Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. marz 1973 TÍMINN 3 FRAMLEIÐSLA HAFIN Á TILBÚNUM FISKRÉTTUM Er hér um aö ræða sams konar vinnslu og fer fram i þeim tveim verksmiðjum, sem íslendingar reka i Bandarikjunum. Eru þær verksmiðjur, að visu margfallt stærri en verksmiðjan á Kirkju- sandi.en fiskréttirnir verða unnir hér á svipaðan hátt og þar er gert: Framleiðslan verður bæði seld á innanlandsmarkaði og flutt út. Er einkum hafður i huga markaður i Evrópulöndum. Útflutningur er þegar hafinn. Gerður hefur verið samningur við fyrirtæki i Austurriki um sölu á 100 lestum af fiskréttum, sem pakkað er i 400 gr. neytendaum- búðir. Nýlega voru seldar 2,5 lestir af fiskréttum til fyrir- tækisins IRMA i Danmörku, og verður sá fiskur kynntur á sér- stakri Islandsviku, sem það fyrirtæki efnir brátt til. Þá hefur verið samið við Loftleiðir um sölu á þeim fiski, sem verður á boð- stólum i flugvélum félagsins á þessu ári. Alls er búið að selja fiskrétti fyrir um 17 millj. kr. Undanfarið hafa nokkur sýnis- hórn af framleiðslunni vérið á markaði i verzlunum á höfuð- borgarsvæðinu, og verður bráð- lega hafizt handa um kynningu á framleiðslunni hér á landi. Enn sem komið er hefur fram- leiösla á fiskréttum meö brauðmylsnu eða forsteiktum fiski ekki hafizt, en brátt mun þeim liðum bætt i framleiðslustig verksmiðjunnar. Forráðamenn verksmiðjunnar telja, að ekki ætti aö vera siður markaður fyrir hálftilbúna fiskrétti hér á landi, eða I Evrópulöndum, en i Banda- rikjunum, þar sem slíkir réttir njóta sivaxandi vinsælda. I Bretlandi hefur um árabil verið rekin litil fiskréttaverk- smiöja. Um s.l. áramót var starf- rækslu hennar hætt, en véla- og tækjakostur hennar að mestu fluttur hingað til lands til Boðsgestir bragða á fiskréttunum. Frá vinstri: Erlendur Einarsson, Magnús Kjartansson, Þórarinn Sigurjónsson i Laugardælum, Þórhallur Asgeirsson fyrir borðsenda og yzt til hægri Arni Snævarr og Eysteinn Jónsson. — Tlmamynd: Róbert. Þjóðleikhúsið: „Furðuverkið" frumsýnt í Festi Grindavík á morgun „Mig langar svolítið", sagði K.M. ,,Það lízt mér Ijómandi vel á", sagði S.E. Fyrr hefur verið sagt hér frá æfingu Þjóðleikhússins á Furðu- verkinu i Lindarbæ. Furðuverkið hefur nú náð endanlegri mótun, og á morgun, laugardaginn 17. marz, verður það opinberað. Hér er að sjálfsögðu átt við frumsýn- ingu á Furðuverkinu en hún verður i félagsheimilinu Festi I Grindavík kl. 3 eftir hádegi. — Þetta mun vera i fyrsta sinn, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir ut- an höfuðborgarinnar og einnig i fyrsta sinn, sem það fer með barnaleikrit út á land. — Við telj- um, að til þess að Þjóðleikhúsið beri nafn sitt með rentu, veröi það að leggja áherzlu á að ná til þjóðarinnar allrar. Við erum spennt að sjá, hvaða viðtökur verk fær, sem ekki hefur þegar Skrúfudagur vél- skólans á morgun HINN árlegi kynningardagur Vélskóla Islands, skrúfudagur- inn, verður laugardaginn 17. marz i 12. sinn. Dagurinn dregur nafn sitt af merki skólans, sem er skipsskrúfa. Dagskrá skrúfudagsins hefst meö hátiðafundi I hátiðasal Sjó- mannaskólans kl. 13.30. Skóla- stjóri flytur ávarp, Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyj- um, flytur erindi, nemendur skemmta með söng, hljóðfæraleik og upplestri og kennari ársins veitir viötöku skrúfunni, sem er viðurkenning frá nemendum. Kl. 14.30 hefst svo kynning á starfsemi skólans. Skólinn telur sér það mikils virði að halda tengslum við fyrrverandi nemendur og álitur það vera til gagns og ánægju fyrir báða aðila, aö þvi sambandi sé við haldið. Skólinn telur mikilvægt að veita forráðamönnum nemenda innsýn i skólastarfið, en á skrúfudaginn eru nemendur að störfum i öllum verklegum deildum skólans, svo sem vélasal, smiðastofum, efna- rannsóknastofu, raftækjasal, fjarskipta- og