Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. marz 1973 TiMIW 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur í Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aörar skrifstofur: sfmi 18300. Áski^iftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. - Heillum horfinn? Það linnir ekki fyrirspurnum i brezka þinginu um þessa deilu, sem þingmenn telja óbúandi við fyrir brezka togaraútgerð. Kvörtunum rignir yfir brezku stjórnina frá brezkum útgerðarmönnum vegna þess, hve vel íslendingum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, hefur tekizt að trufla veiðar Breta og þar með verja fiskimiðin innan 50 milna. Ef eitthvert mark á að taka á ummælum Gylfa Þ. Gislasonar, geta þau ekki þýtt nema annað tveggja: Annað hvort er hann að krefj- ast meiri hörku og beitingar skotvopna gegn brezkum veiðiþjófum, eða hann er að krefjast þess.að gengið verði að þeim skilmálum, sem Bretar hafa boðið okkur. Það skal samt enginn gera sér miklar vonir um, að Gylfi skýri um- mæli sin nánar. í útvarpsumræðunum á dögunum sagði Gylfi Þ. Gislason formaður Alþýðuflokksins, að út- færsla fiskveiðilögsögunnar i 50 sjómilur væri hreint pappirsgagn og ekkert annað, þ.e. út- færslan hefði ekki haft neina raunhæfa þýðingu, þar sem Bretar fiskuðu eins og þeim sýndist og vildu innan hinnar nýju fiskveiðilög- sögu. Þessi ummæli Gylfa Þ. Gislasonar eru gott dæmi um þá blindu valdasýki, sem ræður orð- um og æði forystumanna stjórnarandstöðunn- ar. Það er vegna þessarar öfgafullu og heitu ástriðu að koma núverandi rikisstjórn frá, sem Gylfi og félagar reyna að sverta rikisstjórnina i augum þjóðarinnar i hverju einasta máli. Og i þvi valdaæði, sem stundum rennur á foringja stjórnarandstöðunnar i hita augnablikisins, og oft stappar nærri vitfirringu, verður þeim ekkert heilagt. Þannig verður helgasta mál þjóðarinnar, stærsta lifshagsmunamál hennar, einnig að bitbeini stjórnarandstöðunnar, sem heldur að hún geti svert núverandi rikisstjórn i augum þjóðarinnar með þvi að segja, að þessi örlaga- rika ákvörðun, sem þjóðin tók raunar sjálf af skarið um i almennum kosningum, sé einskis virði, hafi enga þýðingu, sé aðeins pappirs- gagn. Þessi málflutningur Gylfa Þ. Gislasonar þarfnast raunar ekki frekari skýringa. Hann er aðeins dæmi um sálarkreppu valdasjúks manns, þar sem hann gengur i berhögg við allar þær staðreyndir, sem fyrir liggja i þessu máli og almenningur á íslandi hefur gjörla fylgzt með i fréttum frá Bretlandi siðustu vikur. Brezkir útgerðarmenn heimta herskipa- vernd, þar sem ekki sé unnt að stunda tog- veiðar á íslandsmiðum með eðlilegum hætti. Brezkir togaraskipstjórar á íslandsmiðum hafa hvað eftir annað hótað að halda skipum sinum til heimahafnar vegna þess að þeir segja, að togviraklippingar og aðrar truflanir islenzku varðskipanna séu óþolandi og komi i veg fyrir að unnt sé að stunda veiðar með árangri. Hins vegar er ljóst, að slik ummæli stjórn- málaforingja á íslandi geta orðið vopn i höndum Breta. -TK. Edward Klein, Newsweek: Kínverjar fara sér hægt Þeir taka bættri sambúð á allt annan veg en Bandaríkjamenn .. . —- •• • V- , ^ « L <.