Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 23
Laugardagur 20. janúar 1972 TÍMINN 23 Verkalýðsfélag Borgarness stofnar Fræðslu- og menningarsjóð Aðalfundur Verkalýðsfélags Borgarness var haldinn 14. janú- ar s.l. Fundurinn var haldinn að Gunnlaugsgötu 1, en það hús hafa fjögur stéttarfélög í Borgarnesi nýlega keypt. Félögin, sem eru aðilar að kaupunum eru: Verkalýðsfél. Borgarness, Iðn- sveinafélag Mýrasýslu, Verzl- unarmannafélag Borgarness og Vörubilstjórafélag Mýrasýslu. Þessi félög hafa stofnað Húsfélag stéttarfélaga i Borgarnesi, en það sér um rekstur hússins. 1 stjórn Húsfélagsins eiga sæti: Guð- mundur V. Sigurðsson, Unnsteinn Arason, Guðrún Eggertsdóttir, Björn Hermannsson og Jón A. Eggertsson. A neðri hæð hússins hefur hvert félag sina skrifstofu, en á efri hæð er fundarsalur og eldhús. Með til- komu þessa húsnæðis gjörbreyt- ist aðstaða þessara félaga og skapar möguleika á stórauknu félagsstarfi. Verkalýðsfélagið hafði áður skrifstofu á ófullkomnu leiguhús- næði. Er mikil ánægja rikjandi meðal félagsmanna, að félagið skuli nú hafa flutt starfsemi sina i eigin húsnæði, en það hefur verið áhugamál félagsmanna um ára- tuga skeið. I skýrslu stjórnar kom fram, að mikið var starfað i félaginu á ár- inu. Allir samningar félagsins voru endurskoðaðir og gefnir úr. Alls gerði félagið 6 sérsamninga við fyrirtæki i Borgarnesi auk hins almenna samnings. 8. og 9. april var haldið nám- skeið 1 Borgarnesi á vegum Verkalýðsfélagsins og M.F.A. var þar fjallað um „Vinnustaðinn”. Námskeiðinu stjórnaði Baldur Öskarsson fræðslustjóri M.F.A. A námskeiðinu voru flutt erindi, en á milli þeirra störfuðu umræðu- hópar. Þátttakendur voru 36. Tókst námskeiðið mjög vel og vakti áhuga fólks á bættum að- búnaði á vinnustöðum. A árinu var stofnaður nýr sjóð- ur Fræðslu- og Menningarsjóður og er tilgangur hans að styrkja fræðslu og menningarstarf á félagssvæðinu. Orlofshús félagsins i ölfusborg- um var leigt út i 20 vikur á árinu. Haldnir voru 27 stjornar- og trúnaðarmannaráðsfundir og 4 félagsfundir. Arshátið var haldin á þorranum og farin var leikhús- ferð til Reykjavikur, voru þátt- takendur 80 i þeirri ferð. Hin árlega skemmtiferð félags- ins var farin 1.-3. júli. Farið var norður á Strandir og til baka aftur um Tröllatunguheiði og Dali. Ekið var fyrir Snæfellsnes. I félagið gengu 34 en alls eru félagar 292. Skrifstofa félagsins er opin allt árið eitt kvöld i viku. A aðalfund- inum var ákveðið að breyta um fyrirkomulag á innheimtu félags- gjalda og verða félagsgjöldin nú tekin sem hundraðshluti af laun- um. Var samþykkt samhljóða á fundinum, að félagsgjald árið 1973 verði 1,25% af dagvinnutekj- um, en lágmarksfélagsgjald er 1500 kr. Stjórn félagsins var sjálfkjörin, en hana skipa: Formaður: Guðmundur V. Sigurðsson. Ritari: Ardis Kristinsdóttir. Gjaldkeri: Ingi- björg Magnúsdóttir. Fjármála- ritari: Guðleif B. Andrésdóttir. Varformaður: Jón Agnar Egg- ertsson,. Vararitari: Sigrún Stefánsdóttir. Varagjaldkeri: Sigurður Eiðsson. Varafjármála- ritari: Reiðar Jóhannsson. Trúnaðarmannaráð: Eggert Guðmundsson, Aðalsteinn Björnsson, Egill Pálsson. Vara- menn: Olgeir Friðfinnsson, Þor- geir Guðmundsson, Finnur Einarsson. Mótmælastaða við sendiráð Bandaríkjanna 1 dag verður víða um heim efnt til mótmæla gegn styrjaldar- rekstri Bandarikjamanna í Viet- nam og annars staðar i Indó- Kina. Þessi mótmæladagur er skipulagður að frumkvæði sam- taka i Bandaríkjunum sjálfum. Vietnam-nefndin á Islandi tekur þátt i þessum degi með mótmælastöðu