Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. aprli 1973. TÍMINN 3 Aðalfundur Vinnu- veitenda- sambandsins AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambands islands hefst f dag klukkan hálf-tvö i húsakynnum samtakanna aö Garöastræti 41. Mun formaður Vinnuveitenda- sambands íslands, Jón H. Bergs, flytja skýrslu um störf og fram- kvæmdir sambandsins á liðnu starfsári. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa verður kosið i starfsnefndir þar sem meðal ann- ars verður fjallað um verðlags- mál, efnahagsmál og lifeyris- sjóði. Nefndir þessar munu siðan starfa fyrir hádegi á föstudag. Framhaldsfundur hefst siðan á sama stað eftir hádegi á morgun og munu starfsnefndir leggja fram tillögur sinar. Klukkan þrjú flytur Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra ræðu og svarar fyrirspurnum. Áskorun yfir- læknum FÉLAG yfirlækna vill láta fresta afgreiðslu lagafrumvarps um heilbrigðisþjónustu og samþykkti um það svolátandi áskorun á fundi i þessari viku: „Fundur i Félagi yfirlækna, haldinn i Reykjavik þriðjudaginn 10. april 1973, skorar á hæstvirta rikisstjórn og Alþingi að fresta afgreiðslu frumvarps til lagá um heilbrigðisþjónustu, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi. Telja félagsmenn mjög var- hugavert að hraða afgreiðslu þessa mikilvæga frumvarps, enda vafasamt, að einstakir al- þingismenn hafi haft tima eða að- stöðu til að kynna sér umsagnir, sem borizt hafa Alþingi né áhrif frumvarpsins, ef að lögum verð- Undirbúningsnefnd og samstarfsnefnd, taliö frá vinstri: Kristmundur Guömundsson, Guömundur Þóröarson, Ólafur Vilhjáimsson, Guömundur Guömundsson, Svavar Pálsson, Baröi Friöriksson, Sveinn Björnsson, Snorri Jónsson, Steinþór Magnússon, Páll Indriöason, Gisli Einarsson. Samstarfsnefnd í sementsverksmiðjunni 1 SEMENTSVERKSMIÐJU rikisins á Akranesi hefur veriö tekin upp sú nýbreytni aö stofna samstarfsnefnd starfsmanna og stjórnenda, skipaöa fjórum fuiltrúum frá hvorum aöila. Var formlega gengiö frá samningum um þetta fyrir nokkru. Þessi samningur var undirbúinn af nefnd, sem Magnús Kjartansson iönaöarmálaráöherra skipaöi á sinum tima. Samstarfsnefndin á að vinna aö bættri samkeppnisaðstöðu fyrir- tækisins og velferðarmálum starfsfólksins, þar á meðal sem beztum framleiðsluafköstum. Skal henni látin i té vitneskja um fjárhag fyrirtækisins og stöðu og mikilvæg mál, sem snerta fram- leiðslu og söluhorfur, meiri háttar breytingar á framleiðsluáætlun- um og framleiðsluaðferðum, aukningu eða samdrátt fram- leiðslu, endurskipulagningu og annað þess háttar. Fundir og um- ræður um þessi mál og önnur, er koma til kasta nefndarinnar, skulu fara fram svo fljótt og oft sem þurfa þykir. Þá á neíndin að vinna að heil- brigðri og skynsamlegri vinnu- hagræðingu og efla skilning á félagslegu og iönaðarlegu mikil- vægi hennar, gera tillögur um öryggi og heilsugæzlu og sjá um, að fyrirmæli af þeim toga séu virt i hvivetna af öllum aöilum. Aður hafði iðnaöarráðuneytiö staðfest reglugerð um samstarfs- nefnd i Landssmiðjunni. „240 FISKAR FYRIR KÚ" — ný kvikmynd um landhelgismáiið ÞÓ, Reykjavfk.