Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 16. marz 1973 ALÞINGI Umsjón: Elías Snæland Jónsson Mörkuo veroi almenn stefna í byggðamálum Umræður urðu i Sameinuðu þingi i gær um byggðamálin. Steingrimur Hermannsson (F) mælti fyrir þingsályktunartillögu sem hann flytur ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni (F) og Stefáni Valgeirssyni (F) um mörkun almennrar stefnu i byggðamálum, en tillagan gerir ráð fyrir því, að þingkjörin nefnd geri tillögur um markmið og leiðir og mörkun al- mennrar stefnu til jafnvægis i byggð landsins. Sjálf tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar aö fela 7 manna nefnd þingmanna, sem kosin er hlutfailskosningu af sameinuöu Alþingi, aö gera til- lögur um markmiö og leiðir og mörkun almennrar stefnu til jafnvægis I byggö landsins. Skal aö þvl stefnt, aö markviss starf semi á þvi sviöi veröi viður- kenndur og fastur þáttur f is- lenzkri stjórnsýslun. 1 þvi skyni skal nefndin m.a.: 1. Kanna, hvaöa atriði valda fyrst og fremst mismunun á miili iandsmanna eftir búsetu, bæöi fjárhagslegri og félagsiegri. 2. Kanna og meta eins og unnt er hin þjóöhagslegu áhrif þeirrar þróunar I byggöamálum, sem átt hefur sér staö á undanförnum áratugum. 3. Kanna, hvaöa ráöstafanir ná- grannaþjóðirnar hafa gert á þessu sviði og hvaða almenna stefnu þær hafa markað. 4. Athuga, hvað unnt er aö gera af opinberri hálfu til þess aö jafna metin á milli landsmanna, og gera tilraun til aö meta áhrif slikra aðgerða og kostnað. 5. Gera tillögur um markmiö I byggðamálum. 6. Gera tillögur um leiöir til þess aö ná fyrrgreindum markmiðum. 7. Leggja fram drög að almennri stefnu I byggðamálum. Forsætisráðherra skipar for- mann nefndarinnar. 1 samráöi viö forsætisráðuneytið skal nefndin fá eölilega starfsaðstöðu, og henni skal heimilt að leita álits sérfróðra manna. Framkvæmda- stofnun rlkisins skal skylt að veita nefndinni nauðsynlega'r upplýsingar og aðstoð. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr Byggðasjóði. Hin mikla byggðaröskun Steingrlmur rakti I upphafi byggðaröskun- ina á þessari öld. Um alda- mótin hafi byggð verið furðu jöfn um allt land. Miðað við núverandi kjördæmaskip- an hafi ibúa- skiptingin verið sem hér segir um aldamótin: Suðurland 17% landsmanna, Vestfirðir 15,9%, Noröurland eystra 14,6% Austurland 13.6%, Vesturland 12,4%, Norðurland vestra 12,2%, Reykjavik 8.5% og Reykjanes 6.8%. Upp úr aldamótum tók byggðin að raskast og þaö sifellt með vax andi hraða, þannig að ibúa- skipting árið 1960 var orðin sem hér segir: Reykjavik 40.8%, Reykjanes 14.6%, Noröurland eystra 11.1%, Suðurland 9.1%, Vesturland 6.8%, Vestfirðir 5.9%, Austurland 5.9% og Norðurland vestra 5.8% af heildaribúa- fjöldanum. Þessi þróun hefur verið hægari siðasta áratuginn, en þó miðað i þá átt að um fjölgun á Reykja- vikur-Reykjanessvæöinu er að ræða en fækkun i öðrum kjör- dæmum og þá mest á Vest- fjörðum. Hins vegar virðst svo sem byggöin á Vesturlandi og Suöurlandi hafi verið nokkuð stöðug að undanförnu. Stórfelld skriða fram- undan? Þingmaðurinn taldi, að þótt heldur heföi dregið úr byggða- röskuninni siðustu árin, þá væri hann fullviss um, að önnur stór- felld skriða væri framundan i þeim málum, ef ekki yrði gripið til áhrifameiri aðgerða en hingað til. Vitnaði hann í þessu efni til ýmissa atriða i yfirlýsingu sam- starfsnefnda landshlutasamtaka sveitarfélaga frá 9.