við bandariska sendiráðið i Reykiavik.er hefst klukkan tvö, og lýkur með stuttum fundi klukkan fjögur, en þá mun Vilborg Dagbjartsdóttir, formaður Rithöfundasambands tslands, flytur ávarp. Kröfur dagsins verða hér sem annars, staðar: „Undirritið friðarsamkomulagið strax” — „Bandarikin burtu úr Indó- Kina”, en þriðja krafa Vietnam- nefndarinnar er sérstök hér: „Nató burt af íslandi.” Ahti Karjalainen, utanriksiráöherra Finnlands hélt hádegisveröarboð fyrir Harald Kröyer I byrjun janúarmánaöar. A þessari mynd, sem tekin var viö þaö tækifæri, eru Ilaraldur Kröyer, Karjalainen og prótokollmeistari finnska utanrikisráöuneytisins, Olli Auero. * ] «r W c; 1 Finnar styðja íslendinga sagði Kekkonen við Harald Kröyer, er hann lét af störfum ÞÓ-Reykjavik Haraldur Kröyer sendiherra lét af störfum sem sendiherra tsl. i Finnlandi i byrjun janúarmán- aðar, en sem kunnugt er, þá er Haraldur nýskipaður sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Áður en Haraldur fluttist til Banda- rikjanna, átti hann blaðaviðtal við finnska blaðamenn, og hér á eftir kemur grein, sem birtist i Hufvudstadbladet i Helsinki 6. janúar siðastliðinn. ,.Er ég læt nú af störfum. vil ég lýsi þvi yfir, að enginn ágreiningur er milli þjóða vorra,” sagði Haraldur Kröyer sendiherra við blaðamenn i gær i þvi tilefni, að hann lætur nú af störfum og flytzt til Banda- rikjanna, en þar verður hann sendiherra tslands og fasta- fulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum. Enda þótt Finnland væri meðal þeirra landa, sem i desem- ber s.l. sátu hjá við atkvæða- greiösluna i Sameinuðu þjóðun- um um ályktunina um náttúru- Timínner • peningar | Auglýsid | ITimanum j auðæfi, en hún skiptir tsland miklu máli, hef ég siðan orðið sannfærður um það, aö Finnland styður stefnu tslands I fiskveiði- lögsögumálinu, sagði sendi- herrann. t kveðjuhófi sem Karjalainen, utanrikisráðherra, hélt fyrir Harald Kröyer, sendiherra, fyrir þremur dögum, sagði ráð- herrann, að „enda þótt fulltrúi Finnlands hjá S.þ. hefði setið hjá við atkvæðagreiðsluna af sér- stökum ástæðum, sem ekki varða málstað tslands, styður rikis- stjórn Finnlands enn sem fyrr baráttu tslands i fiskveiðilög- sögumálinu og skilur óskir Isl- endinga um að tryggja sér viðun- andi lifsviðurværi.” Og þegar Kekkonen, forseti, og Haraldur, sendiherra, hittust i gær til að kveðjast, sagði for- setinn, að þrátt fyrir þaö, að Finnland hefði að formsástæðum setið hjá við atkvæðagreiðsluna, væri hin yfirlýsta stefna Finn- lands stuðningur við baráttu ts- land við að afla viðurkenningar i hinni nýju fiskveiðilögsögu. Sendiherrann sagðist mundu skýra rikisstjórn sinni frá þessum ummælum. Eftir að Finnland hafði setið hjá i atkvæða- greiðslunni, létu bæði utanrikis- ráðherra og forsætisráðherra ts- lands i ljós vonbrigði vegna afstöðu Finnlands, og óttuðust, að Finnar heföu breytt fyrri afstöðu til málstaðs tslands. atlanti Magnús E. Baldvínsson Laugavegi 12 - Slmi 22£ Munið ráðstefnu ÆSÍ um utanríkismál nú um helgina Fulltrúar úr sendiráðum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna gera grein fyrir stefnu stjórna sinna í alþjóðamálum. Björn Bjarnason lögfræðingur og Olafur R. Einarsson sagnfræðingur ræða málefni Evrópu. Fulltrúar æskulýðssamtaka stjórnmálaflokkanna gera grein fyrir stefnu þeirra í utanríkismálum. Frjálsar umræður. Öllum heimill aðgangur. Ráðstefnan hefst í Norræna húsinu kl. 13.30 í dag laugardag, og á morgun, sunnudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.