Tíminn - 07.01.1973, Side 3
Sunnudagur 7. janúar 1973
3
„Hún var öll svo falleg, að það var líkt
og bæn til Guðs að horfa á hana”
Brosið!
Það eitt, að sjá þetta nafn sem
titil nýrrar bókar, eftir vel kunn-
an rithöfund, og á þessu bók-
menntaskeiði, býður upp á eitt-
hvað nýtt, eitthvað ferskt. Og mér
er gleðiefni að vitna um, að enn er
Kristmann sami listamaðurinn
hvað snertir einfaldleikann og
fagrar ástir, sem hann var, er
hann öðlaðist heimsfrægð sína.
Þetta verk hans, sem ber svo fag-
urt, einfalt og innihaldsrikt nafn,
ef hrein listasmið. Einföld túlkun-
in, mannlifið, hröð viðburðarlýs-
ingin og spennandi, og þó langti-
frá óraunveruleg, og ekki sizt
þessar einföldu ástarlýsingar,
sem gera manni ókleift annað en
trúa þeim, þó maður sé allur að
vilja gerður að láta nú ekki
blekkjast. En Kristmann blekkir
mann svo sannarlega, það er að
segja, ef ástin er blekking.
Kristmann Guðmundsson hefur
nú loks hlotið þá viðurkenningu
sem hann á margskilda, er hon-
um hefur verið úthlutaður styrk-
ur rikisins úr sjóð þeim er ætlaður
er heiðursrithöfundum. Betra er
seint en aldrei, en vissulega er
þessi ráðstöfun i seinasta lagi.
Kristmann gerir svo vel að sanna,
enn einu sinni, ágæti sitt, og rétt
sinn til þessarar veitingar, stuttu
eftir að þessi heiður hlotnast hon-
um. Það er óhætt að hvetja alla
þá sem unna fögrum bókmennt-
um og sönnum, til þess að lesa
þessa bók með hugarfari hins
óhlutdræga. Of lengi hefur Krist-
mann orðið fyrir skitkasti litt sjá-
andi manna, og list hans litilsvirt
af öðrum ástæðum en sannsæi.
Þessi rithöfundur, sem hreif
milljónir um allan heim og fluttist
þá til lands sins, frægur maður og
virtur, varð bitbein pólitikur og
annarra lágra hvata, allavega
þegar dæma á listaverk, sem
raunar er aldrei að fullu réttlæt-
anleg athöfn. Vegna peningaleys-
is veittist honum alllengi örðugt
að njóta gáfna sinna til sköpunar
mikilla verka, og liggur þó ótrú-
lega margt fagurt og satt eftir
hann. Vissulega er ég af ungu
kynslóðinni, sem hættir mjög til
að lasta ,,allt gamalt og gott”, en
ég skammast min á engan hátt
fyrir að hrósa þessari bók Krist-
manns. Og ég álit að hún eigi er-
indi til allra, með sinn fagra boð-
skap, sannar ástir, fegurð, og allt
slikt „gamaldags”.
Engum er greiði gerður með
þvi að rekja efni bókarinnar, en
hún er spennandi i öllu sinu lát-
leysi og heiðrikju. Eftir sem áður
langar mig til þess að fara nokkr-
um orðum um þetta verk, i trausti
þess að lesandi umberi það.
Þessi skáldsaga er örlagasaga
nokkurra foreldralausra syst-
kina, sem hvergi virðast eiga
höfði sinu að halla. Þau vilja þó
hokra sjálf á jörð sinni og vera
eigin matvinningar, i trássi við
lög og velsæmi, sem sumir for-
svarsmenn þorpsins telja vera.
Þessir oddvitar ætla sér að gera
bú systkinanna upptækt, og setja
þau á hreppinn, i skjóli þess að
það sé ekkert vit að láta þau
hirast þar ein, forsjárlaus, og hús
þeirra þar að auki berklahæli.
Vinátta merkisfólks i þorpinu
verður þó systkinunum enn ljós-
ari en áður hafði verið, þegar
þessir hreppsnefndarmenn gera
skurk mikinn i málinu i skjóli
þess að um kristilega athöfn sé að
ræða, og kemur þetta vinafólk
þeirra þeim til hjálpar, og án
þeirra hefði málið hljóðlega tap-
ast fyrir krökkunum þó önnur
verði raunin. Inn i frásögnina
vefst ást, innileg og fögur, en um-
fram allt afar sannfærandi, sem
Kristmanns er vandi, en hann er
eins og kunnugt má vera, hreinn
snillingur i ástarlýsingum, sér-
staklega þegar ungt fólk á i hlut,
og liggur við að hann sannfæri
bölsýnustu and-ástarþenkjendur
um tilveru þessa mar.grædda
fyrirbrigðis.
