Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 12. aprll 1973. MARGARET FERGUSON: Örlög dökk við ævignúp Þaö var seint ( marzmánuði. Utan frá Atlantshafinu 1 vestri æddi stormurinn inn yfir hina sundurtættu Cornwallströnd. Drunurnar voru feiknlegar þegar úthafssjórinn kastaði sér á nakta klettana við Tremerrion. Efst uppi á ströndinni var eins og drægi úr storminum. Var það til þess að geta með tvöföldum krafti strokið hinni lyngklæddu sléttu um kamp og granir, sem lá með öllu óvarin undir sitrónu- gulum siðdegishimninum ? Ekkert skjól var á sléttunni, svo stormurinn átti þarna alls kostar, þangað til hann skall á járn- bentum múrum járnbrautar- stöðvarinnar i Tremerrion, sem var fimm kilómetra frá strönd- inni. Hins vegar íék hann smá- húsin i kring nokkuö grátt. Allt fauk, sem fokið gat, meö þeim ógurlega gauragangi, aö fram- liðnir gátu þess vegna snúið sér við i gröfum sinum I ööru eins undirheimaveöri. Þegar Sherida Binyon sté út úr lestinni i Tremerrion fannst henni sem hún væri komin i heim storms og tóms. Hún sá enga manneskju, en feröataskan hennar hafði verið borin út og lögö á handvagn. Þar lá hún ein og yfirgefin með merkispjöldin i villtum dansi. Enginn kom til þess að taka á móti henni ellegar töskunni. Þetta er alveg hlægilegt, hugsaði hún dálitið gröm. Einhver manneskja hlýtur þó að vera hér einhversstaðar. Þetta er þó Tremerrion-stöðin, og ég til- kynnti komu mina með sim- skeyti. Hér get ég ekki staöið til lengdar eins og álfur út úr hól. Stöðvarstjóri hlýtur að vera á þessum stað, svo og simi. Einbeitt tók hún stefnuna aö læstum dyrum stöðvarhússins, en áður en hún komst svo langt kom hún auga á bifreið, sem kom á fleygiferð niður brekkurnar handan við stöðina. Bifreiðin var hulin þykku rykskýi, en hún sá þó að hún stanzaði framan við stöðvarhúsið. Ungur og hávaxinn maður steig út, og gerði árangurslausar tilraunir til þess að strjúka ljóst hárið frá augunum. Hann gekk til hennar beinustu leið rösklega mjög. — Eruö þér ungfrú Binyon? Ég er Logan St. Aubyn. Ég er ákaf- lega leiður yfir þvi hve ég kem seint, en það sprakk hjá mér hjól- barði á leiöinni hingað. Þér hafiö ástæðu til að halda að við hefðum algjörlega gleymt yður. — Ég var farin að halda, aö þiö hefðuö ekki fengið simskeytið frá mér, en þetta er svo sem allt i lagi. Ég var á leiðinni I simann þegar þér komuö. Hún strauk sér um hárið og lagaði gula hattinn sinn smávegis. — Er hér enginn sem getur gripið farangurinn minn? — Jú, að sjálfsögöu, Perowen hlýtur að vera hér i námunda. Hann er skritinn náungi, hann er ekkert hrifinn af þvi að farþegar stigi hér af. Perowen! Hann hraöaði sér að dyrum hússins, en þar inni fyrir virtist allt mann- laust. Logan St. Aubyn, hugsaði Sherida. Hver var hann? Tæplega húsbóndinn, hann sýndist ekki vera nema rúmlega tvitugur, en var það þá ekki sonur? Hún þekkti ekkert til fjölskyldunnar. 