Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. aprll 1973. TÍMINN 7 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Hitstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Áskriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f - Stofnlánadeildin Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráð- herra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um eflingu Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Höfuðatriði frumvarpsins eru þessi: 1. Fast árlegt framlag rikissjóðs er hækkað úr 4 milljónum i 25 milljónir. 2. 1% álag á söluvörur landbúnaðarins skal renna til deildarinnar svo sem verið hefur allt til ársins 1980 en gjaldið átti að lækka um 0.25% árið 1976. 3. Gjald á útsöluverð mjólkur og rjóma og heldsöluverð annarra landbúnaðarafurða hækkar úrO.75% i 1% og skal haldast til 1980. 4. Rikissjóður skal leggja til deildarinnar til jafns við tekjur af báðum gjöldunum á land- búnaðarvörur, en hefur fram til þessa aðeins lagt á móti 1% af gjaldi þvi, sem bændur hafa greitt. 5. Nýjar lánareglur verða teknar upp og sam- ræmdar annarri stefnumörkun i land- búnaðarmálum, þannig að reglurnar miði að þeirri þróun, sem æskilegust er talin fyrir landbúnaðinn og þjóðarbúið i heild, en bændasamtökin sjáíf eiga þátt i mótun þeirr- ar stefnu og bera ábyrgð á framkvæmd hennar. 6. Bændasamtökin fá stjómaraðild að Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Þegar bankaráð Búnaðarbankans tekur til meðferðar og ákvörðunar málefni, er varða Stofnlánadeild landbúnaðarins,skal kveðja til tvo fulltrúa bændasamtakanna, sem skulu hafa full rétt- indi sem bankaráðsmenn. Áætlanagerð Stjórn Læknafélags Islands hefur á fundi með formönnum allra læknafélaganna i land- inu gert skynsamlega ályktun um áætlanagerð i heilbrigðismálum. í ályktuninni er bent á, að um 6% af þjóðartekjunum sé varið til heil- brigðismála, en nægi hvergi nærri til að full- nægja brýnustu þörfum. Óskum um fé til hús- næðis og tækjabúnaðar og heilsugæzlu hefur ekki verið unnt að sinna nema að takmörkuðu leyti og áætlaðar fjárhæðir til þeirra fram- kvæmda skornar niður af fjárveitingavaldinu. Meðan svo sé ástatt sé það háskaleg stefna að leggja i óhófs fjárfestingar á einstökum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og vanrækja samtimis aðra þætti hennar, ekki siður nauð- synlega og þess vegna eigi að taka upp áætlanagerð i heilbrigðismálum, sem byggist á ýtrustu hagsýni og heildarsýn yfir allar þarfir heilbrigðisþjónustu og er varað við að stjórn- völd velji sér ráðgjafa i þessum málum, sem eigi beinna persónulegra hagsmuna að gæta. Telur stjórn Læknafélagsins og formenn læknafélaganna að þessi sjónarmið hafi verið gróflega sniðgengin við skipulagningu fyrir- hugaðrar geðdeildar Landspitalans. —TK ERLENT YFIRLIT Mannfall hjá norska Verkamannaflokknum Fylgismönnum aðildar að EBE bægt frá þingmennsku Tryggve Bratteli KOSNINGAR til norska þingsins eiga að fara fram i septembermánuði næst- komandi. Undanfarna mánuði hafa verið mikil fundarhöld hjá flokkunum i sambandi við skipan manna á framboðslista þeirra. Fundarhöld þessi hafa verið allsöguleg hjá Verka- mannaflokkunum, þvi þar hefur mjög gætt átakanna innan flokksins i sambandi við aðild Noregs að Efnahags- bandalaginu. Tólf af þeim þingmönnum flokksins, sem voru fylgjandi aðild að Efna- hagsbandalaginu hafa verið felldir eða færöir þannig til á framboðslistunum, að þeir munu ekki eiga sæti á þingi næsta kjörtimabil. And- stæðingum aðildar hefur verið skipað I fyrri sæti þessara þingmana. Sumir af yngstu og efnilegustu þingmönnum flokksins verða að vikja af þingi að sinni af þessum ástæðum. Þá þykir flokknum stafa nokkur hætta af þessum ágreiningi i sjálfum þing- kosningunum eða þannig, að hörðustu andstæðingar aöildar kjósi flokkinn alls ekki. Af hálfu ýmissa þeirra, sem fylgzt hafa með kosningahorf- unum i Noregi, þykir ekki ósennilegt, að Verkamanna- flokkurinn hefði fengið hreinan meirihluta á þingi, ef deilan um aðild hefði ekki komið til sögunnar. Flokkinn vantar nú ekki nema tvö þingsæti til að hafa hreinan meirihluta á þingi. Aðildar- deilan hefur hins vegar lyft Sosialistaflokknum það mikið, að spáö er, að hann muni nú fá 2-5 þingmenn kjörna, en hann hefur engan þingmann nú. Liklegt þykir, að þetta gangi á hlut Verkamannaflokksins og hann nái þvi ekki meiri- hlutanum. SEX flokkar eiga nú fulltrúa á norska þinginu. Elztir eru thaldsflokkurinn og Vinstri flokkurinn, sem báðir voru stofnaðir 1884 og skiptust á um að fara með rikisstjórn til 1935. Þá tók Verkamanna- flokkurinn, sem hafði verið stofnaður 1887, við stjórnar- forustunni og hélt henni næstum óslitiö til 1965. 