Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Laugardagur 14. aprll 1973.
ALÞINGI
Umsjón:
Elías Snæland Jónsson
Ingvar Gíslason (F) um frumvarp Fiskveiði Fiskilaganefndar:
Heppilegast að fresta
afgreiðslu til hausts?
EJ-ltcykjavtk.
F r u m v a r p F i s k i 1 a g a -
nefndarinnar um veiðiheim-
iidir innan nýju fiskveiðilög-
sögunnar var til framhalds
annarrar umræftu I neftri deild
i gær. Við þær umræður varp-
aði Ingvar Gislason (F) fram
þeirri áhendingu, hvort ekki
væri heppilcgast að fresta af-
greiðslu frumvarpsins þar til
næsta haust, og nota sumarið
lil þess að senda það til um-
sagnar ýmissa aðila um allt
land.
Við framhald 2. umræðu i
dag tóku til máls Guðlaugur
Gislason (S), Lárus Jónsson
(S), Ingvar Gislason (F) og
Lúðvik Jósepsson, sjávarút-
vegsráðherra.
Ingvar Glslason ræddi málið
allítarlega, og kvaðst vera
sammála þeirri meginhugsun,
sem lægi að baki þessu frum-
varpi, og þeirri friðunar-
stefnu, sem þar væri höfð að
leiðarljósi.
Hann benti hins vegar á, að
mjög skammur timi væri nú á
þessu þingi til að athuga málið
og leita álits á þvi. Kynni þvi
að vera heppilegasta leiðin að
fresta afgreiðslu málsins og
taka frumvarpið fyrir að nýju
á þingi I haust. Væri þá hægt
að nota sumarið til þess að
leita umsagnar margvíslegra
aðila um landið allt, og hafa
þær til hliðsjónar við af-
greiðslu þess. Með þessum
vinnubrögðum væri hægt að
láta ný lög taka gildi um næstu
áramót.
ATHUGUÐ VERÐI
STAÐSETNING
NÝRRAR HAFNAR
SUNNANLANDS
EJ-Reykjavik.
Sameinað Alþingi samþykkti I
gær að feia rikisstjórninni að
hefja nú þegar athugun á stað-
setningu nýrrar hafnar á suður-
strönd landsins.
Þingsályktun þessi, sem upp-
haflega var flutt af öllum þing-
mönnum Suðurlands, var sam-
þykkt I einu hljóði með smávægi-
legri breytingu, og er svohljóö-
andi:
Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að láta nú þegar hefja
Veggjaldinu var vísað
frá með 30 atkv. gegn 26
EJ-Reykjavik.
Þingsályktunartillögunni um að hefja á ný inn-
heimtu veggjalds af hraðbrautum var visað frá i
sameinuðu þingi i gær með 30 atkvæðum gegn 26,
að viðhöfðu nafnakalli. 4 þingmenn voru fjarver-
andi, og er málið þvi úr sögunni á þessu þingi.
bingsályktunartillagan fól i
sér, að innheimt yrði veggjald
af Reykjanesbraut, Suður-
landsvegi og síðan öðrum
þeim hraðbrautum, sem
gjaldgengar yrðu.
Meirihluti f járveitinga-
nefndar lagði til, að þessari
tillögu yrði visað frá með rök-
studdri dagskrá.
Þeir, sem studdu liina rök-
studdu dagskrá, voru: Auður
Auðuns, Ágúst Þorvaldsson,
Bjarni Guðnason, Björn Fr.
Björnsson, Björn Pálsson, Eð-
varð Sigurðsson, Eggert G.
Þorsteinsson, Eillert B.
Schram, F’riðjón Þórðarson,
Garðar Sigurðsson, Geir
Gunnarsson, Geir Hallgrims-
son, Gils Guðmundsson, Guð-
laugur Gislason, Gunnar
Gislason, Gunnar Thoroddsen,
Gylfi Þ. Gislason, Ingólfur
Jónsson, Jóhann Hafstein, Jón
A. Héðinsson, Jón Skaftason,
Jónas Arnason, Jón Snorri
Þorleifsson, Matthias A.
Mathiesen, Axel Jónsson,
Ólafur G. Einarsson, Pétur
Pétursson, Pétur Sigurðsson,
Itagnhildur Helgadóttir og
Steinþór Gestsson.