1 bréfinu haföi Lea St. Aubyn ekkert komið inn á slikt. Logan St. Aubyn kom til baka með mann svartan yfirlitum, lik- lega um fimmtugt, og ákaflega grettinn. Hann var klæddur einhvers konar einkennisbúningi. Hann flutti farangur hennar inni i bifreiöina og hún settist i fram- sætið við hliðina á Logan. — Þér hljótið að vera ákaflega þreyttar, sagði hann. — Þaö er mjög erfiö ferð frá Norður- Englandi og hingað. Hafið þér komið til Cornwall áöur? — Nei, aldrei. Er löng leið að heimili yðar? — Hálf mila, það er við Tremerrion-flóann. Þér þurfið svo sannarlega á hressingu að halda, eftir aö hafa staðið hér á bersvæði i langan tima. Lea mun flá mig lifandi ef hún fréttir það. — Það voru ekki mjög margar minútur sem ég beiö, sagði Sherida brosandi. Er Lea frú St. Aubyn.? — Já, það er móðir min, eða réttara sagt stjúpmóöir. Við köllum hana Leu, að Andrew undanskildum, sem er hennar einkabarn. Jana, Kriss og ég erum ekki börn hennar. Vissuð þér það? — Nei, frú St. Aubyn gat ekkert um fjölskyldu sina viö mig, þegar hún réöi mig sem ritara, en til þess var heldur engin ástæða. — Þér vitið væntanlega hvernig heilbrigði hennarer varið? spurði hann. — Meiniö þér að hún er fötluð? Já, þaö sagði hún mér auðvitaö. — Ég get hugsaö mér hvað þér búizt við að sjá og kynnast, sagöi Logan. — Geðstiröari og dutlungafullri mannveru bundna við hjólastól. sem gerir allri fjöl- skyldunni lifið leitt. Það mun verða eitt hið mesta undrunarefni lifs yðar aö kynnast Leu. Hún er...ja hún er algjörlega ólýsan- leg, hún er i sérflokki kvenna, það finnst okkur að minnsta kosti, og öllum öðrum, sem komast i snert- ingu við hana. — Eruð þér og þeir aðrir, sem þér nefnduö, öll fjölskyldan? — Já, ég er elztur, svo kemur Jana sem er 19, Kristin er 16 og Andrew 9. Slys Leu varð aðeins ári eftir að hann fæddist. — Var þaö bilslys? — Nei, viö Jana vorum að synda i vikinni. Sjór var ekki vel stillturog straumurinn tók okkur. Ég gat haldiö Jönu uppi, en var alveg að þrotum kominn þegar Lea kom okkur til hjálpar. Hún var engin afburða sundkona, en komst þó meö Jönu I land, en synti svo aftur út til þess að sækja mig. Þá vorum við bæöi orðin svo örmagna aö þegar viö komum upp I brimgarðinn, köstuðumst viö stjórnlaust i land. Það var kraftaverk að hún lifði það af, þvi bak hennar brotnaði á stórum steini. Annars sjáiö þér hana ekki fyrr en á morgun. — Hún er þó vonandi ekki veik? — Nei, hún fór bara til Truro til þess að heimsækja ömmu. Hún er veik, og pabbi hafði engan tima, svo henni fannst hún yröi að heilsa upp á hana. — Er það ekki nokkuð erfið ferö fyrir örkumla manneskju? spurði Sherida. — Hérra minn trúr. Það má aldrei nefna slikt nálægt Leu. Það er það eina, sem getur gert hana alveg fokvonda. En auðvitað var það alveg rétt, sem þér sögðuð, þótt hún ferðist jafnan i sérstak- lega gerðum bil frá pabba. — Þá erum við komin heim. Fyrir framan þau stóð húsið — ferkantaður heljar-kassi. Þótt það væri allt uppljómaö þá fékk Sherida á tilfinninguna, að eitt- hvað þungt og skuggalegt hvildi yfir þessari tröllauknu múr- byggingu. Dálitið hikandi fylgldi hún Logan eftir inn i uppljómað fordyrið. A eikarklæddum veggj- unum héngu myndir framliðinna ættingja mjög svo virðulegra, er horfðu niður til hennar torráöum augum. Mallory St. Aubyn hafði ekki orðið var komu þeirra, og þegar honum varð gengið út úr bóka- herbergi sinu sá hann unga stúlku i nýtizku feröafötum, sem stóð ofurlitið vandræðaleg á miðju gólfinu. Dökkt hárið ljómaði I glansandi birtu, augun voru næstum þvi svört og andlitið var friskl. rauðleitt eftir ferðalagiö. Þaö var eins og frisklegu haust- blaði hefði verið feykt inni I skálann, hugsaði hann. — Hér hefurðu okkur, pabbi, sagði Logan, — Þetta er Sherida Binyon. Mallory rétti henni höndina. — Velkomin til Bastions, ungfrú Binyon. Komiö hingað að eldinum og vermið yður. Kona min er þvi miöur að heiman I dag, en Jana mun sjá um yður. Sherida brosti við, gekk aö arninum og vermdi bakið. Hún átti ekki þessa von, af einni eða annarri ástæðu hafði hún átt þess von aö viðmótið mundi verða öllu 1383 Lárétt 1) Hali,- 6) Lýg,- 8) Kassi,- 10) Flik,- 12) Keyr,- 13) Röð.