Tíminn - 24.03.1973, Síða 23

Tíminn - 24.03.1973, Síða 23
Laugardagur 24. marz 1973. TÍMINN 23 Voðinn vís, ef vikið verður frá friðun, segir Fiskifélagsdeildin í Gerðahreppi ÞAÐ er stórhættulegt og hrein og bein fjarstæða að leyfa dragnóta- og botnvörpuveiðar i Faxaflóa, sagði Njáll Benediktsson, fram- kvæmdastjóri i Gerðum, við Tim- ann i gær. Reynsian hefur sýnt, að fiskigengd eykst undir eins og dragnótin er bönnuð, en jafn- SAMKVÆMT slysaskýrslu lög- reglunnar i Reykjavik fyrir árið 1972 er talið að rekja megi um 34% allra umferðaróhappa þar til þeirra orsaka, að bið- og stöðv- unarskylda á gatnamótum er ekki virt. Vegna þessa hefir lögreglan að undanförnu gefið sérstakar gætur umferðabrotum i sam- bandi við umferðarljós og átöð- vunarskyldu á gatnamótum i borginni. Á timbilinu frá 7. til 21. þ.m. voru 62 ökumenn kærðir fyrir að aka á móti rauðu ljósi og á sama tima voru samtals 120 ökumenn kærðir fyrir brot á stöð- skjótt og hún er leyfð, er öllu spillt. Við i Garðinum erum á sama máli og Akurnesingar, sem áður hafa lagzt eindregið gegn þvi, að dragnótarveiðar yröu leyfðar. Þegar flóinn var friðaður á sjötta áratugnum, byrjuðum við vunarskyldu. Brot þessi varða 2000-4000 króna sektum, eftir nánari atvikum hverju sinni. Lögreglan mun halda þessu eftirliti áfram og hvetur hún alla vegfarendur til þess að virða um- ferðarreglurnar í hvivetna . Er sérstök ástæða til þess að brýna fyrir ökumönnum hversu mikil- vægt það er að fara nákvæmlega eftir reglum um umferðarljós. Sömuleiðis að nema skilyrðis- laust staðar, þar sem stöðvunar- skylda er á gatnamótum, og aka ekkiafstað aftur nema með fullu öryggi gagnvart umferð á þeim vegi, sem nýtur forgangsréttar. með svokallaðan ýsuriðil, sem þá var leyfður, hálfan þriðja þuml- ung, sagði Njáll enn fremur, en siðan stækkuðum við riðilinn ár frá ári, þvi að fiskurinn varð vænni og vænni við friðunina. Arið 1959 fengum við upp i fjögur hundruð lestir á haustvertið á tuttugu til þrjátiu tonna báta. Um leið og dragnótin var leyfð, ger- breyttist þetta, unz ekki þýddi að ýta báti úr vör. Og þó að skammt sé siðan flóinn var friðaður á ný, er óumdeilanlegt, að þegar er tekinn að glæðast fiskur. Það er ekki aðeins, að dragnót- in eyði sjálfum fiskinum, sagði Njáll, heldur kemur einnig annað til. Mikil hrygningarsvæði eru á Skagahrauni, og i mai og júni er allt morandi af marglyttu á sjón- um. Undir henni leita seiðin at- hvarfs. Þegar vörpur koma til sögunnar, hálffyllast þær af mar- glyttu, og þegar henni hefur verið tortimt i stórum stil, verða seiðin fugli auðveld bráð. Fiskifélagsdeildin i Gerða- hreppi hefur látið þetta mál til sin taka, og bað Njáll blaðið fyrir svolátandi samþykkt, er stjórn hennar hefur sent sjávarútvegs- nefnd neðri deildar alþingis: Fiskideild Gerðahrepps mót- mælir harðlega ákvæðum frum- varps til laga, er nú hefur verið lagt fram á Alþingi um að heimilaðar veröi veiðar með dragnót og botnvörpu i Faxaflóa. Fiskideildin minnir á fyrri að- gerðir i þessa átt. Þar sem tvisv- ar hefir, frá þvi Faxaflói var friðaður, verið stigið það óheilla- spor, og leyfa veiðar með þessum veiðarfærum, til stórtjóns fyrir byggðalögin við