Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. janúar 1973
TÍMINN
11
vegna hefur borgin ekki fengizt á
umræddu timabili til þess að
ráðast i neinar aðrar ibúðar-
byggingar, ef frá eru taldar
ibúðir þær, sem reistar hafa verið
fyrir aldraða. Borgin hefur
fengið, frá Framkvæmdanefnd-
inni.ibúöir sem hér segir fram til
þessa, 1969 52 ibúðir, 1971 80
ibúðir, 1972, 14 ibúðir. Þetta eru
alls 146 ibúðir, sem borgin hefur
þegar fengið frá Framkvæmda-
nefnd byggingaráætlunar, en eins
og ég sagði áðan er ráð fyrir þvi
gert að borgin fái 60 ibúðir fyrri
hluta næsta árs og siðan 40 ibúðir
siðar á árinu og verða þá
ibúðirnar komnar upp i 246. Er
það nokkurn veginn hlutur
borgarinnar úr heildaráfánga
byggingarframkvæmdanna. Við
borgarfulltrúar vinstri flokkanna
teljum, að nú þegar ibúðar-
byggingum framkvæmda-
nefndarinnar er að ljúka, sé tima-
bært að Borgarstjórn Reykja-
vikur samþykki nýja byggingar-
áætlun, þess vegna höfum við
leyft okkur að flytja svo-
hljóðandi tillögu, sem ég mun
leyfa mér að lesa, með leyfi for-
seta:
Tillaga andstöðu-
flokka íhaldsins
„Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkir að beita sér fyrir
eftirfarandi áætlun i byggingu
leiguibúða. Reistar verði samtals
350 ibúðir á árunum 1974 — 1977. A
árinu 1973 verði unnið að undir-
búningi og kappkostað að ljúka á
þvi ári þeirri 5 ára áætlun i
ibúðarbyggingum , sem
borgarstjórn samþykkti hinn 17.
marz 1966. 1. Byggðar verði 100
ibúðir fyrir aldrað fólk. Ibúðir
þessar verði bæði fyrir ein-
hleypinga og hjón og sérstaklega
hannaðar með það i huga að
henta sem bezt öldruðu fólki. 2.
Byggðar verði 150 tveggja her-
bergja ibúðir, sem eingöngu verði
leigðar ungu fólki, sem er að
stofna heimili. Hámarsksleigu-
timi sömu fjölskyldum i þessum
ibúðum verði 3-5 ár. 3. Byggðar
verði 100 ibúðir, tveggja, þriggja
og fjögurra herbergja að stærð,
og leigðar efnalitlu fólki, sem er i
húsnæðisvandræðum. 4.
Byggingarsjóður borgarinnar
veiti árlega eigi færri en 100 lán út
á ibúðarhúsnæði með sömu
kjörum og tiðkast hafa að undan-
förnu. Lán þessi verði að upphæð
200 þúsund krónur og eingöngu
veitt út á ibúðir, sem falla undir
lánareglur Byggingarsjóðs
rikisins. Borgarstjórn felur
borgarráði að sjá um fram-
kvæmd þessarar áætlunar.
Ibúðirnar verði i eigu Byggingar-
sjóðs Reykjavikurborgar”. A s.l.
ári fluttum við borgarfulltrúar-
vinstriflokkanna tillögu um
byggingu 300 leiguibúða á 4 árum.
Hin nýja tillaga okkar gerir hins
vegar ráð fyrir 350ibúðum, þar eð
ibúðarbyggingar fyrir aldraða
eru felldar inn i áætlunina. Til-
tekið er i tillögunni að reistar
skuli 150 ibúðir, er verði eingöngu
fyrir ungt fólk, sem er að stofna
heimili, og að hámarksleigutimi i
þeim ibúðum verði 3-5 ár. Vandi
unga fólksins, sem er að byrja
búskap, er sérstaklega mikill.
Þvi er nauðsynlegt, að borgin
reisi sérstakar ibúðir fyrir það.
