Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 16. marz 1973 Umsjóii: fllfreð Þorsteinsso Beigsteinn Jónsson: Hneisa í skíðamálum á Stór-Reykjavíkursvæðinu Bláfjallamót 1 dag 10. marz átti aö fara fram skiðamót i Bláfjöllum en veður hamlaði. Engu að siöur var búið að lesa þá ath. semd i útvarp eins og ekkert væri sjálfsagðara ap keppendur yrðu fluttir á snjóbil þvi vegurinn væri ófær sökum snjóa. Það er búið að vera blið - skaparveður i viku og meira til, það er þvi aðeins fármunanlegum skorti á þjónustunni að kenna að ekki skuli vera búið að opna veginn fyrir löngu. Sómi þessa mesta þéttbýliskjarna landsins liggur við að vegirnir til skiða- landanna séu opnaðir eftir hvern hriðarbyl og þannig alltaf færir almenningi þegar veður leyfir skiðaferðir. Fyrir fáum árum, þegar trimmingarherferöin reið hér húsum, var töluverð umræða og bollaleggingar um aðstöðu fólks til iðkana útiiþrótta. Beindist talið þá mest að sklðamennsku. Enda þótt ég legöi ekki mikiö til þessara mála hafði ég gaman af aö fylgjast meö þessum umræðum og ábendingum, sem þar komu fram. Deilt á opinbera aðila Svo sem oft vill verða var þá nokkuð deilt á opinbera aðila og þeir sakaðir um deyfð og aö- geröarleysi, að þeir sýndu ekki áhuga jafnbrýnu menningarmáli eins og aöstaöa fólks til útivistar veröur að teljast. Værum við aö dragast aftur úr öðrum þjóðum I þessu sambandi og furðu lýst að svokallað Stór-Rvikursvæði skyldi ekki eiga viðunandi skiöa- vettvang. Ég held ég fari rétt með það, að ekki bar þó á meiri hortugheitum eða kröfugerð hvað þetta snerti en svo, að nægja mætti ef lagður yrði vegur i eitthvert gott skiða- land, þar sem snjó legði snemma og tæki seint að vorinu. Einkum voru Bláfjöll nefnd I þvi sam- bandi. Ekki bar á ööru. Bláfjalla- vegurinn kom við mikinn fögnuð og var óspart notaður, þótt nokkrum truflunum ylli að tvö allt að 2-300 bilastæði vantaði á leiðinni frá Rauöuhnúkum til endastöðvar. A þetta var þegar bent hér I blaöinu, þó ekki hafi oröið úr lagfæringu enn. Góð viðbrögð fólksins Fólk notaði sér þessa aðstööu, sem hafði skapazt eins og föng voru á. Umferöin var svo mikil að öngþveiti skapaöist á veginum hvað eftir annað sökum fárra út- skota og vöntunar á bilastæöum. Margir aöilar urðu til þess að koma uppeftir með lyftur að visu var þar aðeins um að ræða „tractorslyftur”, sem eru nú lik- lega ekki fyrirfinnanlegar i öðrum löndum, enda hvergi á hnettinum hægt að fá tilheyrandi mittisbelti. Sýndi þetta einkar glöggt að við hér vorum að sigla inn i bernskuskeiö skiöalyftu- tækninnar um likt leyti og aðrir voru komnir á aldur hins full- þroskaða manns i þessum málum. Til að bjarga þessum vandræöum hófst einn áhuga- samur sportvörukaupmaður Bergsteinn Jónsson handa aö láta gera þessi belti hér, en við það hækkuöu þau að sjálf- sögðu i verði um meir en helming og kosta nú hátt á annað þúsund. Aðeins fær á sumrum Nú i vetur, einkanlega upp á siðkastiö, hefir það hent, sem likast til fáa hefir órað fyrir, að Bláfjallavegurinn er sem ólagður einmitt þegar hans er mest þörf. Fæstir hafa trúlega reiknað með þvi að þegar vegur er lagður i skiðaland eigi hann ekki að vera fær nema um sumartimann, eða þá þegar svo rignir aö ekki er snjó að sjá. Sú hefir þó raunin oröið á hvaö snertir veginn i Bláfjöli, a.m.k. þennan vetur. Fyrst i vetur snjóaði svoiitið I fjöll en slðan, einkanlega eftir áramót, tók að rigna af svo ömur- legri endingu aö allur snjór rann, einnig úr hverri fjallaskoru. Þá var vegurinn i Bláfjöll fær. Fyrir ca. hálfum mánuði tók að snjóa og vaxandi sl. viku og mest I fjöll að venju. Hugðu nú margir gott til glóðar. Skiðamót Skiða-mót var boðað I Skála- felli, en aflýsa varð þvi vegna veðurs. Enn leiö timinn og áfram hélt að snjóa af og til. Sunnud. 