Tíminn - 23.02.1973, Side 6

Tíminn - 23.02.1973, Side 6
6 TÍMINN Föstudagur 23. febr. 1973. Umsjón og ábyrgð: Samband ungra framsóknarmanna Fyrsta ráðstefnan um byggðastefnu SUF var haldin á Akureyri s. I. sunnudag. Ráðstefnan var f alla staði hin glæsilegasta. Áhenni fóru fram ítarlegar og málefnalegar umræður um vandamál lands byggðarinnar. „I byggðastefnu SUF er tekizt á við kjarna vanda- málsins á raunhæfan hátt" sagði Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, á ráðstefnunni á Akureyri Bjarni Einarsson — Uppbygging lands- byggðarinnar ætti fyrst og fremst að gera þjóðfélagið sem heild hagkvæmara — Eggert Jóhannesson — Þótt ungir fram- sóknarmenn séu litt kallaðir til ákvarðana i þessum efnum mun framtiðin vinna með þeim — staðráðnir að berjast fyrir fram- kvæmd þeirra. Þó i dag séu ungir framsóknarmenn litt kallaðir til ákvarðanna i þessum efnum sem öðrum, eru þeir fullvissir um, að framtiðin mun vinna með þeim i þessum málum. Jóhann Antonsson, stjórnarmaður SUF, flutti annað framsöguerindið á ráðstefnunni og gerði grein fyrir atvinnumálaþættinum i byggða- stefnu SUF. Benti hann á, að hið fjölbreytta atvinnulif á höfuð- borgarsvæðinu væri ein helzta or- sök fyrir þvi, að ungt fólk, sér- staklega sérmenntað ungt fólk, tæki sér búsetu á höfuðborgar- svæðinu. Hið einhæfa atvinnulif landsbyggðarinnar skapaði litla möguleika fyrir ungt menntafólk i dreifbýlinu. Ræddi Jóhann siðan mismunandi hlutverk hinna ýmsu atvinnugreina i þjóðarbú- skapnum. Arstiðabundið atvinnu- leysi væri eitt helzta vandamál margra héraða lands- byggðarinnar og ræddi hann ýmis atriði i stefnu SUF, sem miðuð eru við, að ráða bót á þessu vandamáli. Þvi næst gerði hann itarlega grein fyrir stefnu SUF ’i iðnaðaruppbyggingu lands- byggðarinnar og lagði sérstak- lega áherzlu á það, að sveitar- félögum yrði auðveldað að byggja iðngarða, sem þau gætu siðan^ leigt til iðnrekstrar. A hinurti minni stööum, þar sem ekki er grundvöllur fyrir stór- rekstri, veröi sérstök áherzla lögð á iðnað, sem reka má i smáum einingum. Ólafur Ilagnar Grims- son stjórnarmaður i SUF, ræddi i upphafi um byggða- málin frá sjónarhóli is- Elias Snæland Jónsson — Þessi ráðstefna sýnir að timi er til kominn að hefja sókn í byggða- málum.- lenzkrar stjórnmálaþróunar siðustu áratugi og rökstuddi hvers vegna byggðamálin væru þegar orðin og yrðu enn frekar i næstu framtið eitt helzta við- fangsfeni islenzkra stjórnmála. Gerði hann siðan grein fyrir þrem meginþáttum i byggðastefnu SUF. Ifyrsta lagi að vandamálin væru skoðuð frá heildarsjónar- miði, en ekki með áherzlu á af- markaðar aðgeröir, eins og gert hefur verið til þessa. Þess vegna vill SUF að mótuð sé heildará- ætlun um byggðamál á Islandi, a.m.k. 10 ár fram i timann. Mark- mið þessarar áætlunar ætti að vera sköpun byggðajafnvægis með stöðvun fólksflóttans frá landsbyggðinni til þéttbýlissvæða suðvesturlands að meginmark- miði, ennfremur skipuleg nýting landsins og gæða þess. 1 öðru lagi gerði Ólafur grein fyrir mennta- og menningarmálakaflanum i byggðastefnu SUF og lagði rika áherzlu á, hve mikilvægt væri að hindra skiptingu þjóðarinnar upp i tvær menningarheildir, en byggðaröskunin virtist vera að leiða til slikrar skiptingar. Nauð- synlegt væri, að þær menningar- stofnanir, sem væru eign þjóðarinnar allrar störfuðu annars staðar en i Reykjavik, þannig að allir landsmenn hefðu kostá aðnjóta hins bezta, sem is- lenzk menning hefði upp á að bjóða. í þriöja lagi gerði Ólafur grein fyrir samgönguþættinum i’ byggðastefnu SUF, en hann miðast fyrst og fremst við eflingu samgangna milli landshlutanna beint og innan þeirra. Samgöngu kerfi Islands nú væri miðað ein- göngu við Reykjavik. Ef mið- stöðvar landshiutanna ættu að geta eflzt til móts við Reykjavik, yrði að gerbreyta grundvelli samgöngukerfisins. Að lokum lagði hann áherzlu á, að hinar Áskell Einarsson — Margt er mjög vel til fundið i byggðastefnu SUF,- viðtæku aðgerðir i byggðamálum, sem stefna SUF miðaðist við, fælu óhjákvæmilega i sér þörf á gifurlega miklu fjármagni, mun meira fjármagni, en hingað til hefur verið varið til byggðamála. Þess vegna legði SUF til, að frá og með árinu 1974 yrði