Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. apríl 1973. TÍMINN 3 Bókauppboð d mónu- daginn KNOTUR BRUUN heldur 14. list- munauppboð sitt i Átthagasai Hótel Sögu n.k. mánudag, 16. april, og hefst það kl. 17.00. Bækurnar verða til sýnis að Grettisgötu 8, Reykjavik, laugar- daginn 14. april kl. 14.00—18.00. Nokkrar helztu bækur og rit- verk, sem seld verða eru sem hér segir: Ludvig Stoud Platou, Stutt landaskipunarfræði handa ólærð- um, Viðeyjar Klaustri 1843. Ólaf- ur ólavius, Fyrirsagnar Tilraun um Litunar-gjörð á íslandi, Kaupmannahöfn 1786. Eggert ólafsson, (Stutt ágrip úr) Lachanologia eða Mat-urta-Bok, Kaupmannahöfn 1774. Safn til sögu Islands og islenzkra bók- mennta, I-IV. bindi, Kaupmanna- höfn og Reykjavik 1856-1939. Brynleifur Tobiasson, hefir skrá- sett, Hver er maðurinn, I.-II., Reykjavik 1944, með kápum. Af ljóðabókum má nefna: Jón Þorláksson, prestur að Bægisá, tslenzk ljóðabók, I.-II. deild, Kaupmannahöfn 1842-43. Þá verða seldar á uppboðinu allmargar af bókum Halldórs Kiljans Laxness i frumútgáfu, og er m.a. bundið saman i eina bók íslandsklukkan, Hið ljósa man og Eldur i Kaupinhafn, en á kjöl þeirrar bókar er gyllt: Lista undrin eru bundin saman Halldór Kiljan kempan svinn: Klukkan-Manið-Eldurinn. t flokknum þjóðsögur og þjóð- leg fræði er m.a. að finna: Jón Espólin, Islands Árbækur I sögu- formi, I.-XII. deild, Kaupmanna- höfn 1821-55. Af ferðabókum má nefna: Niels Horrebow, The natural history of Iceland, London 1758. Þá verða seld 10 timarit, þar á meðal Ársritið Gestur Vestfirðingur, 1.-5. árg., Reykjavik og Kaupmannahöfn 1847-55, og Klausturpósturinn, 1,- 9. árg., Beitistöðum 1818, Við- eyjarklaustir 1819-27. Siðasta númer á uppboðinu er Nockrer Marg-Frooder Sögu-Þætter Islendinga, Til leifelegrar skemtunar og dægra-stittingar þessa lands innbyggúrum, Hólum 1756. Á Bessastööum, er sænsku ritstjórarnir afhentu söfnunarfcö. Söfnunarfé Göteborgs- posten afhent í HADEGISBOÐI á Bessastööum miðvikudaginn 11. apríl, afhenti eigandi og aðalritstjóri Göte- borgsposten, Lars Hjörne, forseta islands dvlsun að upphæð eina og hálfa milljón sænskra króna, eða rúmlega 32 milljónir islenzkra króna. Þessi fjárupphæð er til upp- byggingar vegna eldgossins i Vestmannaeyjum og hefur verið safnað einkanlega i Gautaborg og Vestur-Sviþjóð fyrir meðalgöngu Göteborgsposten, og er framlag margra aðilja, einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka. Með Lars Hjörne aðalritstjóra voru Axel Miltander, ritstjóri við Goteborgs-posten, sem stjórnað hefur þessari söfnun að mestu leyti og hefur lengi látið islenzk málefni til sin taka, og aðalræðis- maður Islands i Gautaborg, Björn Steenstrup. Við þetta sama tæki- færi afhenti Steenstrup aðal- ræðismaður forseta Islands ávis- un að upphæð 22.125.- sænskar krónur, jafnvirði fimm hundruð þúsund islenzkra króna, sem eru framlög, er borizt hafa aðalræðis- mannsskrifstofunni i Gautaborg til aðstoðar vegna náttúruham- faranna i Vestmannaeyjum. SUMARAÆTLUN Fl Sumaráætlun millilandaflugs Flugfélags tsiands gekk i gildi 1. april. Þar með er hafin viðamesta áætlun millilandaflugs félagsins til þessa, en um mesta annatim- ann i sumar mun Flugfélagið hafa þrjár þotur i förum milli landa. t júnimánuði mun hefjast flug til Gautaborgar, sem er nýr viðkomustaður i áætiun Flug- félags islands. Allt útlit er fyrir að fleiri farþegar verði fluttir á Bókhlaðan á Akranesi kynnir rithöfunda ÞEGAR bæjar- og héraðsbóka- safnið á Akranesi flutti i nýtt hús- næði á siðastliðnu ári, var tekin upp sú nýbreytni að efna til kynn- ingar á ýmsum þáttum, sem tengdir eru safninu. Hófst