stýritæknistofum. Nemendur veita upplýsingar um tækin og skýra gang þeirra. Nemendur skólans eru nú um 320, þar af 280 i Reykjavik. Um 15 nemendur frá Vestmannaeyjum stunda nú nám við skólann i Reykjavik. Nemendur Vélskólans eru að búa sig undir hagnýt störf i þágu framleiðsluatvinnuveganna og má búast við, að marga fýsi að kynnast þvi, með hvaða hætti þessi undirbúningur fer fram. Þess er vænzt, að fyrrverandi nemendur, vinir og velunnarar skólans fjölmenni I skólann á skrúfudaginn. Kaffiveitingar á vegum Kvenfélagsins Keðjunnar verða i veitingasal Sjómannaskólans frá kl. 14.00. Aö skrúfudeginum standa Vélskóli íslands, Skólafélag Vélskóla íslands I Reykjavik, Kvenfélagið Keðjan og Vélstjóra- félag Islands. verið sýnt og fengið sinn dóm hér I Reykjavfk. — Eitthvað á þessa leið komst Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri aö orði á blaða- mannafundi i Lindarbæ nú nýver- ið, þar sem Furðuverkið var kynnt blaðamönnum. „Mig langar svolitið” voru fyrstu orð Kristinar Magnús, er hún hitti Svein að máli i haust, og það, sem hana langaði til, var að setja á svið og „impróvisera” barnaleikrit um þróunarsögu stjörnukerfisins og mannsins, en það mun vera næsta litið um bæk- ur og aðgengilegar heimildir fyrir börn um þetta efni hér á landi. — Sveinn tók undireins skinandi vel i þetta og skildi strax, hvað ég var að fara, segir Kristin. Og um jóla- leytið hófust siðan æfingar og smið Furðuverksins. Kristin Magnús, sem er leik- stjóri, meðleikari og aöalfrum- kvöðull verksins, fékk hugmynd- ina að þvi erlendis fyrir tveim ár- um, er hún sá þar hliöstætt leik- verk, en þó ekki nærri þvi eins itarlegt. Leikendur auk Kristinar eru þrir, þau Sigmundur örn Arn- grímss., Halla Guðm.dóttir og Herdis Þorvaldsdóttir, sem mun vera aö leika sitt 100. hlutverk, eða svo. Búninga og sviösbúnað hefur Birgir Engilberts gert, en leiktjöld eru máluð af nemendum i Handiða- og Myndlistarskólan- um. Tónlist og ljóð sömdu þeir Arni Elvar og Hrafn Guðmunds- son I sameiningu, og sér Árni um undirleik. á rafmagnsorgel, og auk þess leikhljóð. Furðuverkið hefur oröið þannig til, að Kristin hefur gefið sam- leikurum sinum ramma eða textasviö, sem hópurinn hefur siðan sameiginlega fyllt út og komið I endanlegt horf eftir margar æfingar. Leikgerð sem þessi mun allsjaldgæf hér á landi, en hefur þó eitthvað þekkzt áður. Má geta þess, aö I eina tið þótti svona leikgerö og aölútandi leikur hin eina og sanna leiklist, og sömu viðhorf eru rikjandi viða um heim I dag og vex fiskur um hrygg. Fræðsla og gaman — Við höfum lagt áherzlu á að gera efnið i senn fræðandi og skemmtilegt og vonum, að það muni koma vel út. Leiksýningin veltur mikið á þátttöku og viö- brögðum áhorfenda, barnanna, — og þeirra fullorðnu. — Við ætlum okkur alls ekki aA brjóta niður kristindómsfræðslu barnanna, heldur aðeins að koma á framfæri kunnum, sönnum og visindaleg- um staðreyndum, og umfram allt I skemmtilegum búningi, segir Kristin M. Kristin las sér mikið til I bók- um, áður en hún hófst handa viö leikgerðina. Og viö æfingar og samningu verksins hefur örnólf- ur Thorlacius menntaskólakenn- ari verið hópnum ráðgefandi i visindalegu/þróunarsögulegu til- liti. Þjóðleikhúsið áformar aö fara með sýninguna út um allt land og koma við I sem flestum sam- komuhúsum landsbyggöarinnar. Og eins og áður segir veröur frumsýning Fruðuverksins I Festi I Grindavik kl. 3 á morgun. Væntanlegar sýningar, sem á eft- ir fylgja, verða á laugardögum og sunnudögum. —Stp Bræla á loðnu- miðum Klp-Reykjavlk. Bræla var á loðnumiöunum I gær og fyrrinótt og var vciði litil. Aðeins eitt skip hafði tilkynnt um afla til loönu- löndunarnefndar klukkan sex I gærdag, Fifill, sem var með 350 lestir. Búast má við að þróarrými losni eitthvað af þessum sökum I dag og á