—„240 fiskar fyr- ir kú”, heitir ný kvikmyhd um landhelgismálið, sem sýnd var i fyrsta skipti á þriðjudaginn. Magnús Jónsson, leikstjóri á Akureyri hefur gert mynd þessa, en á siðasta ári fékk hann 500 þúsund króna styrk til mynda- gerðarinnar frá Menntamálaráði. Að sögn Magnúsar var kostnaður við gerð myndarinnar rúmlega ein milljón króna, og er þá ekki Nýtt fyrirkomulag ó greiðslu orlofsfjár GJ, REYKJAVÍK. — A blaöa- mannafundi, sem haldinn var i gær, var kynnt nýtt fyrirkomulag á greiöslu orlofsfjár, sem ætlunin er aö taka upp frá og meö 1. mai næstkomandi. Er þetta nýja kerfi ætlaö til aukinnar hagræðingar fyrir alla aðila, auk þess sem ætlunin er aö setja undir þann leka, sem verið hefur, að orlofsfé sé greitt út samtimis launum og þá i peningum. Lög um orlof voru fyrst sett hér á landi á árinu 1943. Orlof var þá hálfur mánuður. Fastir starfs- menn eiga að fá sin venjulegu laun á meðan þeir eru i orlofi, en aðrir eiga að fá orlofsfé, sem var 4% samkvæmt lögunum frá 1943. Bæöi orlof og orlofsfé hefur siðan verið aukið i áföngum, og er nú orlofið 4 vikur og orlofsfé 8 1/3%, samkvæmt lögum nr. 87 frá 1971. Við framkvæmd laganna um orlof hafa verið notuð orlofsmerki og orlofsbækur. Launagreiðendur skulu kaupa orlofsmerki hjá póst- afgreiðslum á nafnverði, en launþegar fá þar afhentar orlofs- bækur ókeypis, sem orlofsmerkin skulu geymd i. 1 hvert sinn, sem laun eru greidd, skal launagreið- andi afhenda launþega orlofsfé, sem honum ber, i orlofsmerkjum. Skal launagreiðandi þá sjálfur lima orlofsmerkin i orlofsbók launþega, rita upphafsstafi sina á merkin, eða yfirstimpla þau með stimplisinum. Þegar launþegi fer i orlof, fær hann greitt andvirði þeirra merkja, sem fest hafa verið i orlofsbók hans hjá póstaf- greiðslu, gegn afhendingu bókar- innar. bessi framkvæmd orlofslag- anna er vægast sagt óhagkvæm og afar timafrek, enda hefur reynsla undanfarandi áratuga sýnt að hún tekst alls ekki. Lögin hafa verið sniðgengin að verulegu leyti, og greiðsla orlofsfjár hefur gjarna farið fram i þeningum i stað merkja. Hjá póstinum voru seld á siðasta ári orlofsmerki fyr- ir um 240 milljónir króna, sem varla er nema litill hluti þeirrar fjárhæðar, sem átti að greiðast með orlofsmerkjum. Nú er sem sagt ætlunin að gera hér bót á. Með orlofslögunum frá 1971 veröur komið á nýrri skipan á greiðslu orlofsfjár frá 1. mai n.k. að telja. Frá þeim tíma skal ekki greiða orlof með orlofs- merkjum. Launagreiðendum ber hins vegar aö skila greiðslu or- lofsfjár tii næstu póststöðvar inn- an þriggja daga frá útborgun launa ásamt greinargerð, sem fylgja skal greiðslu orlofsfjár á þar til gerðum eyðublöðum. I hvert skipti, sem laun eru greidd, skal launagreiðandi afhenda launþega launaseðil, sem sýni fjárhæð launa og orlofsfjár. Launþegi verður að gæta vel þessara launaseðla til þess að geta gengið úr skugga um, að orlofsfé hans hafi verið skilað til póststöðvar eins og lög gera ráð fyrir. Arsfjórðungslega mun hann fá yfirlit frá Pósti og sima, sem sýnir nafn launagreiðenda, launatimabil og fjárhæð greiðslna. Samanburðurinn á þvi að reynast auðveldur.Komi i ljós, að misbrestur hafi orðið á skilvisri greiðslu