þessi starfsemi á s.l. hausti með sýn- ingu á prentverki i Borgarfirði, en á þeirri sýningu var sögö og sýnd prentsaga I Borgarfirði frá upphafi. Siðan var i byrjun desember efnt til sýningar á málverkum eftirýmsa landsþekkta listamenn og stóð hún i hálfan mánuð. Báðar þessar sýningar hafa verið vel sóttar og starfsemi þessi hlotið góðar undirtektir. I framhaldi af þessari starf- semi hefur stjórn safnsins ákveð- ið að efna til höfundakynningar i Bókhlöðunni við Heiðarbraut sunnudaginn 15. aprfl klukkan hálf-fimm. Eftirtaldir höfundar flytja þætti úr ritverkum sinum: Björn Blöndal, Guðmundur Böðvarsson, Jón Helgason, Jón Óskar og Þórleifur Bjarnason. Á sama tima verður opnuð sýn- ing á bókum og sýnishornum af handritum ofantalinna rithöf- unda. Sú sýning verður opin á safntima til 18. april n.k. Full ástæða er að hvetja fólk til að notfæra sér þetta tækifæri og kynnast borgfirzkum rithöfund- um. öllum er heimill ókeypis að- gangur. Nýja bókasafnshúsið á Akranesi. vegum félagsins en nokkru sinni. Farpantanir eru um 23% fleiri en á sama tima i fyrra. Með tilkomu sumaráætlunar fjölgar ferðum milli landa i áföngum, en yfir háannatimann munu þotur og skrúfuþotur hafa 37 viðkomur á stöðum erlendis i hverri viku. Þar að auki munu þotur félagsins fara tvær ferðir i viku milli Skandinaviu, Islands og Grænlands á vegum SAS eins og undanfarin sumur. Fyrir nokkru var gengið frá samkomu- lagi milli Scandinavian Airlines System og Flugfélags íslands um þrjú flug i viku milli Islands og Narssarssuaq i Grænlandi. Þvi verða i sumar fimm ferðir i viku milli Islands og Narssarssuaq. Til Kaupmannahafnar verða yfir háannatimann 9 ferðir i viku. Þar af tvær á miðvikudögum og sunnudögum. Flug á vegum SAS milli Keflavikur og Kaupmanna- hafnar og Narssarssuaq verður á mánudögum og föstudögum. Áætlunarflug til Gautaborgar mun hefjast 16. júni. Flogið verð- ur á laugardögum með viðkomu i Osló i báöum leiðum. Til London verða fjögur bein flug i viku, á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Flug milli Islands og Bretlands er f samvinnu við British European Airways, sem flýgur beinar ferðir milli þessara staða á miðvikudögum og sunnu- dögum. Til Glasgowverða fimm ferðir i viku á mánudögum, miðvikudög- um og föstudögum, og auk þess næturferðir á mánudögum og laugardögum. Til Oslóar verða þrjár ferðir i viku, á þriðjudögum, fimmtudög- úm og laugardögum. Til Frankfurt am Main verða tvær ferðir i viku á þriöjudögum og laugardögum. Milli islands og Færeyja verður flogið á þriðjudögum, fimmtu- dögum og sunnudögum. Sem fyrr segir verða i sumar fimm ferðir I viku milli Keflavik- ur og Narssarssuaq i Grænlandi. Þar af eru SAS flug á mánudög- um og föstudögum og I beinu framhaldi af flugi þess félags frá Kaupmannahöfn til Keflavikur. Flugferðir frá Keflavik til Narssarssuaq á miðvikudögum, fimmtudögum og sunnudögum verða sameiginleg flug SAS og Flugfélags Islands. Eins og undanfarin sumur mun Flugfélag Islands halda uppi flugferðum til Kulusuq i Græn- landi. Flognar verða fimm ferðir i viku,alla daga nema þriðjudaga og laugardaga. Á þriðju milljón til hjólparstarfs HJALPARSTOFNUN kirkjunnar söfnuðust á siðasta ári rúmlega tvær milljónir króna, og styrkir, sem hún veitti utan lands og innan voru alimikið yfir hálfa þriðju milijón króna. Þetta kom fram á aðalfundi stofnunarinnar, sem haldinn var i þessari viku. Til verkefna utanlands, einkum til liknar holdsveiku fólki i Bangaladesh, komu irskra barna til tslands og vegna jarðskjálft- anna i Managúa, fóru nær 2,3 milljónir króna. Innan lands voru veittir átján styrkir, sem runnu til