Tíminn - 07.01.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.01.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 7. janúar 1973 Sunnudagur 7. januar 1973 TÍMINN HAITI Perla Antillueyja? I)cd<‘ Duvalicr — hin skæAa systir, scrn tvisvar var send úr landi, cn hcfur nú sigrah i valdabarátlunni. Þegar einræðisherra Haiti, Duvalier, öðru nafni Papa Doc, útnefndi son sinn Jean Claude Duvalier eða „Baby Doc” sem eftirmann sinn og þar með einnig „forseta um aldur og ævi” skömmu áður en hann lézt fyrir hálfu öðru ári siðan, sáu menn fyrir, aðhörð valdabarátta myndi fylgja i kjölfariö. Jean Claude Duvalier — kallaður „Mánasmettið” eða „Baby Doc” til aðgreiningar frá föðurnum „Papa Doc” — var þekktur sem sannkallaður „play- boy”, sem hafði aðeins áhuga á stelpum, hraðskreiðum bílum og spilavitunum i höfuðborg Haiti, Port au Prince. Það var einnig al- kunna, að faðirinn hafði ekkert sérstakt dálæti á honum, en móðirin, Simone Duvalier, haföi aftur á móti þeim mun meiri elsku á honum. Systir Baby Doc, Marien-Denise kölluð „Dede”, skapheit og atorkusöm kona, menntuð i Evrópu, var hins vegar eftirlæti fööur sins. Papa Doc, sem lét breyta hefðinni, og meira að segja opinberum og skráðum aldri sonarins, til aö tryggja erfð- irnar, svaraði gagnrýni manna með þvi að visa til hins fræga keisara Rómverja, Agústusar, sem einnig hefði verið 19 ára, er hann steig i veldisstól. En vikjum nú nánar að áður- nefndri valdabaráttu og þeirri geysilegu breytingu, sem orðið hefur á Haiti eftir að Papa Doc karlinn hrökk upp af. Ferðamönnum, sem koma til höfuðborgar Haiti, Port au Prince, á siðasta ári voru þeir hvorki meira né minna en 90.000 — 100.000, er heilsað af litrikri og gjallandi hljómsveit i flughöfn- inni. Þeim er fylgt frá flugvélinni til móttökusalarins, þar sem glaðlegt starfsfólk afgreiðir þá og Baby Doc: er að skapa nýja Haiti Papa Doc: lauk viðbjóðslegri stjórnar tíð sinni í hitteðfyrra Systirin Dede: bar sigur af hólmi í valdabaróttunni Luckner Chambronne: „voldugí I kemur þeim í bila til hinna ýmsu hótela. Má með sanni segja, að nokkur breyting hafi orðiö hér á, þvi í valdatiöPapa Doc voru skot- glaðir og skuggalegir meðlimir „hinna svörtu SS-sveita” ein- ræöisherrans Papa Doc, hinnar illræmdu Ton Ton Macoutes — hreyfingar stöðugt á sveimi þarna sem annars staðar, og þurfti ekki mikiö út af að bera, til að allt færi i bál og brand og byssukúlurnar hvinu. Ný og ný hótel skjóta upp kollinum samtimis nýjum lúxus- villum ýmissa kunnustu stjarna og glæsinafna heimsins. Kvik- myndaleikstjórinn Roger Vadim, poppsöngvarinn Mick Jagger, kvikmyndastjarnan franska Belmondo og Edmund de Roths- child barón eru meðal þeirra, sem telja Haiti „toppstað” i dag. Það,sem fyrir hálfu öðru ári var ein allsherjar fangabúð, tröllriðin af hermdarverkum og skelfingu, er nú að verða „Perla Antillueyj- anna” i Karabiska hafinu. Ferðamenn strcyma að. Amerisk fyrirtæki og fjármagn og amerisk flugfélög opna stöðugt fleiri leiðir til þessarar ferða- mannaparadisar, sem áður var algerlega lokuð fyrir Kanann. Papa I)oc — Baby Doc Ton Ton Macoutes — IUébarðarnir Allt þetta ófyrirséða og óvænta hefur skeð á þvi hálfu öðru ári, sem liðið er siðaneinræðisherrann Franqois Duvalier lézt og