trjánum, með þar til gerðum fingrum, eins og manni gæti fyrst dottið i hug, heldur einfaldlega skera á trcn rétt ofan við rætur- nar, aðskilja blöð og greinar og safna saman eplunum. En það er rétt að gera grein fyrir þvi, að þarna er ekki um að ræða venju- leg eplatré, heldur nýjar teg- undir dvergtrjáa, sem vaxa og ! bera ávöxt á aðeins tveim árum. ! Þeim er plantað þúsundum sam- an á landsvæði, sem nokkur hundruð af venjulegri stærö þekja nú. Erlendar tilraunir sýna, að epla-þreskivélin getur sennilega komiðfram á sjónarsviðið á þeim áratug, sem nú er að liða og i Danmörku hafa menn náð svo langt, að litlu trén eru að verða tilbúin til ræktunar. A tilraunastöð rikisins, fyrir ávaxtarækt i Blangstedgard hjá Óðinsvéum, gat i sumar að lita eplatré, sem sáð hafði verið i april. Reiknað var með, að i haust bæri það kiló af eplum. Slikt tré eiga að vera tilbúin undir þreski- vél innan tveggja ára. Stigar eru orðnir óþarfir á venjulegum eplaökrum segja þeir á BlangstedgSrd, þar sem stór hluti tilraunasvæðisins hefur nú verið lagður undir tilraunir með lftil eplatré. Venjan hefur verið sú, að menn hafa orðið að biða 4-6 ár eftir að trén yrðu fær um að gefa af sér meðal upp- skeru, 30-35 tonn á hektara. En nú telja menn að unnt verði, á næstunni, að fá tvöfalda slika uppskeru á aðeins tveim árum. Það er einnig búist við þvi að áveitukerfi verði almennt tekin i notkun við eplarækt i náinni' framtið. Mikið af eplum eyði- leggst árlega vegna næturfrosts en hjá þvi má komast með vatns- veitum og úðunum. Samtimis er hægt að gefa jurtunum fljótandi næringu og dreifa skordýraeitri með hjálp úðunarútbúnaðarins. Fyrsta úðunarkerfið er nú til- búið á teikniborðinu á BlangstedgSrd, sem er ein af 12- 15 tilraunastöðvum iávaxtarækt, sem rikið rekur. Á næsta ári á að vera tilbúinn akur 3-4 þús fm að stærð og á að gera tilraun með að úða hann. Vökvinn kemur úr tveggja metra háum tönkum. Ætlast er til að menn þurfi aldrei sjálfir að fara um akurinn. Vaxtarhormónar, pillur, til að hindra frjóvgun, blaðsýnishorn, sem sýna nákvæmlega upptöku næringarefna jarðarinnar, flokkun á vatni til að komast hjá áverkum á eplunum, geymsla i sérstöku lofti, allt eru þetta bylt- ingarkenndar nýjungar i epla- rækt. Blangstedg&rd flytur árlega inn 10-15 nýjar tegundir epla til rann- Sókna, og nýjar teg. hafa lagt svo undir sig markaðinn að það eru aðeins sex tegundir á markaði af þeim, sem i ræktun voru um og eftir siðasta strið. Ein af þessum gömlu tegundum sá fyrst dagsins ljós á árinu 1910, þegar eplatré tók að vaxa upp i skólagarði á Vestur Fjóni, mitt á milli hindberja plantna. Þetta tré var vaxið af kjarna úr epli, sem hafði fallið niður i beðið. Það fékk að vaxa og eftir fjögur ár bar það ávöxt. Af þvi fengust mjög falleg og ljúffeng epli og eigandinn skirði tegundina og kallaði Ingrid Marie. Þessi saga lýsir vel þvi ástandi sem var rikjandi i eplarækt um aldamótin siðustu, þegar svo mátti heita að hver herragarður hefði sina eigin eplategund. Nú eru þekktar um 200 tegundir, en ekki nema um þrjátiu ræktaðar i stórum stil Nú verða nýjar tegundir ekki til fyrir tilviljanir, heldur áralangar rannsóknir og tilraunir, sem reyna mjög á þolinmæðina. Við vixlfrjóvgun