Tíminn - 07.01.1973, Side 19

Tíminn - 07.01.1973, Side 19
Sunnudagur 7. janúar 1973 TÍMINN 19 Útgefandi: Framsóknarfiokkurlnn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timins)i Auglýsingastjóri: Steingrimur. GislasWii.' Ritstjórnarskrif-i stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306.: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýs i ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald: 525 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takiö. Blaðaprent h.f. Afskipti alþjóðadómsins af landhelgismólinu Málflutningur Breta fyrir Alþjóðadómstólnum i Haag varðandi það atriði, hvort dómstóllinn hefur lögsögu i deilu Breta við íslendinga um útfærslu fiskveiðilög- sögunnar við ísland, hófst sl. fimmtudag og mun ljúka á morgun. Þá verður málið dómtekið og þá mun dómstóllinn formlega taka afstöðu til þess, hvort hann hefur lögsögu i málinu eða ekki. íslenzka rikisstjórnin sendir engan fulltrúa til málflutnings fyrir dómnum, enda mótmælir hún lögsögu dómsins og öllum afskiptum hans af málinu og telur þau til þess eins fallin að spilla fyrir friðsamlegri bráða- birgðalausn. 1 áramótagrein sinni hér i Timanum á gamlársdag ræddi Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra, nokkuð um þennan þátt land- helgismálsins. Hann sagði m.a.: ,,Það er athyglisvert i þessu sambandi, að Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa ekki aðeins mótmælt útfærslu landhelginnar og óvirt hana, heldur hafa þeir einnig kært okkur fyrir alþjóðadómstólnum i Haag, fullyrt þar að við séum að brjóta alþjóðalög og gerða samninga og krafizt þess, að alþjóðadómurinn setji lög- bann á útfærsluna, enda þótt við hefðum sagt samningunum upp með hæfilegum fyrirvara. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast, reisti alþjóðadómstóllinn sér þann minnisvarða að verða við tilmælum Breta og Vestur-Þjóðverja og gaf 17. ágúst sl. út leiðarvisun um bráða- birgðaúrræði, þar sem hann heimilaði brezkum togurum að veiða 170 þús. tonn af fiski árlega og Vestur-Þjóðverjum 119 þús. tonn. Rikisstjórnin mótmælti harðlega bráða- birgðaúrskurði alþjóðadómstólsins i málinu, strax 18. ágúst og lýsti undrun sinni yfir þvi, að dómstóllinn skyldi telja sér fært að kveða upp slikan úrskurð á meðan hann hefði enn ekki tekið ákvörðun um lögsögu sina i málinu. Lög- sögu hans hefur islenzka rikisstjórnin hins vegar eindregið mótmælt frá upphafi. Telur hún þann eina grundvöll, sem Bretar og V- Þjóðverjar byggja málarekstur sinn á, þ.e. landhelgissamningana frá 1961, brostinn, þar sem samningarnir hefðu þegar náð tilgangi sinum, væru brott fallnir og þeim sagt upp, eins og áður var sagt. Auk þess sem samningurinn við Breta var gerður við þær aðstæður, að brezki flotinn var á Islandsmiðum og beitti þar óspart valdi. Jafnframt lýsti is- lenzka rikisstjórnin furðu sinni yfir þvi, að alþjóðadómstóllinn skyldi telja sig þess um- kominn að bjóða erlendum rikjum kvótakerfi til fiskveiða við ísland, og tók fram, að hún teldi tilmæli dómsins ekki bindandi fyrir sig að neinu leyti og alþjóðadómstóllinn hefði ekki lögsögu i málinu. Þvi miður höfum við aftur og aftur rekið okkur á þá staðreynd i samningaviðræðunum við Breta og Vestur-Þjóðverja, að alþjóðadóm- stóllinn hefur mjög spillt fyrir samningum um bráðabirgðalausn deildunnar með þvi að gefa út þessa einstæðu leiðarvisun