Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. aprll 1973. TÍMINN 11 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Keflvíkingar urðu sigurvegarar í meistarakeppninni: STEINAR SÝNDI ENN EINN STÓRLEIKINN Skoraði bæði mörk Keflvíkinga gegn Eyjamönnum Keflvikingar báru sigur úr býtum i Meistarakeppni KSt. Þeir tryggöu sér sigur á þriöju dagskvöldiö meö því aö sigra Vestmannaeyinga I fjörugum leik 2:1. Leikurinn var mjög vel leikinn, miöaö viö aöstæöur, sem voru lélegar. Melavöilurinn var blautur og þungur og mjög erfitt aö leika á honum. Það er greini- legt aö Keflvikingar eru i mjög góöri æfingu og strax i byrjun ieiksins, sást hvaöa lið var betra. Kefl vikingar, meö Steinar Jóhannsson i broddi fylkingar, sóttu nær stööugt i byrjun og oft munaöi mjóu aö tækist aö skora. í siðari hálfleik sóttu þeir stift og á 10. min var Grétar Magnús- son nær búinn að skora, þegar hann skallaði rétt yfir slá, eftir að Steinar var búinn að gefa góða sendingu inn i markteig Eyja- manna. Tveimur min. siðar átti Ólafur Júliusson gott skot frá markteigshorni, sem Arsæll Sveinsson, markvörður Eyja- manna bjargaði naumlega. Markið lá i loftinu og þegar Steinar fékk knöttinn út við hliðarlinu og lék laglega upp endalinuna, kom geysileg hætta upp við mark Eyjamanna. Steinar lék inn i markteiginn og skaut 'þaðan skoti, sem lenti f Einari Friðþjófssyni og af honum í mark Eyjamanna. Það var eins og Eyjamenn vöknuðu til lifsins við að fá á sig mark. Þeir tviefldust og sóttu nær stöðugt að marki Kefl- vikinga. Þeim tókst að jafna á 19. min. þegar Asgeir Sigurvinsson gaf knöttinn vel fyrir mark Kefl- vikinga, þar sem Tómas Pálsson tók við honum og sendi hann í netið. Við markið dofnaði yfir leiknum og leit út fyrir að það yrði jafntefli. En Keflvikingar sættu sig Steinar Jóhannsson, markakóngur úr Keflavik, sést hér skora gegn Eyjamönnum f fyrrakvöld. (Tima- mynd Róbert) greinilega ekki við það, á 43. min. gefur Astráður Gunnarsson, góð- an stungubolta fram á Steinar Jóhannsson, sem tekur á sprett að marki Eyjamanna. Þegar hann er kominn i vitateig, spyrnir hann föstu skoti að marki — Ar- sæll nær að verja, en hann missir knöttinn frá sér. Steinar sem var á góöri ferð, nær honum og spyrnir honum i mark og tryggði Keflvikingum sigur. Markið sem Steinar gerði var hans áttunda mark á keppnistimabilinu. Hann hefur skorað mark í hverjum leik og er örugglega okkar lang bezti miðherji i dag. Keflvikingar hafa sjaldan verið eins góðir, það verður örugglega vont að hamra gegn þeim i sumar. Vörnin hjá þeim er góð og framlinuspilararnir mjög friskir Fötluðum gert kleift að stunda íþróttir d íslandi og fljótir. Það er greinilegt, að enski þjálfarinn Joe Hooley, hefur haft góð áhrif á liðiö. Asgeir Sigurvinsson bar af i Eyjaliðinu, hann hefur geysilega yfirferð og er meö mjög gott út- hald. Vörnin er veikur blettur hjá Eyjamönnum, en hún á örugg- lega eftir að verða betri, þvi að miklar breytingar hafa átt sér stað i henni og eru leikmenn ekki enn búnir að átta sig á stöðum sinum. Einn leikmaður var bókaður i leiknum, það var Einar Friöþjófsson, miðvörður Eyja- manna. Lokastaðan í meistara- keppni KSÍ Keflvikingar töpuðu ekki leik í