Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 1
ma. miMifí SUNDLAUGIN ereitt af mörgu, sem ,,Hótel Loftleiöir" hefur til sins ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En þad býður líka afnot af gufubaöstofu auk snyrti-, hárgreiöslu- og rakarastofu. VíSIÐ VIN UAA Á HOTEL LOFTLEIÐIR. Forystumaður vísindamannanna í Kíl, ungur haffræðingur: ,,ÞAÐ HEFUR MARGT VERIÐ RÆTT HÉR I STOFNUNINNI" Það gæti hvaða hippi sem er verið stoit af þessum lubba. Þetta er einn hestanna i Laxnesi I Mosfellssveit. —Timamynd? GE. Sending frá Bretanum: dráttarbAtur Á ÍSLANDSMIÐ ÞÓ-Reykjavik Brezka stjórnin varð ekki við kröfum brezkra togaraskipstjóra um að senda herskip á tsiands- mið. Hinsvegar hefur stjórnin ákveðið að senda mjög kröftugan dráttarbát á miðin til aðstoðar togurunum. Dráttarbátur þessi heitir Statesman, og er hann tek- inn á leigu hjá United Towing Ltd. i Hull, 21 manns áhöfn er á dráttarbátnum. Formælandi brezku stjórnar- innar sagði i gær, að dráttar- báturinn væri ekki vopnaður, en sérstök tæki væru um borð i hon- um, en hvers konar tæki það eru, hefur ekki fengizt skýring á. Sjómenn i Hull og Grimsby hafa þegar lýst yfir óánægju sinni með þessa ráðstöfun stjórnarinn- ar, og telja þessa ráðstöfun koma of seint. Herskipavernd væri það eina, sem að gagni kæmi. Cobber, sjávarútvegsráðherra Breta, sagði á fundi i gær, að ef herskip yrðu send á tslandsmið, þá myndi það aðeins auka hörk- una i landhelgismálinu. Hann sagði, að dráttarbáturinn States- manværimjög snar i snúningum, væri mjög gangmikill og ætti auð- velt með að komast á milli varð- skipa og togara, ef varðskip gerðu tilraun að taka togara eða klippa vö'rpurnar frá þeim. Statesmann er ekki væntanlegur á tslandsmið fyrr en eftir helgi, og togaraskipstjórar hafa fengiö skeyti frá togaraeigendum, þar sem þeir eru beðnir um að halda sig innan 50 sjómilna markanna, og vera rólegir, þangað til States- man kemur á miðin. Home, utanrikisráðherra Bret- lands, hefur sent togaraskip- stjórunum skeyti, þar sem hann Framhald á 27. siðu. — sagði dr. Gunnar Jóakimsson, aðstoðarmaður forstöðumanns hafrannsóknarstofnunar Albrechtsháskólans — Forgöngumaðurinn er ungur haffræðingur, dr. Tomczak, þri- tugur maður, og bréf þessara fjörutiu og sex visindanianna og starfsmanna i hafrannsóknar- stofnun Albrechtsháskólans i Kíi um fiskveiðideiluna, sem birtist i Kieler Nachrichten, blaði opin- berra starfsinanna og flutninga- verkamanna i gær, var undirritað af honum einum, þótt aðrir, sem þar áttu hlut að máli, standi á bak við hann, sagði dr. Gunnar Jóa- kimsson fiskifræöingur, er Tim- inn átti tal við hann i gær. Dr. Gunnar Jóakimsson er fiskifræðingur að mennt, ættaður frá Hnifsdal og hefur unnið i haf- rannsóknarstofnun Kilarháskóla i fimm ár. Hann er þar aðstoðar- maður forstöðumanns hafrann- sóknarstofnunarinnar, dr. Gottliebs Hempels prófessors, sem staddur er i Bonn og átti ekki hlut að álitsgerð þeirri, sem fram var lögð. Dr. Hempel er annars mörgum kunnur hér og hefur margsinnis komið hingað. Dr. Tomczak mun einnig hafa komið hingað, og er einnig kunnugur fiskifræðinga okkar. — Það hratt þessu af stað, að flutningaverkamannasambandið hafði lýst stuðningi sinum við hugsanlegar aðgerðir verka- manna i Bremerhaven og Cux- haven i þá átt að stöðva uppskip- un á fiski úr islenzkum