einstak- linga og stofnana. Nutu þeirra tveir aðilar i Hafnarfirði, sjö i Reykjavik, tveir i Rangárvalla- sýslu og einn i Gullbringusýslu. Norður-Múlasýslu, Dalasýslu, Keflavik, á Bildudal og Isafirði. Sambandi bindindisfélaga i skólum var veittur styrkur og ltgð drög að útvegun leir- brennsluofns, sem gefinn verður dagvistunarheimili Styrktarfé- lags vangefinna, Bjarkarási i Reykjavik. I stjórn hjálparstofnunarnnar eiga sæti sautján menn, skipaöir af kirkjuráði. Biskup landsins er sjálfskipaður varaformaður, en formaður var kosinn Jón Kjart- ansson forstjóri og ritari Her- mann Þorsteinsson. Fraiq- kvæmdastjóri er Páll Bragi Kristjónsson. Páll S. Pálsson formaður Lögmanna- félagsins Aðalfundur Lögmannafélags Islands var haldinn i Reykjavik 6. april s.l. 1 stjórn félagsins voru kosnir að þessu sinni formaður Páll S. Pálsson hrl., og aðrir i stjórn voru kosnir Hjörtur Torfa- son hrl., Jóhann L.L. Helgason hrl., Sveinn Haukur Valdimars- son hrl., og Skúli Pálsson hdl. Stjórn og stjórnarandstaða t Degi á Akureyri er fjallað i ritstjórnargrein um stefnu og aðgerðir stjórnarinnar og óþjóðhollustu þeirra flokka, sem I stjórnarandstöðu eru: „Ahugi Islendinga á inn- lendum stjórnmáium er ætið vakandi, og er vart um annað meira rætt, þar sem menn koma saman, en stjórnarfar- ið, rikisstjórn og stjórnarand- stöðu, og svo einstök þingmál, er h^st ber hverju sinni. Nokkur atriði stjórnmálanna liggja ljós fyrir svo vart verö- ur um deilt: Gjaldeyrisstaða þjóðarinnar batnaði verulega á síöasta ári. Launþegar búa við betri kjör en áður hefur þekkzt, og atvinna er næg I ladninu. Má með sanni segja, áð allt atvinnulif standi með blóma og að framkvæmdavilji og framkvæmdalif sé meira en mörg undanfarin ár. Þetta orkar ekki tvimælis, né heldur hitt, hver munur er á orðinn, frá þvi atvinnuleysi, og þar með svo þrúgandi vonleysi, að þúsundir manna fóru af landi burt I atvinnuleit. En jafn augljóst er, að verðbólgu- vandamáliö er hið sama og áður. Verðbólgan hefur aö visu ekki vaxiö meira en áður, nema síöur sé. En almenning- ur treystir núverandi stjórn miklu betur I þessu efni, en hinni fyrri, og þvi veldur verðbólgan meiri vonbrigð- um. Tekjuöflun Þá er sú stefnubreyting ótviræð, að meira fé er varið til tekjujöfnunar, svo sem með auknum tryggingum, félags- legriaðstoð, meira fé er varið til uppbyggingar iand- búnaðarins og hinna dreifðu byggða, og siöast en ekki sizt tók núverandi stjórn hiö ör- lagarika skref að færa út land- helgina. Undir forsæti Óiafs Jóhannessonar tókst að sam- eina þjóðina á eftirminnilegan hátt undir eitt merki tii stækk- unar fiskveiðilandhelginnar. En landhelgismálinu hafði naumast verið hreyft á tólf ára valdatima fyrrverandi stjórnar. Má segja, að forysta núverandi stjórnar hafi í þvi stórmáli markað timamót á siöustu stundu. Þjóðareining er um þetta mál, þótt sömu mennirnir, er stóðu að nauöungarsamningnum við Breta og V.-Þjóðverja 1961, og eiga alla sök á málskoti þess- ara þjóða tii Haag-dómstóls- ins, virðist stundum áhuga- samari stjórnarandstæðingar en hollt er. Tregða í þjóðaráfalli Alþjóð veit einnig, að það þurfti að kaupa stjórnarand- stæöingana til þess að Alþingi gæti einhuga fylkt liði i þeim stórmyndarlegu aðgerðum, sem ákveönar voru vegna jarðeldanna I Vestmannaeyj- um. Tregða stjórnarandstöð- unnar olli þvi m.a. að ekki náðist samkomuiag um að láta fyrirhugaðar kaup- hækkanir renna i Viðlagasjóö, fresta verðhækkunum land- búnaðarvara og að sérstakt gjald til sjóðsins yrði lagt á at- vinnurekendur, kaupsýslu- menn, mennina með breiðu bökin”. — TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.