Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 3
l.augardagur 20. janúar 1973 TÍMINN 3 Brekkukotsannáll í sjónvarpinu: Oheppileg kvöld valin til sýningar — segja sjónvarpsnotendur, sem hringt hafa til blaðsins Állir vilja sjá Brekkukotsannál i sjónvarpinu, en ekki eru allir aö saina skapi ánægðir meö, aö kvikmyndin veröur sýnd næstu mánudagskvöld tvö. Það þýöir sem sé, aö fólk, sem vinnur vaktavinnu, — aðra vikuna fyrri hluta dags, en hina næstu siöari hluta dags, og þeir eru mjög margir — getur ekki séð hema annan þáttinn fyrr en þá einhvern timaseinna við endursýningu, og þá ef til vill ekki i réttu samhengi. — Hvers vegna i ósköpunum eru þessar myndir ekki sýndar á laugardagskvöldum og sunnu- dagskvöldum? spurði prentari, sem hringdi til blaðsins. Fara til Skot lands til að spila golf Klp-Reykjavik Golfáhugamenn viða um land munu i ár, eins og undanfarin þrjú á, fjölmenna til Skotlands, þegar vora tekur hér. Er ráðgert að halda af stað i þessa fjórðu golfferð Islendinga til Skotlands þann 30.aprfl og koma til baka þann 8. maí. Eins og i fyrri ferðunum verður dvalið i North Berwick, sem er litið þorp skammt frá Edinborg, en þar og i næsta nágrenni eru margir af beztu og frægustu golf- völlum Skotlands. Samkvæmt upplýsingum, sem við fengum hjá Sigurði Matthias- syni og Birgi borgilssyni hjá Flugfélagi Islands, en þeir sjá um skipulag þessara ferða, hafa um 40 manns þegar látið skrá sig, en þeir sögðust búast við, að i þess- ari ferð yrðu þátttakendur á milli 60 og 80 eins og i hinum ferðunum þrem. LÁN HÚSNÆÐIS MÁLA- STJÓRNAR HÆKKUÐ Hinn 8. janúar sl. staðfesti félagsmálaráðherra samþykkt húsnæðismálastjórnar frá 19. desember sl. um hækkun á ibúöa- lánum Húsnæðismálastofnunar rikisins. Samkvæmt þvi hafa nú meðangreind hámarkslán til ibúðabygginga tekið gildi: 1. Hámarkslán úr byggingasjóði rikisins til smiði ibúða, sem bygg- ing verður hafin á eftir 31. desem- ber 1972, mega nema kr. 800.000.00 á hverja ibúð. 2. Hámarkslán úr byggingasjóöi rikisins til smiði ibúða, sem bygg- ing var hafin á fyrir árslok 1972, en verða ekki fokheldar fyrr en eftir þann tima, mega nema kr. 700.000.00 á hverja ibúð. 1 kjörfar þessa siglir einnig hækkun á ibúðalánum stofnunar- innar vegna kaupa á eldri ibúð- um. Mega þau nú nema á hverja ibúð, allt að hálfri fjárhæð há- marksláns skv. 1 lið tilkynningar þessarar. Bakkahverfi, Seljahverfi, Fellahverfi og Hólahverfi TK-Reykjavfk A fundi borgarstjórnar i fyrra- kvöld sagði borgarstjóri það mjög óviðeigandi aö kalla alla þá byggð, sem risin væri i Breiðholti, einu nafni Breiðholtshverfi. Hverfin væru raunar 3 eða 4 og hefði verið rætt um það i borgar- ráöi að gefa þessari byggð fjögur hverfaheiti og hætta þar með að nefna Breiðholtshverfi. Breiðholt I ætti að heita Bakkahverfi, Breiðholt II. Seljahverfi og Fella- hverfi, og Hólahverfi ætti að koma i stað Breiðholts III. 1 ræöu borgarstjóra kom fram gagnrýni á fjölmiðla fyrir að kalla byggðina i Breiöholti Breið- holtshverfi og gæfi það villandi mynd af byggðinni. bó-Reykjavik Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins sat á fundum i gær og reyndi að komast að samkomu- lagi um loðnuverðið. Samkvæmt upplýsingum Sveins Finnssonar skrifstofustjóra, þá voru litlar horfur á þvi, að samkomulag næðist i gærkvöldi, en allt kapp er nú lagtá að ná samkomulagi, þar Togaradeilan: Sáttafundur á mánudag bÓ-Reykjavfk Sáttasemjari hefur boðað undirmenn á togurunum og togaraeigendur til fundar á mánudag 22. janúar, klukkan 10. bessi fundur getur varla verið mikið seinna, þar sem verkfall undirmanna skellur á, ef samningar nást ekki, klukkan 24 á mánudagskvöld. Sáttasemjari var búinn aö