Faxaflóa, sem áttu afkomu sina undir þvi, að veiða fisk úr sjó og eiga enn. Fiskideildin minnir á tillögu Hafrannsóknarstofnunarinnar um nýtingu fiskstofna, þar sem varað er við tog- og dragnóta- veiðum nær landi en sex milur og alls staðar innfjarða, vegna hættu á ofveiði af völdum þessara veiðarfæra og þá helzt á ungfiski. NTB—Kaupmannahöfn. — Kenn- arar við marga skóla i Danmörku lögðu i gær niður vinnu vegna gremju yfir áformum rikisstjórn- arinnar um að stytta kennslu- stundir úr 50 i 45 minútur. Kennararnir komu þó i skólann á venjulegum tima kl. 8, og ræddu deiluefniðog önnuðust nemendur, sem ekki var unnt að senda heim. En það er vitað, að Faxaflói er ómetanleg upneldisstöð fyrir all- an fisk. Fiskideildin telur, að leysa verði það voðaástand i fisksölu- málum Reykvikinga, sem lýst er i áskorun borgarstjórnar Reykja- vikur, með öðru móti en rányrkju á kostnað dreifbýlisfólksins við Faxaflóa. Þorsteinn Jóhannesson formaður. Njáli Benediktsson gjaldkeri. — Ég sé ekki, að kennararn- irhafi nokkra ástæðu til að fara i verkfall sagði Knud Heinesen menntamálaráðherra. — Það, sem hefur verið ákveðið, er að hefjast skuli umræður við samtök kennara um styttingu kennslu- stunda. Aherzla var lögð á, að hér væri um samningsatriði að ræða, en ekki einhliða tilskipun yfir- valda, sagði Heinesen. Sárt að geta ekki fylgt ráðum Dagrúnar Þriðjungur óhappa vegna brota á stöðvunarskyldu Danskir kennarar í verkfalli Sæmundur Valdimarsson: ATVINNULÝÐRÆÐI 1 MALEFNASAMNINGI rikis- stjórnarinnar segir, að stjórnin muni beita sér fyrir löggjöf um hlutdeild starfsfólks i stjórn fyrir- tækja og tryggja, að slikri skipan verði komið á I rikisfyrirtækjum. Ekki er vitað, hvað rikisstjórn og þingmenn hyggjast gera til uppfyllingar á þessu, en það sem enn hefur komið fram, lofar ekki góðu. 1 des. sl. kaus Alþingi stjórn nokkurra rikisfyrirtækja til næstu 4urra ára. Ef tekið er eitt slikt fyrirtæki sem dæmi, sézt, að meirihluti stjórnarmanna ber titil forstjóra eða framkvæmdastjóra, og fleiri finir titlar sjást þar. Hins vegar er þar enginn, sem talizt gæti til verkalýðsstéttar eða úr röðum starfsfólks fyrirtækisins. Ekki er vitað, hvort Alþingis- menn álita, að forstjórar hafi þörf fyrir þær krónur, sem þetta gefur i aðra hönd, eða verkalýðurinn hafi ekki þær gáfur, sem með þarf. Ef við hugsuðum okkur, að verulegur hluti af fyrirtækjum i landinu yrði þjóðnýttur, mundi samkvæmt þessu, stjórn hvers fyrirtækis verða að meirihluta skipuð forstjórum annarra fyrir- tækja, en verkalýðurinn hvergi nærri koma. öðru hvoru birtast i dagblöðum fréttir af nefndum, sem rikis- stjórn eða Alþingi hafa sett á laggirnar, en leitun mun á þvi, að þar finnist nafn á manni úr verkalýðsstétt, nema þá þeim, sem vaxið hafa upp úr stéttinni. Hins vegar eru sumir i mörgum nefndum, sem kunnugt er. Ekki hefur heyrzt, að þeir fulltrúar verkalýðsins, sem á þingi sitja, hafi neitt við þetta að athuga. Q Listsýning sýningar, en þvi miður er hún ekki komin til iandsins. Beðið hefur verið um, að sýning verði sett upp á a.m.k. þrem öðrum stöðum, þ.e. á Sauðár- króki, Húsavik og á Selfossi. Vonandi verða það ennþá fleiri, sem fylgja þessu glæsilega