Tíminn - 20.03.1973, Page 7

Tíminn - 20.03.1973, Page 7
Þriöjudagur 20. marz. 1973 TÍMINN 7 Q Malbik 2) Undirbyggingu gatna. 3) Lagningu malbiks, hvort malbik væri lagt i veðráttu, sem væri óæskileg og s. frv. 4) Áhrif negldra hjólbarða á malbiksgöturnar. 5) Saltið. Ræðumaður rakti allitarlega alla ofangreinda liði og sýndi fram á, að i rauninni benti margt til þess, að með tilliti til aöstæðna, væri ekki ávallt gætt hygginda i lagningu malbiks. Þannig væri oft unnið að malbikunarfram- kvæmdum í regni, en hjá því hefði ekki verið talið að hægt væri að komast, þegar tið væri rysjótt. Þá taldi ræðumaður, að setja þyrftistrangari reglur um notkun negldra snjóhjólbarða, sem margir teldu að spændu upp göturnar. Það væri nauðsynlegt að takmarka þann árstima, sem leyfilegt væri að nota slika hjól- barða, en þess væru dæmi, að sumar bifreiðar ækju að sumar- lagi á negldum hjólbörðum. Saltið á götunum — athyglisverðar upplýsingar Að lokum vék Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi að saltinu á götunum. Minnti hann á tillögu, er hann flutti um þetta efni i okt. 1971. Var þá ákveðiö aö dregið skyldi úr notkun saltsins, en dró i efa að dregið hefði úr saltburðinum. Ræðumaður benti á, að bifreiðaeigendur yrðu fyrir stór- felldu tjóni á bifreiðum slnum af völdum saltsins. Ryðskemmdir væru miklar og aðrar skemmdir á lakki og öðru næmu miklum upphæðum. Saltið væri hins vegar borið á göturnar til aö minnka slysahættuna i umferðinni. Kvað hann þó að margir efðust stór- lega um gildi saltburðar i þessu efni. Vitnaði ræðuríiaður I erlend blaðaskrif og álit um þetta efni og las upp orðrétt ummæli úr sænsku blaöi: Jólaumferðin i Sviþjóð var 27 manns að bana og þetta hefur orðið til þess að nú er rætt þar og deilt um umferðarmálin af hálfu meira kappi en nokkru sinni fyrr. Það verður að lækka hámarks- hraðann segja sumir, það veröur að stórauka eftirlit segja aðrir, það þarf bættan ljósabúnað, til þess að koma í veg fyrir að þessi saga endurtaki sig segir Lars Skjöld, sem er aðalritari eða framkvæmdarstjóri i umferðar- öryggisstofnun Stokkhólms- borgar. Vegna þessara ummæla Lars Skjöld hefur Iþróttablaðið sænska gengizt fyrir tilraun, en niður- stöðurnar af henni benda til að það sé saltið, sem I rauninni er hinn mikli banavaldur i umferðinni. Ljósabúnaðurinn er eins og hann getur orðið full- komnastur segir i blaðinu, þar sem skýrt er frá tilrauninni, en eftir að ekið hefur verið nokkra km áleiðis til Stokkhólms þá voru hlifðarglerin á ljósunum þakin ryklagi svo þéttu, að geislinn komst þar naumast I gegn. Hin fullkomnu ökuljós voru þar með orðin harla ófullkomin ökuljós og orsök þessa er vegasaltið og barðanaglarnir. Þeir bilstjórar eru alltof margir, sem aka á negldum hjólbörðum um saltað malbik. Þetta verður til þess að losa um mikið rykmagn og þyrla þvi upp með þeim afleiðingum að ljósabúnaðurinn verður þvi sem næstónothæfur og enn segir i blaðinu: Hvemörg eru ekki þau banaslys,sem saltið á vegunum á sök á. Næst liggur að álykta, að flest banaslysin hafi orðið af þvi, að bilstjórinn hafi ekki neinn möguleika til að greina göngu- menn vegna óhreinindahna á framrúðunni og ljósaglerjunum. Veröi bflstjórinn svo að auki blindaður af hemlaljósum sér hann ekki neitt. Hemlaljósin eiga að sjálfsögðu aö vera þannig gerð, að þau geti ekki valdið glýju, en