4. marz var indælt veður og ekkert til fyrirstöðu að mótið færi fram hvað það snerti. Keppendur voru og mættir hvaðanæva að af landinu. Allur almenningur hér i borginni, sem skiði hefir eignazt, en þeir eru orðnir margir, hugsuðu gott tii að skreppa til fjalla og njóta góöa íoftsins vera sér og öðrum til skemmtunar og horfa á færustu skiðamenn landsins keppa með sér á skiðum. Ekki sársaukalaust Þegar hér er komiö er ekki sár- saukalaust að halda sögunni áfram en þó veröur ekki undan þvi vikizt. Það kom i ljós að veg- urinn i Skálafell var aðeins fær að Seljabrekku ölium venjulegum bilum sökum snjóþyngsla. Meira að segja jeppar sneru þarna við. Þó munu þeir, sem fyrstir fóru hafa brotizt alla leið á f jallabilum og þannig munu allflestir kepp- endur hafa komizt á leiðarenda. Þarna hlóðust bilarnir upp fastirhver um annan þveran. Allt var I bendu og reiöileysi. Fólk, sem farið hafi að heiman i góðu skapi var nú komið i vont skap. Það var ýtt og togað, mokað og spólað. Færð og fyrirgreiðslu heyrðist formælt, en mannlaus fleiri tonna ýta stóð skammt frá og mændi sjónláusum glyrnum á hildarleikinn i fönninni. Að venda i önnur hús Nú tóku þeir, sem aftastir voru að reyna að snúa við og tinast sömu leiö til baka fundu þeir för sinni á Suðurlandsveg og hugðu gott til, þó ekki fengju þeir að horfa á neitt skiömótið, að komast til Bláfjalla. Allir vissu að I þeim var feikna snjór. En þó nokkuð sé stundum talað hér um ósamræmi 1 ýmsum fram- kvæmdum skal enginn halda að vegamál til skiðalanda Rvikinga hafi ekki harmoniseraö þennan dag. Þegar komiö var að Blá- fjallaafleggjaranum sást fljótt að i stað þess að láta mokstur fara fram, hafði stórum búkka verið komið fyrir þvert á veginn og á hann letraö: LOKAÐ. Fljót og einkar handhæg afgreiösla. Nú lá leiöin í Hveradali, en þegar kom austur á há Svinahraun blasti bilaröðin við, þar sem hún loks endaði viö fellið vestan Hvera- dala og öll plön auðvitað öng- þveiti-full upp við skála. Enda þótt lyftan i Hveradölum afkasti miklu og sé rekin af dugnaöi og myndarskap getur hún auðvitað ekki annað Stór-Rvikursvæðinu öilu á sama tima. Nú sneru menn enn einu sinni við og leituöu uppi ýmsar brekkur og renndu sér án aðstoðar lyftu þennan litla tima, sem ekki hafði farið I að skyggnast um eftir imyndaðri þjónustu. Það er llka e.t.v. I fullu samræmi viö motto hins frjálsa framtaks aö hver komist á sin skiöi öðrum að þakkarlausu. Fjáröflunarleið Nú er þess að vænta að skiða- mót sé helzta fjáröflunarleið skiðafélaganna, svo sem iþrótta- mót eru það yfirleitt. Það er þvi vart sársaukalaust þegar nokkrir nær ódrepandi áhuga- og dugnaðarmenn i iþrótta- félögunum eru búnir aö koma Þessi mynd er tekin viö Skiöaskálann I Hveradölum. skiöaiþróttinni þaö til vegs i landinu, sem hún er I dag, að þeir skuli ekki mega vænta hjálpar samfélagsins að gera vegarspotta færan svo fólkið komist að þeim þegar mót eiga að fara fram. Mótin eru viðurkennd nauðsynleg reynsla fyrir keppendur og þar eiga áhorfendur sinn þátt. Svo þegar þetta áhugasama fólk þrátt fyrir litla fyrirgreiðslu ,heima fyrir, er komið á erlendan vettvang til keppni og hreppir ekki efstu sætin, eru launin (fyrir utan iaunamissinn) aöhlátur og athugasemdir á þá leið að þvi væri nær að vera heima og vinna verk. Þar höggva þeir er hlifa skyldu. Hvað mundum við segja? Hvaö mundum við segja ef ófært væri sökum snjóa i Laugar- dalshöll þegar keppni I hand- knattleik ætti að fara þar fram? Hvað mundum við segja ef Rvikingar væru komnir til þátt- töku I sklðamóti til Isafjarðar eða Akureyrar, en þegar til ætti að taka væri ófært I skiöalandið fyrir snjó. Ég veit fyrir vist að i báðum þessum stöðum, sem ég nefndi er skiðalandinu ávallt haldiö opnu fyrir almenning. Það er þvi alveg augljóst að ef þessi mál eru ekki orðin okkur hér við Faxaflóa til skammar geta þau ekki orðið það. t skiðalyftu i Bláfjöllum. Niðurstaða Islendingar eru ártugum á eftir öðrum þjóðum hvaö snertir aðstöðu til skiðaiðkana. Reyk- vikingar eru næstum annað eins á eftir öðrum landshlutum i sama máli. Það er hneisan við Faxa- flóa. Það mætti kannski benda.ekki bara nýsettum borgarstjóra, heldur og allri borgarstjórn á, að stór hópur þess fólks sem liður fyrir þessu hneisu umdæmis sins, kemur til meö að ganga að kjör- borði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.