sonur hans, forseti um aldur og ævi, Jean Claude Duvalier, kallaður Baby Doc, tók við völdum. Ton Ton Macoutes eru á bak og burt, en i þeirra stað hefur þó að visu komið önnur öryggissveit, Hlébarðarnir. Einnig eru horfnir af sjónarsviðinu margir þeirra, sem gerðu Haiti að samblandi af „einkafyrirtæki” og stóru fang- elsi, og ber þar ekki sizt að nefna hinn volduga Luckner Cham- bronne, sem nýlega varð aö flýja land. Hvað sem öðru liöur er ekki lengur til staðar, a.m.k. ekki i eins rikum mæli, hinn eilifi ótti ibúanna við fyrirvaralausa hand- töku, misþyrmingar og morð. Haiti, sem i byrjun siöustu aldar náði sjálfstæði upp úr þrælaupp- reisn á eyjunni, virðist i bókstaf- legum skilningi hafa stokkiö aftur úr svörtustu miðöldum fram á rafeindaöld nútimans. Astandinu á Haiti fyrir aðeins tveim árum var gjarna likt viö blómaskeið glæpamannanna i Chicago fyrr á þessari öld, nema hvað ofbeldisverkin á Haiti voru miklu fleiri og áhættan meiri. Allt. sem Papa Doc snerti á, var tengt ótta, og það voru engin takmörk fyrir þvi, hve langt hann gat gengið i hroðalegum misþyrm- ingum og ofbeldi. Allt fram til þess tima fyrir hálfu öðru ári, er Baby Doc tók við völdum, voru skólabörnin neydd til að bera fram þessa óhugnanlegu „bæn” til guðsins og einræðisherrans Duvalier — fyrrverandi lækna- stúdents i Bandarikjunum, Franqois Duvalier: „Ó, Doc, þú, sem býrð hér i höllinni. Helgist þitt nafn um aldur og ævi. Verði þinn vilji svo i Port au Prince sem i öllu landinu. Gef oss i dag vora nýju Haiti, og fyrirgef ei syndum landflóttamannanna, sem hvern dag ráðastá föðurland vort. Frels þá aldrei frá þvi illa. Haiti — eitt alfátækasta riki heimsins i dag í Bandarikjunum og Kanada eru rúmlega 200.000 flóttamenn frá Haiti, og fylgjast þeir eftir- væntingarfullir með þróuninni, sem á sér stað þar nú. Márgir hafa snúið heim, en þeir eru einnig margir.sem þora það ekki. A siðustu vikum hafa um 100 fangar verið látnir lausir á Haiti, og vænzt er almennrar náðunar sem eins konar eftirmála eftir Papa Doc — timabiliö, þegar um 3.000 manns voru liflátnir opin- berlega, 12.000 drepnir i átökum, og ennþá fleiri hurfu bak við fangelsismúrana. Meðal þeirra, sem látnir voru lausir, eru mennr sem hurfu fy,rir mörgum árum og voru taldir látnir fyrir löngu. Sem dæmi má nefna, að um daginn var hin þekkta fótboltastjarna Jean — Claude Hall látinn laus á Haiti, en hann hvarf árið 1965, þegar veldi Papa Doc stóð sem allra hæst. Eiginkona Halls, sem býr i New York, hafði fyrir löngu gift sig á ný, i þeirri trú.að Jean- Claude væri látinn. Eitt sinn var Haiti talið eitt auðugasta og ánægjulegasta rikið á Antillueyja-svæðinu i Kara- biska hafinu. Samt sem áður er það i dat eitt fátækasta, ef ekki alfátækasta, landið i heiminum.80% af um 5 milljónum ibúa eru ólæsir. 