um bráðabirgða- úrræði. Ákvörðun alþjóðadómstólsins var þvi hið mesta óþurftarverk, einmitt á þeim tima, er samningaumleitanir stóðu yfir.” -TK. ERLENT YFIRLIT Sigrar vinstra bandalagið í frönsku kosningunum? Þrjú stór bandalög keppa í kosningunum Mitlfiiind POMPIDOU forsetihefur nú ákveðið, að þingkosningar fari fram i Frakklandi sunnudag- ana 4. og 11 marz næstkom- andi. Fyrri kosningadaginn ná kosningu þeir frambjóðendur einir, sem fá hreinan meiri- hluta atkvæða, en kosið er i einmenningskjördæmum. Siðari kosningadaginn fer aftur fram kosning i þeim kjördæmum, þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta fyrri kosninga- daginn. Yfirleitt stendur valið þá milli þeirra tveggja fram- bjóðenda, sem fengu flest atkvæði i fyrri kosningunni. Margt bendir til, að þetta geti orðið hörðustu og sögu- legustu kosningar sem hafa farið fram i Frakklandi eftir siðari heimsstyr jöldina. Astæðan er sú, að skoðana- kannanir benda til, að Gaul- listar muni tapa meirihluta sinum á þinginu og annað hvort fái bandalag kommúnista og jafnaðar- manna hreinan meirihluta eða bandalag miðflokkanna fái oddaaðstöðu á þinginu og geti ráðið þvi hverjir mynda stjórn. Samkvæmt seinustu skoðanakonnunum fær banda- lag kommúnista og jafnaðar- manna um 45-46% atkvæða, bandalag Gaullista fær 37-38% og bandalag miðflokkanna 17- 18%. Ef atkvæðatalan verður þessi i reynd, er engan veginn útilokað, að bandalag kommúnista og jafnaðar- manna fái hreinan meirihluta á þingi. ÞAÐ sem á mestan þátt i þessum sögulegu kosninga- horfum, er að siðastl. sumar náðist samkomulag um kosningabandalag milli jafnaðarmanna, kommúnista og róttækra lýðræðissinna, sem er litill flokkur. Það var Mitterand, sem var nýlega orðinn formaður jafnaðar- mannaflokksins, sem hafði aðalforgöngu um þetta sam- komulag. Siðan það náðist, hafa kommúnista stefnt markvisst að þvi að setja borgarlegri svip á flokk sinn, ef svo mætti segja, og draga úr ýmsum byltingar- kenningum hans. Þetta var sérstaklega áberandi á flokks- þingi hans, sem haldið var i siðastl. mánuði. Þetta, ásamt bandalaginu við jafnaðar- menn, á sinn þátt i þvi að kommúnistagrýlan svonefnda má sin nú minna en áður, og þetta nýja bandalag virðist þvi ætla að fá meira fylgi en búizt var viö. Stefnuskrá bandalagsins er lika ekkert sérlega róttæk, þótt þar sé að visu gert ráð fyrir nokkuð aukinni þjóðnýtingu stórfyrir- tækja og meiri skipulags- hyggju. Þjóðnýting stórfyrir- tækja er þegar allmikil i Frakklandi. EFTIR að kunnugt varð um bandalag kommúnista og jafnaðarmanna hófst mikill viðbúnaður af hálfu Gaullista. M.a. skipti Pompidou um for- sætisráðherra. llinn nýi for- sætisráðherra, Messner, er ekki mikiö þekktur, en nýtur þess að hafa notið mikils trausts hjá de Gaulle. Þá hef- ur verið ákveðið, að flokkur Gaullista bjóði ekki fram sér- staklega heldur myndi hann kosningabandalag, ásamt flokki óháöra lýðveldissinna sem eru undir forustu d’Estaings fjármálaráð- herra, og framsækna mið- flokksins, sem er undir forustu Duhamels. Bandalag þetta nefnist samband fram- farasinnaðra lýðveldissinna til stuðnings forseta rikisins. Það verður þvi fyrst og femst undir forustu Pompidou og á að tryggja honum starfhæfa stjórn, sem eftir er af kjör- timabili hans. Fyrst og fremst stafar þetta af þvi, að Pompidou er talinn njóta meiri vinsælda en flokkar þeir, sem standa að