Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 12. april 1973. MERKIÐ.SEM GLEÐUR Hittumst í kmtpfélaghtu - Gistió á góóum kjörum ðGOÐI L A fyrirgúúnn mat $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS Arabar mótmæla í Beirut ísraelsmenn vara þá við að grípa til gagnaðgerða vegna aðfararinnar að Palestínuskæruliðum AAjög öflugur jarðskjálfti í Svíþjóð Stokkhólmi 11/4-NTB. Oflugur jaröskjálfti varð á miðvikudag i Suövestur Sviþjóð. Ekki er vitað um tjón af völdum jarðskjálftans, sem varö kl. 6.02. ummorguninn og átti upptök sin 230 km suðvest- an við Stokkhólm. Styrkleikinn mældist 5 gráður á Richters- kvaröa, sem er óvenjulegt um jaröskjálfta á Noröurlöndum. Til samanburöar má geta þess, aö jaröskjálftinn, sem lagöi Managua, höfuðborg Nicaragua i rúst um jólin mældist 6 gráöur. Jarðskjálftans varö vart i jarð- skjálftamælingastöðvunum i Uppsölum i Sviþjóö og einnig i Bergen og Lilleström i Noregi. Ekki er taliö útilokað, að land- ris, sem á upptök sin á siöustu is- öld og enn á sér stað á Skandi- naviu, geti veriö orsök jarð- skjálftans. Oflugasti jarðskjálfti, sem mælzt hefur i Skandinaviu varð i Osló 1904. Hann nálgaðist sjö gráður á Richterskvarða. Oflug- asti jarðskjálfti, sem mælzt hefur i heiminum til þessa, var 8,5 gráöur. Jaröskjálftinn i Sviþjóð á mið- vikudag olli nokkurri skelfingu meöal ibúa svæöanna umhverfis Skara, Skövde og Mariestad i Suðvestur Sviþjóð. Ekki er búizt við frekari jarð- skjálftum i Sviþjóð á næstunni. Valdimar Kr. Guðmundsson. 75 ára í dag Sá maður sem oftar og lengur hefur staðið við umbrotsborð Timans en aðrir, Valdimar Kr. Guðmundsson prentari, er 75 ára i dag. Um marga tugi ára var hann á kvöldvakt i Acta og Eddu, og alls hefur hann unnið nokkuð meira en hálfa öld hjá þeim prentfyrirtækjum, er tengdust hafa verið Timanum. Hann var afreksmaður til verka langt fram eftir árum, og enn gengur hann hvern dag að vinnu i Eddu. Tel Aviv og Beirut 11/4.—NTB. — israelsmenn ætla aö halda áfram árásum á stöðvar skæruliða Palestinuaraba unz þeir hætta hryöjuverkum slnum, að þvi er yfirmaöur varnarmála israels, Davið Elazar, sagði á blaða- mannafundi i Tel Avív á miðviku- dag, sem haldinn var vegna að- gerða landa hans i Libanon dag- inn áöur, er m.a. þrir leiötogar skæruliöa voru drepnir. Taliö er, að Israelsmenn hafi náð i mikilvæg gögn um starf- semi skæruliða á þriöjudag. Otvarpsstöðvar Palestinumanna hafa sent út aðvaranir til skæru- liðahópa. öryggisráðstafanir á Lodflug- velli i Tel Aviv hafa verið efldar mjög vegna hótana Araba um hefndaraðgeröir. Yfirvöld eru sérlega á varðbergi gagnvart aö- geröum, sem bitnað gætu á þeim fjölmörgu ferðamönnum, sem koma til Israels um páskana. Þrir sýrlenzkir skæruliðar, sem komið höfðu yfir á israelskt yfir- ráöasvæði, fórust I sprengingu á þriðjudagskvöld. Þeir voru að útbúa sprengju, sem þeir ætluöu að nota i skæruhernaöi á Golan- hæðum, sem Israelsmenn hafa á valdi sinu. Elazar kvaö aðgerðirnar I ÞAD voru hvorki meira né minna en 1057 smálestir af söltuðum grásleppuhrognum, sem út voru fluttar i fyrra, með öörum orðum nálægt tiu þúsund tunnur. Þá voru 226 hrognasaltendur háðir eftirliti Fiskmats rikisins, en nú er þriðja árið, sem söltun grásleppuhrogna lýtur sliku eftir- liti. Nú er verölag hærra á grásleppuhrognum heldur en áður, svo sem skýrt var frá i blaðinu I gær, og eftirspurn meiri en verið hefur. Þótt aðeins sé gert ráð fyrir, að út verði fluttar tiu þúsund tunnur i ár, gefur það eitt- hvað nálægt 130 milljónum króna i gjaldeyristekjur, en þær gætu orðið mun meiri, ef vel veiðist. Samkvæmt skýrslum var mest saltað við Faxaflóa árið 1972, alls 1900 tunnur, á móti 1773 árið 1971, við Húnafóa 1536 tunnur 1972, en 2512 árið 1971, við Skjálfanda 1122 tunnur 1972 og 877 1971, við Eyja- fjörð 1157 tunnur 1972 og 749 árið 1971 og við Þistilfjörð 1049 tunnur Klp-Reykjavik. t fyrradag var kveðinn upp i Sakadómi Reykja- vikur dómur i máli, sem ákæru- valdið höfðaði gegn tveimur mönnum fyrir aö hafa brotið lög með útgáfu klámrits til almennr- ar sölu. Er þarna um aö ræöa bókina Kynblendingsstúlkan, sem er skáldsaga, þýdd úr dönsku, og kom út hér fyrir nokkru. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að sagan helgaðist Libanon hafa tekizt vel, það hefði náöst sem til stóö, nefnilega aö drepa leiðtoga A1 fatah skæru- liðahreyfingarinnar. Hann varaði jafnframt Araba við að ala meö sér blekkingar um það, sem verða myndi, ef þeir hæfu styrjaldaraðgeröir á ný gegn ísraelsmönnum vegna þessara siöustu atburða. Frankfurt 11/4-NTB Leit aö Martin Borman, staðgengli Adólfs Hitler, sem hvarf i Berlin nokkrum dögum fyrir uppgjöf Þjóðverja 1945, er nú hætt. Bor- mann er talinn látinn. Leitin að Bormann hefur staöið yfir I yfir 25 ár. Fregnir um, að Bormann hafi sézt i ýmsum Suður Amerikulöndum eru ekki taldar á rökum reistar. — Yfirvöld hafa látið gera rannsóknir, sem fjar- lægja allan efa um að Bormann hafi látizt I Berlin 2. mai 1945 milli kl. 1 og 3 á járnbrautarbrúnni við öryrkjagötu (Invalidenstrasse), nokkrum stundum eftir að Hitler framdi sjálfsmorð, sagði Gauff rikissaksóknari Hessen á blaða- mannafundi i Frankfurt á mið- vikudag. landsins, sem nú hafa verið talin, kemur langmest af grásleppu- hrognum, en auk þess allmikið úr Siglufirði, Skagafirði, Breiöafiröi og Tálknafirði. Nauöalitið er saltað af grásleppuhrognum á Vestfjörðum norðan Patreks- fjarðar, nema i Isafjarðardjúpi og svo til ekkert frá Reykjanestá austur og noröur um til Vopna- fjarðar. Sums staöar eru grásleppu- veiðar veigamikill þáttur i af- komu manna, svo sem á Gjögri á Ströndum og raunar viöar þar um slóðir, og á Tjörnesi hafa bændur komið sér upp útgerðarstöð undir Hallbjarnarstaðakambi, þar sem þrettán til f jórtán grásleppubátar hafa bækistöð, auk annarra, sem gerðir eru út frá Héðinshöfða, Breiðuvik og Mánárbæjum. — Hér fyrir nokkrum árum komumst við á sjötta hundrað tunnur á vori, sagði Jóhannes Björnsson i Ytri-Tungu við Timann, er við spurðum hann um grásleppuveiðarnar, en nú er þetta orðið miklu minna. ekki þeim tilgangi að skapa bók- menntaverk, heldur virtist hún skrifuð og útgefin með það eitt fyrir augum að gera margvisleg- ar kynlifslýsingar, oft með klúru orðbragði að söluvöru. Taldi dómurinn, aö bókin væri ódulbúið klámrit bæði að efni og sölutilgangi, og hefðu ákærðu með útgáfu hennar og sölu brotiö gegn 210. grein hegningarlag- anna. Voru þeir dæmdir til að greiða 15 þús. króna sekt til rikis- Margar þúsundir stúdenta I Beirut mótmæltu á miövikudag aðgerðum ísraelsmanna. A sama tima var ekki vitað hvort Sulei- man Franjieh forseti samþykkti afsagnarbeiöni Saebs Salam for- sætisráðherra. Sá siðarnefndi lagði fram beiðni sina siðdegis á þriðjudag eftir fund rikisstjórn- Frh. á bls. 15 1 desember I fyrra fundust tvær beinagrindur við uppgröft i öryrkjastræti, og nú er talið sannað, að þau séu af Martin Bor- mann og Ludwig Stumpfegger lif- lækni Hitlers. Sérfræðingar hafa rannsakað tennur og bein ná- kvæmlega. 