Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 27
Laugardagur 20. janúar 1973
TÍMINN
27
Síðumúlafangelsið
fyrir afbrota
unglinga
Klp-Reykjavik
Eins og við höfum áður sagt frá
i fréttum, var fyrirhugað að taka
fangelsið við Siðumúla aftur til
notkunar snemma á þessu ári.
Var ráðgert að hafa þar bæði
kvennafangelsi svo og fangelsi
fyrir úttektar- og gæzluvarð-
haldsfanga.
Nú hefur það gerzt, að mennta-
málaráðuneytið hefur fengið
þetta fangelsi að láni hjá dóms-
málaráðuneytinu um óákveðinn
tima til bráðabirgðavistunar af-
brotaunglinga. Menntamálaráðu-
Fangelsið við Siðumúla mun fyrst um sinn verða notað tii bráðabirgða-
vistunar afbrotaunglinga.
Athugasemdir frá Sjómanna-
sambandinu
Vegna dálitilla missagna um
samningaumleitanir um kaup og
kjör á togurum, þykir rétt að
eftirfarandi komi fram:
Samingum um kaup og kjör
undirmanna á togurum var sagt
upp á s.l. sumri, þannig að þeir
yrðu lausir 1. okt. s.l.
A fundi með togaraeigendum
þann 4. sept. s.l. voru kröfur sjó-
mannafélaganna lagðar fram og
skýrðar. Aðaleíni framlagðra
krafna var, að mánaðarkaup
hækkaði um 31-35% dálítið mis-
jafnt eftir þvi i hvaða stöðu menn
eru á skipi.
Þá var gerð krafa til að
prósenta af afla og aflaverðmæti
hækkaði úr 13,25% i 15% og ýmsir
kaupliðir svo sem timakaup, dag-
peningar i veikindum, fæðispen-
ingar o.fl. hækki allmikið.
Lögð var fram krafa um hækk-
un á lif- og örorkutryggingum, en
hún var orðin allmikið lægri á
togurum en á bátum og kaupskip-
um. Gerð var krafa um að fridög-
um yrði fjölgað úr þremur i fimm
á mánuði. Þá vara lögð fram
krafa um frágang veiðarfæra o.fl.
þegar farið er úr höfn og hafa þau
mál verið rædd allmikið á þeim
fundum, sem haldnir hafa verið
og þokast nokkuð i rétta átt. Auk
mjög margra atriða, sem ekki
hefur náðst samkomulag um er
tala skipverja, en um það atriði
hefir verið mikið rætt og þá helzt i
sambandi við prósentur af afla og
aflaverðmæti.
Samningafundir 12 eða 13 hafa
verið haldnir og þótt dálitið hafi
þokazt i átt til samkomulags i
einstökum atriðum ber ennþá
mikið á milli.
Vinnustöðvun hefir nú verið
boðuð og kemur til framkvæmda
kl. 24.00 þann 22. þ.m. hafi
samningar þá ekki tekizt.
Félögin, sem aðild eiga að þess-
um samningum eru: Sjómanna-
félag Reykjavikur, Sjómanna-
félag Hafnarfjarðar, Sjómanna-
félag Eyjafjarðar, Akureyri, Sjó-
mannadeild vlf. Akrness,
Akranesi, og Matsveinafélag
S.S.l. og eru þessi félög til innan
Sjómannasambandsins.
Samningsaðilar atvinnu-
rekendamegin eru: Félag isl.
botnvörpuskipaeigenda og h.f.
Júpiter og hf. Marz.
Fjöldi togara, sem þessir
samningar yrðu gerðir fyrir eru
rúml. 20, en það eru togarar, sem
eru stærri en 500 smálestir skv.
fyrri mælingareglum. Það skal
tekið fram að samningar um
kaup og kjör á togurum 300-500
smál. hafa ekki ennþá verið gerð-
ir, en allmargir togarar af þeirri
stærð eru væntanlegir til lands-
ins. Samningar um kaup og kjör
á þeim munu verða gerðir við
Landssamband isl. útvegsmanna.
Sjómannasamband tslands.
Dráttarbátur
Framhald
af bls. 1.
lofar þvi, að brezka stjórnin taki
kröfur togaraskipstjóra til alvar-
legar athugunar.
Talið er liklegt, að togaraskip-
stjórar geri enn eina tilraun til að
fá herskipavernd, og i gær voru
fundahöld i Hull og Grimsby, og
var þar rætt um leiðir til að verj-
ast klippum varðskipanna.
Engin hreyfing var komin á
brezku togarana úti fyrir austur-
landi i gærkvöldi, þannig að
reikna má með, að þessar að-
gerðir brezku rikisstjórnarinnar
hafi eitthvað friðað togaraskip-
stjórana.
VEITINGAHÚSIÐ
Lækjarteig 2
Hljómsveit
Guðmundar Sigurðssonar
öldurót - og
Gosar
Opið til kl. 2
neytið hefur með mál unglinga
undir 16 ára aldri að gera, og hef-
ur það verið i vandræðum með að
fá húsnæði, þar sem hægt sé að
halda unglingum, sem hafa lent i
kasti við lögin, á meðan á rann-
sókn máls þeirra stendur.
Að sögn Snjólfs Pálmasonar
rannsóknarlögreglumanns, sem
hefur rannsakað afbrot unglinga
undanfarin ár, hefur það oft vald-
ið honum og starfsfélögum hans
miklum vandræðum að geta ekki
haft þessa unglinga i vörzlu lög-
reglunnar, fyrst eftir að upp um
þá hefur komizt. Hefði oft gengið
erfiðlega að hafa uppi á ung-
lingunum aftur, ef leita þarf við-
bótaupplýsinga hjá þeim i sam-
bandi við eitthvert mál.
