Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. janúar 1973 riMINN 7 Síðasta breytingin á húsinu var á þessum gangi var fyrir kannski 30-40 árum á ruslahauga”, segir Björn, ,,og þegar gömul hús eru gerð upp, er algengt, að allt innanstokks sé mölvað niður og byggt upp aftur, en slikt verður að vonum rándýrt. Hinsvegar er min skoðun að oft megi gjörbreyta gömlum húsum án mikils rasks”. istofu og svefnherbergjum sést einnig margt handtak Björns. Það er nokkuð kostulegt að sem barn kveðst hann hafa verið talinn mesti klaufi i höndunum. Sérkennilegt er að húsið hefur með timanum teygt sig yfir stettar fyrir framan það og sums staðar eru þær enn i óbreyttri mynd sem gólf þegar inn er komið. Stofugluggarnir voru eiginlega byggöir utan um glerið, sem Björn fékk fyrir litið, en þeir höfðu verið skakkt afgreiddir frá erlendum framleiðendum . En ekki mælir hann þó með slikum vinnubrögðum nema útkoman sé i samræmi við fegurðarkröfur. Á einum stofuveggjanna er sér- kennilegt litið Kjarvalsmálverk. ,,Með það kom Sigurður heitinn Benediktsson listmunasali eitt sinn hingað”, segir Gunnvör. ,,Við vorum þá saman i listaverk- akaupanefnd fyrir Kópavogs- kaupstað, og ég hélt að hann væri að stna mér mynd, sem hann hefði i huga að kaupa fyrir bæinn. En hann var þá kominn að færa mér mynd, sem hafði verið brúðargjöf til foreldra minna á sinum tfma, en seld hafði verið á erfiðum timum. — Nú er hún komin á réttan stað, sagði Siguröur heitinn. Á myndinni er mikil kona, sem er að gera sig til framan i mann eða einhverja veru, sem stendur yfir henni — Þetta er pfilitikin, sagði Sigurður, — hin eina sanna tik. Og óneitan- lega er hún stundum dálitið mililfengleg. Athafnafrelsi á að ríkja á heimiium i stofunni er meðal innan- stokksmuna gamalt borðstofu- borð. ,,Við vorum tvisvar ákveðin i að fleygja þvi, en alltaf varð úr að við hirtum það aftur.” Segir Gunnvör Braga. „Siðast söguðum við neðan af fótunum á þvi. Okkur veitir ekkert af að hafa það lika þótt við fengjum okkur nýtt litið borð. Við höldum aldrei veizlur, Gamla borðstofuborðið, sem sagað var neðan af, á veggnum er kross- saumsmynd eftir dótturina Hildi. Setustofan. Vinstra megin sést Pólitík Kjarvals. þótt margir komi hingað að finna Björn. En á gamlárskvöld er hér opið hús fyrir þá, sem ekki nenna að elda og vilja dansa i kringum jólatré. Þessi siður hefur haldið fjölskyldunni saman og unga fólkið er driffjöðurin i þessu öllu saman. Ég var að hugsa um að hætta þessu, en þá máttu Hjalti og Kolbrún Þóra 16 og 18 ára ekki til þess hugsa og báðu mig að gera það ekki." Margt fleira mætti spjalla um heimsókn okkar að Meltröð 8 og viðræður við húsráðendur, en ég sleppi þvi og lýk frásögninni með ummælum Hjalta Björnssonar: „Heimili á ekki að vera steriliseraður kassi, þar sem ekki má hreyfa sig og ein lög gilda. Það eru ekki bara foreldrarnir, sem eiga að fá að framkvæma og hreyfa sig innan veggja þess, heldur lika börnin og gamla l'ólk- ið.” SJ Arinstofa og vinnuherbergi Björns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.