Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.03.1973, Blaðsíða 19
Föstudagur 16. marz 1973 TÍMINN 19 Streita þess er þörf. Hér koma nokkur einkenni streitu, sem geta gefiB bendingu um, hvort hún er á ferð- inni: Ef maBur er þróttlaus, jafnvel dauBþreyttur og áræBislaus frammi fyrir smávægilegum hindrunum daglegs lifs. Ef viB finnum ekki til þreytu eftirerfiBan dag — eins og daginn áBur — heldur þvert á móti erum i nokkurskonar vimu. Við hlæjum, svifum i lausu lofti — I andlegum skilningi — og sjáum veröldina i fjarstæöukenndu ljósi. Ef það verður vani að vakna i dögun, löngu áður en þess er þörf, án þess aö geta sofnaB aftur. Svefnleysið stafar af of miklum hormónum, meðal annars adrenalini er framleiðist vegna þeirrar spennu, sem við lifum i. Ef við lifum mestan tima dags- ins i óþreyju og okkur finnst allt ganga of seint og allt dragast á langinn. Ef við erum sifellt með vonda samvizku vegna þess, að okkur finnst viö ekki hafa tima til þess að sinna fjölskyldu okkar og vin- um. Ef að fullt er af minnismiðum á borði og i tösku án þess þö að gera neitt gagn. Og ef viö si og æ erum að hugsa: „Þetta verð ég að gera i dag og á morgun” — án þess þó að það sé gert. Ert þú svo ómissandi? öll þessi einkenni segja: Stanz! Þú veröur að framkvæma minna, ihuga meira. Geymdu til morgun- dagsins það sem þú þarft ekki nauðsynlega að gera i dag. Og — i einlægni: Hversu mikiö er þaö i raun og veru? Breyttu um lifs- venjur. Ef þú getur haft skipti á tima og peningum, þannig aö þú fáir meiri fritima fyrir þig og fjölskyldu þina, þótt tekjurnar minnki, þá gerðu það, segir Selye. Og láttu þér ekki detta i hug, að þú sért ómissandi. Minnstu þess, að kirkjugarðarnir eru fullir af fólki sem trúði þvi, að það væri ómissandi. Hreyfðu þig! Taktu þér skemmtigöngu, að minnsta kosti, ef önnur hreyfing stendur ekki til boða. Minnstu þess, að þú ert manneskja, hugsandi vera, en hvorki ikorni eða rotta, sem alltaf hleypur i hring, ef hún er látin elta hjól. Og sofðu! Er fridagar koma, eiga menn að sofa, ef þeim finnst þeir þurfa þess, fremur en að æða út i skóg. Menn eiga ekki að gera útiveru að nýjum þætti i streytunni, heldur aðeins að stunda hana, þegar hún eykur okkur velliöan. Ef mönnum finnst þeir þurfa að sofa, eiga þeir að gera það. Svefninn er bezta læknismeðalið hverri lifandi veru. AB siöustu ættu menn að gæta*in vel fyrir taugaróandi lyfjum. Þau lækna ekki taugarnar heldur deyfa og grimuklæöa áhyggjurn- ar. Það er fölsun. Maöurinn lifir ekki á brauði einu saman, en ekki heldur á pill- um. (VS. þýddi og endursagði). SUF-síða væru ekki óraunhæfar, ef árangur ætti aö nást. Hins vegar væri nauðsynlegt aö gera sér grein fyrir þvi, hvernig ætti aö ná þessari fjárhæð. Ólafur Ragnar Grims- son svaraði aö lokum ýmsum fyrir- spurnum, sem komið höfðu fram, sérstaklega um störf stofnana- nefndar og fjármögnun byggða- stefnu SUF. Þakkaöi hann þær undirtektir, sem byggöastefna SUF heföi hlotið á þessum fundi. I..............