morgun. Vitað er um að 3000 lesta rými losnar hjá verksm. Kletti I dag, en það ætti ekki að vera lengi að fyllast ef veöur helzt gott á næstunni. Um loðnuna þarf ekki að óttast, sjó- menn segja að nóg sé af henni á öllu svæðinu frá Hrollaugseyjum að Bjargtöngum. HAFIN er framleiðsla hér á landi á hraðfrystum fiski i neytenda- umbúöum og brátt mun verða gerð tilraun til að bæta brauðmylsnu á fiskinn og slðan að forsteikja hann. Það er fyrirtækið Fiskréttir h.f., sem aö fram- leiðslunni stendur, en stofnendur fyrirtækisins eru SIS og niu frystihús, sem selja afuröir sínar á vegum Sjávarafuröadcildar Sambandsins. Er þessi fram- leiðsla enn á tilraunastigi, en vonir standa til að sú þróun verði, að I framtiöinni verði hægt að fullvinna fiskinn, sem seldur er úr landi, eins mikið og kostur er með islenzku vinnuafli. Verksmiðja Fiskrétta h.f. er á Kirkjusandi. notkunar i nýju verksmiöjunni. 1 stórn Fiskrétta h.f. eru Guðjón B. Ólafsson. fram- kvæmdastjóri, Arni Benedikts- son, framkvæmdastjóri og Rikharð Jónsson, framkvæmda- stjóri. Framkvæmdastjóri er As geir Leifsson, hagverkfræöing- ur. OÓ „Þrjátíu ára stríðið" t siðasta tölubl. Dags á Akureyri er fjallað um verð- bólguna og efnahagsmálin I forystugrein. Grein þessi ber yfirskriftina „Þrjátiu ára striðið” og er svohljóöandi: „t þrjátiu ár hefur sifellt verið að endurtaka sig sama sagan I efnahagslifi tslend- inga: Eyðslan vex meira en raunverulegar þjóðartekjur. Laun hækka, verðlag hækkar á vörum og þjónustu innan- lands. Af þessu leiðir, að reksturskostnaður fer vaxandi hjá þeim, sem annast fram- leiðsluna, sem þjóöin lifir á. Sá hluti framleiöslunnar, sem fer á innlendan markaö, er þá hækkaður I verði. En verö- laginu á erlendum mörkuðum getum við tslendingar ekki ráðið. Ef það stendur I stað eöa hækkar minna en nemur rekstrarkostnaöinum innan- lands, kemst útflutningsfram- leiðslan I greiðsluþrot. Þá er þjóðarvoöi fyrir dyrum ef ekkert væri að gert. Þegar svo er komið er venjulega rætt um þrjár leiðir. Ein leiðin er, sem kölluö var, að klifra niður stigann, þ.e. að lækka samtlmis allt kaupgjald og verðlag, skuldir og inneignir hér innanlands. Þessi leið hefur aldrei verið farin. önnur leiöin er að greiöa verðuppbætur á útflutninginn og leggja á þjóðina skatta I ýmsu formi i þvi skyni. Þriðja ieiðin er svo gengisbreyting, sem hækkar útflutningsverðið I krónutali. Þessar tvær siðastnefndu leiöir hafa verið farnar á vlxl, samhliða niðurgreiðslum á vöruverði innanlands til að lækka reksturskostnaðinn. Það er sama hvort rlkis- stjórnin hefur veriö kölluð hægri stjórn eða vinstri stjórn, alltaf hafa þessar leiðir verið farnar, önnur hvor en þó oftast báðar samtimis. Svona er verðbólgan og alltaf minnkar krónan. Rýrnun sparifjár Verðbólgan hefur I för með sér tilfinnanlega skattlagn- ingu sparifjár. Oft hefur þvi verið rætt um aö verðtryggja sparifé. Það þýöir, að einnig yrði að verðtryggja útlánin. Þá myndi trúlega vinum verðbólgunnar fækka. Vera má, að kalla mætti þetta fjórðu leiðina i striðinu við veröbólguna. Hún hefur verið reynd, en ekki I svo stórum stll að kalla megi hag- stjórnartæki I reynd. Það verður að játa, að I þjóðfélaginu eru að verki ýmis sterk öfl, sem gera stjórn- völdum erfitt fyrir á hverjum tima i verðbólgustriðinu. Ef forystumenn stéttarfélaga og stjórnarandstöðu og sá hiuti þjóöarinnar, sem eyðir fé þjóðarinnar I óhófi, sam- einuöust um að hætta að leggja verðbólgunni lið, myndi margt breytast. En það, sem úrslitum ræður I þessu strlði er al- menningsáiitið, og á meðan almenningur lætur telja sér trú um, að margar litlar krónur skapi betri llfskjör en færri stórar, heldur verðbólgan velli.” -TK. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA S6HDIBILASTÖDIN Hf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.