Tíminn - 07.01.1973, Blaðsíða 9
slikt myndi efla menningu þjóð-
arinnar. Það er enginn efi á þvi,
að allar þessar sveiflur og sjávar-
föll i efnahagslifi okkar valda
almennu losi og sumpart röngu
verðmætamati.
En svo ég svari nánar spurn-
ingu þinni, hvaða verkefni liggi
næst til úrlausnar i starfsemi
samvinnuhreyfingarinnar, lang-
ar mig fyrst að minnast á þann
þátt, sem ekki hefur enn verið
drepið á hér i þessu spjalli, en það
eru fræðslumálin. Það skal að
visu viðurkennt, að þeim málum
hefur ekki verið sinnt nægilega á
undanförnum árum, en vissulega
eru þau gifurlega veigamikill
þáttur i starfsemi samvinnufé-
laganna og bráðnauðsynlegt að
halda uppi lifandi fræðslustarfi og
að unnt reynist að ná tengslum
við hinn almenna félagsmann i
miklu rikari mæli en nú. Þarna
erum brýnt framtiðarverkefni að
ræða, og reyndar eru uppi ýmsar
bollaleggingar um, hvaða leiðir
helzt komi til greina að fara i
þessum efnum. Að visu er þetta
ekki neitt einkavandamál okkar,
það sama er uppi á teningnum hjá
nágrannaþjóðum okkar, það er að
segja, að miklu erfiðara reynist
en áður að njóta virkrar þátttöku
félagsfólksins. Það gerist æ al-
gengara, að litið er á samvinnu-
hreyfinguna sem hverja aðra við-
skiptastofnun. Þessu þarf að
breyta. Það þarf að finna nýjar
leiðir til þess að láta fólkið vera
þess minnugt, að það er félags-
menn i stórri félagsmála- og við-
skiptahreyfingu.
Þessu næst langar mig að
minnast á iðnaðinn. Það hefur
verið mikil gróska i iðnaði Sam-
bandsins á undanförnum árum.og
það eru uppi ýmsar ráðagerðir i
þá átt að láta ekki hér staðar
numið. Það er rétt að leggja á það
sérstaka áherzlu, að við kapp-
kostum að vinna úr islenzkum
hráefnum og þá einkum að full-
vinna þær afurðir, sem sam-
vinnufélögin fá til sölu. En þótt
við leggjum megináherzluna á
þetta, er ekki þar með sagt, að við
séum ekki reiðubúnir að sinna
öðrum iðnaðarverkefnum.
Og þá er það nú verzlunin. Þar
tel ég, að hið stóra framtiðar-
verkefni samvinnuhreyfingarinn-
ar sé að ná stærri markaðshlut-
deild á Reykjavikursvæðinu, en
þar hefur hún verið miklu minni
en viða úti á landi. Þarna, eins og
reyndar alls staðar annars stað-
ar, er um það að ræða að standa
sig i samkeppninni, enda stendur
nú til hjá kaupfélaginu hér i
Reykjavik að ráðast i fram-
kvæmdir, sem miða að því að
auka markaðshlutdeild okkar hér
á höfuðborgarsvæðinu.
Samvinnu-
skólinn
— Þú nefndir þarna fræðslu-
starfsemi. 1 framhaldi af þvi
væri kannski ekki úr vegi að
nefna sjálfan Samvinnuskólann?
— Já, rétt er það. Þvi er ekki að
leyna, að Samvinnuskólinn er
visst vandamál hjá okkur um
þessar mundir, en það stafar
fyrst og fremst af þvi, hve að-
sóknin er mikil, og vegna þess,
hve mörgum þarf að visa frá
skólanum. t Samvinnuskólanum
stunda að jafnaði nám um áttatiu
nemendur á ári, og skiptast þeir á
milli tveggja bekkjardeilda, eins
og kunnugt er. Það eru þvi ekki
nema um fjörutiu nýir nemendur,
sem fá inngöngu i skólann á
hverju hausti. Aftur á móti eru
umsóknir á hverju ári á milli tvö
og þrjú hundruð, svo að menn
geta séð, að þeir muni vera nokk-
uð margir, sem verða fyrir von-
brigðum, þegar skólinn hefur
svarað öllum þeim bréfum sem
honum berast frá ungu fólki, sem
hyggur á skólavist.
— Hvað er hægt að gera til þess
að bæta úr þessu ástandi?
— Framtið skólans hefur verið
mikið rædd innan Sambandsins,
en auk þess hafa fræðslumál
almennt verið mjög á dagskrá hjá
opinberum aðilum, og þar hefur
alveg sérstaklega verið athugað,
hvernig haga bæri verzlunar-
fræðslu i landinu i framtiðinni.