Taldi hann, að með tilkomu
þessa húss yrði hægt að ná mun
betri árangri i rannsókn mála,
þvi hægt væri að yfirheyra þá þar
i ró og næði, i stað þess að þurfa
að vera með þá inn á skrifstofu,
og þurfa þá ætið að sleppa þeim
strax til að geta byrjað á næsta
máli.
Samkvæmt upplýsingum, sem
við fengum hjá dómsmálaráðu-
neytinu, mun menntamálaráðu-
neytið fá að hafa þetta húsnæði,
þar til það hefur fengið annað.
Ekki væri enn full ákveðið, hve-
nær það yrði opnað, en verið væri
að vinna við breytingar á þvi
þessa dagana.
Staða yfirfangavarðar Siðu-
múlafangelsins hefur verið aug-
lýst laus til umsóknar fyrir
skömmu, og ætti umsóknarfrest-
ur að renna út i byrjun næsta
mánaðar. Þá ætti sá sem stöðuna
fengi eftir að ráða annað starfs-
fólk og koma öllu i lag, svo búast
mætti við, að þetta gamla fang-
elsi yrði ekki komið aftur i gagnið
fyrr en um mánaðamótin, febrú-
ar-marz.
Víðivangur
Framhald
af bls. 3.
öðru. Til að mynda hefur það
ekki verið til fyrirmyndar, hve
seint og illa hefur gengiö að
koma götulýsingu i hverfinu i
almennilegt horf, einkum i
Breiðholtshverfi I. — I fram-
haldi af þvi má nefna, að
mörgum finnst, sem skipulag
þess hverfis hefði mátt vera
með öðrum hætti. Stendur
mörgum stuggur af undir-
göngum i fjölbýlishúsunum,
ekki sizt, þar sem lýsing hefur
verið af skornum skammti.
En ég tcl engan vafa leika á
þvi, að aðstæður af þessu tagi
bjóða beinlinis upp á afbrot.
Fleiri dæmi mætti nefna, en
siöast en ekki sizt hlýtur að
koma til umræöu löggæzlan i
hverfinu, sem fram til þessa
hefur verið allt of lítil miöað
við þann mikla mannfjölda,
sem býr i hverfinu.
Þess vegna er sú krafa sett
fram nú, að gerðar verði
tafariausar ráðstafanir i lög-
gæzlumálum hverfisins i sam-
ræmi við stærð þess og Ibúa-
fjölda.
Breiðholtshverfi er I dag á
stærð við Akureyri, hvað ibúa-
fjölda snertir. Þó er engin lög-
gæziustöð í hverfinu, eins og
bent hefur verið á. Og sú stöð,
sem þjóna á hverfinu, er mjög
ilia I sveit sett til að þjóna
Breiðholtshverfi, þvf að sam-
göngur milli Breiöholts- og
Arbæjarhverfis eru alls ekki
góðar. Má I þvi sambandi
minna á, að lögreglumenn
voru óheyrilega lengi á leið-
inni, þegar kallað var út vegna
morðlilraunarinnar á dögun-
um.”
-TK
viðgerðir
Fljótt og vel af hendi
leyst.
Reynið viðskiptin.
Bi freiöasti llingin
Síðumúla 23, sími
81330.
Akranes
Framsóknarfélag Akraness heldur Framsóknarvist, i félags-
heimili sinu að Sunnubraut 21 Akranesi, sunnudaginn 21. janúar
kl. 16. öllum heimill aðgangur, meðan húsrúm leyfir.
Aöalfundur
FUF í Reykjavík
verður haldinn miövikudaginn 31. jan. n.k. Fundarstaður og
l'undartimi auglýst slðar.
Stjórnin.
Félag Framsóknarkvenna
í Reykjavík
Fundur verður að Ilallveigarstöðum n.k. miðvikudag 24.
þ.111. kl. 20.30.
Fundarefni:
Félagsmál.
Snyrtidama mun leiðbeina um dag- og kviildsnyrtingu.
Konur úr Kvcnfélaginu Frcyju i Kópavogi eru velkomnará
l'undinn.
Fjölmen nið.
Sljórnin.
Rangæingar
Framsóknarfélag Itangæinga efnir til fjögurra kvölda
spilakeppni i félagshcimilinu IIvoli, ilvolsvelli, sunnudags-
kvöldin 28. janúar, 18. febrúar, 4. marz og 18. marz n.k.
Keppnin hcfst klukkan 21.00 öll kvöldin. Góð heildarverð-
laun og verðlaun l'yrir hvert kvöld.
Stjórnin
Almennir
stjórnmdlafundir ó
Sauðórkróki,
Blönduósi og
Hvammstanga
Skagfirðingar
h ramsóknarfélögin I Skagafirði halda almcnnan stjórnmála-
fund I Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 21. jan.
og hefst hann kl. 3.
Á fundinum mæta Ólafur Jóhanncsson, forsætisráðherra og
Björn Pálsson, alþingismaður.
Austur-Húnvetningar
Framsóknarfélögin i Austur-Ilúnavatnssýslu lialda almenn-
an stjóromálafund i Félagsheimilinu á Blönduósi mánudags-
kvöld 22. jan. kl. 9.
A fundinum mæta Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra og
Björn Pálsson, alþingismaður.
Aðalfundur
i lok fundarins er gcrt ráð fyrir að halda aðalfund Fram-
sóknarfélags Austur-Húnvetninga.
Vestur-Húnavatnssýsla
F lamsóknarfélag Vestur-Húnvetninga heldur almennan
stjórnmálafund i F élagsheimilinu á Hvammstanga þriðju-
dagskvöldið 23. jan. kl. 9.
Á fundinum mæta ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra og
Björn Pálsson, alþingismaður.