Tíminn - 12.04.1973, Síða 6

Tíminn - 12.04.1973, Síða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 12. april 1973. ALÞINGI Umsjón: Elías Snæland Jónsson VILJA VERJA VIK GEGN KÖTLUGOSI MEÐ NÝJUM VARNARGARÐI — „Raunhæfar aðgerðir hefjist áður en mannskaðar verða, sem vissulega vofir yfir", segir oddviti Hvammshrepps EJ-Reykjavik Ágúst Þorvaldsson (F) og fimm aðrir þingmenn Suður- landskjördæmis lögðu I gær fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um varnar- garð vegna Kötluhlaupa. 1 tillögunni var skorað á rikisstjórnina að láta gera á þessu ári áætlun um gerð og kostnað við byggingu varnar^ garðs til að verja þorpið Vik í Mýrdal fyrir Kötluhlaupum. Þegar slikar áætlanir liggja fyrir, skal rikisstjórninni heimilt, i samráði við fjár- veitinganefnd, að láta hefja framkvæmdir, sem kostaðar verði að 7/8 hlutum af rikis- sjóði. Með tillögunni er itarleg greinargerð og mörg fylgi- skjöl, samtals 17 blaðsíður. Fylgiskjölin eru álit ýmissa sérfræðinga á málinu, og segir i greinargerð, að þar komi greinilega i ljós, að þeir sérfræðingar, sem um málið hafa fjallað, séu sammála um að varnargarð beri aö gera frá Vikurkletti til sjávar. Þá er sagt frá þvi, að oddviti Hvammshrepps hafi fyrir hönd hreppsnefndar ritað þingmönnum Sunnlendinga, og óskað mjög eindregið eftir þvi, að þeir flyttu þingsálykt- unartillögu þessa i þeirri von, aö Alþingi ýsam þykki hana, svo ,,að raunhæfar aðgerðir geti hafizt sem fyrst áður en mannskaðar verða, sem vissulega vofir yfir,” að þvi er segir í bréfi oddvitans. ny Fern lög frd Alþingi EJ-Reykjavik Fjögur frumvörp voru sam- þykkt sem lög frá Alþingi i gær, þar af þrjú stjórnar- frumvörp. Þessi frumvörp voru: Frumvarp til hafnarlaga, en hin nýju lög eiga að öðlast gildi 1. janúar 1974. Frumvarp um hlutdeild rikisins i byggingu og rekstri dagvistunarheimila. Frumvarp um breytingu á hegningarlögum, hvað til- raunir til flugrána snertir. Loks var frumvarp um sölu á jörðum til Hafnarfjarð- arkaupstaðar og Dalvikur- hrepps samþykkt sem lög frá Alþingi. A-hluti ríkisreiknings lagður fram í vikunni: Tekjuafgangur varð þrátt fyrir spárnar EJ-Reykjavik Það kom fram i ræðu Halldórs E. Sigurðssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi i gær, að A-hluti rfkisreiknings ,yrir áriö 1972 yrði lagður fi i.m á þingi nú I vikunni, og sýndi hann bæði reksturs- og tckjuafgang á siðasta ári þrátt fyrir allar spár um halla. Ráðherrann upplýsti þetta i, sambandi við aðra umræðu' um lánsheim ildir vegna framkvæmda áætlunar i efri deild. Fram kom| hjá ráðherran- um, að spáð| hefði verið 4300 milljóna viöskipta- halla á siðastaiári, en i reynd hefði hallinn aðeins verið 1770 milljónir. Raunveruleg skuldaaukning á siðasta ári var 2000 milljónir. 