Tíminn - 07.01.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 07.01.1973, Blaðsíða 23
u- - Sunnudagur 7. janúar 1973 TÍMINN 23 Enska knattspyrnan: Tottenham og Norwich leika til úrslita á Wembley................................... - liðin mætast 3. marz n.k. í úrslitaleik deildarbikarins. Það verður í fyrsta skiptið sem Norwich leikur á Wembley. Leikmenn Tottenham þekkja þar hverja torfu og eru ekki frægir fyrir að tapa úrslitaleikjum þar, ef þeir eru á annað borð komnir þangað. Það verða Norwich og Toten- ham, sem leika til úrslita i deildarbikarnum á Wembley 3. marz n.k. En liðin hafa bæði sigr- að deildarbikarinn áður — Nor- wich 1962 og Tottenham 1971. Norwich sigraði Chelsea 1:0 i siðari leik liðanna, sem var ieik- inn s.l. miðvikudagskvöld á Carrow Road i Norwich. Fyrri leik liðanna sigraði Norwich 2:0, en liann fór fram á Stamford Bridge i London. Tottenham gerði jafntefli 2:2 gegn Úlfunum i siðari leiknum, sem var leikinn á White Hart Lane. Sá leikur var nokkuð spennandi og þurfti að framlengja hann þvi eftir venju- legan leiktima var staðan 2:1 fyrir Úlfana, og var staðan þvi jöfn eftir tvo leiki 3:3, þvi að Tottenham sigraði úlfana á Molineux 2:1. i framlengingunni skoraði risinn Martin Chivers, jöfnunarmarkið 2:2, sem tryggði Tottenham sætið á Wembley. Martin Chivers hefur verið aðalmarkaskorari Tottenham- liðsins, siðan hann var keyptur frá Southampton á 125 þús. pund, i janúar 1968. Hann skoraði t.d. bæði mörk Tottenham gegn Asfon Villa i úrslitaleik deildarbik- arsins 1971. Með þvi að tryggja sér að leika til úrslita á Wembley i deildarbik- arnum i ár, hefur Tottenham Hot- spur, eða Spurs, eins og liðið er kallað i London, sannað að liðið er eitt litrikasta félagslið Englands siðasta áratuginn — þess er ekki langt að minnast, þegar félagið sigraði „Double” 1961, en þá sigr- aði liðið bæði deildina og Bikar keppnina (F.A. CUP) i Eng- landi. 1962 sigraði félagið aftur bikarinn, (F.A.CUP) þegar liðið sigraði Burnley á Wembley, og strax árið eftir sigraði Tottenham Evrópukeppni bikarmeistara, er liðið sigraði Madrid Athletic 5:1 i úrslitaleik i Rotterdam. Liðið hefur ávallt siðan verið i fremstu röð i Englandi og þegar Tottenham endurheimti bikarinn (F.A.CUP) 1967. Þegar liðið sigr- aði Chelsea 2:1 á Wembley, var það talið það bezta og dýrasta á Englandi. Tottenham sigraði svo i fyrsta sinn deildarbikarinn 1971, þegar það sigrai Aston Villa i úrslitum 2:0.Árið eftir sigraði Tottenham Evrópukeppni borgarliða (UEFA CUP) en eins og menn muna, þá sló liðið Kefl- vikinga úr keppninni. Nú er Tottenham aftur komið á Wembley og er enginn vafi á þvi, að leikmenn liðsins hafa mikinn hug að bæta enn einum bikarnum i safn félagsins. Það má samt ekki afskrifa nýliðana i 1. deild Norwich, þegar þeir mæta Tottenham á Wembley i úrslitaleiknum. Það er engin til- viljun að þeir eru búnir að tryggja sér sæti á Wembley — liðið er skipað ungum og efnilegum leik- mönnum, sem kalla ekki allt ömmu sfna. Norwich hefur staðiö sig mjög vel i 1. deild á keppnis- timabilinu, en þetta er i fyrsta sinn sem félagið leikur i 1. deild. Liðið leikur svipaða knattspyrnu og Arsenal iék, þegar liðið sigraði bæði 1. deidina og bikarinn (F,A. CUP) 1971. Hinn frábæri Cross, leikur hinn sterka miðvallarspil- ara i liðinu og matar hann óspart framlinumennina Paddon og Bone, með háum og hættulegum sendingum fram völlinn. Deildarbikarkeppnin var sett á laggirnar