Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 15
Laugardagur 14. apríl 1973 TÍMINN 15 n fé, lir VEL PP- INA minum við gamla nemendur mina. Þær láta það mjög gjarna i ljós, að námið hafi ekki sizt komið þeim aðhaldi i þeirra einkalifi, og að þær hefðu ekki viljað fara á mis við það. Námstimi og tilhögun — Hversu langur er náms- timinn hérna? (Ég á bæði við ára- fjölda og lengd hvers skólaárs). — Heildarlengd námstimans eru þrir vetur og eitt sumar. Við litum á fyrsta námsárið sem undirbúningstima. Það hefst venjulega um miðjan september, og fram til fyrsta október er undirbúningsnámskeið hér i skólanum, þar sem aðalgrein- arnar eru uppeldisfræði eða sá þáttur hennar, — sem við köllum starfshætti á leikskólum og dag- heimilum- og föndur, barnabók- menntir og sitthvað fleira. En aö þessum fyrstu tveim vikum loknum, eða frá fyrsta október til fyrsta mai, starfa nemendur á barnaheimilum og taka laun, en eru undir eftirliti skólans. Þetta er til þess gert, að némendurnir geti sjálfir gert sér grein fyrir þvi, hvort þeim muni lika fóstrustarfið, þegar þeir kynnast þvi af eigin raun, eða hvort þeir kjósa að hætta við það áður en lengra er haldið. í annan stað geta svo lika bæði kennarar skólans og fóstrur barnaheimil- anna gert sér grein fyrir þvi, hvort viðkomandi nemandi muni vera hæfur til þess að gegna sliku starfi. En þótthægt gangi i fyrstu, er ekki þar með sagt, að nemand- Framhald á bls. 27. gu til þess aö útskýra EINN AF hinum fjölmörgu skólum þjóð- félags okkar er Fóstruskólinn í Reykja- vík. Það verður ekki sagt, að hann hafi verið eins mikið í sviðsljósinu og margir aðrir skólar, og verður því þó ekki neitað, að hlutverk hans er harla veigamikið, og satt að segja finnst manni, að vel mætti minnast á hann oftar en gert hefur verið. Fyrsti árgangur skólans i söngtima hjá Róbert Abraham Ottóssyni. Leikiö á blokkflautur. Valborg Siguröardó 11 ir, skólastjóri Fóstruskólans. f 1 I- ■' §*• % i 1 ’ j Séö inn i kennslustund. Hér fer auösjáanlega saman iöja og athygli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.