- ' 0 Eyjar Flugnatanga og sömuleiðis rennur hraun i sjó fram suður af Yztakletti og i átt til Bjarnareyjar. Hraun byrjaði að renna við syðri hafnar- garðinn i gær, og var Lóðsinn þegar sendur á staðinn með dælur sinar. Dældi Lóðskin sjó án afláts á hraunið, og siðan hefur ekki orðið vart við frekara hraun- rennsli á þessum stað. Gasmengunin i miðbænum hefur ekki minnkað frá þvi i fyrradag. að hún komst i há- mark. Hraunkanturinn við bæinn skriður stöðugt áfram, og þótt hann færist ekki nema hálfan tileinn metra á sólar- hring, þá nálgast hann austustu húsin, sem enn standa uppi, jafnt og þétt. Fiskibdtur upp á dráttarvagninn og svo verður lagt af stað norður. Fer ekki til Húsavikur i einni lotu Við spjölluðum einnig við bil- stjórann, Asgrim Karlsson og spurðum hann, hvernig feröalag- ið legðist i hann. — Það gekk ágætlega aö lyfta bátnum upp úr sjónum hérna beint fyrir framan hús Slysá- varnarfélagsins, og ætli maður reyni svo ekki að skila honum norður. Eg legg af stað núna, þeg- ar ég er búinn að matast. Aö visu geri ég ekki ráð fyrir að fara þetta i einum áfanga — læt mér kannski detta i hug að gista i Staðarskála, þó að ég geti ekki fullyrt svona fyrirfram, hvar gististaðurinn verður. „Það venst eins og ann- að” Asgrimur sagði okkur, að bill- inn væri eitthvað um átta tonna. Hann kvaöst hafa komið á honum aö norðan i fyrrakvöld, og lét ekki sem verst af þvi að aka svona farartæki langar leiðir dag eftir dag. — Það venst eins og annað, sagði hann. Vegirnir eru sæmi- legir, kannski dálitið farnir að blotna, og svo er báturinn nokkuð þungur, svona sex eða sjö lestir gizka ég á. Asgrimur kvaðst verða einn i bilnum norður. — Það kemur ekki svo mjög að sök, þó aö maður sé einn, sagði hann. Maður hefur talstöð, ef eitt- hvað ber út af. Og þetta er svo sem ekki neitt slæmur flutningur, þó að hann sé óvanalegur, að öðru leyti en þvi, að yfirvigtin á bátn- um er nokkuð mikil, og það er svo sem ekki ákjósanlegt. Að svo mæltu fór Asgrimur að huga að bát og bil og böndunum, sem fiskiskipið var njörvað með á dráttarvagninn. Honum veitti ekki af að búa vel um allt, svo langa ferð, sem hann átti fyrir höndum. Dómur muna rikisvaldsins —”, eigendur og ábúendur lögbýla i Mývatns- sveit, sem ekki eru talin eiga lönd að Mývatni, og hreppsnefnd Skútustaöahrepps vegna hrepps- ins. Allir þeir aðilar, sem risu til andsvara við dómkröfur stefn- anda, mótmæltu eignarréttar- kröfum stefnanda á þeim grund- velli, að þeir sjálfir ættu hver um sig, aö þvi er tekur til vatnsbotns utan netlaga, — að öllu leyti eða nokkru —, verðmæti þau, sem stefnandi krafðist eignarréttar að. Af hálfu rikissjóðs er þess kraf- izt, jafnframt þvi sem kröfum stefnanda er mótmælt, að þvi er varðar botn og botnverðmæti ut- an netlaga, áð rikissjóöi veröi til- dæmdur botn Mývatns utan net- laga með öllum verðmætum i, á og undir botninum, eða að þessi dómsákvörðun kom a.m.k. skýrt og ótvirætt fram i forsendum dómsins. Til vara krefst hann, aö landbelti Skútustaðajarðar og vatnsbotn innan tilgreindra merkja samkvæmt landamerkja- lýsingu verði ekki talin til „sam- eignar” ef dómurinn féllist á, at um sameign sé að ræða. Skútustaöahreppur og eigendui og ábúendur lögbýla i Mývatns sveit, sem ekki eru talin eiga lönc að Mývatni gera eftirfarand sameiginlegar kröfur: aðhrundið verði kröfum rikisins og stefnanda um eignarrétt af botni og botnverðmæti Mývatns utan netlaga einstakra jarða, að hreppsnefnd Skútustaöa- hrepps fyrir hönd hreppsins veröi dæmdur eignarréttur að botni Mývatns, þar meö talinn óskorað ur eignarréttur að öllum verð- mætum i, á eða undir vatnsbotn- inum. Verði framangr. krafa um rétl Skútustaðahrepps yfir hinum um- deildu verðmætum ekki tekin til greina, er af hálfu eigenda og ábúenda lögbýla i Mývatnssveit, sem ekki eru talin eiga lönd að Mývatni, gerð krafa um, aðMývatnutan netlaga einstakra jarða verði dæmt byggöaral- menningur og vatnsbotninn, svo og hvers konar gæði á, i eöa undir eða yfir vatnsbotninum skuli, ut- an netlaga einstakra jarða, telj- ast eign allra lögbýla i sveitinni og þar með þeirra. Um varakröfu stefnanda segir i dómnum: Varakrafa stefnanda nær ein- ungis til þess hluta Mývatns (botns ásamt öllum verðmætum i, á og undir botninum), sem er utan netlaga i skilningi 4. gr. vatnalaga nr. 15 frá 1923, og til hans alls. Um rétt þann, sem mál þetta snýst um, þ.e. eignarrétt að vatnsbotni ásamt verðmætum i, á og undir vatnsbotninum, gilda nú almennt ákvæði vatnalaga nr. 15 frá 1923, 4. gr. Aður giltu um þetta ákvæði Landsleigubálks Jónsbók- ar, einkum i 56. og 59. kap. Um það er deilt i málinu, hvort 4. gr. vatnalaganna beri að skilja þannig, að hún takmarki fortaks- laust eignarrétt strandeigenda að botnssvæðum Mývatns og ann- arra stöðuvatna við 115 metra belti frá landi, og ef svo væri tal- ið, hvort slik regla fái staðizt aö stjórnskipunarrétti, þar sem með henni kynnu landeigendur að vera sviptir eignarréttindum, sem þeir hefðu átt frá fornu fari eða áunnið sér fyrir langa notkun. Dómurinn telur, að 4. gr. vatna- laga skilin á þann veg, að hún takmarki án frávika eignarrétt vatnsbakkabænda við landbelti af þeirri stærð, sem að framan greinir, sé ógild regia aö stjórnarskipunarlögum i þeim til- vikum, þar sem telja verður sannað, að strandeigendur hafi átt rikari rétt til vatns og botns, erlögin voru sett. Verður að telja, að gagnályktun frá 4. gr. vatna- laganna verði ekki réttlætt með skfrskotun til heimildar löggjaf- ans til setningar ákvæða um al- mennar takmarkanir á eignar- rétti, þar sem slík algild netlaga- regla væri mjög óeðlileg i fjölda tilvika og kæmi harkalega niöur á einstökum landeigendum, þannig að jafna mætti til eignaupptöku. Með þeim takmörkunum, er að framan greinir, telja dómendur, að löggjafanum hafi veriö frjálst að skipa eignarrétti að botns- svæöum stöðuvatna að vild, en af álitum meiri og minni hluta svo nefndrar Fossanefndar, er undir- bjó vatnalögin, má ráða, að út frá þvi væri gengið, að botnssvæði i almenningum stöðuvatna væru eign þjóðarheildarinnar eða rikiseign. 