orlofsfjár, ber launþega að snúa sér til næstu póststöðvar, sem skal þá gera viðkomandi vinnuveitanda við- vart um vanskilin, og ef þvi er ekki sinnt, er hægt að innheimta orlofsféð með lögtaki. Þessi nýja skipan á greiöslu or- lofsfjár, er hér var lauslega lýst, er i raun og veru hin sama og nú gildir um greiðslu opinberra gjalda. Það gefur auga leið, að með þessu nýja fyrirkomulagi á greiðslu orlofsfjár, er opin leið til þess að afnema sparimerkin og fella greiðslu skyldusparnaðar inn i hliðstætt kerfi. Sama gildir um greiðslur á iðgjöldum til lif- eyrissjóða, um greiðslur atvinnu- rekenda til sjúkrasjóða og félags- gjöld launþega til stéttarfélaga sinna. Er fullur skilningur á þessu hjá viðkomandi aðilum, og miklar likur á, að þessi háttur verði brátt einnig tekinn upp, a.m.k. hvað varðar greiðslu sparifjár. Ef svo verður, tryggir það mikið öryggi fyrir þá aðila, sem við greiðslum þessum taka, þvi engin hætta á að vera á, að greiðslur þessar týnist, en þaö vildi oft brenna við meö blessuð orlofs- og sparimerkin. Einnig kemur þetta kerfi i veg fyrir alls konar brask með þessi merki, en vitað mál er, að merki þessi hafa verð seld manna á milli og þá gjarna með miklum afföllum. Fullkomið samkomulag var á milli fulltrúa atvinnurekenda og launþega i nefnd þeirri, sem vann að endurskoðun laga og reglu- gerðar um orlof, um þá skipan mála, sem hér var lýst. Nefndin var skipuð þremur fulltrúum frá hvorum aðila auk Hjálmars Vilhjálmssonar ráðuneytisstjóra, sem var formaður nefndarinnar. gert ráð fyrir launum til höfund- ar. Til viðbótar styrknum frá Menntamálaráði fékk Magnús 250 þúsund króna styrk frá fiskimála- stjóði. Myndin ,,240fiskarfyrirkú”, er 16 mm litmynd og sýningartimi 20 minútur. Islenzkan texta gerði höfundur myndarinnar, en þýð- ingu á ensku þau Maureen Thomas og Sverrir Hólmarsson. Teikningar i myndinni eru eftir Harald Guðbergsson. Ernst Kett- ler annaðist kvikmyndatöku og klippingu, en Marinó Ólafsson, hljóðsetti. Tónlist er eftir Sigurð Rúnar Jónsson og þulur er Jón Múli Arnason. I upphafi verða gerö fimm ein- tök af myndinni, bæði með is- lenzku og ensku tali, en ekki er enn neitt afráðið með dreifingu á myndinni til annarra landa. Hér innanlands hefur veriö rætt um að sýna kvikmyndina i „list um landið”. „Drekkum mjólk og ri aftur mjólk I MORGUNBLAÐINU fyrir helgi er skýrt frá þvi, að Húsmæðraf. Rvik. hafi ákveðið, að næsta vika, frá 9. til 15. april, skuli verða mótmælavika gegn hækkunum á landbúnaðarvörum eins og áður.Þá er þess aö geta, að til okkar hringdi kona nokkur i gærmorgun, sem var nýbúin að lesa þessa frétt, og skýrði okkur frá þvi, að mótmælavikuna siö- ustu hefði hún ásamt 5 öðrum konum i Hliðunum i Reykjavik bundizt samtökum um að neyta eingöngu landbúnaðarvara og þá einkum mjókur, til styrktar bændum. Sagði hún, að útkoman hefði orðið sú hjá þeim kvennanna, er hafa nokkuð stóra fjölskyldu, að þær hefðu sparað um eitt þúsund krónur i matarkaupum. Jafn- framt gat hún þess, að börnin hefðu vanizt af kókþambinu og drukkið mjólk og aftur mjólk með beztu lyst. „Og við munum glaðar halda áfram á sömu braut, meðan þessar