En við teljum rétt, að þessar litlu
ibúðir, sem ætlaðar eru ungum
hjónum, komi sem flestum að
notum. Þess vegna leggjum við
til, að hámarksleigutimi á
Kristján Benediktsson
ibúðunum verði 5ár, enda má
ætla að sá timi nægi ungum
hjónum, til þess að undirbúa sig
til flutnings i stærri ibúö, ef þörf
krefur. Tillagan gerir ráð fyrir
þvi að auk þess verði reistar 100
ieiguibúðir fyrir efnalitið fólk, og
siðast en ekki sizt, að reistar
verði 100 ibúðir fyrir aldraða. Ég
ræddi fyrir skömmu um það hér i
borgarstjórn, að nauðsynlegt
væri að auka ibúðarbyggingar
fyrir aldraða, og ég sé ekki
ástæðu til að fara fleiri orðum um
það mál nú. Að lokum gerir
húsnæðismálatillagan ráð fyrir
þvi, að lánveitingar til fólks,
sem er að festa sér húsnæði og á i
f járhagsvandræðum, verði
hafnar á ný. Skulu lán þessi vera
200 þús. á hverja ibúð og eigi færri
en 100 lán næsta ár. Undanfariö
hefur þessi lánastarfsemi
byggingarsjóðs legið niðri, ef frá
eru taldar lánveitingar til kaup-
enda borgarhúsnæðis. Húsnæðis
málatillaga okkar, sem ég hefi nú
lýst, tekur aðeins til byggingar
leiguhúsnæðis. Varðandi bygg-
ingu söluibúða tel ég heppilegast
að borgin stuðli að byggingu sem
flestra verkamannabústaða i
Reykjavik”.
Útrýming
heilsuspillandi
húsnæðis
Vinstri flokkarnir fluttu svo-
hljóðandi tillögu i borgarstjórn-
inni um útrýmingu heilsuspill-
andi húsnæðis:
„Borgarstjórn Reykjavikur
sambvkkir að beila sér
fyriráætlun þess efnis, að á næstu
þremur árum verði tekið úr
notkun allt það ibúðarhúsnæði i
eigu borgarinnar, sem að dómi
heilbrigðisyfirvalda er heilsu-
spillandi. Felur borgarstjórnin
félagsmálastjóra og borgarlækni
að gera áætlun um, hvernig
framangreindu verkefni skuli
hagað og leggja tillögur þar um
fyrir borgarráð hið fyrsta. 1
áætluninni skal við það miðað, að
öll þau hús I Höfðaborg og Sel-
búðum, sem enn er búið i, verði
rýmd á næsta ári”.
Steinun n Finnbogadóttir,
borgarfulltrúi SFV, mælti fyrir
þessari tillögu og sagði:
Arum saman hefur minni-
hlutinn i borgarstjórn barizt fyrir
þvi, að þessar heilsuspillandi
ibúðir yrðu teknar úr notkun. Það
sýnist fjarstæðukennt i meira
lagi, að á öðrum eins uppgangs-
timum og verið hafa, skuli vera
til i Reykjavik og það i eigu sjálfs
borgarsjóðs ein einasta slik ibúð i
notkun. Og næsta furðuíegt, að
borgaryfirvöld skuli geta leyft sér
að vista fólk i heilsuspillandi
húsakynnum. Þetta hefur þó við-
gengizt, þrátt fyrir góðæri siðustu
áratuga, og er þá vissulega ekki
hægt að komast hjá þvi að skrifa
það á reikning ráðandi meirihluta
i borgarstjórn. Þótt borgin hafi
eignazt nýjar ibúðir og nokkuð
verið lagt niður af gömlum og
heilsuspillandi ibúðum er enn
langt i land, til að þessu óhæfa
húsnæði hafi verið útrýmt. 16
ibúðir eru enn i notkun i Höfða-
borg, 8i Selbúðum. Ég nefni þessi
dæmi sem talandi vott þess, hvað
borgaryfirvöld geta boðið
bágstöddu fólki. Ég veit ekki,
hvort allir borgarfulltrúar hafa
skoðað húsakynnin á þessum
stöðum, Höfðaborgin og Sel-
• • x • - ~ .í — — -4. 1 i.4
Sigurjón Pétursson
Smyrilsvegi 29. Það væri sannar-
lega ómaksins vert að hver
einasti borgarfulltrúi kynnti sér
ástandið þar og aðbúnað allan.
