Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 20
MERKIÐ SEM GLEÐUR Hittumst i kmtpféiaginu Gistió á góðum kjörum #HimL# =igjri B1 nl GOÐI | fyrir góúan mat $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS A,m pi % Nll!!|||| II! 1 Þetta er TIvóli I Kaupmannahöfn — skyldu sölubörn Tfmans ekki geta unaö sér þar eina kvöldstund. Sölukeppni Tímans heldur áfram Keppni sölubarna Timans hófst um slbustu helgi og fór vel af staö, enda til nokkurs aö vinna, þar sem þau tvö, er röskust reynast viö lausasölu, munu fá ókeypis ferötil Kaupmannahafnar I fylgd meömannifrá Timanum, er mun veröa þeim þar til leiösagnar og aöstoöar. ÍBK í „UEFA CUP" Klp-Reykja vik. Keflvlkingar sigruöu Akurnesinga 1:0 1 leik um :ija sætiö f 1. deildarkeppninni 1972, sem fram fór á Mela- vellinum I gærkveldi. Meö þessum sigri vann IBK sér rétt til aö taka þátt I Meistarakeppni KSt, sem nú er aö hefjast og aö takaþáttl „UEFA CUP” Steinar Jóhannsson skoraöi sigurmarkiö um miöjan siöari hálfleik. Þessi keppni er miðuð við það, hvaða börn eða unglingar ’selja mest af laugardags- og sunnu- dagsblöðum Timans næstu þrjá mánuði, og það er að sjálfsögðu mikils vert fyrir þá, sem ætla að keppa til vinnings, að ganga nú þegar rösklega til verks við söl- una. En svo koma sölulaun auð- vitað að auki, og það er drjúgt, er selja má, þegar gengið er með blaðið hús úr húsi þessa daga, þegar þaö flytur bæði mikið og fjölbreytt lesefni. Þau börn, sem ekki byrjuðu strax um siðustu helgi.geta komið i leikinn um þá helgi, sem nú er fram undan, og er þá bezt fyrir þau að hafa sam- band við afgreiðslu Timans um það i dag. Þau, sem i úthverfum búa, geta fengið blaðið sent heim til sin. Þó að ekki geti nema tvö börn hreppt stóru vinningana, Kaup- mannahafnarferðina, munu fleiri, sem fram úr skara fá ein- hvern glaðning. Bílasýningin stóra í næsta mónuði Klp—Reykjavik. — Eins og við höfum áður sagt frá, hefur BIl- greinasambandiö ákveöiö, að efna til bifreiöasýningar dagana 27. aprll til 6. mal n.k. A þessari sýningu, sem er önn- ur sýningin, sem þessir aðilar gangast fyrir, verða sýndar um lOOfólks- og jeppabifreiðir. Verða þær til sýnis á um 4000 fm. svæði innanhúss, en utanhúss á um 3000 fm. svæði, verða sýndar sendi- ferða- og vöruflutningabifreiðar. Þá er áformað að setja upp full- komið bifreiðaverkstæði á staðn- um og sýna þar tæki tengd bif- reiöaviðgerðum. Ennfremur verða sýnd þarna hjólhýsi, bátar, jarðvinnsluvélar og fl. Tryggingafélögunum, oliu- félögunum og þeim aðilum, sem vinna að bættri umferðarmenn- ingu, hefur verið gefinn kostur á að kynna starfsemi sina á sýning- unni. Margir aðilar taka þátt i þess- ari sýningu og ætti hún þvi að geta gefið nokkuð góða heildar- mynd af þvi, sem er á boðstólum á þessu sviði. Framkvæmdastjóri sýningar- innar hefur verið ráðinn Guð- mundur E. Þórðarson, viðskipta- fræðingur, en i sýningarnefndinni eru: Þórir Jónsson, Ingimundur Sigfússon og Matthias Guð- mundsson. LANDNAMSHATIÐIN UNDIR SMÁSJÁNNI UPP á síökastið hefur komið fram í fjölda samþykkta ýmissa félaga, sem og blaöaskrifum, aö landnámshátiö áriö 1974 meö þvi sniði, scm aö viröist hafa veriö stefnt nú alllangan tlma, fær ekki góöan hljómgrunn I landinu. Viröist mikill meirihluti fólks kjósa minni iburö og minni um- svif. Voru þaö skólastjórar i Reykjavlk, sem kváöu upp úr með þaö, og var llkt og stífla heföi brostiö, er samþykkt þeirra vp.r birt. Það virðist einkum vera þrennt, sem fólk setur fyrir sig. t fyrsta lagi telja margir fyrirsjá- anlegan óhæfilegan kostnað, i öðru lagi óttast menn, að Þing- vellir liggi í örtröð eftir margra daga hátið tugþúsunda manna og 71 HLAUT VIÐURKENN INGU FYRIR AKSTUR SINN Aöaifundur klúbbsins ÖRUGG- UR AKSTUR I Arnessýslu var haldinn I fyrrakvöld aö Hótel Sel- foss. Þar voru afhent samtals 71 viðurkenningar- og verölauna- merki SAMVINNUTRYGGINGA 1972 fyrir öruggan akstur — 34 fyrir 5 ára — 35 fyrir 10 og 2 fyrir 20 ára öruggan akstur. Aðalræðumenn kvöldsins voru þeirfeðgar Kristján Baidvinsson, sjúkrahúslæknir á Selfossi, sem flutti fróðlegt erindi um „Umferðarslys og afleiðingar þeirra — og Baldvin Þ. Kristján- son, sem talaði um „ökuhæfni landsmanna” og sýndi litskugga- myndir. Umræður voru fjörugar um hina ýmsu þætti umferðar- öryggismála, stóðu þær framyfir miðnætti og tóku margir til máls. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa þessir menn: Karl Eiriksson, ökukennari formaður, Sigurður Björgvinsson bóndi og Guðmundur Sigurdórsson bif- reiðarstjóri. Sýnd var kvikmynd umferðar- ráðs: „VETRARAKSTUR”. Fundinn sóttu milli 60 og 70 manns. Fundarstjóri var Stefán Jasonarson, hreppstjóri i Vorsa- bæ, formaður Landssamtaka klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR. Waldheim væntanlegur Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun koma í opinbera heimsókn til Norðurlandanna fimm, Danmerkur, Finnlands, ls-- lands, Noregs og Svíþjóðar í boði ríkisstjórna þessara landa dagana 6 . til 12. maí n.k. Hann verður á Islandi 11. og 12. maí. Jóðsjúk kona sótt í þyrlu í Brynjudal i þriðja lagi býr sá grunur i brjósti ýmissa, að drykkjuskapur og óreiða setji svip sinn á slfka samkomu, landi og þjóð til smán- ar, auk slysahættu, og er þá eink- um skirskotað til þess, hvernig tókst um þjóðhátiðina i Reykjavík siðast liðið sumar. Aðrir eru svo þeir, sem þykir hart aðgöngu að falla frá þeim áætlunum, sem gerðar hafa ver- ið, og vitna þeir gjarna til al- þingishátiðarinnar 1930, sem tókst með miklum ágætum. Enn hefur því ekki verið ráðið til lykta, hver verða afdrif þjóð- hátiðarmálsins, og eru þing- flokkarnir einmitt að ráða ráðum sinum um það þessa dagana. Virðist það þrennt, sem kemur til greina. Sumir vilja fella Þing- vallahátið niður með öllu og láta dagamun heima I héruðum nægja, og rökstyðja þeir skoðun sina meðal annars með þvi, að landnámshátið sé Þingvöllum með öllu óviðkomandi, þótt eðli- legt væri að halda þar alþingis- hátíð og stofna þar lýðveldi, sem og að halda þar kristnitökuhátíð árið 2000. Aðrir telja það koma til greina, að efna til hátiðahalds á Þingvöllum einn dag, þótt þvi fylgi mikill kostnaður við vega- gerð, bifreiðastæði og hreinlætis- aðstöðu. Loks eru svo þeir, sem vilja binda sig við þriggja daga hátíðina. Að svo komnu verður ekki sagt, hver verður niðurstaðan. Mjög ósennilegt er þó, að efnt verði til þriggja daga hátíðar á Þingvöll- um, úr þvi sem komið er, en hitt getur hvort tveggja komið til greina, að Þingvallahátið verði felld niður eða farinn meðalveg- ur, sem kannski er trúlegast, og höfð þar eins dags samkoma, þar sem þingfundur yrði eitt megin- atriðið. Berlín: Skotið á austur- þýzkan flóttamann I FYRRINÓTT var þyrla land- helgisgæzlunnar fengin til þess að sækja konu meö léttasótt upp aö Ingunnarstööum I Brynjudal, þar sem ökutækjum varö ekki viö komiö vegna vatnavaxta. Lenti hún þar á túninu og flaug suöur meö konuna, er ól barn skömmu eftir að hún kom I fæöingardeild Landspitatans. Ingunnarstöðum um nóttina, og lét ljósmóöirin þá samstundis kalla á lækni. Kom Haukur læknir Þórðarson upp eftir, og var hann borinn yfir ána frammi á eyrunum. Akvað hann sam- stundis að leita aðstoðar Slysa- varnarfélagsins, er útvegaði þyrluna. Austurþýzkir landamæraverðir skutu i gær mörgum skotum á mann, sem reyndi að flýja til Vestur-Berlinar, aö þvi er fregnir þaðan herma. Maðurinn hneig niður og var ekið á brott I sjúkra- bil. Borgarstjórn V-Berlinar hef- ur sent austurþýzkum yfirvöldum mótmæli vegna þessa atburðar. Ljósmóðurinnar i Kjós, Val- gerðar Guðmundsdóttur, var vitjað seint um kvöldið, en hún komst ekki yfir Brynjudalsá vegna þess, hve mikill vöxtur var i henni. Fór ljósmóðirin þvi úr bilnum norðan brúarinnar á Brynjudalsá niður við sjó og gekk þaðan í náttmyrkri og rigningu með fylgdarmanni sinum inn að Ingunnarstöðum. Þykir það vel af sér vikið af meira en hálf-sjötugri konu, þvi að þetta er um þriggja stundarfjórðunga gangur i sæmilegu færi I björtu. Samtímis höfðu tveir menn lagt af stað úr Reykjavik til þess að sækja konuna, en þeir komust ekki yfir ána, fyrr en frammi á eyrum móts við bæinn, þar sem þeir óðu hana. Hún var þó svo djúp, að rann inn i klofhá gúmmistígvél. Fólkið kom allt samtimis að Myrtu fíknilyfja- smyglarar land- stjóra Bermúda? Yfirvöld á Bermúda- eyjum segja, að hugsan- legt sé að fiknilyfja- smyglarar hafi myrt landstjóra Bermúda, Richard Sharples, og lögreglustjóra nýlend- unnar. Landstjórinn var myrtur á sunnudaginn var, en lögreglu- stjórinn fyrir hálfu ári. Emb- ættismaðurinn, sem þetta er haft eftir vildi ekki láta nafns sins get- ið hann sagði, að smyglarar, sem seldu fiknilyf til Bandarikjanna geymdu birgðirnar á Bermuda- eyjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.