Meistarakeppninni í ár. Þeir iéku fjóra leiki í keppninni og fóru þeir þannig: IBK-IBV Fram-IBK IBK-Fram IBV-IBK Lokastaðan var þessi i Meistarakeppninni: Keflavik 4 4 0 0 8:1 8 Vestm.ey. 4 2 0 2 6:5 4 Fram 4 0 0 4 1:9 0 Eftirtaldir leikmenn skoruöu mark i keppninni: Steinar Jóhannsson, IBK 5 Tómas Pálsson, IBV 3 Eggert Steingrimsson, Fram 1 Friðrik Ragnarsson, IBK 1 Haraldur Júliusson, IBV 1 Jón Ólafur Jónsson, IBK 1 Ólafur Júlisson, IBK 1 örn óskarsson, IBV 1 Eitt sjálfsmark var skorað i keppninni, það gerði Agúst Guð- mundsson, Fram i leik gegn IBV. Liverpool vonn Tottenham Liverpool vann Tottenham i fyrri leik liðanna i UEFA-bikar- keppni Evrópu á þriðjudags- kvöldið. Leikurinn fór fram á Anfield Road, heimavelli Liver- pool. Alex Lindsey skoraði eina mark leiksins. Siöari leikur liðanna fer fram á heimavelli Tottenham. Þá má búast við að Tottenham-liðið sem lék varnar- leik á þriðjudaginn, leiki stift upp á vinning. Á íþróttaþingi ISI á síðasta ári var sa mþykkt að vinna að framgangi þess, að fatlað íþróttafólk gæti tekið þátt i íþróttum, en víða erlendis eru haldin sérstök iþróttamót fyrir fatlað fólk. Skipaði lSi sér- staka undirbúningsnefnd í þessu skyni og eiga sæti í henni þeir Sigurður Magnússon frá ISI, sem er formaður, Guðmundur Löve frá öryrkjabandalagi íslands og Trausti Sigur- laugsson frá Sjálfsbjörgu. Undirbúningsnefndin hefur þegar haldið nokkra fundi og unnið að uppbyggingu þessa brýna verkefnis. Um siðastliðin áramót sendi nefndin út kynningarbréf til allra aðildarfélaga i öryrkjabanda- laginu og innan Sjálfsbjargar, en samtals er þar um að ræða milli 30-40 félagsdeildir viðsvegar um landið. Samtímis þessu sendi Iþróttasambandið erindi til allra héraðssambanda innan ISl og gerði þeim grein fyrir hvers konar undirbúningsstarf verið væri að vinna á þessu sviði og óskaði eftir liðveizlu héraðssam- bandanna við að koma þessum málum i framkvæmd i samstarfi við samtök fatlaðra. Sund, lyftingar, blak og bogfimi Nefndin ákvað að fyrst um sinn skyldi einkum miðað að þvi að leggja stund á fjórar iþrótta- greinar, þ.e. sund, lyftingar, blak og bogfimi. Astæðan fyrir þvi, að nefndin velur einkum þessar greinar, er fyrst og fremst sú, að ætla má að aðstaða til iðkunar þessara iþróttagr. sé helzt fyrir hendi, en eins og kunnugt er, eru öll iþróttahús og önnur iþrótta- mannvirki mjög ásetin af iþrótta- iðkendum alla daga vikunnar frá morgni til kvölds og á það við um iþróttahús nær alls staðar á landinu. Sérstakar keppnisreglur Nefndin hefur þegar látið þýða leik- og keppnisreglur fyrir fram- angreindar iþróttagreinar og ver- ið er að vinna að fjölritun þeirra, svo að hægt verði að dreifa þeim meðal hlutaðeigandi aðila, þegar þar að kemur. Þess skal getið, að ISl á i sinum fórum alþjóðareglur i öðrum greinum fyrir fatlaða og getur þvi látið þýða þær eftir þvi sem ákvörðun kann að verða tek- in um að bæta við fleiri iþrótta- greinum. Kvikmyndir Nefndin hefur lagt sig fram um að fá hingað erlendis frá kynningarefni, sem komið gæti að notum i þvi kynningarstarfi, sem óhjákvæmilega er framundan að halda uppi i samtökum fatlaðra. Það kynningarefni, sem einkum kemur til greina i þessu efni, eru kvikmyndir