halda marga fundi með deiluaðilum fyrir og eftir áramót, en sföasti fundurinn var haldinn 11. janúar og þá miðaði ekkert i samkomulagsátt. bað er vissulega rétt hjá borgarstjóra, að hér er um mörg hverfi að ræða. En sökin á þvi, aö þessi byggð er nefnd Breiðholts- hverfi, er ekki hjá fjölmiðlum heldur hjá borgaryfirvöldunum sjálfum, sem ekki höföu frjórri hug en svo, að þeir nefndu þessi hverfi Breiðholt I, næsta hverfi Breiðholt II og hið þriðja Breið- holt III. Fjölmiðlar urðu að sjálf- sögðu siðan að skila þessari hug- myndaauðgi og málgnótt borgar- yfirvalda rétt frá sér. Borgar- stjórinn er raunar að fylgja þeirri tizku, sem er orðin ýmsum æði töm, að kenna fjölmiðlum um ýmislegt, sem betur má fara i þjóölifinu, en nokkuð ósanngjarnt verður það vægast sagt að teljast i þessu tilviki. sem loðnuskipin eru flest að leggja af stað til veiöa, og reyndar eru sum farin, sem kunnugt er. AA-Höfn Stórviöri hafa gengið hér, það sem af er þessu ári, og hafa bátar þvi litiö komizt á sjó ennþá. bó hafa þeir róið einn og tveir öðru hverju, en afli verið misjafn. I fyrradag fóru þó allir á sjó, og er það fyrsti dagurinn. Afli var þá sæmilegur, flestir með 4-5 tonn. Héðan verða i vetur gerðir út 14 bátar, 2 verða á loðnu, ef og meðan hún veiðist, 5-6 á linu framan af en hinir á netjum eða trolli, og þau veiðarfæri munu linubátarnir taka upp, þegar á liöur. Skinney er nú tilbúin á loðnuna og mun fara út, strax og sjó lægir. Hinn loðnubáturinn, Bergá, er sem stendur i Vestmannaeyjum, þar sem verið er að láta i hana Tillögur borgarstjórans nú um nýjar nafngiftir á hverfin i Breið- holti eru góðra gjalda verðar. En stundum er erfiðara aö halda heilræðin en kenna þau. Nokkru eftir að borgarstjórinn hafði beint þessum tilmælum til fjölmiðla og almennings, að hætt yrði að tala um Breiðholtshverfi, heldur rætt um Bakkahverfi, Seljahverfi, Fellahverfi og Hóla- hverfi i staðinn og þá hvert um sig eftir þvi hvar hlutirnir væru að gerast i Breiðholti, var borin und- iratkvæði tillaga, sem runnin var undan rifjum borgarstjórans sjálfs, og ihaldsmeirihlutinn réð algerlega orðalagi á, og borgar- stjórinn gerði enga athugasemd við, þótt hann ræddi tillöguna að öðru leyti. 1 þessari tillögu var nefnilega ekki rætt um Bakka- hverfi.Seljahverfi eða Hólahverfi heldur um Breiðholtshverfi. Borgarstjórinn verður að vera samkvæmari sjálfum sér, ef hann ætlast til, að mark sé á honum tekiö. En i hnúkana tekur, þegar fjölmiðlar eru skammaðir fyrir að hafa eftir þau heiti, sem hann sjálfur notar um hverfi borgar innar. dælu, og á þvi verki senn aö verða lokið. Hún var áður þekkt undir nafni Guðrúnar borkelsdóttur en hefur átt hér heima siðustu árin og gæfan ekki yfirgefið skipið viö nafnaskiptin. Hún mun stunda loönuveiðarnar með flotvörpu. 1 fyrra hóst hér bygging mikils frystihúss sem á aö risa i þrem áföngum og á samkvæmt áætlun að kosta tæplega 200 milljónir króna. bá er og verið að leggja siöustu hönd á smiði nýrrar mjólkurstöðvar, og veröur hún væntanlega tekin i notkun i byrjun næsta mánaðar. betta er nýbygging frá grunni, gerð sam- kvæmt ströngustu kröfum, og verður mikil bót frá fyrra hús- næöi, en það er gamalt og úrelt á flestan hátt. Loðnuverðið: Samkomulag ekki enn SLÆMAR GÆFTIR FRÁ ÁRAMÓTUM — 14 bátar á vertíð frá Hornafirði Um helgar er sjónvarpsdag- skráin að jafnaði fram úr hófi léleg , sagði þessi maður,og menn geta bara litið á dagskrána núna á sunnudaginn og laugar- daginn þar á eftir — hún var prentuð i Timanum á föstu- daginn. Hefði verið mikil eftirsjá að sumu, sem þar er borið á borð, þótt það hefði vikið fyrir Brekku- kotsannál? Eitthvað þessu likt sögðu fleiri, sem hringdu til