Þeir sem voru á móti, og
vildu innhcimla veggjald,
voru: Eysteinn Jónsson, Ás-
geir Bjarnason, Bjarni Guð-
björnsson, Björn Jónsson,
Einar Agústsson, Jónas Jóns-
son, Halldór E. Sigurðsson,
Hannibal Valdimarsson, Helgi
F. Seljan, Ingvar Gislason,
Karvel Pálmason, Lárus
Jónsson, Lúðvik Jósepsson,
Magnús Jónsson, Magnús T.
Ólafsson, Matthias Bjarnason,
Ólafur Jóhannesson, Páll bor-
steinsson, Pálmi Jónsson,
Ragnar Arnalds, Stefán Val-
geirsson, Steingrimur Her-
mannsson, Svava Jakobsdótt-
ir, Sverrir Hermannsson, Vil-
hjálmur Hjálmarsson og Þor-
valdur G. Kristjánsson.
Fjarverandi voru: Benedikt
Gröndal, Jón Arnason, Stefán
Gunnlaugsson og Þórarinn
Þórarinsson.
Einróma samþykkt Alþingis í gær:
EJ-Reykjavik.
Alþingi samþykkti einróma i gær, að kjósa sjö
manna milliþinganefnd til að gera tillögur um
markmið, leiðir og mörkun almennrar stefnu í
byggðamáium. Skal nefndin leggja fram þau frum-
vörp til breytinga á lögum, sem hún telur að ekki
þoli bið, þegar i byrjun næsta þings.
tillögu niu sjálfstæðismanna á
þingskjali 383, og gert fáeinar
breytingar á þingsályktunartil-
lögunni með tiiliti til þeirrar til-
lögu.
Tiilagan, eins og hún var sam-
þykkt sem ályktun Alþingis er
svohljóðandi:
Björn Fr. Björnsson (F) gerði
grein fyrir nefndaráliti alls-
herjarnefndar, sem hafði fjallað
um tillöguna, sem var flutt af
Steingrimi Hermannssyni,
Stefáni Valgeirssyni og Vilhjálmi
Hjálmarssyni. Kom fram, að
nefndin hal'ði einnig fjallað um
Alþingi ályktar að kjósa 7
manna nefnd þingmanna, kos-
inna hlutfallskosningu I samein-
uðu Alþingi, sem geri tillögur um
markmið, leiðir og mörkun al-
mennrar stefnu i byggðamálum.
Skal að þvi stefnt, að varanleg
starfsemi I byggðamálum verði
efld og viðurkennd sem fastur
þáttur i Islenzkri stjórnsýslu.
Nefndin skal m.a. hafa eftirtalin
verkefni:
1. Kanna, hvaða atriði valda fyrst
og fremst mismunun á milli
landsmanna eftir búsetu, bæði
fjárhagslegri og félagslegri.
2. Kanna og meta eins og unnt er
hin þjóðhagslegu áhrif þeirrar
Tekin verði upp kennsla
haffræði við Hdskólann
*
i
EJ-Reykjavik.
í gær var lögð fram i
sameinuðu þingi tillaga
til þingsályktunar um
kennslu i haffræði og
skyldum greinum við
Iláskóla íslands. Flutn-
ingsmenn eru Ingvar
Gislason (F) og fimm
aðrir alþingismenn.
I tillögunni er skorað á rikis-
stjórnina að láta kanna svo fljótt
sem verða má, hvort ekki sé
timabært að hefja kennslu i haf-
fræði og skyldum greinum við
Háskóla tslands.
Með^tillögunni fylgir greinar-
gerð og sem fylgiskjal fylgja til-
lögur Unnsteins Stefánssonar um
tilhögun slikrar kennslu við Há-
skólann.
I greinargerðinni segir m.a.
eftirfarandi.
..Með þingsályktunartillögu
þessari er hreyft máli, sem flm.
Framhald á bls. 25
þróunar I byggðamálum, sem átt
hefur sér stað á undanförnum
áratuguni.
3. Kanna, hvaða ráðstafanir ná-
gra nna þjóðirnar hafa gert á
þessu sviði og hvaða almenna
stefnu þær hafa markað.
4. Athuga, hvað unnt er að gera af
opinberri hálfu til þess að jafna
inetin á milli landsmanna, og
gera tilraun til að meta áhrif
slikra aðgerða og kostnað.
5. Gera tillögur um markmið I
byggðamálum.
fi. Gera tillögur um leiðir til þess
að ná fyrrgreindum markmiðum.