það hefur viðkomandi eftirlit ekki tekið með i reikning- inn. Og i niðurlagi greinarinnar segir enn: saltið er hinn mikli banavaldur, þá staðreynd verða viðkomandi yfirvöld aö viðurkenna og það tafarlaust. Það er þýðingarlaust að fara i kring um hana, eins og köttur kring um heitan graut. Og þar með lýkur þessari athyglisverðu grein”. * Svar meirihluta borgarstjórnar Er Kristján hafði lokið máli slnu, kvaddi sér hljóðs Olafur B. Thors, borgar- fulltrúi (Sjálf- stfl.) Hann kvaðst taka undir flest af þvi, sem fulltrúi Framsóknar- flokksins hefði sagt. Þetta væri mikið vandamál, en hins vegar vildi hann ekki taka undir það, að óljóst væri, hvers vegna malbiksgöturnar færu svo, sem raun bæri vitni á vetrum. Það stafaði einfaldlega af tiðar- farinu, og margar af eldri götum væru ekki byggðar fyrir þann gifurlega umferðarþunga, sem á þeim ekur i dag. Taldi hann þvi erlenda rannsókn óþarfa og vildi láta borgarstjórn annast könnun á vandanum i viökomandi stofnunum borgarinnar. Saltburður i sam- ræmi við athugun FIB? Ennfremur dró hann I efa, að saltið ætti sök á slysum og taldi saltburðinn vera i samræmi við könnun, sem FIB hefði gert á málinu. Hins vegar væri borgin að vinna að öflun tækja til að gera saltburðinn betri, þannig að ná mætti meiri árangri með minna magni, en nú væri. Ræða Ölafs B. Thors virtist vel undirbúin og málefnaleg i alla staði, enda þótt flokkur hans hefði ekki einurð til að láta gera fræði- lega úttekt, sem liklegt væri að litið yrði á sem algjört vantraúst á Sjálfstæðisflokkinn i gatna- gerðarmálum, þvi auðvitað hefur flokkur hans boriö alla ábyrgð á þessum málum frá upphafi. Malbikið enn á vangaveltustiginu 1 svarræðu sinni harmaði Kristján Benediktsson, að Sjálf- stæðismeirihlutinn vildi ekki láta rannsaka málið fræðilega, til að fá það á raunhæfarii grundvöll. Hann kvað þetta vera stórmál. Mál, sem kostaði borgina offjár á hverju ári. Hann kvað nauðsyn- legt að leita erlendrar aðstoöar og dró i efa að þeir, sem um þessi mál fjölluðu fyrir borgina með fyrrgreindum afleiöingum væru rétti aðilinn til að rannsaka þessi mál. Ólafur B. Thors tók aftur til máls og ræddi um virðingu sina fyrir þeim embættismönnum, sem um þetta mál myndu fjalla og kvaðst viss um að málið hlyti málefnalega afgreiðu þar. Að lokum tók Kristján Benediktsson aftur til máls, þar sem hann itrekaði skoðun minni- hlutaflokkanna, en þar eð tillagan myndi ekki fá samþykki, teldi hann eftir atvikum rétt, að sam- þykkja að borgarráði yrði falið að rannsaka óeðlilegt slit á malbiks- götunum og var tillagan samþykkt samhljóða. Ennfremur tók til máls um tillögu þessa Sigurjón Pétursson (Alþbandal) og tók mjög I sama streng og framsögumaöur, en þvi miður er ekki unnt að rekja efni ræðu hans hér. —JG 700 hvalir NÚ UM miðjan marzmánuð fór fram i Noregi i Færeyjum mesta grindadráp, sem dæmi eru um I mörg ár. Skopunarbáturinn Harðaberg kom að mikilli grinda- vöðu vestan viö Tröllhöföa, og töldu skipverjar, að á að gizka þi-jú þúsund hvalir hefðu verið i vöðunni. Skopunarmönnum tókst að skilja um sjö hundruð hvali frá meginvöðunni og reka þá inn á Miðvog, þar sem fjaraði undan þeim, áður en til þess kæmi, að reynt væri að reka þá á land. Þrir menn slösuðust i að- ganginum, er varð, þegar gengið var á milli bols og höfuðs á hvölunum — einn þeirra alvar- lega, er