011 föst lán námu 4700 milljónum, en af- borgarnir voru 2040 milljónir, og gjaldeyrissjóðurinn hækk- aði um 700 milljónir. Sagði ráðherra, að þessár tölur sýndu, að ekki hefði um margt i þjóðarbúskapnum farið sem spáð var. Rikisstjórnin lagði i gær fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um heimild fyrir rikisstjórnina til að ger- ast aðili að samningi um að koma i veg fyrir ólöglega töku loftfara og samningi um að koma i veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi flugsam- gangna. Þessir samningar eru kenndir við Haag og Montreal. Ný Ijóðabók eftir Jón Óskar Hugvitsmaður úr Reykholtsdal ALMENNA bókafélagið hefur ný- lega gefið út bókina Hugvits- maðurinn, Hjörtur Þóröarson, rafmagnsfræðingur í Chicago, sem rituð er af Steingrimi Jóns- syni fyrrv. rafmagnsstjóra i Reykjavik. Á kápu bókarinnar er efni hennar lýst á þennan hátt: „Saga Hjartar Þórðarsonar er ævintýri hins islenzka sveita- drengs, sem flyzt sex ára gamall með foreldrum sinum og fimm systkinum til Bandarikjanna, missir föður sinn réttum tveim mánuðum seinna, elst siðan upp i bjálkakofa og sezt i fyrsta sinn 18 vetra gamall á skólabekk — i barnaskóla, en hefst þá á fáum Nýskipaður sendiherra Grikklands hr. Nicolaos Broumas afhenti I dag forseta tslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanrikisráðherra Einari Agústssyni. Siðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna aö Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestuin. árum til auðs og frægðar af hug- viti sinu, gáfum og mannkostum. En áhugi hans snerist að fleiri efnum en einu og þar sagði kannski uppruni hans ótvlræðast til sin. Snemma á árum lagði hann grundvöll að bókasafni sinu, sem með tið og tima varð eitt hið stærsta og dýrmætasta i einkaeign vestan hafs. Jafnframt keypti hann fagra og viðlenda eyju, Klettaey i Michiganvatni, gerði visindalegar gróðurtil- raunir og byggði þar yfir sig og vini sina af þjóðsögulegri rausn og listrænum metnaði. Nú hefur eyjan verið friðlýst sem náttúru- verndarsvæði, en háskólinn i Madison geymir bókasafn Hjartar. Þannig mun einnig þetta hvort tveggja varðveita á ókomnum árum ævintýri hins islenzka sveitadrengs. Allt þetta og margt fleira er ýtarlega rakið i þessari fróðlegu bók. Hún er merkilegur vitnis- burður um ýmsa þá eiginleika, sem dugað hafa bezt hinum islenzka þjóðstofni, og fyrir þá sök ætti hún ekki hvað sizt að vera æsku landsins uppörvandi lestur og holl hugvekja”. Bókin Hugvitsmaðurinn er 213 bls. prýdd 50 myndum og hefur að geyma ýtarlega nafnaskrá. Bókin er prentuð og bundin i Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf., myndir eru unnar i Prent- þjónustunni sf og offsetprentaðar i Litum sf. Torfi Jónsson teiknaði kápu bókarinnar. ALMENNA bókafélagið hefur ný- lega sent frá sér nýja ljóðabók eftir Jón óskar rithöfund, sem ber nafnið Þú sem hlustar. Jón Óskar var meðal þeirra, sem hófu þær nýjungar í islenzkri ljóðagerð, sem nú eru löngu viðurkenndar, en ollu miklum deilum á sinum tima. Frá þvi segir hann i svonefndum minn- ingabókum sinum, sem hann hefur verið að skrifa á undan- förnum árum, en þrjár slikar bækur hafa komið eftir hann til þessa, Fundnir snillingar 1969, Ilernámsskáld 1970 og Gang- stéttir i rigningu 1971. Fyrsta bók Jóns óskars var smá- sagnasafnið Mitt andlit og þitt 1952. Siðan hafa komið út eftir hann þrjár frumsamdar ljóða- bækur og ein bók ljóðaþýðinga Einstök ljóð eftir hann hafa verið þýdd á mörg tungumál, og ein bóka hans Nóttin á herðum okkar hefur