-10. nóvember siðastliðnum. Orsakir byggðaröskun- ar Þingmaðurinn fjallaði siðan um hinar ýmsu orsakir þeirrar byggðaröskunar, sem orðið hefði. Taldi hann að þar kæmu til mörg atriði. Nefndi hann fyrst þá byltingu, sem orðið hefði i atvinnuháttum. Aður fyrr hefði það verið litið sem hvatti til samþjöppunar byggðar á einum stað öörum fremur. Breyttir atvinnuhættir, og áhrif tækniþróunarinnar, hefðu þarna valdið gjörbreytingu. Einnig kæmi til, að stórvirk atvinnutæki hefðu yfirleitt verið sett niöur viö Faxaflóa. Siöan heföu áhrif styrjaldarinnar sett sinn sterka svip á þróunina, en á áratugnum 1940-1950 hefði fjölgað um 18 þúsund manns i Reykjavik. Þessi þróun atvinnuhátta hefði einnig gjörbreytt tekju- skiptingunni. Hefði verið reiknað út,að á siðasta ári hafi meðal- tekjur á ibúa veriöum 15000 lægri úti á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. Þá kæmi margt annað einnig til. Stjórnsýslan hefði byggzt upp I Reykjavik. Verzlunin hefði haft sina miðstöð þar. Sömuleiðis hefðu hinar ýmsu þjónustu- greinar risið upp á Reykjavikur- svæðinu fyrst og fremst. Ýmsar félagslegar framkvæmdir hins opinbera hefðu beinlinis stuðlað að þvi að auka á ójöfnuðinn. Nefndi hann i þvi sambandi tal- simann og sjónvarp. Mestu fram- kvæmdir I vegamálum hefðu verið á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðisskorturinn væri stærsti þrándur i götu byggðajafnvægis viða um land, og hefði ríkisvaldið þar jafnvel gengið á undan i ójafnaðarátt með Breiðholts- framkvæmdunum. Einnig nefndi hann ýmis önnur atriði, svo sem erfiðan fjárhag sveitarfélaga úti á landi og skort á atvinnu fyrir menntað fólk á landsbyggðinni. Rauði þráðurinn i þessu öllu saman væri sjálf lifskjara- breytingin. Með þjóðfélags- breytingunum hafi kröfurnar um margvisleg lifsþa^gindi aukizt, og mörgum þeirra óska væri ekki hægt að fullnægja nema I þéttbýli. Hann taldi, að áhrifa þessara þátta myndi halda áfram að gæta i byggðaþróuninni, og ýmis ný koma til,semleituðuísömuátt. Dýrt að flytja fólkið Þingmaðurinn benti á, að það kostaði 2-3 milljónir aö byggja yfir fjölskyldu á nýjum stað. Beinn kostnaður við að flytja t.d. Austfirðinga i annan landshluta væri sennilega 4.5-5. milljaröar, og væri þá ekkert tillit tekið til þeirrar miklu fjárfestingar, sem skilin væri eftir. Það væri þvi hagkvæmt að verja verulegu fjármagni til að viðhalda byggð um landið allt. Hann sagði að þaö væri nú dýrara að taka við nýjum ibúa á Reykjavikursvæðinu en úti á landi, og væri Reykjavik I þvi efni komin fram úr hagkvæmnis- markinu, en aukinn ibúafjöldi væri forsenda aukinnar hag- kvæmni i dreifbýlinu. Það væri þvi þjóðhagslega hagkvæmt að reka byggöastefnu, sem viðhéldi byggð um landið allt. Litið orðið úr fram- kvæmdum Þingmaðurinn benti á, að margar tillögur hefðu verið fluttar á Alþingi um ýmsa þætti þessa máls, en þvi miður hefðu framkvæmdir ekki orðið i sam- ræmi við orðin. Vissulega hefði ýmislegt verið gert á ýmsum sviðum. T.d hefði verið gert átak á sviði rafvæðingar. Mikið fjár- magn hefði farið til dreifbýlisins til atvinnuuppbyggingar Byggðasjóður hefði verið stofnaður og stórefldur i tið nú- verandi rikisstjórnar. Mikið fjár magn hefði veriö sett i nýja togara viða um land og I endur- bætur á hraðfrystihúsum. Reynt væri að bæta heilbrigðisþjónustu og