fordæmi húnvetnskra kvenna og fá þessa sýningu til sin, eða setja þá upp aðra eins veglega. Er þetta framtak kvennanna vafa- laust eitt hið stærsta, sem gert hefur verið i þessum málum i dreifbýlinu, og mun viðameira, en þegar „List um landið” var og hét. Hafi þær þökk og heiður fyrir. Stéttaskiptingin er algjör hvað þetta snertir. Hins vegar er verið að koma á samstarfsnefndum i nokkrum rikisfyrirtækjum Verðurað semja við stjórnendur hvers fyrirtækis um stöðu nefndarinnar. I þeirri reglugerð, sem komin er i gegn- um hreinsunareldinn, segir m.a. um starfssvið nefndarinnar: „Samstarfsnefndin er ráðgjafa- og upplýsingaaðili. Meginhlut- verk hennar erað>vinna með sam- starfi að velferð allra þeirra, er i fyrirtækinu starfa, og að sem beztum framleiðsluafköstum.” Siðarsegir: „Upplýsingar, sem veittar eru sem trúnaðarmál i samstarfsnefndinni má ekki láta berast út.” Ráðamenn fyrirtækj- anna halda fast við þetta ákvæði, sem reisir vegg milli nefndar- manna starfsfólks, og þeirra, sem kusu þá i nefndina. A sama tima og lagt er fyrir Al- þingi stjórnarfrumvarp um upp- lýsingaskyldu stjórnvalda með mörgum undantekningum þó, er stjórnendum rikisfyrirtækja gefið sjálfdæmi um, hvaða upplýsingar þeir gefi. A siðasta Alþýðusambands- þingi urðu nokkrar umræður um atvinnulýðræði. Ekki virtist mik- ill ágreiningur um, að hér væri um að ræða eitt þýðingarmesta baráttumál verkalýðshreyfingar- innar, og atvinnulýðræði i viðtæk- ustu merkingu fæli i sér bæði stjórnun og eign verkalýðsins á atvinnutækjunum. Hins vegar greindi menn á um leiðir að þessu marki. Sumir voru mótfallnir þvi að taka á sig ábyrgð með þátttöku i samstarfsnefnd, sem ekki hefði nein völd og ekki einu sinni vist, að fengi réttar upplýsingar. Aðrir vissu litið, hvað hér var um að vera, þar sem svo til engin um- ræða hafði farið fram um þetta. Foo'stumenn þingsins fengu samþykkta tillögu um að visa málinu til miðstjórnar Alþýðu- sambandsins til frekari úrvinnslu fyrir næstu kjarasamninga. Ekki er vitaxb hvað miðstjórnin hyggst fyrir, en ekki er óliklegt, að hún kjósi nefnd i málið. Það er þó engan veginn nóg: ekki veitti af að kalla saman sérstaka ráð- stefnu, svo mörkuð verði ákveðin stefna i þessu máli. Ýmislegt bendir til, að þróunin sé orðin sú, að hlaupa ætti yfir að mestu, það stig málsins, sem samstarfsnefndirnar eru, heldur stefna að beinni aðild að stjórnun fyrirtækjanna. Benda má á það, að atvinnu- rekstur á Islandi er að mestu rek- inn fyrir almannafé. I atvinnu- leysistryggingasjóði mun nú vera um 1700 milljónir króna. Verka- lýðshreyfingin telur sig eiga þetta fé, sem er að mestu bundið i at- vinnurekstri viða um land. Hverju ræður verkafólk um ráð- stöfun þessa fjár? Það, sem mestu máli skiptir nú, er að þessi mál séu rædd og skoðuðfrááem flestum hliðum. marz, verður frumsýnt nýtt leikrit i Þjóðleikhúsinu, „Sjö stelpur”. Leikritið hefur verið i æfingu síðan i janúar, en leik- stjóri er Briet Héðinsdóttir, og er þetta fyrsta leikritið, sem hún stjórnar i Þjóðleikhúsinu. Leik- myndir gerði Björn Björnsson, og er þetta fyrsta verkefni hans hjá Þjóðleikhúsinu, en hann hefur um árabil gert leikmyndir fyrir Sjón- varpið. Leikendur eru