sem sam- svaraöi 3% aT þjóðartekjum látið renna i byggðasjóð. Þess fjár yrði einkum að afla með framlögum frá þeim, sem bezt eru settir byggðalaga séð, þ.e.a.s. ibúum suðvestursvæðisins enda hafa þeir fyrst og fremst notið þeirra forréttinda, sem nútima Island hefur getað boðið upp á undan- farna áratugi. Að siðustu benti Ólafur á þá áréttingu i byggða- stefnu SUF, að þeir sem færu með stjórn landsins, þyrftu af, hafa pólitiskan styrk og þor til aö gripa til þeirra ráða, sem duga til að snúa byggðarþróuninni við. Bjarni Einarsson, bæjarstjóri íysti ánægju - sinni með byggðastefnu SUF. I henni kæmi fram mikið af góðum hugmyndum. Tekizt væri á við kjarna vandamálsins á raun- hæfan hátt. Slikar stefnuskrár þyrftu þó að þróast ár frá ári. Bjarni ræddi siðan nokkuð um áætlanagerð, einkum um nauðsyn þess að hún væri i senn tengd vandamálum liðandi stundar og markmiðum framtiðarinnar. Uppbygging landsbyggðarinnar ætti fyrst og fremst að miðast við að gera þjóðfélagið sem heild hagkvæmara. Dýrara væri að koma einum manni fyrir á Reykjavikursvæðinu, heldur en úti á landi. Fjármagnsstraumur til landsbyggðarinnar mundi þvi til'lengdarspara peninga og leiða til hagkvæmara þjóðfélags. Rigurinn milli landshlutanna hefði dregið úr pólitiskum styrk Jónas Jónsson — Ýmsum eldri fram- sóknarmönnum brá við, þegar SUF tók byggða- málin upp — Hér fer á eftir úrdráttur úr umræðum, sem urðu um byggðastefnu SUF og vandamál landsbyggðarinnar á ráðstefnu, sem SUF og FUF á Akureyri efndu til s.l. sunnudag. Ráðstefnan var fjölsótt. Elias Snæland Jónsson, formaður SUF, setti ráðstefnuna. Hann minnti á, að stjórnmálabarátta SUF hefði á undanförnum árum fyrst og fremst beinzt að um- sköpun islenzk þjóðfélags i anda hugsjóna, jafnaðar, samvinnu og lýðræðis. Sú byggðastefna, sem stjórn SUF hefði nú markað, bæri greinilegt svipmót þessara hug- sjóna. Jöfnuður allra lands- manna, samvinna milli þeirra og aukið lyðræði væru helztu kjarna atriði þessarar stefnu. A siðasta þingi SUF hefði verið talið nauð- synlegt að beita sér fyrir stefnu- mótum i byggðamálum, sem leitt gæti til raunhæfari aðgerða á þessu sviði en sézt hefðu til þessa. Lýsti Elias siðan á hverh hátt byggðastefna SUF hefði verið mótuð. 1 mótun hennar heföu tekið þátt fjölmargir aðilar viða um land. Að svo mæltu fól Elias Ingvari Baldurssyni, formanni FUF á Akureyri, stjórn ráð- stefnunnar. Eggert Jóhannesson, varaformaður SUF, greindi i upphafi ræðu sinnar frá þvi, að SUF væri með þessari ráðstefnu 0g þeim ráðstefnum, sem haldnar yrðu i næstu viku að leggja byggðastefnu sina fram til umræðu og óska þar með eftir ábendingum um endurbætur á henni, sem siðan gætu leitt til endurskoöunar stefnunnar. Eggert ræddi siðan þróun sveitastjórnarmála á tslandi siðustu áratugi, sérstaklega hina miklu aukningu miðstjórnar- valdsins. Eitt mikilvægasta atriði varðandi byggðamálin væri dreifing valdsins til fólksins sjálfs, þar sem það byggi. 1 þessu skyni legði SUF til, að staða sam- taka sveitafélaga yrði fest i lögum. Þannig yrðu efldar sam stæðar heildir um alla lands- byggðina, sem væru nægilega sterkar til að geta tekið að sér ýmiss þau verkefni, sem nú væru i höndum rikisvaldsins i Reykja- vik . Siðan ræddi hann um húsnæðismálin. Þau væru <;itt helzta vandamál lands- byggðarinnar. Eggert gerði grein fyrir hinni itarlegu stefnu SUF i þeim málum, sem einkum einkenndist af hagkvæmari lánum til húsbygginga úti á landi. Ennfremur ræddi hann nauðsyn aukinnar verkmenntunar, sér- staklega iðnaðarmenntunar, ef öflug iðnvæðing ætti að geta átt sér stað úti um landsbyggðina. 1 lok framsöguerindis sins dró Eggert saman nokkur megin- atriði i byggðastefnu SUF. Þau væru: 1) Að beina fjármagni þjóðarinnar til þess að byggja landið allt innan ramma heildar- áætlunar um æskilega þróun byggðarinnan 2) Að dreifa valdinu i þjóðfélaginu, færa það nær fólkinu og gera það þannig virkt og ábyrgt um stjórn eigin mála. 3) Að fyrirbyggja skiptingu þjóðarinnar eftir menntun og lifs- afkomu. Ungir framsóknarmenn gera sér ljóst, að eitt og annað á eftir að torvelda framkvæmd þessara markmiða, en þeir eru

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.