73% barna undir 14 ára aldri hafa engrar skóla- göngu notið. Meðalaldurinn er 45 ár. Aðeins eru sex læknar á hverja 100.000 ibúa. Rekja má 10 til 15% dauðsfalla til hungurs og vannæringar. Meðaltekjurnar á hvern ibúa á dag eru um 10 krónur. Mörg bandarisk fyrirtæki hafa sett upp verksmiðjur á Haiti og fleiri bætast stöðugt i hópinn. Vinnulaunin eru þau lægstu, sem þekkjast i heiminum, svo það borgar sig fyrir þessi fyrirt'æki að flytja inn hráefnið til Haiti og Chambronne — hann seldi blóðog lik til Bandarikjanna, en af þeim var sannarlega nóg á Haiti. senda vöruna fullunna til USA. Bandariskt fjármagn, oft i sam- keppni viö franskt og þýzkt, streymir til landsins. Bandariska fyrirtækið Wendell Philips hefur þannig stundað oliuvinnslu um alla Haiti i 35 ár. Erlent fjármagn hefur einnig gert kleift að koma upp vatnsorkuveri, sem leysa mun oliu- og gaslýsingu Haiti af hólmi. Þjóðartekjur Haiti munu hafa stigið um a.m.k. 8% á sið- asta ári. Stöðugt betra samband er að koma á við sjálfan „erfða- fjandann”, Dominikanska lýö- veldið, sem er „sameyja” lýð- veldinu Haiti. Ahrifa Bandarikjanna gætir einnig á fleiri sviðum i málefnum Haiti. 1 kyrrþey hafa Bandarikin á ný hafiö vopnasendingar til landsins. Þær voru stöövaðar i stjórnartið Kennedy forseta, sem svar við harðstjórn Papa Docs. Her Haiti og „hlébarðarnir” eru i dag þjálfaðir af fyrrverandi liðs- foringjum og majórum úr banda- riska sjóhernum. Af ferðamannafjöldanum, sem vaxið hefður^ stöðugt siöastliðið hálft annað ár, eru Bandarikja- menn að sjálfsögðu langfjöl- mennastir. Ferðamanna- þjónustan á vafalaust eftir aö eiga afar stóran þátt i að reisa við fjárhag landsins og auka tekjur landsmanna, en margir óttast, að við það muni frumstæðir og aö- laðandi törfar Haiti-búa hverfa en þeir eru, þrátt fyrir allt það.sem þeir hafa liðið, eitthvað það glað- lyndasta, heiðarlegasta og mest hrifandi fólk, sem maður getur fyrirhitt. Hörð valdabarátta án blóðsúthellinga Og eins og þegar hefur verið sagt, hefur öll þessi framþróun orðið eftir að hinn fyrrverandi glaumgosi „Baby Doc” Jean Claude Duvalier tók við völdum i hitteöfyrra. Velgengni hans við stjórnsýsluna má ekki sizt þakka móður hans, Simone, og systur- inni Dede, sem allt bendir nú til, að hafi sigrað i þeirri valdabar- áttu, er hefur geisað á æðstu stöðum Haiti. En sú staðreynd, að þetta uppgjör hefur farið fram án hermdarverka og blóðsút- hellinga, er löngum einkenndu sögu Haiti, vitnarum.aö stórir hlutir hafa skeð i þvi landi, þar sem„Svart vald” i orðsins fyllztu merkingu vann sinn fyrsta sigur fyrir 168 árum og vann sér jafn- framt sjálfstæði. Valdabaráttan á Haiti hefur aðeins eitt fordæmi: Uppreisn Borgianana á Italiu á miðöldum. Tilhögun hennar og persónurnar sjálfar, sem við sögu koma, virðast spretta beint út úr blóðugum Shakespearedrama. Og aðferðirnar eiga sér hliðstæðu i valdabaráttunni innan Mafi- unnar, i „Guðföðurssögu” i bezta eða versta tilfelli. Baby Doc tók viö þrotabúi, þar sem fátæktin og pressan á lands- mönnum var geysileg. Systirin Dede var útnefnd einkaritari hans, en þá stöðu hafði hún einnig haft i valdatið föðurins. í höndum glæpamanna 1 upphafi stjórnartiðar Baby Doc voru hinir raunverulegu stjórnendur landsins hópur glæpamanna og ævintýramanna, sem einnig höfðu komið mjög við sögu i einræðissögu Papa Docs. Fyrst ber þar að nefna Luckner Chambronne, sem hafði skapað hinn hroðalega Ton Ton Macoutes flokk Papa Docs, hina svörtu SS — sveit. Þá má nefna upplýsinga- og ferðamálaráð- herrann Gerard de Catalogne, bræðurna Claude og Arien Raymond, sem skiptust á að vera ráðuneytistjórar og utanrikisráð- herrar. Ton Ton Macoutes flokkurinn var leystur upp, en