Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 16. marz 1973 Hefur áhyggjur af hárinu Nú er komið að þvi, að Tony Curtis er farinn að hafa áhyggj- ur af hárinu. Hann hefur ekki þurft þess til þessa, en háriö er löngu farið að grána, þótt eng- inn hafi vitað það. Vandamálið i dag er það, að nýja, unga konan hans, hin 28 ára gamla Leslie Allen, vill alls ekki að hann dylji gráu hárin, sem hann hefur látið hárskerann sjá um að lita til þessa. Leslie segir, að gráhærð- ir karlmenn séu mun meira spennandi, heldur en þeir, sem ekki eru farnir að grána i vöng- um, en þvi miður er ekki vist, að yfirmenn kvikmyndaveranna séu á sama máli. Það getur haft alvarleg áhrif fyrir Tony Curtis, ef upp kemst, hversu gráhærður hann er orðinn, og það getur jafnvel orðið til þess, að hann hætti að fá eins mörg kvik- myndahlutverk, og hann hefur fengið fram til þessa. íslendingur ^ í Villta ▼ vestrinu Þaö kemur fyrir, að við birtum myndir af bandarlskum kúrekum, og oft birtast hér i Speglinum myndir af erlendum leikurum. Sjaldnar gerist þaö, að við fáum myndir af Islenzk- um leikurum, en hér er þó ein mynd, sem er þess viröi að hún sé birt. Þetta er hann Gunnar Eyjólfsson, sem fer nú meö hlutverk Buffalo-Bills i leik- ritinu Indiánar, sem nýlega hófust sýningar á i Þjóöleik- húsinu. Gunnar hefur hér brugöið sér á bak reiöskjóta sinum i búningi Buffalo Bills og likist einna mest bandarlskum kúreka, þótt Bill hafi þó senni- lega gert litið af þvi að reka kýr um dagana.heldur fengizt meira viö bufflana, sem hann hlaut viöurnefni sitt af.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.