*«*<(»**<. (nwatHM. IMW11— N • * • • t » '4 "m * * * n < «"« í; «... Forsiöa i kinversku blaöi. Bandariskur almenning- ur hefir tekiö bættri sam- búö viö Kinverja opnum örmurn, en kinverska þjóö- in hefir látiö sér mun hæg- ar. Fyrir skömmu voru stigin mikilvæg skref i átt til opinberrar stjórnmála- viöurkenningar, en Kin- verjar viröast samt fara meö gát og athuga gaum- gæfilega livert fótmál sitt. Edward Klein ritstjóri Newsweek lýsir i eftirfar- andi grein þeim áhrifum, sem hann varð fyrir um daginn austur þar. ÞÚSUNDIR manna eru á stjái á bökkum Whangpoo-ár i Shanghai frá þvi að dagur ris. Hinir harðgerðari fara jafnvel úr yfirhöfnum sinum, þrátt fyrir raka goluna, og liðka sig á tai chi chuan, eða hnefaleik við imyndaðan andstæðing. Skemmtilegast er að horfa á gömlu mennina, þvi að hreyfingar þeirra eru svo ein- staklega hægar. Hið eina, sem virðist geta truflað þessa fim leika, er útlendingur i sjón- máli. Allt i einu stanza gömlu, grönnu fótleggirnir á lofti, skeggjuð hakan sigur, inn- hverfa einbeitingargriman dettur af andlitinu og undrun- arsvipurinn breiðist yfir það i staðinn. Shanghai er stærsta og vest- rænasta borgin i Kina, en sé nokkuð að marka viðbrögðin, sem nærvera Bandarikja- manns vekur hjá borgarbú- um, eiga Kinverjar eftir að furða sig á mörgu. Nauðsyn- legt er að gera sér þess grein, að Kinverjar hafa yfirleitt aldrei augum litið Banda- rikjamann nema i myndabók eða kvikmynd. Annað kvöldið, sem ég dvaldi i Peking, tók ég til dæmis þátt i veglegri veizlu, sem Chou En-lai forsætisráð- herra hélt sendinefnd frá Pakistan, en Pakistanmenn eru alveg nýbúnir að hefja beinar flugferðir til Peking. Þarna voru hundruð sendi- manna erlendra þjóða og aörir gestir hvaðanæva að úr heim- inum, en þrátt fyrir það voru ekki nema fjórir Bandarikja- menn viðstaddir. SIÐAST liðin tvö ár hefir Chou En-lai keppzt við að búa starfsmenn sina undir að Bandarikjamenn komi til Kina og hefji þar störf. Ekkert sérstakt hefir þó verið gert til þessað reyna að vekja vináttu fjöldans i garð Bandarikj- anna. Kinverjar virðast þvert á móti nálgast hina nýju og auknu samskipti við Banda- rikjamenn meö varúð og allri gát. Ég ræddi i veizlunni við einn Kinverja, og við komumst að raun um, að við ættum báðir syni i bernsku. „Hvernig haldið þér nú að tilvera sona okkar verði árið 2001”, spurði ég. „Ég vona, að hvor þeirra um sig fái tækifæri til að ferð- ast til heimalands hins,” sagði Kinverjinn. „Það verður nú komið i kring löngu áður”, sagöi ég. „Ég geröi mig ánægðan meö árið 2001”, sagði hann. ÞESSI afstaða ætti að sýna, að hið bætta samkomulag milli valdhafanna i Peking og Washington hefir ekki vakið hjá Kinverjum þann almenna áhuga, sem enn er mjög áber- andi i Bandarikjunum. Kin- verskt silki og fleira er á boð- stólum i New York, en þó að leitað sé með logandi ljósi i stærstu verzlun Shanghai- borgar finnst ekkert, sem ber áletrunina „framleitt i Banda- rikjunum”. Kinverjar virðast meira að segja yfirleitt búnir að gleyma gjöfunum, sem þeir skiptust á, Nixon forseti og Chou En-lai forsætisráðherra. Einn af fylgdarmönnum minum var spurður, hvort moskusdýrin i dýragarðinum i Peking væru búin að jafna sig, og hann virt- ist i fyrstu undrast áhuga okkar á þessu, en áttaði sig svo og sagði: „Já, forsetinn ykkar færði okkur þau að gjöf, var það ekki?” TIL þess liggja góðar og gildar ástæður aö