bandalaginu. Þeir eru nú búnir að vera við stjórn i nær 15 ár og er þvi komin til sögunnar veruleg óánægja og þreyta vegna hins langa stjórnarferils þeirra, enda hefur orðið uppvist um ýmis hneykslismál i seinni tið. Þessi óánægja virðist siður ná ti! Pompidous. ÞHIÐJA bandalagið, sem tekur þátt i kosningunum, er bandalag miðflokkanna, en aðalflokkarnir i þvi eru gamli róttæki flokkurinn, sem nú er uhdir stjórn Servan Schreibers, og miðflokkurinn sem er undir forustu Lecanuets sem gat sér góðan orðstir I forsetakosningunum 1965. Schreiber lagði mikið kapp á að ná jafnaðarmönnum inn i þetta bandalag, en Mitterand kaus heldur að gera bandalag við kommúnista. Bandalag mið- flokkanna hefur nýlega birt itarlega stefnuskrá, sem mun aðallega samin af Schreiber. Þar er lögð mikil áherzla á eflingu Efnahagsbandalags Evrópu, þvi að það sé leiðin til að gera Vestur-Evrópu áhrifa- mikla a ný og jafnoka Banda- rikjanna og Sovétrikjanna. I innanlandsmálum er lofað róttækum breytingum i félagsmálum og miklum verklegum framkvæmdum. F'jármagns til þessara fram- kvæmda skal aflað með nýjum álögum á breiðu bökin og með niðurskurði á fram- kvæmdum til hermála. Um margt er stefnuskrá mið- flokkanna ekki siður róttæk en stefnuskrá vinstra banda- lagsins, þ.e. bandalags jafnaðarmanna og kommúnista, þegar þjóðnýtingaráform siðar- nefnda bandalagsins eru undanskilin. EINS OG SÉST á framan- sögðu, verða það fyrst og fremst þrjú stór bandalög, sem keppa i frönsku kosningunum. Flest bendir til, að barátta þeirra verði svo hörð, að smáflokkarnir, sem eru lengst til hægri og vinstri, muni litið eða ekkert koma við sögu. Af hálfu Gaullista mun verða lögð megináherzla á að vara við kommúnista- hættunni, en af hálfu kommúnista og jafnaðar- manna, aö þörf sé orðið að breyta til og hverfa að nýjum og bættum stjórnarháttum. Miðflokkabandalagið mun leggja áherzlu á, að aukin áhrif þess muni tryggja eðli- legasta og farsælasta þróun. Ekki er ósennilegt, að það geti valdið verulegri stjórnar- kreppu, ef vinstra bandalagiö fær hreinan meirihluta. Pompidou verður þá að gera annað tveggja að fela Mitter- and stjórnarmyndun og reyna að hafa samvinnu við þing- meirihlutann , eða að reyna að stjórna i andstöðu við þingið. Það siðara mun reynast erfitt, þrátt fyrir mikil völd forsetans. For- setinn hefur m.a. vald til að rjúfa þingiö og efna til kosninga, en vafasamt er, að það breyti miklu. Hann getur ei rofið þingið öðru sinni fyrr en að einu ári liðnu. Ef miðflokkabandalagið fær oddaaðstöðu á þinginu, er ekki ósenniiegt, að Gaullistar leiti samvinnu við það. Lecanuet hefur talað á þá leið, að hann telji slikt samstarf koma til greina, en þó þvi aðeins, að fallizt verði á ýmis stefnumál bandalagsins. Hinsvegar er óliklegt, aö Servan Schreiber gangi viljugur til slikrar sam- vinnu, en þess verður þó að gæta, að hann er sennil. enn andvigari samstarfi við kommúnista. Það er þvi ekki undarlegt, þótt kosningabaráttan i Frakklandi veki nú vaxandi athygli um allan heim og að hún sé óðum að verða eitt mesta fréttaefni heims- blaðanna. Það geta átt eftir að gerast söguleg tiðindi i Frakk- landi, ef svo færi, að Gaullistar misstu meirihluta, og þó einkum, ef meirihluti félli vinstra bandalaginu i skaut. Það gæti jafnvel haft áhrif á stjórnmdlaþróun viða um lönd. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.