blessaðar konur halda uppteknum hætti aö „stræka” á landbúnaðarvörurn- ar”, sagði hún að lokum. —Stp Óþörf og óheppileg ákvæði Nokkur styrr hefur staðið á Alþingi um frumvarp um heil- brigðisþjónustu, sem h.eii- brigðisráðherra lagði fyrir Al- þingi. Við 3. umræðu frum- varpsins f neðri deild Alþingis I fyrradag voru felld niður tvö ákvæði I frumvarpinu, er fjöll- uðu um deildaskiptingu I heilbrigðisráðuneytinu og um að skilyrði væri að ráðuneytis- stjórinn væri læknismenntað- ur. Tillögur um að fella þessi ákvæði niður voru samþykkt- ar að viðhöfðu nafnakalii i deildinni. 24 voru með þvi að fella niður læknismcnntunar- skilyrðið 13 á móti og 2 sátu hjá. 22 voru með þvi að fella nið- ur ákvæðin um deildaskipting- una I ráðuneytinu 13 á móti en 4 sátu hjá. Ýmsir þeir, scm greiddu at- kvæði gcgn þessum tillögum höfðu lýst ótta sínum um að breytingar á frumvarpinu kynnu aö verða til þess að þaö næði ekki fram að ganga á þinginu, þar sem ákveðið er að Ijúka þinghaldinu fyrir páska. Ólafur Jóhannesson. for- sætisráöherra, haföi viö 3. umræðu frumvarpsins lýst sig fylgjandi þessum breytinga- tillögum. Hafði forsætisráð- herra farið fram á það við heilbrigðis-og trygginganefnd neðri deildar eftir 2. umræðu málsins að hún tæki þessar breytingar upp I tillögur sinar, en nefndin hafði ákveðið að flytja ekki aðrar breytingatil- lögur við 3ju umræðu en þær, sem nefndarmenn ailir væru sammála um. Við 3ju umræðu fluttu þeir Matthlas Bjarnason, Björn Pálsson, Bjarni Guðnason og Matthlas A Matthiesen breytingatillögur um að þessi ákvæöi yrðu felld niður úr frumvarpinu og voru þær samþykktar eins og fyrr greindi. Óiafur Jóhannesson lýsti fylgi við þessar hreytingatil- lögur og hafnaði þeirri kcnn- ingu, að samþykkt þeirra gæti á nokkurn hátt oröiö til þess að tcfja fyrir frumvarpinu, ncma siður væri. Sagði Ólafur, að slik ákvæði og væru i þessu frumvarpi um að setja að skil- yrði að læknir sé ráðuneytis- stjóri I heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu, hefðu ekki veriö I lögum og ef setja ætti slík ákvæði um sérstaka menntun ráöuneytisstjóra i lög ættu slik ákvæði heima i lögunum um Stjórnarráð Is- lands en ekki i lögum um ein- stök ráöuneyti. Þá sagðist ólafur andvigur ákvæöum frumvarpsins um deildaskipt- ingu ráðuneytisins vegna þess að slik ákvæði væri ekki i lög- um er lytu að einstökum ráöu- neytum, en ráðhcrrar gætu ákveðiö deildaskiptingu i ráðuncytum sinum skv. al- mennum ákvæöum, sem I gildi væru I lögunum um Stjórnar- ráð tslands. Forsætisráöherra tók fram, að þessi ákvæði væru að vfsu smávægiieg I samanburöi viö aöalefni frumvarpsins, sem yrði aö ná fram að ganga, en samt væri rétt að sníða þessa agnúa af og þyrfti þaö ekkert að tefja framgang málsins. Og þótt hér væri um stjórnarfrum- varp að ræða liti hann á þaö sem þinglcga skyldu sína aö gera þær lagfæringar á frum- vörpum, sem hann teldi réttar og þess vegna myndi hann styðja breytingatillögur um að feila þessi ákvæði niður. Keflavíkur- sjónvarpið Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, svarar i Þjóðviljanum i gær fyrir- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.