i Englandi 1960. Fyrstu árin, höfðu sterkari félögin i Eng- landi, takmarkaðan áhuga fyrir keppninni, þvi að það var nóg fyrir þau, að leika i hinum ýmsu Evrópukeppnum. Það var ekki fyrr en að það var farið að leika úrslitaleikinn i deildarbikarnurm á Wembley 1967, að stærra liðið fór að taka þátt i keppninni, þvi að hvaða félagslið á Englandi, vill ekki leika á hinum fræga Wembley-leikvangi i London? — Það var einmitt þar sem, Eng- land sigraði heimsmeistara- keppnina i knattspyrnu 1966, eins og menn muna. \ Til að byrja með, voru leiknir tveir úrslitaleikir i deildarbik- arnum, þá léku liðin sem komust i úrslit, heima og heiman. ASTON VILLAvarð fyrsta liðið sem sigr- aði deildarbikarinn, en þá tapaði liðið fyrir Rotherham á MILL- MOOR i Rotherham 2:0 — þegar Rotherham kom svo i heimsókn til Birmingham og lék þar á heimavelli Aston Villa, Villa Park, sigraði Aston Villa 3:0 og samanlagt i báðum leikjunum 3:2. Keppnistimabilið 1961-62 sigr- aði Norwich i deildarkeppninni, þegar liðið lék gegn Rochdale (nú i 3. deild). Norwich lék fyrst á heimavelli Rochdale — Spotland, þar sem liðið sigraði 3:0. A heimavelli sinum Carrow Road, sigraði Norwich 1:0, eða saman- lagt i báðum leikjunum, 4:0. Tvö lið frá Birmingham léku til úrslita i deildarbikarnum, keppnistimabilið 1962-63. Liðin voru Aston Villa og Birmingham City, sem sigraði 3:1 á heimavelli sinum St. Andrews, en liðin gerðu jafntefli á Villa Park, 0:0 og sigr- aði Birmingham, samanlagt 3:1. Leicester sigraði i keppninni 1963-64, þegar liðið sigraði Stoke á heimavelli sinum Filbert Street 3:2 i æsispennandi leik, fyrri leik- urinn fór 1:1, en hann var leikinn á heimavelli Stoke, Victoria Ground. Leicester le1í aftur til úrslita, keppnistimabilið 1964-65, i deildarbikarnum, en þá mátti liðið þola tap gegn Chelsea á Stamford Bridge 3:2, siðan gerðu liðin jafntefli á Filbert Street 0:0, sem dugði Chelsea til sigurs 3:2 i leikjunum samanlögðum. West Bromwich Albion og West Ham léku til úrslita i deildarbik- arnum 1965-66. West Ham sigraði fyrri leikinn á heimavelli sinum Upton Park, 2:1, en WBA sigraði siðari leikinn á The Hawthorns 4:1 og sigraði þvi keppnina, sam tals 5:3. Fyrsti úrslitaleikurinn, sem var leikinn á Wembley i deildar- bikarkeppninni, fór fram 1966-67 og var hann allsögulegur, þar sem 1. deiidarliðið West Brom- wich Albion, lék gegn 3. deildar- liðinu QPR. Fyrirfram var reikn- að með sigri WBA sem var þá handhafi deildarbiksins — en hinir 97 þús. áhorfendur urðu vitni að öðru: Lundúnaliðið QPR kom, sá og sigraði, leiknum lauk með sigri liðsins 3:2. Arsenal og Leeds léku til úrslita 1967-68 og sáu um að 98 þús. áhorfendur mættu. Leikur lið- anna, var ekkert sérstakur. Leeds sigraöi leikinn 1:0 á marki bakvarðarins Cooper, en sigurinn var ekki réttlátur eftir gangi leiksins. Arsenal lék aftur til úrslita á Wembley 1968-69, en þá mætti liðið 3. deildarliðinu Swindon — leikurinn var martröð fyrir hina sterku leikmenn Arsenals 98.189 áhorfendur sáu Davið sigra Goliat, en Rogers (nú Crystal Palace), lék aðalhlutverkið hjá Swindon — hann skoraöi tvö mörk i leiknum sem lauk með sigri 3. deildarliðsins 3:1. Leikar stóðu 1:1 að venjulegum leiktima lokn- um, en framlengingin var óheppi- leg fyrir Arsenal. Manchester City sigraði deildarbikarkeppnina 1969-1970, þegar liðið sigraöi West Brom- wich Albion i úrslitaleik 2:1, sigurmarkið skoraði Pardoe, i framlengingu. Fyrra mark City skoraði Doyle, en mark WBA skoraði Astle. Tottenham sigraði Aston Villa i úrslitaleiknum i deildarbikar- keppninni á Wembley 1970-71, 2:0. 