og litskuggamyndir. Hefur nefndin skrifað til Alþjóða- iþróttasambands fatlaðra, einnig til Bandarikjanna, Þýzkal. og Noregs. Nefndinni hefur þegar borizt kvikmynd frá Alþjóða- iþróttasambandinu og er sú mynd gerð i Júgóslaviu og sýnir þessa starfsemi þar i landi. Einnig mun nefndin fá innan skamms alveg nýja kvikmynd frá Bandarikj- unum, sem gerð var um þátttöku Bandarikjanna i Olympiuleikum fatlaðra i Israel 1968. Upplýsinga- þjónusta Bandarikjanna hér á Islandi hefur orðið við þeim til- mælum að útvega sér þessa mynd frá Bandaríkjunum og lána nefndinni hana eftir þörfum til sinnar kynningarstarfsemi. iþróttakennarar utan Loks hefur nefndin þaö i undir- búningi að senda iþróttakennara utan til að afla sér þekkingar og sérkunnáttu i æfingum og keppni fyrir fatlað fólk. Er það ætlun ISl að þessi iþróttakennari geti siðan orðið leiðbeinandi hérlendis fyrir aðra aðila, sem kynnu að taka að sér það hlutverk að aðstoða fatlað fólk við sinar iþróttaiðkanir. Lyftingar annað kvöld Reykjavfkurmótið I lyftingum verður háð i anddyri Laugardals- hallarinnar annað kvöld, föstu- dagskvöld, og hefst klukkan 19. Allir okkar beztu lyftingamenn i Reykjavík taka þátt i mótinu, auk gesta frá landsbyggðinni, en þeir eru Friðrik Jósefsson , Hreinn Halldórsson og Skúli Óskarsson. Útgáfa íþrótta- blaðsins í hönd- um nýrra aðila A blaðamannafundi, sem 1S1 gekkst fyrir I gær upplýsti Gisli Halldórsson, forseti sambandsins, að útgáfufyrir- tæki i Reykjavík hcfði tekið að sér rckstur tþróttablaðsins. Hinn 2. febrúar s.l. var undirritaður samstarfs- samningur milli t.S.l. og fyrirtækisins Frjálst Fram- tak h.f., varðandi útgáfu Iþróttablaðsins. Samkvæmt samningum verður fulltrúi t.S.t. áfram ritstjóri og ábyrgðarmaöur blaðsins, en Frjálst Framtak h.f. tekur að sér að annast um útgáfu blaðsins á sinn kostnað, svo sem prentun, umbrot, prófarkalestur, myndamóta- gerð, bókbánd, dreifingu og innheimtu blaðsins, svo og söluog innheimtu auglýsinga. A sama hátt renna tekjur vegna áskriftagjalda og seldra auglýsinga til Frjáls Framtaks h.f. Alltfráþvi að Iþróttablaðið hóf göngu sina, hefur hin fjárhagslega hlið útgáfunnar verið vandamál og stundum hefur útkoma blaðsins legið niðri um lengri eða skemmri tima af þeim sökum. Með þessa staðreynd i huga tekur I.S.l. upp samstarf við Frjálst Framtak h.f. Fyrir- tækið hefur einkum lagt fyrir sig aö annast um útgáfustarf- semi og starfsfólk þess til- einkað sér ýmsa þekkingu og reynslu,sem er þýðingarmikið atriði. Allt, sem lýtur að dreifingu og sölu, aug1ýs i ngasöfnun og áskrifendasöfnun, þarf að vinnast af æfðu starfsfólki og með skipulögðum hætti, ef vel á að vera. Við þessar breytingar mun tþróttablaðið stækka um allt að helming, og áformað er að fjórfalda áskrifendafjöldann. Slik stækkun blaðsins og út- breiðsluaukning gefur vissu- lega aukinn möguleika I efnis- vali, sem iþróttahreyfingin i landinu þarf að nýta sem bezt, enda mun lögð á það áherzla að hafa efni þess sem fjöl- breyttast og við flestra hæfi. Blaðið mun koma út eigi sjaldnar en 6 sinnum á ári. Þessi samstarfssamningur gildir frá 1. febrúar 1973 tíl 31. desember 1977.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.