Kinverjar taka bættri sambúð á allt ann- an veg en Bandarikjamenn. Einn af erlendu sendimönnun- um i Peking gaf mér nokkra skýringu á þessu: „Þið Bandarikjamenn þyk- izt eygja tækifæri til að vinna upp þann tima, sem tapaður er. Þiö vilduð helzt geta þurrkað út undangengin tutt- ugu ár og tekið þar til, sem fyrr var frá horfið i tilhugalifi ykkar og kinversku þjóðarinn- ar. Þið verðið fyrir vonbrigð- um i þessu efni, þvi að Kin- verjar láta alls ekki stjórnast af tilfinningum i svona mál- um”. Þetta mun alveg rétt. Kin- verjar lita fyrst og fremst bú- mannsaugum á aukin tengsl við Bandarikjamenn. Þeir sjá hilla undir aukin viðskipti, tækifæri til að öðlast tækni- kunnáttu og þó umfram allt mótvægi gegn augljósri ógnun Sovétrikjanna. Ég spurði Kinverja einn, hverju þaö sætti, að þeir verðu jafn miklu og raun ber vitni af sinu litla fé til þess að koma upp hinu viöáttumikla kerfi loftvarnabyrgja undir öllum borgum landsins. Svar hans var tilvitnun i Mao formann og það var i eina skiptið, sem ég heyrði vitnað i hann: „Grafið djúp göng”, hafði hann yfir, „safnið korni hvarvetna og leitið ekki eftir forustu”. KINVERJAR fara sér hægt af brýnni nauösyn i sambandi við aukin samskipti við Bandarikjamenn eins og flest annað. Bandarikjamenn kann að dreyma um ferðalög langt inn i Kinaveldi, en Kinverjar brjóta heilann um, hvernig þeir eigi að veita auknum fjölda útlendinga viðtöku i Peking. Siðan að Kina fékk aðild að Sameinuðu þjóðunum hefir nálega tvöfaldazt tala þeirra rikja, sem hafa viðurkennt stjórnina i Kina og tekið upp stjórnmálasamband við hana, eða úr 45 i 85. Sendiráðunum fjölgar ört i útlendingahverf- inu i höfuðborginni. I janúar i vetur var opnaður glæsilegur erlendur klúbbur við „Torg hins himneska friðar” og ver- ið er að undirbúa stofnun alþjóðlegs skóla fyrir börnin i borgarasamfélagi útlending- anna. „Þeir hafa getað leyst flest- an vanda enn sem komið er”, sagði einn hinna erlendu sendimanna. „En við skulum biða og sjá hvað gerist þegar Bandarikjamenn ber að garði og þeir fara að koma fyrir þeirri umfangsmiklu stofnun, sem þeir eru vanir að setja á fót”. NÝJAR byggingar valda ekki mestum vanda. Frá sjónarmiði Kinverja verður miklu erfiðara að þjálfa þann fjölda enskumælandi túlka og skrifstofufólks, sem þörf verður á. Þeir hafa þvi uppi ráðagerðir um að fjölga veru- lega nemendum ienskri tungu, en um leið ætla þeir að hverfa frá enskum framburði, og taka upp ameriskan framburö i hans stað, draga úr lestri si- gildra bókmennta enskra og auka annað hentugra náms- efni. Þeir eiga mikið ógert i þessu efni.Ég spurði einn túlk- inn, hvaða bandariska höf- unda hún læsi aö jafnaði, og Mark Twain var sá eini, sem hún minntist i svipinn. Hin mikla gestrisni Kin- verja ætti ein aö stemma stigu við gifurlegum straumi ferða- manna. Eins og sakir standa einangra Kinverjar alla út- lendinga með svo mikilli og ágætri þjónustu og umönnum, að hún hlýtur að setja sérstök takmörk. Þegar ég dvaldi i Hangchou lét ég þess lauslega getið við gestgjafann, að ég væri að fá kvef. Eftir örfáar minútur kom inn til min kin- verskur læknir i svörtum kyrtli. Hann skoðaði mig i krók og kring og ráðlagði lyf, sem unnið er úr jurtarótum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.