stór krókur gekk inn i fótinn á honum. Lýsistrata í 30. sinn Hinn sigildi gamanleikur Lýsis- trata veröur sýndur i 30-skipti i Þjóðleikhúsinu n.k. föstudag þann 23. marz. Mjög góð aðsókn hefur verið á þennan 2000 ára gamla gamanleik og undirtek.tir Ieikhúsgesta frábærar. Sýningin á föstudaginn verður jafnframt 150. sýningin I Þjóðleikhúsinu á þessu leikári. Leikstjóri er sem kunnugt er Brynja Benedikts- dóttir og er þetta I þriðja skipti, sem hún sviösetur Lysiströtu. Aður hafði hún sett leikritið á sviö hjá Menntaskólanum I Reykjavik og hjá Leikfélagi Akureyrar. Myndin er af Þóru Friðriksdóttur og Erlingi Gislasyni i hlutverkum sinum. DRAGNOTAVEIÐ- AR í FAXAFLÓA Borgarstjórn ræðir soðfisksöflun TILLAGA frá borgarfulltrúum borgarstjórn Reykjavikur skori á Sjálfstæðisflokksins um að Alþingi að samþykkja nú á þessu 77 skip með yfir 1000 lestir A MIÐNÆTTI s.l. laugardags- kvölds var heildaraflinn á yfir- standandi loðnuvertið samtals 345.008 lestir. A sama tima I fyrra var heildaraflinn 276.547 lestir og þá höfðu 58 skip fengið einhvern afla.Nú er vitað um 77 skip, sem hafa fengið 1000 lestir eða meir, og eru aflahæstu skipin Guð- mundur RE, Eldborg RE og Loflur Baldvinsson EA. Annars er hér skrá yfir þau skip, sem hafa fengið 1000 lestir eða meir á þessari miklu loðnu- vertið: AlbertGK 4901 Alftafell SU 4988 Arinbjörn RE 1920 Árni Magnússon SU 4235 ArsællSigurðssonGK 2718 Asberg RE 6257 Asgeir RE 5909 Asver VE 2333 BergurVE 2602 Bjarni Ölafsson AK 4880 Björg NK 1277 Börkur NK 5446 Eldborg GK 11331 Dagfari ÞH 5230 Esjar RE 4501 Faxi GK 2496 Fifill GK 7885 Gisli Arni RE 8173 Gissur Hviti SF 2617 Gjafar KE 1374 Grindvikingur GK 7829 GrimseyingurGK 3081 Guðmundur RE 12966 Guðrún GK 1237 Gullberg VE 1896 Gullberg NS 1592 Gunnar Jónsson VE 1584 Halkion VE 3178 Haraldur AK 1529 Harpa RE 4528 Héðinn ÞH 7253 Heimir SU 7707 Heimaey VE 1156 Helga RE 2873 Framhald á bls. 19 þingi meginstefnu frumvarps til laga um breytingu á lögum um bann við botnvörpuveiöum, sem flutt er af nokkrum þingmönnum, en þar er ráðherra skylt að veita leyfi til að veiða neyzlufisk fyrir ibúa höfuðborgarsvæðisins, meö vissum takmörkunum. Nokkrar umræður urðu I borgarstjórn um mál þetta. Kristján Bene- diktsson gagn- rýndi tillöguna ekki sem heild, heldur einstök atriði frum- varpsins, eins og t.d. báta- fjölda, sem stunda á veið- arnar, og enn- fremur svæðið, sem afmarkaö verður, ef frumvarp þetta veröur að lögum. Alls munu flutningsmenn hafa hugsað sér að 13 bátar megi stunda dragnótaveiðar 1 Faxaflóa og „skal ráðherra veita leyfi”. Ennfremur segir I frumvarpinu að ráðherra skuli setja ákvæði um „meðferð afgangsfisks”. Þetta kvað Kristján vera of rúma heimild, með tilliti til friðunarað- gerða, og taldi varhugavert fyrir borgarstjórn að samþykkja þessi ákvæði laganna, þótt hann hins vegar gæti fallizt á það sjónarmið að rétt væri að afla neyzlufiskjar i Faxaflóa. Var siðan breytingatil- laga, framborin . af borgar- stjóra, þar sem vægara var farið i sakirnar, „aö rétt sé að leyfa til- teknum fjölda báta veiðar á neyzlufiski i Faxaflóa, með dragnót og botnvörpu”. Með þessari oröalagsbreytingu var tillagan samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. —JG i Vökva stýri Vökyastýri MF dráttarvélanna eykurgildi þeirra SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.