Tíminn - 07.01.1973, Blaðsíða 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 7. janúar 197:i
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx::xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
X X
X
X
X
X
X
X
X
Vilhjálmur Hjálmarsson:
X
X
A HEIMLEIÐ
A DYMBILVIKU
X
X
X
X
X
X
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxixxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx:
Skriöbeltamenningin er merki-
leg. Islendingar nútimans dá
hana meira enn flestar eða allar
aðrar menntir. Hún flytur fjöll
eins og trúin. bar að auki flytur
hún fólk og varning, þar sem
öðrum farartækjum verður ekki
við komið. Flestir þeir Islend-
ingar, sem ferðast eitthvað að
ráði,hafa einhvern tima verið upp
á hana komnir, ég og minir likar
margsinnis.
Fjórar skriðbeltaferðir eru mér
einkum eftirminnilegar: Ein á
snjósleða yfir Smjörvatnsheiði
undir björtum vorhimni. önnur á
jarðýtu yfir nær 1000 m háa
Gagnheiðina milli Mjóafjarðar og
Seyðisfjarðar, vor, snjór og fullt
tungl. Þriðja yfir f’jarðarheiði
um velur á merkilegum snjóbil i
magnaðri bensinstybbu og á að
gizka 50 stiga hita. Fjórða yfir
sömu heiði i frosti og fannkomu
og frá henni ætla ég nú að segja.
Min ferðareisa hófst að þessu
sinni i Reykjavik. Við byrjuðum
að fara út á flugvöll eftir hádegið
á mánudag eftir pálma. A þriðju-
dag var þvi haldið áfram . En á
miðvikudag tókum við flugið.
Man ég ekkert frá þvi að segja
utan þessi venjulegi ónotafiðr-
ingur hjá undirrituðum, þegar
komið er þar i sveit, sem Stein-
grimur Thorsteinsson kallaði
bláleiðir vinda. Og lentum á
Egilsstöðum á sautjánda
timanum eins og til stóð.
Sjálfsagt hefur allt verið klárt
hjá Sveini Kristinssyni og piltum
hans. Afgreiðsla flugvéla fer
nefnilega enn fram með þeim
hætti, sem skip voru afgreidd á
Mjóafirði i minu ungdæmi: Allir á
slaðnum og allt tilbúið og hröð
handtök. Nema kolgrimmir báts-
menn eiga sér enga staðgengla á
Egilsstaöaflugvelli. Og þó. Jónas
okkar Einarsson er enginn eftir-
bátur þeirra — i greiðvikni og
hjálpsemi, en það var einmitt hin
hliðin á þessum gömlu harðiöxl-
um á strandferðaskipunum.
Fjúk var af norðri, frostið 13
gráður i byggð og vindur vaxandi.
Snjóbillinn var til taks engu að
siður og var nú búið upp á. Mér
leizt strax illa á klæðnað fólksins.
Berhausaðir karlmenn með
hanzka i nælonsokkum, eru ekki
sérlega traustverkjandi i stór-
hrið á fjöllum uppi. Sinu betri
eru ungar dömur i siðbuxum og
hettublússum og býst maður þó
ekki við miklu innanundir. Börn
eru jafnan vel búin á fyrsta
aldursári. Samfylgd þeirra er þó
ekki sérlega æskileg við þau
skilyrði, sem þarna blöstu við,
kannski samt engu óæskilegri en
kvenfólks á minu reki, sem
kemur grandalaust úr snjó-
leysinu syðra i nælonsokkunum
sinum og kápufiðunni með klút
um hálsinn.
Nú var lagt af stað. Farangri
hafði verið komið fyrir bæði inni
og þó einkum úti. Farþegar voru
sjö. Var orðið æði þröngt i
bilnum, þegar þeir höfðu þrýst
sér i sætin ásamt bilstjóra og
hjálparmanni. Ég man, að stjórn-
borðsmegin á langbekk sat
fremst ung kona með kornabarn
sitt i fanginu, þá maður hennar,
þá jafnaldran, þá yngri dama.
Bilstjórinn sat auðvitað fremst i
bak en ég við hurðina aftast, en
þar voru dyrnar á hinu ágæta, en
að þessu sinni yfirfulla farartæki.
Vegur var snjólaus i neðra og
nokkuð upp hliðarnar fyrir ofan
Steinholt. Þvi yfir Fjarðarheiði
var förinni heitið eins og kunnugir
munu hafa rennt grun i. Þegar
ofar dró var ekið um fannir og
gjarnan utan vegar. Veður fór
þar versnandi og varð fljótt erfitt
að greina slóðir i hryðjunum.
Klifrað var hærra og hærra i átt
til Norðurbrúnar, sem alkunn er
fyrir einstaklega fagurt úrsýni á
björtum sumardögum. En það
þori ég að fullyrða, að þá hluti
hugleiddi engin þeirra, er þarna
klúktu, hvað sem menn hafa nú
annars hugsað, hver i sinu horni.