er frjóduft fært frá fræfli föðurjurtarinnar yfir á frævu móðurjurtarinnar. Jafnvel þótt frjóvgun eigi sér stað, liður langur timi áður en árangur kemur i ljós. I uppskerutimanum eru ávextirnir skornir niður, kjörnunum safnað saman og þeim siðan sáð næsta vor. Siðan verða tilraunamennirnir að taka myndarlega á þolinmæðinni þvi að það liða venjulega 6-12 ár áður en tréð ber ávöxt. Ef tilraunin heppnast vel má gera ráð fyrir að 20-30 ár liði frá þvi að tilraunin var fyrst gerð og þar til ný tegund kemur á markaðinn Sú bylting i eplarækt,sem nú nær hámarki, með ræktun hrað- vaxta dvergtrjáa, er raunar endapunktur á rannsóknum og viðleitni, sem eiga rætur sina að rekja til aldamótanna siðustu. Alla tið siðan hafa menn einbeitt sérað ræktun eplatrjáa, nægilega lágra til að unnt væri að plokka af þeim eplin á jörðu niðri Hinum nýju dvergtrjám er plantað þúsundum saman á hektara i stað 100-200 áður. A Blangstedgíird hafa verið gerðar tilraunir með að planta allt upp i 40 þúsund dvergtrjám á hektara. Venjuléga vaxa trén hratt fyrstu árin. En nú er orðið mögu legt að draga stórlega úr vext- inum með efnafræðilegum að- ferðum, en i staðinn myndast blómknappar miklu fyrr og verð- ur það til þess að tréð ber mun fyrr ávöxt. A landbúnaðarháskólanum hafa farið fram viðamiklar til- raunir með vaxtarhormóna og svo glæsilegur árangur hefur náðst, að menn vænta þess, að enn megi auka framleiðslugetu eplatrjánna. Hormónarnir breyta vaxtarhlutföllum trésins á þann veg, að vaxtarkrafturinn beinist nær allur að ávaxtafram- leiðslunni i stað trésins sjálfs. Geymsla ávaxtanna hefur einnig tekið miklum breytingum. Þær tegundir sem á að senda á markaðinn eru geymdar i loft- þéttu rúmi, þar sem hægt er að stjórna efnainnihaldi loftsins. öndunarhraði eplanna er minnkaður, en um leið eykst geymsluþolið. Þetta er gert með þvi að stjórna koltvisýrings- og ildisinnihaldi loftsins. Hita, efnahlutföllum og raka er stjórnað daglega i geymslunum, þar til flokkun og sala fer fram. Til að komast hjá áverkum á eplunum vegna flokkunarinnar er kössum með eplunum sökkt i vatn og ávextirnir fljóta að flokkunar- vélunum. Smekkur manna á epla- tegundum er mjög mismunandi ef marka má niðurstöður kannanna, sem gerðar hafa verið um það efni. Könnunin náði til sjötiu og tveggja búða á Fjóni og tuttugu i Kaupmannahöfn, og það kom i ljós, að neytendur kaupa ávexti i kjörbúðum og i ávaxta- búðum á mjög ólikum forsendum. T.d. var vart hægt að segja að nokkur maður tæki tillit til geymsluþols eplanna i stofuhita, meðan 35% allra völdu epli eftir einum saman litnum. Rauð epli eru mest keypt um haust og vetrarmánuðina, en gul á vorin. Það er óhætt að slá þvi föstu að framboð á dönskum eplum fer mjög vaxandi á næstu árum og gæðin sömuleiðis segir tilrauna- stjórinn á Blangstedgard Christensen að nafni, en hann álitur, að Danir verði brátt sú Evrópuþjóð, er ræktar epli með fullkomnustum aðferðum. Þýtt og endursagt. JGK Tíminner peningar AuglýsídT iHmanum BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 Þannig búast Danir við, að eplatrén þeirra liti út i framtiðinu! Dvergvaxin tré, sem bera mikinn ávöxt og biómgast mjög snemma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.