1 kosningunum þá um haustið missti hann meirihluta á þingi, og var þá mynduð stjórn fjögurra borgaralegra flokka þ.e. Ihaldsflokksins, Vinstri flokksins, Miðflokksins og Kristilega flokksins. Mið- flokkurinn hét upphaflega Bændaflokkur og kom til sögu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Kristilegi flokkurinn var stofnaður 1933, en fékk ekki fótfestu á þingi fyrr en eftir siðari heimsstyrjöldina. Forsætisráðherra rikis- stjórnar borgaralegu flokk- anna var Per Borten, foringi Miðflokksins. Stuðnings- flokkar hennar héldu meiri- hluta i þingkosningunum 1969, en samstarf þeirra fór versn- andi eftir að Efnahagsbanda- lagið kom til sögunnar, þar sem Miðflokkurinn var móti aðild, en Ihaldsflokkurinn með henni. Þetta leiddi til þess, að stjórnarsamstarfið rofnaði 1971 og myndaði þá Verka- mannaflokkurinn minnihluta- stjórn. Hann beitti sér fyrir aðild Noregs að Efnahags- bandalaginu og sagði þvi af sér þegar aðildin var felld við þjóðaratkvæðagreiöslu i septembermánuði siðastl. Þá var mynduð minnihluta stjórn miðflokkanna þriggja þ.e. Miðflokksins, Kristilega flokksins og Vinstri flokksins, og fer hún nú með völd. Hann nýtur aðeins stuðnings 37 þingmanna, þvi að niu af 13 þingmönnum Vinstri flokksins styðja hana ekki. Verkefni hennar er það eitt að semja um friverzlun og tollakjör við Efnahagsbandalagið. Senni- lega biðst rikisstjórnin lausnar, þegar þvi verki er lokið. Forsætisráðherra hennar er Lars Korvald, leiö- togi Kristilega flokksins. MYNDUN minnihluta- stjórnar miðflokkanna hafði þær sögulegu afleiðingar, aö Vinstri flokkurinn klofnaði. Vinstri flokkurinn er elzti stjórnmálaflokkurinn i Noregi og hafði á sinum tima forustu um, að þingræði kæmist á i Noregi. A undanförnum árum hefur gætt nokkurs klofnings i flokknum. Þessa klofnings gætti mjög i sambandi við Efnahagsbandalagsmálið. Vinstri armurinn, sem er undir leiðsögu Gunnars Garbos og Hallvards Eika, sem nú er viðskiptamálaráð- hr., voru mótfallnir aðild, en hægri armurinn undir forustu Helge Seips og Bents Röise- lands var fylgjandi aðild. Þegar til umræddrar stjórnar- myndunar kom, var meiri- hluti þingflokksins undir forustu Seips mótfallinn þátt- töku I henni, en flokksstjórnin samþykkti hana. A flokks- þingi, sem var haldið nokkru siðar, sigraði stefna flokks- stjórnarinnar. Niu af 13 þing- mönnum flokksins gengu þá úr flokknum og hafa siðar myndað nýjan stjórnmála- flokk, sem þeir nefna Nýja þjóöarflokkinn. Allt bendir til, að sá flokkur, ef hann heldur þingsætum sinum fleiri eöa færri, muni leita samstarfs við Verkamannaflokkinn. Skoðanakannanir benda yfir- leitt til, að Nýi þjóðarflokkur- inn muni fá örfá þingsæti, en að Vinstri flokkurinn sé lik- legur til að þurrkast út. Þó geti ef til vill tveir eða þrir af þingmönnum hans náð endur- kosningu, ef þeir hafa kosningabandalag við Mið- flokkinn i kjördæmum sinum. Það mun nú til athugunar. Það er mikill styrkur fyrir Nýja þjóðarflokkinn, að Helge Seip nýtur mikils álits sem traustur og ábyrgur stjórn- málamaður. Hann verður i framboði fyrir flokkinn i Oslo og þykir liklegur til að ná kjöri þar. Mest álits allra norskra stjórnmálamanna nýtur vafa- laust Trygve Bratteli, foringi Vekamannaflokksins. Hann er hvorki glæsimenni eða ræðu- skörungur, en hefur unnið sér almenna viöurkenningu sem ábyrgur og heiðarlegur stjórnmálamaður. Honum er þakkað það persónulega, að deilan um aðildina að Efna- hagsbandalaginu hefur ekki orðið flokknum enn meira áfall. MARGT BENDIR til þess, að Verkamannaflokkurinn muni taka aftur við stjórn fyrir eða eftir kosningarnar. Nái fiokkurinn ekki meirihluta I kosningunum, mun hann að likindum mynda minnihluta- stjórn með beinum eða óbeinum stuðningi Nýja þjóðarflokksins. Það þykir ólíklegt, að Verkamanna- flokkurinn muni leita stuðnings hjá Sosialista- flokknum, þótt hann fái þing- menn kjörna, þvi að fjand- skapur er mikill milli þessara flokka. Fari kosningarnar á þann veg, að borgaralegu flokkarnir styrki aöstöðu sina, mun sennilega verða reynt að endurvekja stjórn þeirra, en það mun reynast miklum erfiðleikum bundið, þvi að mikillog vaxandi ágreiningur er milli Miðflokksins annars vegar og Ihaldsflokksins hins vegar.Almennustu spár eru nú þær, að Verkamannaflokkur- inn og Kristilegi flokkurinn muni halda nokkurn veginn óbreyttri stöðu, Miðflokkurinn og Ihaldsflokkurinn muni heldur vinna á, Sosialista- flokkurinn og Nýi þjóðar- flokkurinn fái þingmenn kjörna, en veruleg hætta sé á, að Vinstri flokkurinn þurrkist út. Gerð hefur verið sú breyting á kosningalögunum, að bætt hefur verið við fimm þingmönnum i Osló og Bergen og munu þvi 155 þingmenn eiga sæti á næsta þingi i stað 150 nú. —Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.