Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. janúar 1973 TÍMINN 5 Frönsk póstyfirvöld ófróð um söguna Nýlega var gefið Ut i Frakklandi frimerki, sem valdið hefur miklum úlfaþyt, vegna þess að myndin á þvi stangast á við sögulega staðreyndir. Hún sýnir Napoleon ungan að árum með hinn þrilita fána Frakklands (bláan, hvitan og rauðan) i hendinni stjórna stórárás yfir brú eina gegn austurriska hernum i orustunni við Arcole á ftaliu 17. nóvember árið 1796. Sagnfræðingar draga i efa, að Napoleon hafi verið svo kjark- mikill að hann hefði tekið þátt i orustunni.Og þeir eru alveg vissir um það, að hann hefur ekki haldið á hinum þrilita fána i orrustunni við Arcole, vegna þess að á þessum tima hafði franski herinn allt annan fána. Franska póststjórnin hefur nú látið undan hinum öflugu mót- mælum og ákveðið að hætta dreyfingu frimerkisins. Maður sem nýtur starfs sins er aldrei gamall” Pablo Casals, hinn mikli spænski sellóleikari, sem lifað hefur I útlegð siðan 1939, hélt upp á 96 ára afmaji sitt fyrir skömmu með miklum veizlu- höldum og gleðskap. Fór veizlan fram að heimili hans i útjaöri borgarinnar San Juan á Puerto Rico i Karabiska hafinu. og eins og venjulega var há- punktur veizlunnar heimakon- sert þar sem Casals lék á eftir- lætisliljóðfærið sitt, sellóið, og naut undirleiks fiðlu og pianós. 93 ára að aldri gaf Calas þá yfir- lýsingu, að aldurinn væri af- stætt hugtak og sagðist alls ekki hafa i huga að draga sig i hlé. ,,Ef ég held áfram starfi minu og drekk i mig fegurð lifsins, finn ég að aldurþarf ekki endi- lega að merkja það að vera gamall.Maður sem nýtur starfa sins, er aldrei gamall. Ég sjálfur endurfæðist hvern dag. i úðunarleiöangri Pað fer hálfgerður hrollur um lólk i Walsonville i Kaliforniu, þegar það lylgist með l'lug- vélunum, sem úða grænmetis- akrana þar i nSgrenninu. Sumum finnst na-sla merkilegt, að vélin skuli ekki lenda beint á simastaurnum. Hún gerir það þó ekki, heldur flýgur af mikilli nákva'mni milli þeirra. Einnig gæli maður búizt við, að flug- maðurinn væri að hugsa sér að lenda á einhverjum akrinum, þvi að slutt er orðið eftir niður á jörðina. Kannski hefur linsan framan á myndavél Ijós- myndarans einhver áhril' á útlit og alstöðu hinna ýmsu hluta á myndinni. A hverjum degi verð ég að byrja aftur”. En hann hefur sagt, að tónlistarástriða sín sé ekki eins mikil og þráin eftir heimsfriði: „Ég er fyrst og fremst maður, siðan listamaður. Sem maður ber ég mesta umhyggju fyrir velferð náungans.” „Sjálf-útlegð” sina frá Spáni, eftir sigur Francisco Francos i borgarastyrjöldinni 1936-39, sé ekki mótmæli gegn stjórn- málum, heldur mannlegri tign. Hann er ennþá spænskur borgari og segir: „Þegar Franco hefur afsalað sér rikis- borgararéttinum, mun ég snúa heim”. McQueen og MacGraw Steve McQueen og Ali MacGraw (sem allir þekkja úr Love Story) hafa leigt sér hús á Jamaica, þar sem Steve mun gera mynd sina „Papillon” nú á næstunni. Eins og margoft hefur verið sagt frá i slúður- dálkum heimsblaðanna, hafa þau Ali og Steve mjög dregið sig saman undanfarna mánuði, eða allt siðan i sumar, er þau unnu að gerð Texas-myndar Steves, „Getaway”. Bæði hafa þau skilið við ektamaka sina og hyggjast senn rugla saman reitum sinum. Ali var gift for- stjóra kvikmyndafélagsins Paramount, en hún hljóp frá mannisinum eftir að hann hafði lokið hinni margfrægu „Godfather” - mynd sinni, sem hann hafði helgað sig gjörsam- lega i meira en ár. Svo að aftur sé vikið að þeim skötuhjúum og nýja húsinu á Jamaica, þá hefur Steve aðeins sett eitt skilyrði fyrir húsinu. Það er á þá leið, að dagstofa þess verði nægilega stór til þess að hýsa þau sex mótorhjól, sem hann tekur með sér til eyjarinnar. Steve er sér- legur áhugamaður um mótor- hjól og þykir mjög liötækur og lipur á þvi sviði. Petuela hrædd Söngkonan Petuela Clark býr i laglegu einbýlishúsi skammt frá Genf ásamt manni sinum og þrem börnum, hinu yngsta aðeins nokkurra mánaða. Fáa grunar sennilega, hvað leynist undir þessu fallega húsi, en þar er byrgi búið öllum þeim tækj- um og tólum, sem þarf á að halda i kjarnorkustyrjöld. Frá öllu er nákvæmlega gengið af sérfróðum mönnum, og á þess- um stað eru öll skilyrði til margra mánaða dvalar neðan- jarðar. Ein vinnukona Petelu hefur það m.a. að föstu starfi að halda byrginu i lagi og endurnýja vistir þess eftir þvi sem þarf. — Ég sá myndina Dr. Strangelove fyrir nokkrum árum, segir Petuela, og ég hef aldrei gleymt henni. Ég óttast það mest, að einn góðan veður- dag springi sprengjan, og þvi vil ég vera örugg með fjölskyldu mina. ** ALLA DAGA MANUDAGA MANUDAGA ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA ALU DAGA UUGARDAGA UUGARDAGA FÖSTUDAGA F0STUDAGA SUNNUDAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.