Auðvitað fer framtið Sam-
vinnuskólans mjög eftir þvi,
hvernig þessi mál skipast, en það
erskoðun Sambandsins, að rikinu
beri að standa straum af kostnaði
við verzlunarfræðsluna i landinu,
alveg eins og það kostar menntun
i öðrum greinum. Og þó að bæði
Samvinnuskólanum og Verzl-
unarskólanum hafi verið veittur
nokkur styrkur á fjárlögum, þá
nægir það engan veginn, og sam-
vinnuhreyfingin hefur þurft að
greiða verulegar fjárhæðir vegna
rekstrar Samvinnuskólans. Við
teljum, að þessu beri að breyta,
en eins og ég drap á áðan, verður
ákvörðun um framtið Samvinnu-
skólans tekin i samræmi við það
fyrirkomulag, sem kann að verða
ákveðið i væntanlegum lögum um
hina almennu verzlunarmenntun.
En það mun vera i deiglu frum-
varp um þessi mál.
Vissulega erum við stoltir af
Samvinnuskólanum að Bifröst.
Að visu má segja, að það hafi
verið dálitið glæfralegt að flytja
slikan verzlunarskóla upp i sveit,
og þvi er ekki að leyna, að á þvi
eru ýmsar neikvæðar hliðar. A
hinn bóginn hefur það lika sina
kosti. Ef vel tekst til, hafa slikir
heimavistarskólar mjög margt til
sins ágætis.og ég held nú, að
reynslan hafi sýnt.að Samvinnu-
skólinn er vel niður kominn þar
sem hann er. Hann hefur á liðnum
árum aflað sér mikilla vinsælda
og unnið sér öruggan sess sem
menningar- og menntastofnun,
enda hefur verið lögð áherzla á
mótandi og bætandi uppeldisáhrif
skólans, engu siður en hið lög-
boðna nám.
I sambandi við menntun sam-
vinnumanna vil ég taka það skýrt
fram, að okkur er það mikið
áhugamál að endurmennta
starfsmenn okkar og auka og
bæta þekkingu þeirra, meðal ann-
ars með þvi að veita þeim tæki-
færi til slikrar menntunar erlend-
is. Þetta á við um alla okkar
starfsmenn, en ekki er þess
minnst nauðsyn fyrir þá, sem
gegna einhvers konar forystu-
hlutverki i félögum sinum.
Bréfaskólinn
— Þegar talaö er um menntun
samvinnumanna, er freistandi að
spyrja um Bréfaskóla SIS.
Hvað getur þú sagt mér um
hann?
— Bréfaskóli Sambandsins,
Úr frystiliúsinu i Þorlákshöfn.
sem nú er Bréfaskóli Sambands
islenzkra samvinnufélaga og Al-
þýðusambands tslands, — eða SIS
og ASt, eins og hann er alltaf
kallaður i daglegu tali — er að
minu áliti mjög merkileg starf-
semi. Skólinn hefur nú starfað um
meira en aldarfjórðungs skeið, og
það hafa mjög margir tekið þátt i
námi þar.
— Veiztu, hversu nemendur
eru margir árlega?
— Það er nú ugglaust eitthvað
dálitið misjafnt frá ári til árs, en
ég held, að yfirleitt séu það svona
frá ellefu hundruð til fimmtán
hundruð manns, sem þar stunda
nám árlega. Að sjálfsögðu er dá-
litið erfitt að meta, hversu stór
þáttur sliks skóla er i menntun
fólks, en ég er ekki i neinum efa
um, að hægt er að auka þá
fræðslustarfsemi stórlega. Þar
getum við mikið lært af nágrönn-
um okkar á Norðurlöndum, en
þar eru reknir slikir bréfaskólar
af samvinnuhreyfingunni og
verkalýðshreyfingunni, með
mjög fjölbreyttu námsefni og á
allan hátt með hinum mesta
myndarbrag.
— Stendur kannski til að auka
fjölbreytnina i Bréfaskólanum
hérna?
— Já, ég veit ekki betur en það
liggi fyrir. Og i sambandi við
endurmenntunina, sem ég var aö
tala um áðan, þá held ég.að ein-
mitt þar geti bréfaskóli unnið
mjög þarft verk. Það vita allir, að
menn,sem komnireru i föst störf,
geta oft átt harla erfitt með að
taka sig upp til þess að fara að
stunda nám, jafnvel þótt ekki sé
nema um tiltölulega stutt nám-
skeið aö ræða. En einmitt i
slikum tilfellum getur bréfaskóli
bætt úr brýnni þörf og jafnvel
leyst vandann að mjög verulegu
leyti.