alls 10. Nánar verður skýrt frá leikritinu i blaðinu á morgun. Verið er að æfa tvö leikrit auk „Sjö stelpna” i Þjóðleikhúsinu, „Lausnargjaldið” eftir Agnar Þórðarson og „Heimiliö” hóp vinnuleikrit. Leikstjóri „Lausnargjaldsins” er Benedikt Árnason. Æfingar þess hófust á siðastliðnu vori, en féllu niður vegna veikinda og fleiri orsaka. Hefur höfundurinn, Agnar Þórðarson, endurskrifað verkið að meira og minna leyti. Verður það frumsýnt I april n.k. „Heimilið” er sænskt hópvinnu- leikrit (upphaflega) og er verið að æfa það um þessar mundir á litla sviði Þjóðleikhússins undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Verkið fjallar um kjör elztu borg- aranna, eri snýr sér þó bæði til ungra og gamalla .Veröur sýningin ekki bundin litla sviðinu, heldur geta félagssamtök, skólar eða stofnariir, sem áhuga hafa, pantað hana. Siðar i vetur eða vor verður svo JJ-Skagaströnd. — Húsmæður hér á Skagaströnd eru að vonum ákaflega óhressar að geta ekki farið að ráðum Dagrúnar Kristjánsdóttur, sem hún gaf I sjónvarpsviðtalinu um daginn, og keypt annað en mjólk á pela barna sinna. Ekki eru verzlunar- menn heldur ánægðir að geta ekki vcitt umbeðna þjónustu, en eins og menn vita, hefur rikið einkasöiu á þeim vökva, sem ekki má nefna og auglýsa opinberlega i fjölmiðlum. Eins og menn muna, var Dagrún spurð að þvi; hvað húsmæður ættu að kaupa i stað mjólkur, og sagðist hún þá ekki hinn heimsfrægi söngleikur Cabaretsýndur i Þjóðleikhúsinu. Fram kom á blaðamannafundi á föstudaginn s.l. i Þjóðleikhúsinu, að likur eru til þess, að i maibyrjun komi hingað einn þekktasti leikflokkur Bandarikj- anna, Open Theatre frá New York, og haldi hér tvær sýningar mega segja það. Þetta geta menn hér um slóðir ekki skilið nema á einn veg, og má þvi búast við, að á næstunni verði rikisvaldinu send áskorun um að opna hér útsölu, svo að börnin fari ekki varhluta af þeim meðmælum ákveðinna tegunda, sem þeirlásu út úr mótmælaræðu frúarinnar gegn mjólk og öðrum land- búnaðarvörum. Ekki er heldur að efa það, að bændur tækju þvi fegins hendi, ef kýr þeirra tækju upp á þvi að framleiða téðan vökva. Þeir gætu þá a.m.k. lagt „heimilisiðnaðinn” til hliðar á meðan, og litil hætta væri á, að kýrnar stæðu málþola. á verkinu „Mutation Show” sem flokkurinn hefur verið og er að sýna þar vestra um þessar mundir. Leikflokkur þessi er ekki aðeins einn sá þekktasti i U.S.A. heldur er hann heimsþekktur. Leikstjóri „Mutation show” er hinn þekkti Joseph Chaike. —Stp Frá Vélskóla íslands Ef nægileg þátttaka fæst, verður haldið námskeið fyrir vélstjóra við Vélskóla íslands i Reykjavik frá 28. maí til 10. júni 1973. Verkefni: 1. Stýritækni. 2. Rafeindatækni. 3. Rafmagnsfræði. Námskeiðið er ætlað fyrir vélstjóra, er lokið hafa prófi úr rafmagnsdeild skólans eða 4. stigi. Þátttaka tilkynnist bréflega fyrir 15. maí til: VÉLSKÓLA ÍSLANDS Sjómanaskólanum Pósthólf 5134 Reykjavík Þjóðleikhúsið: „Sjö stelpur" — Frumsýning föstudaginn 30. marz n.k. í æfingu eru „Lausnargjaldið" og „Heimilið". Von er á einum þekktasta leikflokki Bandaríkjanna, „Open Theatre", hingað í maibyrjun NÆSTKOMANDI föstudag, 30.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.