Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 12. april 1973. Hömlur haldbetri en fræðsla Rannsóknir á hljóði rækjunnar Rækjuiönaður hefur ekki getað þróazt sem skyldi þar sem ekki hefur verið fundin enn áhrifarik leitaraðferð rækju. Það er vitað að rækjan heldur sig ekki i þétt- um torfum, og þess vegna hefur verið erfiðleikum bundið að nota dýptarmæla við leitina. Þá var farið að rannsaka hljóð, sem þessi krabbadýr gefa frá sér, til þess að athuga mögu- leika á rækjuleit með hjálp hljóðnema. Mörg krabbadýr gefa frá sér mismunandi hljóð með þvi að núa saman kjálkun- um eða fálmurunum. Þessi hljóð koma aðallega fram þegar þau taka til sin fæðu eöa færa sig til. Iskurrækjur Alpheidae framleiða iskur með stóru fálmurunum, með þvi að senda frá sér vatnsstrók. Rannsóknir sem höfundur greinar þessarar gerði i Svartahafi, sýndu að hávaði, sem rækjurnar gefa frá sér er mjög reglulegur og hefur breið tiðnismörk frá 1 uppi 100 kilóherz. Bezt heyrist hann á bilinu frá 16 til 30 kilóherz. Nokkrar tegundir ættbálksins Penaeidae hafa sérstakt tæki á höfðinu til að framleiða hljóð. 1 Asovskhafinu lifa tvær rækju- tegundir sem eru minni en út- hafsrækjur. Upptaka á hávaða. sem þær gefa frá sér er nytsöm til samanburðar við hljóð rækja annarra tegunda, sem eru veiddar. I Temrjúkskflóa Asovshafsins tók hljóðnemi á 2 metra dýpi upp sérkennileg hátiðnihljóö með sveiflu likri hljóði iskurrækjunnar, en hafði annan hljóm. Uppúr miðnætti dró úr hátiðniiskrinu, en alla nóttina heyrðist hávaðinn með mismunandi styrk. Mælingar hljóðanna voru gerðar með mis- munandi tækjum bæði i Temrjúksk flóa og eins á rækj- um i fiskabúri, þar til sannað þótti að það voru rækjurnar sem framleiddu hljóðin. Auk iskursins framleiddu rækjurnar sérkennilegt óreglu- bundið suð, i hálfa sekúndu i senn. Tiðni iskurhljóðanna eykst með aldri rækjanna. Að lokum skal tekið fram að áhrifarikasta aðferðin við rækjuleit i framtiöinni verður hljóðupptaka. Ástvinirnir láta vita af sér Um það bil helmingur allra ekkna og ekkla fá einhvers konar skilaboð, eða verða vör við látna maka sina mörgum árum eftir dauða þeirra. Það segir dr. Dewi Rees að minnsta kosti, en hann er læknir i Llanidloes, i Montgomeryshire. ■ „Sumt þetta fólk hefur ofskynj- anir, og finnst þvi þá, að það heyri i hinum látnu vinum sinum, eða finni þá snerta sig, enn öðrum finnst fólkið stöðugt vera i nálægð sinni”, segir dr. Rees. Dr. Rees hefur skrifað um þessar rannsóknir sinar i Þekktur sænskur geð- og félags- læknir, Niels Bejeret að nafni, hefir nýlega skrifað handbók um fikniefni og fikniefnaneyzlu. Mjög eftirtektarvert er, að Bejerot er eindregið fylgjandi ströngum dreifingarhömlum til að draga úr skaðlegum af- leiðingum fikniefnaneyzlu, og er áfengi þar ekki undan skilið. Bejerot álitur fræðslu um áhrif efnanna gagnlega, en hann bætir við, að það séu aðrir þætt- ir, sem gegna mikilvægara hlut- verki i þessu sambandi, — þ.e. hversu auðvelt er að ná i efnið. Hann sannar þetta tölfræðilega og skýrt i grein, sem hann nefnir: „Hvaða ályktanir má draga af fikniefnanotkun lækna?” Þar kemur fram, að um það bil einn hundraðshluti læknastéttaninnar i Bandarikj- unum er háður fikniefnum, — þ.e.a .s. 30-100 sinnum fleiri eiturefnasjúklingar eru meðal þeirra en nokkurrar annarrar þjóðfélagsstéttar þar vestra. Af þessu m.a. dregur hann eftir- farandi ályktanir: „Menntun og þekking virðist vera veik vörn, ef auðvelt er að afla efnanna. Jafnvel læknismenntun veitir þannig enga vernd gegn fikni- efnaneyzlú”. Samanburður, sem Bejerot læknir gerir á lögum margra landa um fikni- efnamál, leiðir afar skýrt i ljós, að verst er ástandið, þar sem löggjöfin er frjálsust. Minnst er um skaðlegar afleiðingar fikni- efnanna, þar sem löggjöf er ströng og dreifingarhömlum beitt. brezka læknablaðinu. Þar segist hann hafa rannsakað sérstak- lega um 300 ekkjur og ekkla, og 140 úr þessum hópi hafi orðið fyrir þvi, sem hefur verið nefnt hér á undan. Einn af hverjum sex segist meira að segja hafa séð látinn ástvin sinn. Flest varð fólkið fyrir þessu fyrstu tiu árin eftir lát mannsins eða kon- unnar, en siðan fór þessum til- fellum að fækka. 400 ára afmæli sjálfboða - liðssveitanna Hér eru nokkrir óbreyttir borg- arar i London, sem tilheyra sér- stökum sjálfboðaliðssveitum, sem hafa gefið kost á sér til þess að aðstoða við að verja borgina, ef þörf krefur. Þeir eru að reyna að koma á loft loftbelg einum miklum, en þegar allt kom til alls urðu þeir að hætta þvi, þar sem allt of mikill vindur var, og ekki gekk að koma belgnum upp. Þetta loftbelgsskot átti að vera i tilefni þess, að 400 ár eru nú liðin siðan þessar sjálfboða- liðs varnarsveitir voru stofnaðar i London. í baksýn má sjá Tower kastalann. „Gjörið svo vel að taka verðmið- ann af, þetta á að vera gjöf.” „Ég hrinti ekki, ég var að anda”. DENNI DÆMALAUSI Hr. VVilson segir, að ég skuli ekki æfa mig of mikið, þvi þá verði ég flatmynntur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.