blaðsins, vegna þess, hvaða timi Brekkukotsann- ál er valinn og sumir nefndu önnur dæmi eldri um efni, er al- menningi hefði vafalaust verið keppikefli að sjá, en ekki hefði verið valinn timi, þegar liklegast var, að allir gætu látið eftir sér að horfa á sjónvarp. betta eru raddir þeirra, sem sjónvarpið á að þjóna. Timinn hefur aftur á móti hlerað, að mánudagurinn hafi verið valinn fyrir Brekkukotsannál vegna þess að þá eru ekki neinar leik sýningar i leikhúsum i Reykjavik, svo að kvikmyndin drægi ekki úr aðsókn að þeim. -JH. Borgarstjórinn i Reykjavik kennir blöðum heilræði, sem hann heldur ekki sjálfur. V Hafsteinn heiðraður Hlýhugur og samúð almenn- ings gagnvart Hafsteini Jósefssyni og fjölskyldu hans þessa dagana sýnir enn einu sinni, að tslendingar eru hjartgóð og hjálpsöm þjóð. Peningar streyma nú inn i þeirri söfnun, sem hafin er til styrktar Hafsteini og fjöl- skyldu hans. Ilafsteinn varð fyrir varanlegu likamstjópi, er hann setti lif sitt I hættu við að bjarga iifi annarra, en ekki á félagi hans, Ólafur ög- mundsson, sem afvopnaði byssumanninn og yfirbugaði, siður lof og þakkir skilið. Formaður Rauða kross ls- lands hefur nú afhent Haf- steini heiðurspening frá Al- þjóða rauðakrossinum og 100 þúsund króna heiðursverðlaun frá Rauðakrossi tslands. Borgarstjórn Reykjavikur ákvað á fundi i fyrrakvöld að veita Hafsteini 150 þúsund króna viðurkenningu fyrir hugrckki hans. Nokkuð hefur verið rætt um þær bætur, sem Hafsteinn á rétt á frá tryggingakerfinu, og hefur mönnum þótt lágar þær tölur, sem Mbl. birti I þessu sambandi. Þær tölur eru ekki alls kostar réttar, þar sem vafalaust má telja, að úr- skurðað verði, að Hafsteinn hafi verið að bjarga mannslifi, og hlýtur hann þvi slysabætur að fullu og á þá rétt á 727 krón- um á dag, virka daga sem helga. Þegar lækningatimabili lýkur, er örorka Hafsteins úr- skurðuð, og verði hún metin 75%, á hann rétt á 7.244 krón- um á mánuði og 3.707 krónum á mánuði fyrir hvert barn á framfæri eða samtals rúm- lega 22 þúsund krónur á mán- uði og til viðbótar fjölskyldu- bætur vegna barna eða alls um 26 þúsund krónur á mán- uði. Þá fær Hafsteinn gervilim og læknishjálp alla sér að kostnaðarlausu. En það verður auðvitað aldrei bætt með neinum fjár- munum, þegar ungur maöur i blóma lifsins missir annan fót- inn fyrir ofan hné. Úrbóta þörf i framsöguræðu i borgar- stjórn Reykjavikur i fyrra- kvöld fyrir tillögu borgarfull- trúa Framsóknarflokksins um að tafarlaust verði komið upp löggæzlustöð I Breiðholts- hverfi, sagði Alfreð Þorsteins- son m.a.: „i framhaldi af þessari ályktun, sem ég er algerlega sammála, er mjög auövelt að færa rök fyrir þvi, að ibúar Breiöholtshvcrfis búi við meira öryggislcysi en Ibúar annarra hverfa Reykjavikur. i þvi sambandi er löggæzla af skornum skammti efst á blaði, en áöur en ég vik að þvi máli, þykir mér rétt að minnast á það, að sáralitiö hcfur veriö gert til þess að koma upp ýmiss konar félagslegri að- stöðu fyrir Ibúa Breiðholts- hverfis. Æskulýösstarf hefur verið næsta litið og aöallega sótt I annað hverfi. Þá hef ég áður gagnrýnt á borgar- stjórnarfundi, hve seint geng- ur að koma upp iþróttaaðstöðu i hverfinu fyrir börn og ung- linga. Og i þvi sambandi er e.t.v. alvarlegast, að enn mun sennilega liða nokkuð langur timi, þar til Iþróttaaðstaöa fæst, a.m.k. i Breiðholtshverfi III, sem verður stærsti hluti hverfisins. — A meðan verður gatan leikvöllur unglinganna — og við vitum, hvers konar uppeldisstofnun hún getur verið. Undan þessu hafa Ibúar Breiðholtshverfis kvartað, eins og eöliiegt er. Þeir hafa einnig kvartað undan ýmsu •Framhald á bl&. 27

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.