7. Leggja fram drög að almennri
stefnu i byggðamálum.
Auk þess skal nefndin athuga
tillögu til þingsályktunar á þing-
skjali 383 og leggja fram þau frv.
til breytinga á lögum þegar I
byrjun næsta þings, sem nefndin
telur, að ekki þoli bið. Nefndin
skal einnig leitast við að gefa Al-
þingi bráðabirgðaskýrslu i byrjun
næsta þings um verkefni sitt.
Forsætisráðherra skipar for-
mann nefndarinnar. f samræaði
við forsætisráðuneytið skal
nefndin fá eðlilega starfsaðstöðu,
og henni skal heimilt að leita álits
sérfróðra manna. Fram-
kvænulastofnun rikisins skal
skylt að veita nefndinni nauðsyn-
legar upplýsingar og aðstoð.
Kostnaður við störf nefndarinnar
j greiðist úr Byggðasjóði.
athugun á staðsetningu nýrrar
hafnar á suðurströnd landsins á
svæðinu frá Dyrhólaey og vestur
um. Athuguninni verði hraöað
eins og kostur er á, sérstaklega
með tilliti til þess, ef svo kynni að
fara, að höfnin I Vestmannaeyj-
um og hafnarstæði þar færi for-
görðum af völdum eldgossins.
Til að framkvæma athugunina
skal samgönguráðuneytið skipa
nefnd sjö manna. Skal einn til-
nefndur af Hafnamálastofnun
rikisins, einn af skipulagsstjórn
rlkisins, einn af Útvegsbænda-
félagi Vestmannaeyja, einn sam-
eiginlega af samtökum sjómanna
og verkalýðsfélögunum I Vest-
mannaeyjum, einn af bæjarstjórn
Vestmannaeyja, einn af Sam-
bandi sveitarfélaga á Suðurlandi,
og enn fremur skal samgöngu-
ráðuneytið skipa einn mann I
nefndina án tilnefningar, og skal
hann vera formaður nefndarinn-
ar.
Nefndin skal skila áliti svo fljótt
sem við verður komið.
Agúst Þorvaldsson (F), sem
mælti fyrir nefndaráliti um tillög-
una, sagði nefndarmenn sam-
mála um, að athuga yrði alla
mögulega hafnarstaði, hvort sem
þar væri nú höfn eða ekki.
Kjósa milliþinganefnd til
að fjalla um byggðamálin
nefndin geri tillögur um markmið, leiðir og mörkun almennrar stefnu í byggðamálum
I neðri deild varð eitt frum-
varp að lögum i gær. Það var
þingmannafrumvarp um sölu
Grenivikur, Svæðis, Höfða-
brekku og hluta úr landi
Borgar.
Að öðru leyti voru fjölda-
mörg mál til umræðu i báðum
deildum þingsins. Deildar-
fundir verða áfram i dag,
laugardag, og verða þá
væntanlega nokkur frumvörp
afgreidd sem lög frá Alþingi.
Þá verður einnig fundur i
dag i sameinuðu þingi, en sem
kunnugt er stefna alþingis-
menn að þingslitum um miðja
næstu viku.
Visað til
rikisstjórnarinnar
A fundi sameinaðs þings i
gær var tillögu Alþýðuflokks-
manna um lifeyrissjóð allra
landsmanna visað til rikis-
stjórnarinnar.
Nýjar fyrirspurnir
Ingvar Gislason hefur lagt
fram tvær fyrirspurnir til
menntamálaráðherra.
I fyrsta lagi er það fyrir-
spurn um afstöðu til þings-
ályktunar frá 18. mai 1972 um
dreifingu menntastofnana og
fleira, svohljóðandi:
„Hvernig hyggst rikis-
stjórnin framfylgja vilja Al-
þingis, eins og hann birtist i
þingsályktun frá 18. mai 1972
um dreifingu skóla og annarra
mennta- og menningarstofn-
ana um landið og eflingu
Akureyrar sem skólabæjar og
miðstöðvar mennta og visinda
utan höfuðborgarinnar?”
Og i öðru lagi um \ erzlunar-
menntunina og stofnun
verzlunarskóla á Akureyri,
svohljóðandi:
„1. Hvað liður athugun á
endurskipulagningu
verzlunar- og viðskipta-
menntunar?
2. Má vænta þess, að rikis-
stjórnin stuðli að stofnun
verzlunarskóla á Akureyri?”