- 14) Gljúfur,- 16) Málmur,- 17) Strák,- 19) Dýr.- Lóðrétt 2) Belja,- 3) Jökull,- 4) Gangur,- 5) Skatta,- 7) Timi,- 9) Maður,- 11) óhreinki,- 15) Húsgrunnur,- 16) Efni,- 18) Ell,- Ráðning á gátu No. 1382 Lárétt 1) Nani.- 6) Róa.- 8) Lok.- 10) Mör,- 12) Af,- 13) Si,-14) Gný,- 16) Ups.-17) Rán,- 19) Maður.- Lóðrétt 2) Ark,- 3) Tó,- 4) Nam,- 5) Flagg,- 7) Frisk,- 9) Ofn,- 11) ösp,- 15) Ýra.- 16) Uni,- 18) Að,- II ifi iHi í FIMMTUDAGUR 12. april 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugreinar dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Benedikt Arnkelsson heldur áfram að lesa sögur úr Bibliunni (4). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Heilnæmir lifshættir kl. 10.25: Björn L. Jónsson læknir talar um trega melt- ingu. Morgunpoppkl. 10.40: Emerson Lake og Palmer syngja og leika. Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.15 Við sjóinn. Guðmundur Garðarsson viðskiptafræð- ingur talar um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (endurt. þáttur). 14.30 Frá sérskólum I Reykja- vik: XVII: Loftskeytaskól- inn. 15.00 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist. Stanislav Duchon og Sinfóniuhljóm- sveitin i Prag leika óbókon- sert i F-dúr op. 37 eftir Frantisek Krammer Václáv Neumann stj. Frantisek Maxian, Jan Paneka og Tékkneska filharmóniu- sveitin leika Konsert fyrir tvö pianó og hljómsveit op. 63 eftir Jan Ladislav Dussek: Zdenek Chalabala stj. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphorniö. 17.10 Barnatlmi: Olga Guðrún Árnadóttir stjórnar. a. „Systir Siðhærð”, Hans Jakob Jónsson les ævintýr. b. Bréf frá börnum. c. Viss- irðu að tærnar eru tiu? Olga Guðrún og ólafur Haukur Simonarson flygja sögu með söngvum. d. útvarpssaga barnanna: „Júlli og Dúfa” eftir Jón Sveinsson, Hjalti Rögnvaldsson les (2). jíijij:;! 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. ijijjjjjij Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. Si;ií;i 19.20 Daglegt mál. Indriði jjjjjjjjj Gislason lektor flytur þátt- i;i;i;ií inn. ijijijijij 19.25 Glugginn. Umsjónar- jjjjjjjjjj menn: Gylfi Gislason, Guð- ;i;ijijij; rún Helgadóttir og Sigrún ij;j;jij;j Björnsdóttir. wíi? 20 00 Útvarp frá Alþingi. Al- j;j;j;j;j; mennar stjórnmálaumræð- jijijijij; ur I sameinuðu þingi (eld- ;j;j;j;j;j húsdagsumræður). Hver j;j;j;j;íj þingflokkur ræður yfir j;j;j;j;j; hálfri klukkustund, sem >;j;;;;ji skiptast i tvær umferðir, 20 jij;j;j;j og 10 minútur eða tvisvar 15 ;j;j;!;i;: min. Auk þess fær Bjarni ;j;j;j;j;j Guðnason 3. landskjörinn jjjjjjjjj þingmaður 15 min. til um- j;j;j;j;j; ráða i lok fyrri umferðar. jjjjjjjjjj Röð flokkanna: Sjálfstæðis- ;j;j;j;j;j flokkur, Alþýðuflokkur, jjjjjjjjjj Alþýðubandalag, Samtök jíjSjS frjálslyndra og vinstri ;j;jjjjjjj manna, Framsóknarflokk- igjijij ur. Veðurfregnir. Fréttir. j;i;!;!;i; Dagskrárlok um eða eftir kl. 23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.