Svo ég viki aðeins aftur að
Smyrilsvegi 29, nú eru þar 6
ibúðir og i 5 af þeim búa fjöl-
skyldur með börn. Þessar ibúðir
eru kaldar og saggafullar, og
veggirnir mislitir af slaga og
myglu. Ekki er þarna um aðra
kyndingu að ræða en kolakynd-
ingu, en kol munu nú ófáanleg i
borginni og þau sótt austur á
Selfoss. Ekki er um annað vatn að
ræða i þessum ibúðum en kalt
vatn og þvottahús eru engin. Mér
er sagt, að þetta hús hafi verið
bænhús fyrir 42 árum og það sel
ég ekki dýrara en ég keypti. En
hitt er ég viss um, að ef borgar-
stjórn lætur það viðgangast enn
um langan tima að hýsa þarna
barnafjöldskyldur, þá þyrfti hún
að biðja fyrir ser, hvort sem hún
ieitar f bænhús eða ekki. Svo
syndsamlegt finnst mér það at-
hæfi að standa fyrir vistun fólks i
slikum húsakynnum, að ég tali
ei um börnin. Enn munu vera i
eigu borgarsj. 160, ibúðir er heil
brigðisyfirv. sjalf hafa úrskurð
að heilsuspillandi. Það er þvi ei
út i bláinn að við borgarf.trúar
vinstri í'lokkanna erum enn einu
sinni að vekja athygli á málinu.
Vænti ég þess, að öll borgar-
stjórnin sameinist nú um það að
uppræta hið fyrsta þetta
ófremdarástand, sem er borginni'
til jafnmikillar vansæmdar, sem
það er fólkinu i ibúðunum til
vanliðunar og tjóns. Það er
hryggileg staðreynd, að börn á
skólaskyldualdri búsett I þessum
ibúðum skuli minnka sin svo fyrir
húsakynnin, að þau íreistast til að
segja ekki rétt til heimilisfangs
og biða þess, að skólaíélagarnir
hverfi á brott áður en þau halda
heim. Útrýming þessara óhæfu
ibúða getur ekki verið óleysanlegt
vandamál i borginni, i borg, sem
jafnmikil velmegun rikir og hér i
Reykjavik. Tilvist þeirra bendir
til viljaskorts eða framkvæmda-
leysis þeirra, sem ferðinni ráða i
þessum efnum, og það er ekki
hægt að afsaka”.
Velferðarmál
aldraðra
Einnig Steinunn fyrir þessari
tillögu:
„Borgarstjórn ályktar, að enn
sé allt of litið gert af opinberri
hálfu öldruðu fólki i borginni til
hagsbóta. Félagsleg aðstoð og
þar með bætt starfsaðstaða þess
er enn mjög ófullnægjandi, enda
þótt nokkuð hafi þokazt áfram
siðustu ár. Það hlýtur að vekja
nokkra furðu, að Reykjavikur-
borg hefur aldrei fram á þennan
dag reist né rekið elliheimili, og
hefur þó þörfin á þvi sviði verið
mjög mikil. Borgin hefur heldur
ekki i teljandi mæli mætt þeirri
knýjandi nauðsyn, sem er á
hjúkrunarheimilum fyrir sjúkt og
aldrað fólk. Borgarstjórnin telur
þvi brýnt:
1. að undirbúin verði bygging
dvalarheimiiis fyrir aldraða, sem
hafa fótavist.
2. að komið verði á fót dags-
vistarstofnun aldraðra sem að
öðru leyti dvelja i heimahúsum.
3. að ibúðarþörf aldraðra verði
könnuð i þeim tilgangi að fá úr
henni bætt hið fyrsta.
4. að félagsleg aðstoð við aldrað
fólk verði aukin og aðstaða þess
til starfs við hæfi verði bætt”.
Björgvin Guömundsson
Steinunn sagði m.a.” Þessi mál
hafa oft áður verið rædd hér i
borgarstjórn, en þvi miður með of
litlum árangri. Þessi mál eru
marghliða og segja má að engri
hlið þeirra hafi verið gerð sóma-
samleg skil af borgaryfirvöldum.
Það segir sina sögu, að Reykja-
vikurborg hefur hvorki reist né
rekið elliheimili á öllum sinum
ferli, hún hefur látið það nægja að
áhugasamir einstaklingar, eða
samtök einstaklinga, hafa sýnt lit
á að bæta úr i þessu efni. Þessa
munu sennilega fá dæmi i svo
stórum bæ sem Reykjavik og þar
að auki höfuðborg. En það er sem
sagt þessi vanræksla, sem þrengt
hefur kosti aldraðra i Reykjavik,
heldur má segja það sama um
hvert annað i þeim efnum, þar er
margt ógert, en flest hálfgert. 1
tillögu okkar er lögð sérstök
áherzla á eftirfarandi 4 atriði i
þessu stóra og mikilsverða máli.
Félagslega aðstoð við aldrað fólk
þarf að stórauka frá þvi, sem nú
er, og sérstaklega ber nauðsyn til
að þvi verði sköpuð meiri og betri
skilyrði til starfa (truflanir).