i hans stað kom að visu nýr „öryggis- flokkur”, Hlébarðarnir. Þessi breyting hefur þó orðið til að létta verulega á þeirri hræðslu, sem hrjáð hefur landsmenn i ára- raðir. Það varð brátt augljóst, að það hlyti að koma til uppgjörs milli Dede Duvalier og Chambronnes, sem dró að sér allt pólitíska aflið, með Baby Doc sem skrautprjón, eftir að hafa gert sjálfan sig að varnarmála- og fjármálaráð- herra og koma i rauninni fram sem æðsti maður stjórnarinnar. * * wmmm Feögarnir Francois „Papa Doc” Duvalier og Jean- Claude „Baby Þr>ggja niánaöa legu. Hinn illræmdi einræðisherra varð forseti 22. júní ára, viö völdum, sem „forseti um aldur og ævi”. Doc" Duvalier. Papa Doc lczt 21. apríl 1971, 64 ára að aldri, eftir 1964. Strax eftir dauða þcss gamla, tók sonurinn, Jean-Claude, þá 20 Hann hafði einnig tryggt sér megintaumana i fjármálalifi Haiti. Dede hin skæða 1 fyrsta skipti, sem Dede Du- valier sýndi, að hún var eina per- sónan, er vogaði að standa upp i hárinu á gamla Papa Doc, var árið 1966, þegar hún stóð fast á þvi að vilja giftast aðstoöarmanni Duvaliers, Max Dominique, en að áliti Papa Doc “var skinnið á honum allt of svart”. Og raunar var hann giftur fyrir. En Dede fékk vilja sinum framgengt. Max fékk skipun um að skilja við konu sina, en hún fékk siðan 2 — 3 milljónir og var siðan, ásamt tveim börnum sinum, send i útlegð til Jamaica. Ári siðar komst Papa Doc á snoðir um, að Max ásamt 19 öðrum liösforingjum væru með uppreisnaráform i huga. Þeir voru allir dæmdir til dauða, en Dede greip i taumana og fékk mann sinn náðaöan En grimmdin i gamla fausknum lét ekki að sér hæða: hann skipaði að tengdasonurinn stjórnaði aftöku hinna 18. Þvi næst sendi hann þau Max og Dede, Max ræfillinn enn með dauðadóminn hangandi yfir sér, i eins konar útlegð, þar sem Max var gerður að sendiherra Haiti á Spáni og siðar i Frakk- landi. Þegar Papa Doc hrökk upp af i hitteðfyrra, snéri Dede aftur til Haiti, og þrem mánuðum seinna einnig Max. Nú hófst hin raun- verulega valdabarátta. Hinn voldugi Chambronne var i óða önn, ásamt ráðherrakliku sinni, að hrifsa völdin i sinar hendur og var þvert um geð, að þau hjónin kæmu til landsins. Sendi hann þau i útlegð á nýjan leik, án þess að bróðirinn, Baby Doc, einræðis- herrann ungi, gæti eða vildi nokkuð gera fyrst i stað. Fyrsta aðvörunin um.að stórir atburðir væru i vændum kom þegar de Catalogne — sonur fransks kaffiekrueiganda á llaiti og fyrrum ritari hins ofs- tækisfulla leiðtoga frönsku sveitarinnar „Action Franqaise”, Charles Mauras, hvarf skyndi- lega af „taflborðinu” á Haiti, en skaut upp kollinum sem valda- laus skrifstofublók i Evrópu, þ.e. sendiherra i Haag. Menn grunaði, að afdrifarikir atburöir myndu gerast, er Dede kæmi aftur til Framhald á bls. 39 ■ örin bendir á rikiö Haiti. Eyjan sjálf heitir Haiti og er ein Antillu-eyjanna, en á henni eru tvö riki, þ.e. Haiti og Dóminiska lýðveldið. Haiti hefur mjög breytt um svip . Fátækt er óvfða meiri i heiminum en þar. En hagur landsins hefur vænkeztsiðastliðin tvö ár, og stefnir það að þvi að verða vinsæl ferðamanuaparadis. Duvalier forseti og einræðisherra Haiti, þegar hann var upp á sitt bezta (eða ollu heldur versta!)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.