1 þeim leik lék Martin Chivers, aðalhlutverkið og skoraði tvö mörk —-þess má geta að Chivers kom Tottenham á Wembley 3. marz s.l. þegar hann skoraði markið gegn Úlfunum i fram- lengingu um daginn, eins og kemur fram hér að framan. Chiv- ers er talinn einn mesti Wembley leikmaður, sem hefur komið fram á sjónarsviðið undanfarin ár. I fyrra léku Stoke og Chelsea til úrslita i deildarbikarnum og lauk leiknum með sigri Stoke 2:0, en úrslitamarkið skoraði gamia kempan George Eastham (35 ára), en hann var þá nýbyrjaður að leika aftur með Stoke, eftir að hann hafði verið þjálfari i S- Afriku um tima. Hitt markið fyrir Stoke, skoraði Conroy, en mark Chelsea skoraði Peter Osgood. Flest mörk i deildarbikarnum frá upphafi hafa eftirtaldir leik- menn skorað: II mörk: Gerry Hitchens, Aston Villa (1960-61), Tony Brown, WBA. (1965-66), Geoff Hurst, ((West Ham (1965-66) og Rodney Marsh, QPR (1966-67). 10 mörk: John Richie, Stoke (1963-64) og Tony Hateley, Aston Villa (1964-65). MARTIN CHIVERS — eða „BIG Chivers” eins og hann er kallaður, skoraði bæöi mörk Tottenham gegn Aston Villa, þegar liðin léku til úr- slita á Wembley 1971 I deildarbikarnum. Hann skoraði alls sjö mörk f keppninni þá og var markahæstur I keppninni. Hér á myndinni sést hann halda á deildarbikarnum, sem Tottenham hefur mikinn hug á að endurheimta 3. marz n.k. ALEX FORSYTIl' — nýjiðtnn hjá Manchester Unitpd’.' Docherty byrjaður að byggja upp nýtt United-lið Tommy Docherty, fram- kvæmdastjóri Manchester United, veit hvernig á að hyggja upp gott félagslið. Ilann er búinn að kaupa tvo leikmenn til United á stuttum tima. Var hann ekki búinn að vcra lcngi hjá United, þegar hann kcypti skozka landsliðs- manninn Gcorge Graham, frá Arsenal á »20 þús. pund. S.I. fimmtudag kcypti hann svo annan skozkan landsliðs- mann, Alex Forsyth, bakvörð frá Partich Thistle i Glasgow, fyrir 100 þús. pund. En þessir tveir leikmenn voru i lands- liðshópi Skotlands, undir stjórn „The Doc”. Er þetta spor i rctta átt hjá Docherty — en varnarleikm enn hefur vantað hjá Manchester United á keppnistimabilinu. Grunur leikur á, að þetta sé aðeins byrjunin hjá Docherty — það má búast við, að hann fari að selja leikmenn frá United og kaupa nýja i stað- inn, sem sagt, hann stefnir örugglega að þvi, að byggja upp nýtt Manchester United- lið. Lið, sem eflaust á eftir að halda merki félagsins hátt á lofti I framtiðinni. Hann er þegar farinn að ein- beita sér að hinu mikla verk- efni, sem framkvæmdastjóra- staðan hjá Manchester United hefur i för með sér. Docherty hefur verið leystur frá störf- um sem einvaldur Skotlands, að hans eigin ósk. — A þessu sést, að hann ætlar að vera alveg með United og snúa sér að verkefnunum, sem fram- undan eru hjá félaginu. Nýliðarnir sigruðu á Wembley Nýliðarnir i EBE, Bretland, Irland og Danmörk, sigruðu úrvalslið hinna bandalags- landanna sex i knattspyrnu — leikurinn fór fram á Wembley á miðvikudagskvöldið. Nýlið- arnir skoruðu tvö mörk gegn engu og sýndu þar enga minnimáttarkennd — mörkin skoruðu þeir Colin Stein (Skot- landi), Coventry og Daninn Henning Jensen, sem leikur með v-þýzka liðinu Borussia Mönchengladbach. Nánar verður sagt frá gangi leiksins, og hvernig liðin voru skipuð, hér á siðunni siðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.