Þetta er veigamikið atriði bæði i
félagslegu og heilbrigðislegu til-
liti. Starfið er öldruðu l'ólki
heilsulind, auk þess sem það er
þjóðfélagslegt velferðarmál. Við
leggjum einnig til, að ibúðarþörf
aldraðra verði vandlega könnuð i
þvi skyni að úr henni verði bætt.
Þetta er einnig mikilsvert atriði
jafnt einstaklingum sem sam-
félaginu. Einkaheimili aldraðra
við hæli,1'orðar gömlu fólki frá
stolnunum betur en flest annað,
og slikt er hagur allra. Heimilis-
aðstoð aldraðra snertir þetta
atriði verulega, hún er rækt hér
nokkuð og hefur sannað ágæti
sitt, en hana þarl' að auka. Þriðja
atriði, sem við leggjum áherzlu á,
að þessu sinni, er að stofnuð verði
dagvistarheimili handa gömlu
fólki, sem dvelst i heimahúsum,
annað hvort einsamalt eða hjá
skyldmennum, sem olt vinna
utan heimilis daglangt og það
þarl ekki að koma til, þó vandinn
sé fyrir hendi. Þar geta gripið inn
f vandkvæði á samfélaginu og
heimilinu, ef einhver er alveg
bundinn yfir þessu fólki. Slik
fyrirgreiðsla sem þetta, hefur enn
ekki verið framkvæmd, en áður
hel' ég flutt tillögu um þetta efni
og nokkru siðar borgarfulltrúi
Albert Guðmundsson. Mér
þykir fyllsta ástæða til að geta
þess, að félagsaðslaða aldraðra i
Tónabæ áöur og nú i Félags-
heimili Fóstbræðra gel'ur vis-
bendingu um þörfina og mót-
tökurnar á öllu er miðar i rétta
átt . Einnig gerir tillaga okkar
ráð lyrir þvi, að undirbdin verði
bygging dvalarheimilis aldraðra
sem fótavist hafa, og það er
einmitt sú synd, sem Reykjavik
hefur með sér, að hún á ekkert
elliheimili og hlýtur að bregðast
við þvi nú þegar. Þörfin á sliku
heimili er ótviræð. Það er
kunnugt að elliheimilin hér i borg
eru yfirl'ull og biðlistar að stað-
aldri og þeir langir. Þannig að
fólk, sem nauösynlega þarf
vistunar, verður að biða lang-
timum saman til mikilla óþæg-
inda, svo að ekki sé meira sagt.
Þó að elliheimili þyki ekki sem
æskilegustfverður aldrei hjá þvi
komizt með öllu þvi að tilvist
þeirra er brýn nauðsyn, en þvi
meiri áherzla sem lögð verður á
þau þrjú atriði tillögu okkar, sem
ég hef þegar getið um, þvi meiri
vonir getur maður gert sér um, að
færri vistrúm á elliheimili verði
nauðsynleg”.
Steinunn Finnbogadóttir
SINNUM
LENGRI LÝSING
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaðastr. 10A Sími 16995
JON LOFTSSONHF
Hringbraut 121tf V10 6Ó0
SPONAPI.OTUR 8-25 mm
PI.ASTII. SPéíNAPI.ÖTÚR
12—19 imn
IIARDPI.AST
IIÖRPI.OTl'R 9-26 mni
IIAMPPI.OTl’R 9-20 mm
HIRKI-GABO.N 16-25 mm
BKVKI-G.ABON 16-22 mm
KROSSVIDL'R:
Birki 3-6 inm
Heylti 3-6 tnm
Fura 1-12 mm
IIARDTKX meft rakaheldu
limi 1/8" 4x9'
a merisk
jiigósla vneskt
IIARDVIDÚR :
Kik. japönsk,
áströlsk.
B e y k i
danskt.
Teak
Afrumosia
Vlahognv
Iroko
Palisander
Oregon Pine
Ramin
Gullálmur
Abakki
Am. Ilnota
Birki I 1/2-3"
Wenge
SPONN:
Kik - Teak - Oregon
Pine - Kura - Gullálmur
Almur - Abakki - Beyki
Askur - Koto - Am.Hnota
Afromosia - Mahognv
Palisander - Wenge.
FVRIR Í.IGG J ANDI
VÆNTANLKGT
OG
Nyjar birgftir teknar heim
v ikulega.
V KRZI.ID ÞAR SEM CR-
VAI.ID KR MKST OG
KJÖRIN BK/.T.