1 kjálka annarrar beinagrindarinnar fannst gull- brú, sem tannsmiður nokkur seg- ir vera úr Bormann. Sá vann fyrir tannlækni Bormanns í striöinu. Gauff er sagður hafa tekið inn arsenik, sem geymt var i gler- hylki. En á siöustu dögum striðs- ins var 950 slikum hylkjum dreift meðal leiðtoga nazista i Berlin. Gauff saksóknari kvaðst mundu fara fram á, að handtöku- skipun á hendur Bormann yrði nú afturkölluð. Hann sagði, aö nú væru margir farnir að stunda hrognkelsa- veiöar á Skjálfanda á mun stærri bátum en þeir Tjörnesingar geta notaö, og veiddu á allt að þrjátiu faðma dýpi, svo að minna af stofninum næði en áður að skriða i þarann, þar sem grásleppan hrygnir á grunnu vatni. Jón Alfreðsson, kaupfélags- stjóri á Hólmavik, sagði veiöina hjá Strandamönnum ekki hafa byrjað vel, þvi að illt hefði verið i sjó um það bil, er hún átti að hefjast, svo að net hefðu farið i flækju, en auk þess virtist grásleppan i smærra lagi. A Ströndum er það einmitt oft mjög væn grásleppa, sem gengur fyrst. Veiðitfminn nyrðra er sem kunnugt er mun lengri heldur en hér við Faxaflóa — allt frá þvi i marzmánuði og fram i júni. Niðurlagning grásleppuhrogna hefur átt sér stað i nokkrum mæli á Húsavik og Akranesi og litið eitt á Langeyri við Alftafjörð. Senni- lega mun niöurlagningarverk- smiðja á Siglufirði einnig leggja niður hrogn i ár. sjóðs hvor, og allan kostnað sakarinnar, þ.á.m. málsvarnar- laun skipaðs verjanda þeirra, Þorvalds Lúðvikssonar hrl., kr. 15,000. Þá voru gerð upptæk 222 eintök fyrrgreindrar bókar, sem hald hafði verið lagt á við rann- sókn málsins. Dóm þennan kvað upp Þórður Björnsson yfirsakadómari og meðdómsm ennirnir Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor og Björn Th. Björnsson listfr. Níu enn saknað Hochwald 11/4—NTB. —Niu manns er saknaö af farþeg- um og áhöfn flugvélarinnar, sem fórst á þriðjudag i Sviss. 96 lik hafa fundizt, en 39 komust lifs af. Feröritinn úr flugvélinni fannst á miðviku- dag og var sendur til London til rannsóknar. Flestir farþeganna i vél- inni voru brezkar konur á leið á vefnaðarvörusýningu i Sviss. Sigurður Guðmunds- son látinn SIGURÐUR Guömundsson rit- stjóri andaðist i gær af völdum hjartabilunar, sextugur aö aldri. Hann var meðal þeirra blaða- manna landsins, sem átti lengsta starfsævi að baki. Hann geröist blaðamaður við Þjóðviljann i árs- byrjun 1937, en tók við rit- stjórnarstarfi 1943, er hann gegndi óslitið til 1972, er hann hvarf frá störfum sökum van- heilsu. Kona Sigurðar, Asdis Þórhalls- dóttir, lifir mann sinn, ásamt fimm börnum þeirra. Skuldabréfin seljast vel GJ, REYKJAVIK — Sala hinna skattfrjálsu, verötryggðu happ- drættisskuldabréfa, sem boðin eru út vegna framkvæmdanna á Skeiðarársandi, hefur gengiö mjög vel, sagöi Stefán Þórarins- son hjá Seðlabankanum, þegar blaðamaður Timans hafði sam- band við hann í dag. A fyrstu tveimur dögunum, sem salan hefur staðið, hafa selzt bréf fyrir riflega 85 milljónir króna, en að þessu sinni eru boðin út bréf fyrir 130 milljónir, sem er 30 milljónum hærri upphæð en boðin var út á siðasta ári. Sölu bréfanna er þannig háttað, að hvert bréf er að andvirði 1000 kr. og er greitt til baka eftir 10 ár ásamt vísitöluuppbót. Vöxtum af fénu er varið til greiðslu vinninga i happdrættinu. Salan i ár hefur dreifzt á marga einstaklinga, sem kaupa fyrir til- tölulega lágar fjárhæðir hver, en litið er um að menn kaupi bréf fyrir stórar summur eins og áður hefur þekkzt. Virðast þvi margir hafa hug á að leggja sitt af mörk- um til að lagningu hringvegarins megi ljúka sem fyrst, en sem kunnugt er hvilir fjármagnsöflun til þeirra framkvæmda á sölu þessara bréfa. GRÁSLEPPUHROGN FYRIR Á ANNAÐ HUNDRAÐ MILLJ. 1972 og 1320 árið 1971. Úr þeim byggðarlögum Ekki bókmenntaverk, heldur klámrit var dómur sakadóms um bókina Kynblendingsstúlkan Bormann talinn af!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.