komið út i franskri þýðingu hjá Helgafelli undir nafninu La nuit sur nos épaules. Þýðandinn var franskur maður, Régis Boyer, sem nú er prófessor við Parisarháskóla. Þá hefur Jón Óskarskrifað eina skáldsögu, þar sem sögusviðið er bernsku- stöðvar hans á Akranési, og nefnist hún Leikir I fjörunni. Jón Óskar hefur ferðazt viða um Evrópu, og bók hans Páfinn situr enn í Róm, sem út kom hjá Almenna bókafélaginu árið 1963 fjallar einkum um ferðir hans til Italiu og Sovétrikjanna. Olli hún miklum blaðaskrifum og umtali á sinum tima. Bókin Þú sem hlustar er 78 bls., prentuð og btíndin I Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf. Torfi Jónsson teiknaði kápu. Deilt um húsnæðismál Mikill fjöldi mála var tekinn til umræðu og afgreiðslu i báðum deildum þingsins i gær, en frá samþykktum lög- um segir nánar á öðrum stað hér á siðunni. í neðri deild urðu verulegar deilur um húsnæðismál í sam- bandi við stjórnarfrumvarpið um smiði 1000 leiguibúða á vegum sveitarfélaga næstu 5 árin. Deilurnar snérust um stöðu Byggingarsjóðs rikisins i dag, og eins um fjármögnun húsnæðismála I tið Við- reisnarstjórnarinnar. 1 efri deild urðu lengstar umræður um frumvarp til lán- tökuheimildar vegna Fram- kvæmdaáætlunar. List um landið Stuttar umræður urðu utan dagskrár i neðri deild um list- flutning um landið. Gylfi Þ. Gislason (A) vakti máls á þvi, að af þeim 3 milljónum, sem Menningarsjóður Félags- heimila og Menningarsjóður hafa til listflutnings um land- ið, hafi aðeins um ein milljón verið notuð á siðasta ári. Menntamálaráðherra, Magnús T. ólafsson, sagði, að um byrjunarstarf væri að ræða í þessu efni, og væri það vafalaust helzta ástæða þess, að ekki hefði meira orðið úr framkvæmdum en raun ber vitni. Bréf tveggja táninga Bók til fermingargjafa BÓKAÓTGAFAN örn og örlygur hf. hefur sent á markað bókina Upphaf — táningar ræða vanda- mál sin — eftir norsku höfundana Egil Eikvil, Eyvind Willock og Olaf Hillestad, i þýðingu séra Lárusar Þ. Guðmundssonar, sóknarprests að Holti i önundar- firði. Undirtitill bókarinnar visar raunar til efnis hennar, en í stuttu máli sagt, þá er bókin byggð upp á bréfum milli pilts og stúlku. Annað þeirra býr úti á landi en hitt i Reykjavik. Þau bera saman bækur sínar og leita ráða hvort hjá öðru varðandi samskipti sin við hitt kynið og eldri kynslóðina, sem öðru þeirra finnst vera frem- ur skilningslitil á vandamál æskufólks. Bókin var samin með það fyrir augum að notast við fermingar- undirbúning og til fermingar- gjafa, því Upphaf er þroskandi lesning ungum sem öldnum og vel til þess fallin að vekja umræður, sem auka skilning á lifinu og vandamálum einstaklinga og samfélagshópa. Skemmtun ey- firzku kvenna- deildarinnar KVENNADEILD innan Eyfirð- ingafélagsins mun halda sam- komu á annarri hæð i Hótel Esju um helgina, og rennur ágóði af henni til fyrirhugaöra kaupa á hjartabil, en upphaflega var tek- ið að safna fé til kaupa á sliku tæki til minningar um Hauk Hauksson blaðamann. Ágóðinn af skemmtuninni nú um helgina mun allur renna I sjóð þann, sem ætlaður er til kaupa á hjartabilnum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.