menntunaraðstöðu. Samt sem áöur hefði árangur verið minni en til var stofnað, og nauðsynlegt væri að fá svar við þeirri spurningu, hvers vegna svo hefði farið. Hann taldi, að það væri fyrst og fremst vegna þess, aö ekki hafi verið unnið nógu alhliða að byggðamálunum. Það þyrfti að vinna að þeim á fjölmörgum sviðum i einu. Það skorti viður- kennda stefnu, sem farið væri eftir, og svo virtist, sem dreifbýlishugsjónin væri auka- verkefni I stjórnsýslunni. Hann taldi,að tillagan miðaði að þvi að bæta úr þessu meö þvi að sérstök nefnd legði drög að slikri almennri stefnu fyrir Alþingi. Þessi stefna yrði rammi fyrir að- gerðir i byggðamálum, og væri rétt, að Alþingi ákvæði hver sú stefna ætti að vera. Stærsta málið Þingmaðurinn taldi eðlilegt, að einhverju ráðuneyti yrði siðan falið að fylgjast meö framkvæmd stefnunnar og sjá svo um, að að- gerðir, sem gripið væri til, væru i samræmi við þann meginramma, sem hún setti. Hann lagði að lokum áherzlu á, að þetta mál væri jafnvel stærra en landhelgismálið og efnahags- málin til samans. Jákvæður árangur myndi þvi aðeins nást, að unnið yrði að málinu alhliða og með almenna stefnu að leiðar- ljósi. Kónnun en ekki mörkun stefnu Matthias Bjarnason (S) sagði, að tillag- an fjallaði i raun ekki um mörkun neinnar stefnu, þótt hins vegar hefði stefnumörkun á ýmsum sviðum komið fram i ræðu framsögu- manns. Kvaðst hann furða sig á, að tillagan væri ekki orðuö ákveðnar. Þar væri fyrst og fremst talað um aö kanna ýmsa hluti. Þingmaðurinn rakti nokkuð þaö, sem þegar hefði veriö gert i þessum málum, og hefði margt þar verið vel gert. Hann rakti siðan byggðaþróunina nokkuð og orsakir hennar. Byggðastefna Sjálf- stæðismanna Þvi næst sagði hann, að nú næstu daga yrði lögð fram á Alþingi stefna I byggðamálum, sem nokkir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins flyttu, og samþykkt hefði verið I þingflokki þeirra. Þar væri um ákveðna stefnumörkun að ræða en ekki eilifar kannanir, sem hafi tekið svo mikinn tima rikisstjórna fyrr og siðar. Taldi hann eölilegt, að reynt yrði að ná samvinnu við fulltrúa þéttbýlisins um byggðastefnu, og samstöðu um að hrinda þeirri stefnu I framkvæmd. Ein ástæðan fyrir þvi, að þróunin hefur verið sú, sem raun ber vitni, væri, að þingmenn dreifbýlisins hefðu ekki náð nógu vel saman um raunhæfar aðgerðir. Umræðunni var siöan frestað. -EJ. Frumvarp um atvinnulýðræði? Gylfi Þ. Glslason (S),mælti i gær fyrir þingsályktunartil- lögu um atvinnulýðræði, þar sem rikisstjórninni er falið að skipa nefnd til að semja frum- varp til laga um atvinnulýð- ræði, þar sem launþegum verði tryggð áhrif á stjórn fyr- irtækja og hlutdeild i arði af rekstri þeirra. Framsögumaður flutti Itar- lega ræðu, þar sem hann skil- greindi lýðræðið og þá grund- vallarhugsun um jafnrétti, sem falizt hefði i kröfu jafnaðarmanna um áætlana- búskap og algjöra þjóðnýt- ingu. Rakti hann framkvæmd þeirrar stefnu i kommúnista- rikjunum og benti á, að i stað algjörrar þjóðnýtingar leituöu jafnaðarmenn annarra leiða til að ná sama grundvallar- markmiðinu. Ein þessara leiða væri svonefnt atvinnu- lýðræði. Hann rakti hvaða stefna hefur verið mótuð i þessum málum hjá norskum stjórn- völdum, og hjá danska jafnaöarmannaflokknum, en sagði, að Alþýðuflokkurinn tæki á þessu stigi ekki afstöðu með eöa móti þessum eða öðr- um leiðum. Ragnar Arnalds (AB),sagði löngu timabært, að átak yrði gert i þessu máli. Hann hefði margsinnis flutt tillögu á þingi i þessa átt, en m.a. Alþýðu- flokkurinn ekki veitt sér stuðning. Væri þvi gleðilegt, að hann vildi nú aðhafast eitt- hvað i málinu, og gæti hann efnislega stutt tillöguna. Jafnframt rakti hann fyrirheit málefnasamningsins hvað áhrif launþega á stjórn fyrir- tækja, og þá einkum rikisfyr- irtækja, snertir. Bjarni Guðnason (UF), sagði það rétt, að löngu væri timabært að gripa til aðgerða á þessu sviði, og væri margt hægtað læra af nágrannaþjóð- unum. Vitaskuld ættu rikisfyr- irtæki aö ganga á undan, og hvatti hann rikisstjórnina til að koma sliku fyrirkomulagi á t.d. i Aburðarverksmiðjunni, Sementsverksmiðjunni og rikisútvarpinu. Hann kvaðst tortryggja fög- ur orö stjórnmálaflokkanna i þessu máli fyrr en ljóst væri, að þeir væru reiðubúnir að fórna sætum sinna manna i stjórnum t.d. ofangreindra fyrirtækja fyrir fulltrúa starfsfólksins. Þá fyrst tryði fólk þvi að hugur fylgdi máli. Tillögunni var visað til alls- herjarnefndar. — EJ. 1 gær var lagt fram stjórnarfrumvarp um breyt- ingar á tollskrá, og segir i at- hugasemdum þess, að hér sé um að ræða orðalagsbreyting- ar vegna viðskiptasamnings íslands við Efnahagsbandalag Evrópu. Þá voru lagðar frami gær eftirfarandi fyrirspurnir: 1. Til forsætisráðherra frá Ólafi G. Einarssyni: „1. Er hafin vinna við gerð áætlunar um opinberar fram- kvæmdir i Reykjaneskjör- dæmi, eins og rikisstjórninni var falið að láta gera, sbr. þingsályktun frá 16. mai 1972? 2. Ef svo er, hverjir vinna að áætlunargerðinni og i hvaða mæli hefur samstarf verið haft við Samtök sveitarfélaga i Reykjaneskjördæmi?” II. Til menntamálaráðherra frá Jónasi Arnasyni: „Hvað liður samanburðar- könnun á kennaraprófi og stúdentsprófi með tilliti til inngönguréttinda kennara i háskólann?” III. Til landbúnaðarráðherra frá Pálma Jónssyni: „Hvað liður framkvæmd á ályktun Alþingis frá 18. mai 1972 um athugun á mögu- leikum á lagasetningu um orlof sveitafólks og þjónustu staðgöngumanna i landbún- aði?” — EJ. Endurskoðun fræðslulaga Páimi Jónsson (S), mælti I gærfyrir tillögu til þingsálykt- unar um framkvæmd og end- urskoðun fræðslulaga, sem hann flytur ásamt Halldóri Blöndal (S). Tillaga þessi var lögð fram á Alþingi áður en grunnskólafrumvarpið, og fel- ur i sér, að rikisstjórnin hlutist til um, að nokkur atriöi verði tekin til athugunar við þá endurskoðun fræðslulaganna, sem þá stóð yfir. Þessi atriði eru m.a. að skólaskyldan verði ekki látin ná til eldri aldursflokka en nú er, og að árlegur námstimi verði ekki lengdur. Jafnframt, að áherzla verði lögð á að framkvæma lögákveöna skólaskyldu i öllu landinu. Auk framsögumanns tóku til máls Helgi Seljan (AB) og Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, en tillögunni var siðan visað til allsherjarnefndar sameinaðs þings. Einnig kven- félagið Seltjörn AÐALFUNDUR Kvenfélagsins Seltjarnar, haldinn miðvikudag- inn 21. febrúar 1973, lýsir stuðn- ingi sinum við framkomnar til- lögur um að minnast ellefu hundruð ára afmælis tslands- byggðar á látlausan en virðuleg- an hátt. Fundurinn telur varhugaverða þá ákvörðun að stefna allt að 60-70 þúsund manns til hópsamkomu á Þingvöllum, en leggur til að I þess stað veröi timamótanna minnzt I kirkjum og fjölmiðlum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.