1 lok dómsins segir: Einstaklingseignarréttur að landi á Islandi, jörðum og lend- um, byggist aðallega á námi og samfelldri röð eignayfirfærslna. Saga landnáms við Mývatn þykir benda til þess, aö ekki hafi veriö um að ræða samfellt nám alls lands umhverfis vatnið. Siðari timá gögn benda einnig til þess, að almenningur hafi lengst af verið i vatninu. Hins vegar verður þvi eigi sleg- ið föstu hér, hver séu mörk þessa almennings og eigi heldur þvi, að ýmsar einstakar jarðir viö Mý- vatn hafi eigi átt, þegar vatnalög- in voru sett, séreignarrétt að vatnsbotni Mývatns út fyrir þau mörk, sem i 4. gr. vatnalaga greinir. Hafi slikur séreignarrétt- ur einstakra jaröa veriö fyrir hendi við setningu laganna, er hann að mati dómenda i fullu gildi. Mál þetta er hins vegar eigi höfðað eða sótt til viðurkenningar á slikum hugsanlegum séreignar- rétti einstakra jaröa utan net- laga, heldur krefst stefnandi viöurkenningar á sameignarrétti allra vatnsbakkajarðanna að vatnsbotni utan netlaga. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, þykir mega telja full- vist, aö i Mývatni hafi verið al- menningur lengst af, þótt mörk hans og stærð séu óljós. Þykir ósannað, að botnssvæði innan al- mennings þessa hafi nokkurn tima verið eign vatnsbakka- bænda og verði þegar af þeirri ástæðu að hafna varakröfu stefn- anda um að allt Mývatn (botn og botnsverðmæti) utan netlaga samkvæmt 4. gr. vatnalaga sé óskipt sameign umbjóðenda hans, þ.e. allra jarða, sem lönd eiga að Mývatni. Eftir öllum atvikum og mála- vöxtum þykir rétt að máls- kostnaður faili niður. botn Mývatns og botnsverömæti öll séu hluti af landareignum þeirra aðila, er lönd eiga að Mý- vatni, i óskiptri sameign þeirra, og að engir aðrir en þeir eigi þar eignaraöild, er visaö frá dómi. Varakrafa stefnanda, er sá hluti Mývatns (þ.e. botn ásamt öllum verðmætum i, á og undir botninum), sem fjármálaráð- herra f.h. rikisins gerir kröfu til, að verði dæmt eign islenzka rikis- ins, sbr. dskj. nr. 147, verði dæmdur óskipt sameign umbjóð- enda hans, verður eigi tekin til greina. Málskostnaöur fellur niður. Málflutningsþóknun lögmanna gjafsóknarhafa greiðist úr rikis- sjóði, kr. 600.000.00 til Páls S. Pálssonar hrl., lögmanns stefn- anda Veiðifélags Mývatns og kr. 300.000.00 til Guðmundar Skafta- sonar hrl., lögmanns Skútustaða- hrepps og eigenda og ábúenda lögbýla i Skútustaöahreppi, sem ekki eru talin eiga lönd aö Mý- vatni. Lögmaður fjármálaráöuneytis- ins i málinu var Sigurður Ólason, hrl. Að dómsuppkvaðningu lok- inni vildu lögmenn engu spá um hvort dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Kváðust þeir þurfa að athuga dóminn nánar og sjá hvort þeir fengju úr þvi skorið hver á botninn. ■ g FASTEIGNASALA SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12 SÍMAR 24647 & 25550 Jarðir í Arnessýslu Til sölueru jarðirnar Jaðar 1 og 2 i Ilrunamannahreppi. Seljast báð- ar saman eöa hvor i sinu iagi. l.and jarðanna er c/a 14 ferkíló- metrar. Vciðiréttur i Hvitá og I)alsá, volgar iaugar, skógur, fagurt umhverfi. Góðar bújarðir, góö sumarbústaöalönd. Kort af landi jarðanna til sýnis á skrifstofunni. Þorlákshöfn Einbýlishús til sölu í Þorlákshöfn (i herbergja með hilskúr, nýlegt vandað hús. Dómsorð: Aðalkröfu stefnanda, Veiði- félags Mývatns, að dæmt verði aö Þorsteinn Júliusson, hrl. Helgi ólafsson, sölustj. Kvöldsími 21155 allan heim - og eini staðurinn á íslandi sem hefur Opið frá kl. 08—21,30 Laugavegi 178 Sími 3-47-80 u & BLÓMASALUR VIKINGASALLR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.