Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 12. apríl 1973. Tlmamyndir: Gunnar Páll Kristjánsson hcldur hér á einu húsdýra sinna Kaninur i búri, ein og ein. Þar hugsar hver um sig, og vill ekkert hafa saman viö náungann aö sælda 144 bú9re,n KAM Rætt við Pá PALL KRISTJANSSON á Akranesi leggur stund á dálltiö sérstæðan búskap. Hann ræktar kaninur, og þar sem liklegt má teljast, að sú tegund búskapar eigi sér fáar hliöstæöur á landi okkar, langar mig aö byrja á aö forvitnast um, hvort sú ágizkun er ekki nærri lagi. Byrjaði smátt. — En viðkoman er gifurleg — Veiztu til þess, Páll, aö fleiri en þú leggi stund á kaninurækt? — Nei, mér er ekki kunnugt um neinn annan, sem gerir það svo að ég held, að ég sé alger braut- ryðjandi á þessu sviði hér á landi. — Hvenær byrjaðir þú á þessari starfsemi? — Það er um það bil eitt og hálf ár, siðan ég keypti fyrstu dýrin. — Hversu stór var hjörðin i upphafi? — Hún var nú ekki svo stór, aö hægt væri að kalla það hjörð. Það voru aðeins tvær læður og eitt karldýr. Þá bjó ég i Stór-Reykja- vik og var með þetta i bilskúr úti á Seltjarnarnesi. — Svo hefur bústofninn stækkað? — Já, já, Nú eru hér fimmtiu læður og eitthvað á þriðja hundr- að ungar. — Er viðkoman svona geysi- leg? — Já, viðkoman er alveg gifur- leg, en það eru ýmsir byrjunar- örðugleikar, sem maður verður að yfirstiga. Maður þarf fyrst og frems að læra að umgangast dýrin, svo að ekki verði afföll af ungunum. — Hvað eiga þessar skepnur marga unga á ári? — Hver læða getur vel komið upp fjörutiu ungum á ári. — Gjóta þær tvisvar á ári? — Néi, fjórum sinnum. — Hvað ganga þær þá eiginlega lengi með? — Þær ganga með i þrjátiu daga. Svo hefur maður ungana hjá þeim i 28 daga, en tekur þá frá þeim, og lætur þær fá strax á eftir. — Þið verðið að hleypa til þeirra, eins og annars búsmala? — Já. Það er hver læða i búri. Þaðan verður að taka hana og fara með hana i búr til karldýrs. — En til hvers ertu að þessu? Ertu að hugsa um skinnasölu, kjötsölu, eða hvort tveggja? — Það er fyrst og fremst kjötið, sem ég er að hugsa um. Fyrir skinnin fæst sáralitið verð, að minnsta kosti núna. Kjötið gengur aftur á móti vel út og það fæst alveg sæmilega gott verð fyrir það. — Er þetta ljúffeng fæða? — Já. Þvi svipar mjög til kjúklingakjöts, en það er sterk- ara á bragðið og mýkra undir tönn. — Treystir þú á innanlands- markað, eða dreymir þig um að flytja kjötið út? — Ég held, að ekki komi til greina, að flytja kjötið út. Verð- lagið erlendis er svo gerólikt þvi, sem hér er. — En hefur þér gengið vel að selja her innanlands? — Já, já. Ég hef selt allt það kjöt, sem ég hef framleitt og gæti selt miklu meira. — Þu nefndir áðan, að maður þyrfti að læra að umgangast kaninurnar. Er hirðingin vanda- söm? — Já. Það þarf alveg óskaplega natni, ef manni á að takast að halda lifi i öllum ungunum. Þetta eru svo viðkvæm dýr, að ef þau verða fyrir minnstu röskun, þá fyrirferst hvert got i það skiptið. — Mjólka læðurnar nóg, þangað til óhætt er að taka ungana frá þeim? — Já, þær mjólka alveg nóg, og það væri hægt að láta þær mjólka meira, þvi að maður finnur það oft, að það er heilmikil mjólk i þeim eftir að ungarnir hafa verið teknir frá þeim. — A hverju lifa þær aðallega? — Það er innflutt kaninufðður, sérstakt, frá Danmörku, og svo hey. — Þarftu þá ekki að saxa heyið niður handa þeim? — Nei. Það er látið á bakvið net, eða öllu heldur i litil hólf, sem net er fyrir og svo kroppa þær stráin i gegn til sin, eftir þörfum. Kaninur eru skyldar hérum, og þola mjög mikinn kulda — Er ekki neinn vandi með hita- stigið? — Eftir að ungarnir eru orðnir fimm vikna, þola þeir vel allt upp I tuttugu og fimm stiga frost. Þó er það þvi háð að veður sé kyrrt, þvi að storm þola þær afar- illa. Kaninur þurfa vökvun, engu síður en aðrar skepur, og maður þarf að gæta þess vel, að drykkjarvatn þeirra frjósi ekki. Ef maður getur séð þeim fyrir nægilegum snjó að éta, þá una þær sér vel þótt fröstið sé tuttugu stig og þaðan af meira langtimum saman. Kaninur eru náskyldar hérum, eins og menn vita, og hvitu kaninurnar eru nógu mikið i ætt við snæhérana á Grænlandi til þess að láta sér kuldann vel llka. — Virðist þeim jafnvel liða betur I kulda en hita? — Já, það má alls ekki verða of heitt á þeim, þvi að þá drepast þær úr hjartaslagi. Þær vilja helzt vera þar sem svalt er og dimmt, jafnvel að það sé alveg myrkur. — Þú þarft þá ekki aö eyða i ljós og hita? — Nei, ég losna alveg við það. Upphitun má ekki nein vera, utan sú, sem kaninurnar leggja til sjálfar með sinum eigin blóðhita, og ljós er þarflaust að hafa nema i smáum stil. — Er hægt að gera kaninur mannelskar? — Það held ég ekki. Þær virðast ekki kunna að njóta neinna bliðuatlota, leyfa mönnum aldrei að strjúka sig og eru fremur mannfælnar. En þær eru af- skiptalausar við menn og lausar við alla grimmd. Ef maður tekur þær og þarf einhverra hluta vegna að fara höndum um þær, klóra þær dálitið, en það er aðeins i sjálfsvörn gert. Klærnar á þeim eru mjög beittar, en þó verða nú rispurnar aldrei meiri en eins og eftir kött, eða tæplega það. Framleiðslugetan — En þá er annað: Hversu mikið kjöt færð þú fyrir hverja læðu á ári?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.