Nú gerist það, að Sigurður bil-
stjóri verður var við einhverja
bilun . Mun honum hafa þótt
tryggara að fá viðgerð strax og
snýr þegar við, i átt til Egils-
staða. Það er hægt undanhaldið
segjamenn. Og vissulega reyndi
minna á bil og vél að vafra niður
fannirnar, en brjótast móti bratt-
anum. Þó er nú lika sagt, að
mörgum hafi orðið hált á
„lensinu”.
Ekki dró úr storminum og var
skyggni hið versta þegar hann
rak á hrynurnar. í einni slikri tók
billinn mjög að hallast. Mér
fannst eins og fólkinu brygði og
hló hughreystandi og sagði að
þetta væri ekki neitt, enda lang-
reyndur snjólilsfarþ. hjá .þeim
Seyðisfirðingunum. En hér var
vist eitthvað óvenjulegt i efni.
Skyndilega missti billinn jafn-
vægið og slengdist á stjórnborðs-
hliðina ofan á eitthvað hart.
Reyndist það vera vegurinn
sjálfur. Gaddfrosinn og kröpp
ruðningshrönn i efri kanti hafði
valdið veltunni.
Það er af mér að segja, að ég
hrasaði út um afturdyrnar, sem
slógust upp um leið og billinn
skall á veginn. Er vægt til orða
tekið, að komið hafi á mig fát. Ég
spratt upp hratt og titt og kallaði
inn til hinna, að taka það rólega
og halda sig i hlýjunni. En um leið
sá ég inn i bilinn, hvernig þar var
umhorfs. Með allri stjórnborðs-
hliðinni lágu farþegarnir á herð-
unum, með fæturna beint upp i
loftið, fremst hjónin með barnið,
á jafnaldran i kápunni sinni meö
lútinn um hálsinn, ,þá önnur
unga stúlkan i stredsbuxunum.
Ofan á þeim bogruðu hinir, sem
setið höfðu i bak — nema Sigurður
bilstjóri. Hann hékk eins og
skógarapi á stýrinu á þeirri hlið
bilsins, sem upp vissi. Kom það
sér vissulega vel fyrir ungu kon-
una neðan undir. Hún haföi að
visu fyrir stuttu fengið manni
sinum barnið i hendur. En tal-
stöðin hafði losnað við slinkinn og
fallið niður á frúna, sem til allrar
hamingju gat borið hendur fyrir
sig. En hún hafði svo sannarlega
«*
ÍMm-- ■ .y
iBBK
Síðsumarsnjór á Fjaröarheiði
Snjókeðjur
til sölu á flestar stærðir
hjólbarða
Gerum við gamlar snjókeðjur
Setjum keðjur undir bíla
FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA
GÚMMIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055
Vilhjálmur Hjálmarsson.
fullt i fangi — Ráðleggingar
minar um rólegheit hefðu þvi
sjálfsagt þótt fremur skothentar,
ef nokkur hefði tekið eftir þeim.
Meiðsli urðu litil eða engin
enda billinn á sáralitilli ferð,
þegar óhappið varð. Með gætni
losuðu menn þau tök, sem hver og
einn hafði tekið i fallinu hvar sem
hönd á festi, og bröltu út úr biln-
um, þeir sem ofan á höfðu orðið,
svo hinir fengju rétt sig af. Bil-
stjórinn og félagi hans hlupu nú
niður að Steinholti, næsta býli
undir heiðinni, að kalla út bila til
að flytja fólk til bæja og rétta við
snjóbilinn. Farþegarnir kúrðu i
bilnum á meðan, þó i kulda og
trekki, nema ég vappaði um úti
fyrir enda allvel búinn i gæruúlpu
og háleistum m.m.
Eftir alllanga bið komu bilar og
færðu fólk og snjóbil til aðhlynn-
ingar á viðeigandi staði. Voru
farþegarnir allhressir, þegar þeir
settust að snæðingi i Valaskjálf —
nema undirritaður. Hann tók að
verkja sárlega i báðar fætur og
þó einkum i allar tær. Varð hann
af þeim sökum að strjúka undan
borðum og snarast fram á snyrt-
ingu að kæla þessa likamsparta
undir krananum. Rénuðu þá
þrautir en einkennilegan dofa
hafði ég i tánum næstu vikur.
Sannleikurinn er sá, að þröngir
skór eru engu betri en þunnir
sokkar þegar út i það er farið.
Hér skildu leiðir. Þvi þegar aft-
ur var lagt upp kl. eitt um nótt-
ina, eftir að snjóbillinn hafði
fengið hæfilega yfirhalningu á
verkstæðinu hjá Gunnari og
Kjartani, þá var þar enginn
minna fyrri ferðafélaga. Ég einn
fékk að fljóta með (af náð?), en
aðrir farþegar voru ungir og
vaskir og velklæddir starfsmenn
frá verkstæðinu Stál á Seyðis-
firði. Voru þeir Stálverjar að
koma úr vinnu á Hornafirði og
ætluðu að dvelja heima yfir
páskahelgina.
Bar nú ekki til titla né tiðinda
fyrst lengi vel. Veðrið var þó as
Djúpt á veginum.
A Oddsskarði 1951