Einnig er ein aðalsögupersóna
bókarinnar, málverk nokkurt er
erlendur málari málaði af móður
barnanna látinni, þar sem helztur
styrkur og boðskapur málverks-
ins er falinn i undurfuröulegu
brosi hinnar látnu konu. Þetta
bros móðurinnar verður börnun-
um sifellt umhugsunarefni, og
spilar vetulega rullu i boðskap
bókarinnar sjálfrar. Það eitt gef-
ur vissulega tilefni til nafngjafar
bókarinnar. En fleira kemur til. 1
heild sinni er bókin gleðiboðskap-
ur, og blær brossins á oftast
undirtökin i allri frásögn bókar-
innar. Má segja að það sé ný hlið
á Kristmanni Guðmundssyni, að
minnsta kosti sé höfðað til skáld-
sagna hans eins og þær koma út i
heild sinni en ekki á köflum. Það
er hálf furðulegt, að Kristmann
skuli svo gjörsamlega kollvarpa
mörgum fyrri ályktunum sinum,
einmitt á þessum tima svartsýn-
innar. En það sannar fjölhæfni
hans og ferskleika, hann er nýr i
nýju verki. Kannski ber að skoða
þennan boðskap i ljósi þess, sem
hann sagði i viðtali við Morgun-
blaðið. En þar hafði hann orð á
þvi, að hann gerði sér ljóslega
grein fyrir þvi að „skáldið sáir
frjókornum i huga þúsunda,
stundum milljóna”.
Eitt er það sem gefur bókinni
sérstætt gildi, en það er þessi
heilbrigða trú, sem viða verður
vart i bókum Kristmanns. Margir
eru þeir nú á dögum sem glatað
hafa trúnni á Jesúm Krist, en það
hefur Kristmann ekki gert, held
ég að ég megi fullyrða. Eitt dæmi
um heilbrigða túarvitund hans,
kemur skýrlega fram i setningu
þeirri er ég hef valið sem eink-
unnarorð pistils þessa, en þau
leggur hann einni aðalpersónu
sögunnar á munn: „Hún var öll
svo falleg, að það var likt og bæn
til Guðs að horfa á hana”. Þessi
setning endurspeglar mikilvægt
atriöi sem fyrirfinnst i boðskap
flestra bóka Kristmanns, ef ekki
öllum, en það er hvernig hann
boðar holdlegar ástir, sem and-
legar allt að þvi sakramenti i
kristinni trú. Hann tekur ekki við
trúnni með hleypidómum sinum
og kreddum, heldur afneitar hann
þeim, og fyllir upp i eyðurnar af
heilbrigðri trúarvitund. Að
minnsta kosti er boðskapur hans
slikur, og kemur fram i Smiðin-
um mikla, og raunar i öllum
verkum hans. Ég skal tilnefna
aðra setningu úr Brosinu, en þar
er berlega talað um helgan dóm i
sömu mund og holdlega snert-
ingu: „Hann þrýsti henni að sér,
orðlaus af gleði, og hún vafði
handleggjunum um hálsinn á
honum. Munnar þeirra mættust i
löngum kossi, er var i senn jarð-
nesk fullnæging og heilög athöfn,
sem þau bæði minntust æ siðan til
æviloka”.
Að lokum vil ég endurtaka það,
að Brosið er góð bók og merkileg
fyrir margra hluta sakir. Boð-
skapur hennar er einfaldur, og
kristinn, þó hann þurfi ekki að
vera kristinn frekar en eitthvað
annað, ef út i það er farið. Heið-
ingjum er óhætt að lesa hana, og
hafa þeir vafalaust gott af. Ég
ætla mér ekki þá dul að fara að
lasta þetta verk, trú min og virð-
ing fyrir Kristmanni varna mér
þess. Þó eitthvað megi finna að
þessari bók sem öllum öðrum. Ég
ber mikla virðingu fyrir orðum,
og ein þrjú orð islenzkrar tungu
eru mér afar hugstæð, og efast ég
ekki um, fyrir mitt leyti, að þau
má öll tilfæra um þessa nýjustu
bók Kristmanns. Brosið er fögur
bók, einföld og sönn.
Kjartan Jónasson
Alftainýri 5(>, Rvik.
Hvað mundir þú gera, ef þú ynnir
milljón í Happdrætti SfBS?
KAUPA
Allir eiga jú óskir sem geta rætzt.
T. d. eigi maður miða í Happdrætti SÍBS.
Einmitt nú þegar vinningunum fjölgar.
Og vitað er, að meira en fjórði hver
miði hlýtur vinning.
En það verður að gera eitthvað
til að heppnin sé með.
Dregið verður 10. janúar.
Kaupið miða strax í dag.
Umboðsmenn eru um allt land.