skipum, og er bréfið að megininntaki áskorun frá visindamönnum og starfsfólki hafrannsóknarstofn- unarinnar til flutningaverka- mannasambandsins að endur- skoða afstöðu sina, ásamt rök- stuðningi, sem þar að laut. Þar var sýnt fram á, að tslendingar eigi allt i húfi, en fiskveiðar og fiskiðnaður Þjóðverja yrði fyrir litlum skakkaföllum, þótt þýzk fiskiskip hyrfu af Islandsmiðum. Það snerti einkanlega hagsmuni fárra, auk þess sem það vofði yf- ir, að hagnaður þeirra yrði býsna endasleppur, þar eð fiskstofnarn- ir væru i bráðri hættu. Við spurðum dr. Gunnar, hver viðbrögðin hefðu orðið i Kíl. — Þetta hefur ekki komizt að ráði i dagblöðin, svo að ég viti, svaraði hann. En það hefur margt verið rætt hér i hafrannsóknar- stofnuninni. Menn hafa verið að þinga um þetta á göngum og i skrifstofum, og náttúrulega eru ekki allir á einu máli. Þetta er i Þýzkalandi, en ekki á Islandi, svo að það er ekki furða, þó að ein- hverjum finnist, að þeir verði að styðja það, sem þeir halda, að séu Klp-Reykjavik Um klukkan fimm i gærdag varð það slys við Digrancsveg I Kópavogi, að fullorðinn maður féll úr stiga og niöur i kjallar- atröppur og mun hafa slasazt mikið. Enginn sjónarvottur var að slysinu, cn talið er, að maðurinn hafi ætlað að fara upp á þak húss- ins til að gcra við sjónvarpsloft- nct. Mun hann fyrst hafa farið upp á bilskúrsþak, en siðan reist stiga upp með húsveggnum og látið stigann standa á skyggni yf- ir útidyrum. Taliö er, að maöurinn hafi verið kominn nokkuð hátt upp i stigann, þegar hann féil, en hann kom nið- ur i kjallaratröppur, eins og fyrr segir. Þeir, sem fyrstir komu að slysstaðnum, telja, aö fallhæöin hafi ekki verið undir 8 metrum. Maðurinn var þegar fluttur á þýzkir hagsmunir. Þess ber lika að geta, að það er ekki hafrannsóknarstofnunin sem slik, er sendi þetta bréf frá sér i Kieler Nachrichten, heldur lagði dr. Tomoczak það fram i eigin nafni með bakstuðningi þeirra manna, sem eru sömu skoðunar og hann og auðvitað eru reiðubúnir til þess að standa *S5 afstöðu sina. Kilarháskóli er eini háskóli Þýzkalands, þar sem haffræðing- ar og fiskifræðingar geta lokið námi. —JH. Slysavarðstofuna, en mun hafa vcrið mikið skaddaður á höfði og fótum. Bilið of breitt Utanrikisráðuneytiö sendi fjöl- miðlum i gær svolátandi fréttatil- kynningu um afstöðu tslendinga til framhaldsviðræðna við brezku stjórnina um fiskveiðimálið: „Utanrikisráðherra hefir skýrt brezku rikisstjórninni frá þvi að bilið milli sjónarmiða rikis- stjórna tslands og Bretlands i landhelgismálinu, sé enn of breitt til að nýr fundur geti komið að gagni, nema til komi hagstæðari tillögur frá brezku rikisstjórn- inni. MAÐUR FELL ÁTTA AAETRA Borð, sem búiö var að henda, en menn spyrja nú, hvar þaö hafi fengizt. Nýr þáttur: og húsbúnaður Timinn er aö hleypa af stokkunum nýjum þætti, sem birtast mun annað veifið, og fjallar um heimili og hús- búnað. Hcfur blaðið fengið Gunnvöru Braga og Björn Einarsson tæknifræöing til þess að annast þennan þátt. Blaöamaður frá Timan- um, Sólveig Jónsdóttir, heimsótti þau Gunnvöru og Björn, ásamt einum ljós- myndara blaðsins, og átti við þau viðtai til kynningar á þeim sjálfum og heimili þeirra. Þetta viötal birtist i blaöinu i dag. Erfiðasta verkefni, sem til úr- lausnar var. Sjá bls. 6 og 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.